Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. PEBRÚAR 1968 19 — Spurning dagsins Framh. aí bls. 11 í sífellt ríkari mæli og ’þjóS- félagið hefur þar þunga byrði að bera, sem það í raun og veru rís hvergi í heim'inum undir. Hvernig væri að gera atlögu að á'fengi og eiturlyfjum, til þess að auka 'heilbrigði, og hamingju fólksins? Það myndi kannski draga meira úr sjúkdómum og alls konar hörmungum, en flest i annað. 3. Nei. 4. —5. Velkomið væri að ég gæfi hjarta mitt til græðslu i annan mann að mér látinni, ef hann óskaði eftir því, eða hægt væri að hafa eitthvert gagn af því. Sama gildir urn nána ætt- | ingja mdna. Þórður Möller, læknir: Að mínu áliti eru þessar til- raunir langt frá því að vera bomnar á það stig að hægt sé að ræða þær eins og hverjar Þórður Möller aðrar viðurkenndar, meira eða minna reyndar læknisaðgeðir. Að öðru leyti er ekki hægt að hafa aðra afstöðu til þeirra, en annarra tilrauna í þessari grein, þar sem betur sæmir hógværð og sjálfsgagnrýni, en kapphlaup í blaðaskrifum og brambolti, — vísindalegt kapp að vísu, en í kyrrþey og með fyllstu forsj á. Sveinn Víkingur: Ég l'ít á dauðann sem viðskiln að sálarinnar við lílkamainn þegar hann, einhverra orsaka vegna, getur ekki lengur gegnt því hlutverki sínu að vera starfstæki hennar í þessari veröld efnisins. Hann er þá orðinn líkt og ónýtur bíll, sem sérfræðingarn- ir á verkstæðinu telja sig ekki geta lappað upp á lengur né komið í gang. Bílstjórinn yfir- gefur hann að fullu. En því skyldi hann ekki verða feginn ef unnt er að nota eitthvert stykki úr honum í annan bíl, þar sem það kemur að fulium notumi? Og því er það að ef unnt reynist að taka einstök líffæri úr líkama látins manns og græða þau í líkama einhvers sjúklings og bjarga með því ; lífi hans. Þá ber að fagna því. Og ég er fyrir mitt leyti öld- ungis sannfærður um það, að hinn látni muni naumast láta sér svo annt um liðinn líkama sinn og ofurseldan upplausn- inni að hann mundi ekki tíma að sjá af einhverjum hluta hans, ef verða mætti til' hjargar lífi annarra. Sl'íkt held ég væri að gjöra þeim dána rangt til. Áreiðanlega mundi ég fagna því, ef minn gamli skrokkur gæti á þann 'hátt orðið öðrum að liði eftir að ég er hættur að geta notazt við hann í þessu lífi. Um það atriði hvenær örugg- lega megi telja að fullnaðar viðskilnaður sálar og líkama hafi farið fram, kann að vera örðugt að segja með óyggjandi vissu. En um það hygg ég, að læknarnir séu hæfari um að dæma en almenningur, og þeirra úrskurði verðum við þar um að hlíta að minnsta kosti Sveinn Víkingur unz annað kemur í ljós sem sannara reynist. Oft hefur verið um það tal- að, að karl og kona hafi gefið hvort öðru hjarta sitt og hönd. Það væri að vísu í óeiginlegri merkingu. Og misjafnlega hef- ur það reynzt að sagt er, þótt flestir hafi lifað það af. Nú tel ég það fagnaðarefni, ef það á eftir að heppnast og verða mönnum til lífs að þiggja í bók- staflegri merkingu hjarta og hönd látins likama, eiganda han-s að meinalausu, vegna þess, að hann hefur afklæðst honum og er steinhættur að nota hann. Séra Sigurður Pálsson: Hvenær maður sé dáinn, get ég ekki svarað, til þess skortir mig þekkingu á líffræði. í grein Morgunblaðsins um hinn fyrsta hjartaflutning kem ur fram, að læknar þeir, sem að honum unnu, voru ekki á einu máli um það. Einn vildi miða við starfsemi heilans, en annar hjartans. Mér kemur i hug hið alþekkta fyrirbæri að hænsni fljúga höfuðiaus. Sagt er mér að eitt sinn þegar höggv inn var haus af hana í húsum inni, þá tók hann sig upp eftir „aðgerðina“ og flaug út á hlað um krókótt göng án þess að rekast á, þó hann hefði hvorki sjón, 'heyrn n-é heila með í þeirri ferð. iHitt veit ég ekki hvort hann myndi gera eins, ef hann héldi höfðinu en væri sviftur hjartaniu. Þó læknar þeir sem þarna voru að verki séu ekki vís- indamenn, hefðu þeir um vís- indalega niðurstöðu í þessu máli, ef hún hefðd verið til. Af þeirri ástæðu einn-i, að dánar- augnablikið eT óvíst, er ótíma- bært að tala um þessar aðg-erð- ir sem almennar læknisaðgerð- ir. Hin trúarlega afstaða er sú, að lífið sé Guðs gjöf og hon- um einum beri réttur til að ákveða lengd þess. Það er manninum ómetanlegt öryggi að vita sig eiga rétt á að lifa eins lengi og Guð vill og vera engum manni háður í því efni. Siðferðilega séð er þessi aðgerð mjög vafasöm, nema gert s-é ráð fyrir að læknar þeir, er við hana fást, séu alVísir, alfær- ir og algóðir, og auk þess að engiinn hafi tækifæri til að trufla þessa eiginleika þeirra. Siðareglur lækna munu byggðar á eiði Hippokrates, sem var grískur læknir og spek ingur fjórum öldum fyrir Krist. Kenningar hans um þessi efni falla mj-ög saman við viðhorf kristinnar trúar. Ég held, að læknastéttin hafi verið þeim meginreglum mjög trú, og held að rangt væri að tortryggja hana, þó ekki sé gérandi ráð fyrir að hún sé -búin þeim fuli- komleikum sem fyrr voru nefndir. En þegar um það er að ræða, að flytja líffæri milli manna með þeiim afleiði-ngum- að annar þeirra hlýtur að láta Mfið, er nýr vandi kominn til sögunnar, og hin fornu viðhorf afnurain. Hér á læknir að ákveða að ekki skuli fengizt við að lengja líf þess, sem taka á hjartað úr, en öllu fóma-ð fyrir að hinn fái lífi haldið. Að vísu er sagt, að samþykki beggja skuli kom-a til. Ekki er tryggt að leggja mikið upp úr því. Alkunnugt er h've auðvelt getur verið að fá rnenn til að samþykkj-a hluti, sem þeir eru andvígir í hjarta sínu. Ekki er líkl-egt að erfiðara verði að fá samþykki dauðsjúkra manna. Talað er um þessa aðgerð sem auðleystan vanda. Ekki er annað en að gera skrá yfir heilsubilað fólk, rannsaka hjarta þess og skrásetja það og þannig er til orðinn hjarta- banki eins og blóðbanki. Hér er þó ólíku saman jafnað. Tal- ið er hættulaust heilbirgðlum manni að gefa vissan skammt af blóði sínu, en enginn gefur hjartað úr brjósti sér nema láta, lífið um leið. Þar að auiki þarf sá, sem hefur heilbrigt hjarta, að ver-a tilbúinn að deyja áður en hið sjúka hjarta gefst alveg upp. Undarlegt væri það ef iðu- lega hitti-st svo á að þetta færi saman án allrar fyrirgreiðslu manna. Mér skilst að fremstu vísinda stofnanir Bandaríkjanna telji þetta svo óhugsandi, að þessi lækningaaðferð muni, af þeirri ástæðu ekkert almennt gildi hafa. Því vilji þeir heldur ein- beita sér að smíði gervihjarta. Held -ég að það sé tvímælalaust hin rétta stefna. Að leyfa þessa aðgerð al- mennt, þó með ýmsum ták- mörkunum væri, myndi hafa Séra Sigurður Pálsson hinar mestu félagslegar afleið- ingar. Hætt er við að fyrr eða síðar yrði ákvörðunarréttur einstaklingsins að litlu hafður og sniðgenginn. Heilsubilaðir menn tækju að óttast að verða skrásettir sem „ bankainneign“ eða fórnardýr þessara aðgerða. Sá ótti myndi og læðast að mörgum heilbrigðum og hvíla eins og skuggi yfir framtíð þeirra. Óttinn myndi grafa und an öryggiskennd þeirra og fylla þá tortryggni, reiði og haitri, sem ekki er hægt að segja hvernig brytist út. Hugsanlegt væri t.d. að eftir óvænta „Bartólámeusnött“ væri eng- inn læknir eftiir. Annars óttast ég ekki lækna- stéttina, éf hún bíður ef-tir leið arljósi því, -sem henni ber að fara eftir í svo miklu mláli. En það leiðarljós eru öruggar nið- urstöður hinna raunverulegu vísindamanna, mar-gprófaðar. Jafnvel þó að vísindamennirn- ir vildu e'kki viðurkenna vald Guðs og þannig svifta manninn þeirri undankomuleið að áfrýja máli sínu til Guð's, þá er annar aðili sem þeir (vísindamennirn- ir) óttast og virða. Sá aðili er hið óþekkta. Vísindamenn vinna sigra sína og færa út svið þekkingarinnar með því að ganga með fyllstu gátsemi inn á svið 'hins óþekkta. Bíði læknar eftir leiðsögn þeirra er ekki mikið að óttast. Það er annar aðili, s-em manni ber að óttast. Sá aðili, sem kann að taka sér vald til að segja lækn- um fyrir verkum, hann er ótta- legur. Komizt mál þetta í þann- ig hendur er ógæfan vis. Hvort ég vildi gefa hjarta mitt til þessarar meðferðar er svo persónuleg spurning, að hún verður ekki ræd-d opinber- lega .Þar kemur margt til álita, m.a. það, að ef ég ætti að gefa hjarta mitt, gæfi ég það sjúk- lingnum en ekki lækninum. Ég yrð-i því að vita með öru-ggri vissu, að sú gjöf yrði honum til góðs, en ekki aðeirns lenging þjáninga hans eða e.t.v. færði honum nýjar þjáningar, sem hann hefði gétað k-omizt hjá. Margt fleira kemur og’til álita áður en ák-vörðun væri tekin. Annars getur enginn svarað þessari spurningu, svo að mark sé á takandi, fyrr en á úrslita- stundu. Hvort ég vildi gefa hjörtu nánustu ástvina í þeissu augna- miði? Því er fljótsvarað: Eng- inn hugsandi maður getur ótil- neyd-dur varpað tveimur manns lífum út í svo algera óvilssu sem hjartaflutningurinn er, enn sem komið er. Vissulega hlýtur roaður að dá tæknilegt afrek þes-sara lækna. En dirfska þeirra að gera þetta, svo þekkingarlitlir sem þeir hafa verið um allt annað en handverkið sjálft, er því aðeins fyrirgefanleg, að hér verði látið staðar numið þang- að til miklu meiri þekking er fyrir hendi á öllum hinum óvissu atriðum varðandi þessa aðgerð. - RITHÖFUNDAR Framh. af bls. 13 vegna þess að í Rússlandi stendur hvorutveggja 1 bein- um teng-slum við menningar- frelsi. Kjarni hreyfingarinnar eru roenntamenn á þrítugsaldri eða rétt un-dir þrítugu. Sum- ir þeirra eru mestu skáld og listamenn sinnar kynslóðar í Rússlandi. (Mesta neðanjarð- arskáldið — og ef til vil-1 mesta nútímaskáld í Sovét- rikjunum — Jósef Brodsky starfar sem Ijóðaþýðandi síð an hann kom úr útlegð frá þorpi við Aúkhangelsk). En flestir meðlimirniir eru kenn- arar, læknar eða jafnvel verkfræðingar, sem skrifa, s-emja tónlist eða framleiða kvikmyndir. Laun þeirra eru nokkur-s- feonar múr milii þeirra og fj andsamlegrar veraldar. En þeir draga sig ekki í hlé frá henni. Þeir virða hana fyrir sér með fránum sjónurn Sin javskis, sem vinnur bug á hryllingnum með því að skrifa um hann. Neðanjarðarskáldin temja- sér nútímaleg vinnubrögð en standa föstum fótum í rúss- neskri hefð. Lærimeistarar þeirra eru Gogol og Saltykov — Shdh-edrin fremur en ToL stoy og Dostojevski. Bókmenntir þær, sem verða til „neðanj arðar“ eiga sér marga lesendúr, en til þess að ná til þeirra verður að -styðjast við aðferðir, sem notaðir voru fyrir daga Gut- enbergis. Fyrst af öllu kemur hið talaða orð. í tólf ár sam- fleytt hafa skáld kynnt verk sín um gervallf Rússland. Fólk kemur sam-an á kaffi- hlúsum og í áfheyrendaisölum menntaskólanna og á torigum úti til að hlusta á og hylla þau kvæði, sem stöðvast mund-u sjiálfkrafa hjá ritskoði aranum. Ég las fyrst upp j kvæði mín veturinn 1961 í j „Æsku“ kaffihiúsinu í Rigaj. Áheyrendur — stúdentar,. listam-enn og nokkrir ungin verkamenn — klöppuðu, þeg j ar ég las þeim- kvæði, semi ; hét „Pushkin-“, en það endar j á þessum orðum: „Heiðrii 1-ands okkar bjarga skáld dagsins í dag, sem eru des-. embristar morgundagsinis“.. Fáeinum dögum síðar var ég kynntur fyrir almenningi í dagbl’aðinu „Rödd Riga“ semi „klisjustaglari og klámhund- ur“ — en á þennan hátt, með þessum orðum, verða neðan jarðairsfcál-din fræg í blöðun- um. Bæklingar hreyfingarinnar berast oft lesendunum vélrit aðir og sjá hrifnæm-ar stúlk ur um verkið. Stundum eru þeir ljósritaðir: tæki til þess fást allstaðar. Árið 1959 datt Alexander Ginsburg, sem dæmdur var i fimm ára þrælkunarvinnu í Moskvu fyrir nokkrum dög- um, í hug að setja saman laus vélrituð blöð. Þannig fæddist fyrsta vel þekkta neðainjarðartímaritið í Rúss- landi „Orðskipunarfræðin". Af þessu tímariti komu út tvö tölublöð. Síðan hvarf Ginsburg í tvö ár bak við gaddavírsgirðingarnar í Sí- beríu En aðrir tóku upp verk ið þar sem hann hvarf frá og vitað er um 12—24 tíma- rit, sem birtst hafa síðan með eðlilegri rússneskri blöndu af lausu miáli og bundnu og rit gerðum um heimspekileg efni. Frægast þeirra var „Fön ix“, en ritstjóri þess tímarits, Galanskov, hefu nú verið dæmdur í sjö ára þrælkunar vinnu. Síðasta tímaritið af þessu tagi hei'tir „Hið rú-ss- neska orð“. Þessi útgáfustarf- sem-i gengur undir natfninu „samiszdat“. ,.Samizdat“ höf- undar og ritstjórar lenda nátt- úrlega í klandri, en þegar það skeður finna þeir, að þeir standa ekki einir Verk þeirra ná ekki einungis til neðan- jarðairhreyfin-garinnar heldur -einnig til margra „frjá-ls- lyndra" rithöfunda, Vísinda- manna og prófessora í viður- kenndum embættum. Þegar „Samzda-t“ höfund- ar,nir lenda í kland-ri reyna „virðingarverðir" neytendur verka þeirra að hjálpa þeim, hversu mjög sem þeir eru mótfallnir neðanjarðarhreyf- ingunni. Eitt sinn fór Daniil Grain-, löghlýðinn rithöfundu-r en heiðarlegur maður, með Brodsky á fund í Flokksnefnd inni í Leningrad. Það var á þeiim tíma, þegar gera áttá Brodsky útlægan en Gramin vonaði, að han-n gæti fengið nefndina til að fella niður út- legðardóminn. Ef Brodsky hefði sýnt á s-ér iðrunarmerki þá hefði dómurinn vafalaust verið felldur úr gildi. En viðbjóð- ur hams á hræsn-i hatfði þver- öfug áhrif. Hinir ungu róttæku menn, flestir undir 25 ára ald-ri, hræða-st ekki á sama hátt og þrítugir menn, sem lifðu Stalínstímann, að ékki sé tal- að um fertuga m-enn, sem búa ennþá við óttann. Þessir unigu menn neita að hræðast of- 'beldi og eyðileggingu. Fyrstu réttarhöldin þar sem lagðar voru fam ákærur um „undir- búning að herm-darverkum“ fóru fram 1 Leníngrad í síð- aista mánuði. Þetta er aðeins forsmekkurinn af því sem koma skal, ef yfirvöldin verða hreyfingarinnar um aukið frjálisræði. 'Hreyfingin nú til dags er í hörmulegri aðstöðu. Annars vegar er átroðsla yfirvald- anna. Hins vegar er andúð roeðlimanna á oflbeldi og eyði leggingu. Neðanjarðarhreyf- ingin vill lif-a frjiáls í frjólsu landi .Næsta fcynslóð tekur ef til vill frelsið fram yfir landið New York, 30. janúar. AP. Sex manns biðu bana o,g 11 meiddust í eldsvoða, sem varð í stórri íbúðarbyggingu á Man’hatt an í gærkvöldi. Einn hinna látnu- var 10 ára drengur, sem kastaði sér út um glugga í skelfin-gu, er allar aðrar útgöngudyr voru hon um lokaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.