Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968
20
Akureyri og Rvík
keppa í íshokkí
— Fyrsta bæjarkeppnin í þessari
grein á Krákeyri í dag
FYRSTA opinbera bæjarkeppni
milli Akureyrar og Reykjavíkur
í íshokkí er ráðgerð á Akureyri
í dag, 3. febrúar kl. 2 e.h. á
Krákeyrinnj við Akureyri. Lið
frá Skautafélagi Akureyrar og
Skautafélagi Reykjavikur hafa
tvívegis áður keppt í íshokkí,
IKF-ÍR í kvöld
ÍSLANDSMÓTIÐ í körfuknatt-
leik heldur áfram í kvöld á
tveim stöðum.
Kl. 19:00 leika ÍKF og ÍR í
I. deild á Keflavikurflugvelli,
en eins og kunnugt er leika utan
bæjarliðin í 1. deild aðra um-
ferðina á heimavelli að þessu
sinni.
Yngri flokkarnir verða að Há-
logalandi kl. 20:15:
4. fl. KR — KFR
3. fl. ÍR — ÁRMANN
3. fl. KR — KFR
A sunnudag kl. 16:00 leika ÍR
og Skallagrímur í 3. flokki í
Borgamesi.
fyrst á Akureyri í fyrravetur og
í Reykjavík fyrr í vetur
Akureyringar hafa sigrað í
bæði skiptin með nokkrum
markamun. En munurinn var
ekki eins mikill í síðari keppn-
inni, enda hafa Reykvíkingar
nú fengið allgóða aðstöðu til æf-
inga á Melavellinum og má
vænta að framfarir verði örar
hjá þeim.
Þegar fyrsti kappleikurinn fór
fram á Akureyri, gáfu Sjóvá-
tryggingar Akureyri véglegan
bikar fyrir hugsanlega árlega
bæjakeppni milli Akureyrar og
Reykjavíkur. í dag verður
keppt um þennan bikar í fyrsta
sinn.
fshokkí er tiltölulega lítið
þekkt sem keppnisíþrótt hér á
landi. Þess vegna verður reynt
að lýsa leikreglum og dómum
jafnóðum og leikurinn fer fram,
til hagræðis fyrir áhorfendur.
fshokkí býður upp á góða
skemmtun fyrir áhorfendur, því
að leikurinn er bæði hraður og
spennandj ef jöfn lið leika sam-
an.
KR vann styttuna
á innanhússmótinu
Mesti sigur Fram á árinu að
vinna „Dýrlingana" 4-1
INNANHÚSSMÓT Fram í knatt-
spyrnu, sem var liður í afmælis-
hátíðahöldum félagsins fór fram
í íþróttahöllinni í fyrradag og
var hið skemmtUegasta, þótt
mótið drægist nokkuð á langinn
vegna mikils leikfjölda. Eigi að
síður skal enn á það minnt að
innanhússknattspyrna verður
aldrei nema svipur hjá sjón með-
an vantar meterháu borðin með
hliðarveggjum. Ætti KRR eða
IBR að koma slíku upp, ef
íþróttahöllin er þess vanmegnug.
KR-liðið bar verðskuldaðan
sigur úr býtum og var langbezta
lið keppninnar, enda hið eina
sem að einhverju ráði hefur æft
innanhússknattspyrnu. Leikir
mótsins fóru þannig:
1. umferð
KR—VALUR 9—2 (4—1)
VÍK—FRAM B 9—3 (5—1)
ÍBK—ÞRÓTTUR 3—1 (2—1)
Akranes — Fram A 4—3 eftir
framlengdan leik. í hálfleik stóð
1—1 og 3—3 að leiktíma liðnum.
2. umferð
KR-Akranes 7—4 (4—2)
Keflavík—Víkingur 6—2 (2—1
í úrslitaleik vann Svo KR lið
Keflavíkur með 5—1. Skoraði
KR liðið 4 fyrstu mörkin, þar
af 3 í fyrri hálfleik. Hafði- liðið
allmikla yfirburði í nákvæmum
Framih. á bls. 27
Geir ógnar KR-markinu. Þessa skemmtilegu ljósmynd tók ljósm. Mbl. Kr. Ben. fyrr í vikunni.
— Fram og FH gera út um hvort
íslandsm. er búið eða ný spenna skapast
Á MORGUN, sunnudag, fara
fram tveir leikir í 1. deildarmóti
handknattleiksmanna . Kann svo
að fara að örlög spennandi
keppni í þessu móti verði ráðin
annað kvöld. Leikur Fram og
FH skiptir öllu máli þar um.
Staðan er nú þannig í mótinu
eftir 4 umferðir, að Fram Valur
og FH berjast á toppinum og
eru stig félaganna í sömu röð
8, 6 og 5. Vinni Fram annað
kvöld hefur félagið náð 10 stig-
um en FH situr eftir með 5 stig.
Ef svo fer er þess vart að vænta
að nokkur spenna geti skapast
um það, hvar bikarinn lendir.
Ef FH vinnur, hefur liðið hins
vegar unnið upp að mestu tap
það er félagið hefur orðið að
þola í þessari fyrri umferð móts-
ins, og á ekki sinn líka um
margra ára skeið. Yrði þá aftur
spenna um úrslitin og mótið
fær þá nýja spennu.
Ef þekkja má Hafnfirðinga
rétt, munu þeir ekki láta sér
tækifærið úr greipum ganga
Rok
Grenoble
1 GÆRKVÖLDI breyttist
veðrið í Grenoble skyndilega.
Undanfarna daga hefur verið
vorsól og hiti um frostmark
eða þar yfir og allir dáðst að
dýrð Olympínsvæðisins. í
stað þess kom skyndilega rok
og rigning.
Svipuð veðraskipti urðu í
fyrra þá er „reynslu leikim-
ir“ voru haldnir þar og þá
varð að fresta keppni í alpa-
greinum og stökki vegna sjó
komu og þoku. Haldizt þetta
,,illviðri“ á svæðinu er hætt
við að það setji strik í reikn-
inginn með framkvæmd OL-
leikanna, ekki sízt þar sem
skráin er mjög áskipuð.
baráttulaust. Nú verður Geir
Hallsteinsson aftur með — mátt-
arstólpi liðsins að undanförnu
og einn mesti ógnvaldur mark-
varða og varnarmanna af lands-
liðsmönnum nú.
Framarar munu ekki vilja láta
•tækifærið sér úr greipum ganga.
Vonandi er að leikurinn verði
vel Leikinn og skemmtilegur þrátt
fyrir mikilvægi hans fyrir bæði
lið.
Þá leika KR og Haukar en
þau eru enn hvorugt úr fall-
hættu en það liðið sem sigrar
hefur náð mikilvægu spori í þá
átt. Það er því mikið í húfi.
Á undan þessum leikjum fer
fram leikur í 2. deild milli Þrótt
ar og ÍBK. Hefst hann kl. 7:15.
Aðalfundur FH
AÐALFUNDUR FH verður hald-
inn á morgun, sunnudag, kl. 2 í
Rafha. Auk venjulegra aðalfund-
arstarfa verða gefnar uþplýsing-
ar um hið nýja íþróttasvæði fé-
lagsins í Kaplakrika við Reykja-
nes'braut. Uppdrættir af mann-
virkjum þar munu liggja frammi
en ráðger,t er að byrja á að
ryðja fyrir knattspyrnuvelli á
næstunni. Vegna fundarins falla
æfingar 6. flokks niður óg einnig
seinnj æfing m.fl.
•Þessar myndir tók Kr. Ben. á innanhússmóti Fram í knattspyrnu. T.v. eigast við Sæmundur landsliðsnefndarformaður og Björn Vignir Mbl. í liði „Dýrling
anna“. f miðið er allfrumstæð knattspyrnuaðferð samkv. myndinni. N. 8 er fyrrv. landsliðs-maður Skúli Nielsen en sá sem er i stellingum skautahlaupar-
ans er Jbp á Vísi. T.v. er sigurlið KR í móinu með sigurstyttuna.