Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1968 Árnesingamót Árnesingamótið 1968 verður haldið að Hótel Borg, laugardaginn 10. febrúar n.k. og hefst það með borð- haldi kl. 19.30 stundvíslega. DAGSKRÁ: 1. Mótið sett: Hákon Sigurgrímsson form. Árnes- ingafélagsins. 2. Minni Árnesþings: Helgi Sæmundsson, ritstjóri. 3. Kórsöngur: Árnesingakórinn í Reykjavík. Stjórnandi: Þuríður Pálsdóttir . 4. Dans. Magnús Pétursson leikur á píanó frá kL 19.00. — Heiðursgestur mótsins verða Einar Páls- son bankastjóri á Selfossi og kona hans Laufey Lilliendahl. Forsala aðgöngumiða verður í suðuranddyri Hótel Borgar á morgun, sunnudaginn 4. febrúar, milli kl. 3 og 5 síðdegis. Að mótinu standa Árnesingafélagið, Eyrbekkinga- félagið og Stokkseyringafélagið. Undirbúningsnefnd. Kröfugerð, verk- bönn og skilningur í KVÖLD hlustaði ég á gagnlegt og vel flutt erindi Sigurðar Guð- mundssonar, skrifstofustjóra, um daginn og veginn. Kenndi þar margs konar fróðleiks og auð- heyrt að gjörkunnugur og athug- ull maður var þar á ferð. Hann benti á hina nýju þróun í skipu- lagsmálum Alþýðusambandsins og dró fram ýmislegt, sem játa verður að horfa muni til bóta í starfsemi þessara áhrifaríku sam taka og stuðla að jákvæðri þró- un í verkalýðs- og atvinnumál- um m.a. vegna aukins skilnings leiðtoganna á eðli vandamálanna, og ennfremur minnkandi póli- tískri togstreitu innan samtak- anna ,sem leitt hafi til meiri ábyrgðartilfinningar, og aukinn- ar virðingar þeirra. — Þetta er Gólfteppaframleiðendur — gólfteppasalar — teppalagningarmenn Höfum ávallt til sölu, gólfteppalista framleidda á fslandi, á mjög hagkvæmu verði. ATHUGIÐ: Stórlækkað verð. Verð pr. mtr. kr. 9.85. Verð pr. búnt 152,3 metr., kr. 1.500.00. Styrkið og eflið innlendan iðnað og kaup ið íslenzka gólfteppalista. Gólfteppalistar Laugavegi 166, 4. h.t.v. (Nóatúnsmegin). — Eskihlíð 14, 1. h. t. h. Sími 81667. HEIMDALLUR F.U.5. Félagsfundur Á aö auka flokksræðið á Islandi? Stjórn Heimdallar boðar til almenns félagsfundar mánudaginn 5. feb. kl. 8.30 um framkomna tillögu á Alþingi um breytingu á kosningalögunum. Fundurinn verður haldinn í í Himinbjörgum í Valhöll fjp W Framsögumenn: Ármann Sveinsson, stud. jur. og Jón E. Ragnarsson. hdl. rétt og því ber að fagna. Þá kom hann inn á þau við- bögð sem tvenn önnur samtök hefðu sýnt í sambandi við gengis breytinguna og lausn efnáhags- vandans með þjóðinni. Lágu hon um all-þung orð til forustu- manna bæði kaupmannastéttar- innar og frystiiðnaðarins. Sagði Sigurður að þegar vandi steðjaði að hafi kaupmenn risið upp og mótmælt harlega, en látið þó þar við sitja. Frystihúsin hafi hins vegar rekið hnefann framan í þjóðina og hafið beinar aðgerðir með verkbanni ti'l að tryggja að þjóðin héldi áfram að speða í þau fé. Hér væri um mikla óskammfeilni og frekju að ræða og var svo að skilja að illa laun- uðu frystihúsin ofeldið, því þeim hefði verið gefið mikið fé á und- anförnum árum, sem eigendur þeirra þökkuðu þannig fyrir með heimtufrekjunni einni. — Verka lýðssamtökin hefðu hins vegar sýnt víðsýni og viljað axla sinn skerf erfið'leikanna og gert það umyrðalaust. Að því er Alþýðusambandið og verkalýðssamtökin áhrærir, er þetta rétt og það ber að lofa og viðurkenna, enda hér um al- gjörlega nýtt viðhorf og viðbrögð að ræða, sem ætti að lofa góðu um framtíðina. — Full þörf er á að friða þjóðlífið, sem logað hef- ir af óeiningu undanfarinna ára- tugi. Þetta breytta viðhorf auk- ins skilnings samfara umburðar- lyndi er það sem á að geta gert það auðveldara að skapa góð lífsskilyrði í landinu fyrir alla borgara hins íslenzka þjóðfélags. Orsök þess að drepið er niður penna nú um þetta er sú, að undirritaður finnur sig knúinn til að láta í ljós fögnuð sinn og vongleði vegna þessara nýju tákna og stórmer’kja, sem á lofti eru í þessum málum. Því verður samt að fylgja það, að skoðun hans er að í ummælum hins ágæta og sýnilega greinda og áhuigasama manns hafi óafvit- andi eymt of mikið eftir af þeirri Frakkor eignazt eldflaugar fyrir vetnissprengjur París, 29. jan. NTB DE GAULLE forseti hefur sam- þykkt tillögu yfirmanns franska herráðsins um, að Frakkland eigi að verða sér út um eldflaug ar, sem flutt geti vetnissprengj- ur mörg megatonn að stærð til hvaða staðar á hnettinum sem vill. Var þetta haft eftir opin- berum heimildum í París í dag. De Gaulle sagði í ræðu á laug- ardag, að Frakkland yrði að ráða yfir hertækni, sem beindist í allar áttir og þetta er talið þýða þar af Leiðandi, að Frak'k- land búi sig undir að árás geti komið úr hvaða átt, sem er. afstöðu misskilnings eða skitn- ingsleysis, sem verður að telja til lasta hins liðna tíma, og sem orðið hafa, eins og sagt var að ofan, til að skapa óþarfa heima- tilbúna erfiðleika með þjóðinni, á undanförnum áratugum — sem hann sjálfur var að fagna yfir að væru hverfandi, með hinum nýja tíma. Það sem á virtist vanta var sem sé raunhæft mat á því af hverju kaupmenn mótmæltu og af hverju frystihúsaeigendur lok uðu fyrirtækjunum. Þetta mat eða skilning hefir vantað tilfinn- anlega hjá miklum þorra fólks. — Þegar frystihúseigendur loka til að firra fyrirtæk sín fyrirsjá- alegu tapi, þá er sagt að þeir hafi stigið einu Skrefi of langt. — Þegar kaupmenn mótmæla vegna þess að þeir sjá fram á að draga verður úr þjónustu við fólkið, þá hneykslast menn, eins og hinn ágæti fyrixlesari, og halda að þetta sé allt bara af einskærri mannvonzku gert. Hon um sézt yfir að það sem þessir menn hafa fyrir augum er ann- að og alvarlegra en aðeins ein- skærir eigin hagsmunir. Frystihúsaeigendur vilja ekki eiga yfir höfði sér að hafa fólk í vinnu og standa svo uppi einn góðan veðurdag og geta ekki borgað fólki sínu kaup sitt, — og fá svo á sig verkbann fyrir vanskil eins og skeði í Ólafsvík fyrir skömmu. Kaupmönnum svíður að þurfa að segja upp góðu starfsfólki, og vegna færra starfsfólks að þurfa að draga úr þjónustunni við almenning. Það skyldi athugað að þegar talað er um að atvinnufyrirtæki eigi að bera byrðar án þess að áður sé athugað hvort þau eru fær um það, þá getur það alveg eins orðið varnarlaust starfsfólk sem bera verður byrðarnar á þann átakanlega hátt að missa atvinnu sína. Eins og áður er sagt ber að fagna áuknum skilningi á á'byrgð hvers og eins á hag og kjörum í samfélaginu. Þessi skilningur verður að aukazt og leiða til þess að ekki sé vegna hleýpi- dóma og flausturslegra ályktana gengið á rétt einstakra stétta og starfshópa innan þjóðfélagsins. Það að leggja of þröng verð- lagsákvæði á kaupmenn og að ætlast til að frystihúsaeigendur verði að ta'ka þeyjandi við því hlutskipti að stefna út í taprekst ur, getur aldrei leitt neitt annað af sér en ófarnað. Það sama á við hverja aðra stétt sem er, eða starfsgrein. — í þjóðfélaginu öllu verður að ieitast við að skapa jafnvægi á grundvelli ál- menns skilnings á lögmálum vel sæmis í kröfugerð manna hvers til annars, hvort sem eru verð- lagsákvæði, launakröfur, búvöru verð, fiskverð eða annað, en margt af því, sem gerzt hefur í íslenzku þjqðlífi á undanförnum áratugum, hefir einmitt borið merki hins gagnstæða og þannig fætt af sér ýmis af þeim vanda- málum, sem við glímum við nú í dag og erfitt virðist að leysa. Ef samhugur, skilningur og bróð urþel kemst aftur til vegs í þjóð lífinu, þarf ekki að kvíða fram- tíðinni, því ef góður vilji er fyr- ir hendi leysast öll vandamál auðveldlega, því lausnin bygg- ist á samlyndi fyrst og fremst. Silfurtúni, 29. jan. 1968. Sveinn Ólafsson. Flytjið vöruna f/ugleiðis Flugfélagið heldur uppi áætlunarflugi milli 13 staða á landinu. Vörumóttakatil allrastaða alla daga. í Reykjavík sækjum við og sendum vöruna heim. ii ' HÍHIÍI} .ii 11 . i Þér sparið tíma j Fokker Friendship skrú- í fuþoturnar eru hrað- j skreiðustu farartækin j innanlands. llMllll!illilililliíiíail!lli!ii!Ilil Þér sparið fé Lægri tryggingariðgjöld, örari umsetning, minni vörubirgðir. I.... . . 111111111 lIilllIlllllliilIillIB? Þér sparið fyrirhöfn Einfaldari umbúðir, auðveldari meðhöndiun, fljót afgreiðsla. FLUCFELAG ISLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.