Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.02.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1968 11 þegar hjarta hans er hætt að slá. Þessi skilgreining er ekki raun hæf lengur, því nú tekst oft að koma hjarta af stað aftur, þótt það hafi stöðvast. í ljósi nú- tímatækni og þekkingar held ég því að greina verði á milli vefja dauða og dauða einstaklingsins. Vefur er dauður, þegar hann hefur orðið fyrir þeim áverka að hann getur ekki lengur gegnt hlutverki sínu. Einstaklingur er dauður, þegar hann verður ekki endurvakinn til lífsins, sem sami einstaklingur. 2. Aðgerðir sem þessar eru orðnar staðreynd, sem við verð- um að viðurkenna hvað sem trúarlegum eða siðferðilegum fordómum okkar líður. Sé sam- vizkan ekki góð, verðum við að 'breyta fordómunum í sam- ræmi við staðreyndirnar. Þjóð- félagslega held ég að slíkar að- gerðir hafi ekki rnikil áhrif, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn. Það væri þá helzt, ef til greina kæmi að skipta um hjarta í einhverjum valda- miklum stjórnmálamanni t. d. De Gaulle eða Maó formanni. Framvegis hlýt- ur aðaláherzla á sviði læknis- fræðirannsókna að verða lögð á það, hvernig fyrirbyggja á sjúkdóma. Takizt það og takizt að koma í veg fyrir hungur- dauða og styrjaldir getur kom- ið að því að sú ábyrgð verði lögð á læknastéttina að ákveða hve lengi hverjum einstaklingi skuli leyft að lifa og sú ábyngð verður mun þyngri, en sú á- byrgð, sem hún nú telur sig bera á því að varðveita lífið eins lengi og unnt er. 3. Já, ef ég ætti von á að geta notið og notað þann lífs- auka, sem mér væri gefinn. 4. Já. ef það væri orðið mér gagnslaust til lengra lífs. 5. Að svo miklu leyti. sem ég teldi mig hafa vald til þess. Margrét E. Margeirsdóttir, félagsráðgjafi: 1. Hvenær álítið þér, að mað ur sé látinn? Þessi spurninig er læknis- fræðilegs eðlis og er þess vegna tæplega á færi annarra en lækna að svara henni. Svo virðist sem læknar sjálfir séu ekki ávallt á einu máli um hve- nær maður sé látinn. A.m.k. Margrét E. Margeirsdóttir kom þetta —vandamál 1 ljós í sambamdi við fyrstu hjarta- græðsluna, sem dr. Barnard framkvæmdi. Læknavísindin eru komin á það hátt stig, að stundum hefur itekizt að lífga menn við frá ,,dauða“ með hjartahmoði og öðrum ráðum. Það er því víst ekki sönnun fyrir dauða, þó að andardráttur og hjartasláttur hafi 9töðvast. En ég læt lækn- unum eftir úrskurðinn í bessu efni. 2. Hver er afstaða yðar frá: a) trúarlegu sjónarmiði, b) sið- ferði legu, c) þjóðfélagslegu? Ég fæ ekki séð. að hjarta- flutningur eða hjartagræðsla greinist svo mjög frá öðrum skurðaðgerðum frá trúarlegu sjónarmiði. Hjartað er einung- is eitt af mörgum líffærum likamans og hefur að mínu viti ekki þá sérstöðu, að ástæða sé til að hafa annað trúarlegt við- horf til Þess en t.d. nýra og lifrar. — Kristin trú kennir okkur, að við eigum að lina þjáningar meðbræðra okkar. Er það ekki einmitt það, sem læknarnir eru að leitast við að gera, þegar þeir fá sjúkling til meðferðar? Markmiðið er á- vallt eitt og hið sama: að lækna og sigrast á dauðanum. Enda mun víst sjálfur páfinn hafa lagt blessun sína yfir hjartagræðslutilraunirnar og ætti þá varla að þurfa að velkj- ast í vafa um, að kristilega sé að farið. Hins vegar koma hér upp ýmis siðferðileg vandamál. Þó að hér hafi vissulega verið brot- ið blað í sögu læknavisinda. er það engu að síður álit margra sérfræðinga, að þar sem undir- búningsrannsókum sé enn alls ekki lokið, sé lifandi fólk notað sem hálfgildings tilraunadýr. Ekki veit ég hvort þessi gagn- rýni á fullan rétt á sér, en staðreynd er þó, að ennþá er aðeins einn maður með ígrætt hjarta á lífi og ekki fullreynt, hvort hann nær eðlilegum bata. Maður hefur því vissulega rétt til að efast um, að tilraunir sem þessar séu réttlætanlegar. Ekki fækkar þó siðferðileg- um vandamálum, ef hjarta- græðsla verður almenn og við- urkennd lækningaaðferð. Sumir ætla. að lífshættulegir hjarta- sjúkdómar séu svo tíðir, að lí’klegt sé, að hjartagjafa muni skorta. Hver á þá að fá nýtt hjarta? Og hver á að deyja drottni sínum? Hver á að taka þá ákvörðun? Er ekki einnig viðbúið, að minna kapp verði lagt á að lengja líf dauðvona manna, ef þeir eiga álitlegt hjarta, sem beðið er eftir með óþreyju? Sjálfsagt verða lækn- arnir að bera hitann og þung- ann af þeim veigamiklu ákvörð unum, sem taka þarf. Mér óar við að hugsa til þeirrar gifur- legu siðferðilegu ábyrgðar, sem þeim er með þessu lögð á herð- ar. Á hinn bóginn má svo segja, að almenningi sé ekki ætluð minni ábyrgð, ef hann á að ákveða. hvort hann stöðvar þróun læknavísindanna eða ekki. Frá þjóðfélaigslegu sjónar- miði koma vitaskuld einnig í ljós ýmsar hliðar á málinu. Eðlilegt er að ætla, að nýir land vinningar vísindanna, sem hag- nýttir eru mannkyninu til heilla og miða á framfara'braut, séu þjóðfélagimu í hag. Hitt er svo augljóst, að öll vísindastarf- semi er fjárfrek og er hún því þjóðfélaginu dýr í þeim skiln- ingi. Ýmsir hafa látið í ljós þá skoðun varðandf hjartagræðsl- ur, sem enn eru á byrjunar- stigi sem lækningaaðferð, að af þeim verði tæpast nokkru sinni þjóðhagslegur ábati, m.ö. o.: hjartaflutningar muni ekki gefa af sér arð (Kannski er það úrelt viðkvæmni, að þykja þessi hugsunarháttur óviðfeld- inn, og líkja honum við vanga- veltur bóndans á haustin um það hvaða skepnur sé ábatasamt að setja á í vet- ur). Trúlega mun þó verða erfitt að spá fram. í tím- ann um þetta. En á meðan til- raunir með hjartaflutninga eru á byrjunarstigi, leikur ekki vafi á, að náin samvinna þarf að takast með læknum og öðr- um sérfræðingum, sem vinna að þessum málum, hvar sem er í heiminum. Þá myndi væntan- 1-ega verða hægt að leiða fram í dagsljósið svör við ýmsum spurningum, sem enginn veit enn svör við. 3. Mynduð þér vilja láta græða hjarta í yður? Ég geri ráð fyrir að ég vildi það, ef ég væri með ólæknandi hjartasjúk<Hpm og ætti ekki um annað að velja en nýtt hjarta til að halda lífi. Ætli lífslöngunin segði ekki til sín og freistaði min til að hætta á slíkt? En óneitanlega fer um mann hrollur við að hugsa sér, að hjartað yrði skorið úr manni lifandi, enda þótt von væri á öðru í staðinm. 4. Mynduð þér vilja gefa hjarta yðar til græðslu að yður látinni? Fúslega myndi ég gefa leyfi til þess, að hjartað í mér væri grætt í aðra persónu til þess að lengja líf hennar, eftir að ég þarf ekki á því að halda sjálf. Það er ekki nema sjálf- sagður greiði við náungann. Hvað ætti ég svo sem að gera með það? 5. Mynduð þér vilja gefa hjarta úr mjög nánum ætt- ingja yðar? Á ég ráð á því? Geti ein- hver fullvissað mig um það, myndj ég sjálfsagt gefa því leyfi til að lifa í öðrum. Ég býst við, að ég hefði svipað hugarfar til hjartans í nákomn- um ættigja eins og hjarta-nu í sjálfri mér. Hver myndi ekki vera þakklátur fyrir að fá tæki færi til að bjarga lífi annarra með því að gefa hjarta eða önnur líffæri, þegar eigandinn er dáinn og ekkert liggur fyrir líkamsleifunum amnað en rotna og verða að engu? María Pétursdóttir, formaður, Hjúkrunarfélags íslands: 1. Á Norðurlöndum, í Belgíu, Englandi, Frakklandi, Hollandi, írlandi, Sviss og Bandaríkjun- um hefur það verið sett á vald viðkomandi lækni, hverju sinni, að úrskurða hvor.t mað- ur sé látinn. Ákvörðunin bygg- ist þá á hefðbundnu læknis- fræðilegu mati, að maður sé María Pétursdóttir látinn þegar hjartasláttur og öndurn er hætt. Það er í sam- ræmi við þá skilgreiningu, sem sameinuðu þjóðirnar viður- kenna og nota í sambandi við skýrslur sínar. Samkvæmt alþjóðasiða- reglum hjúkrunarkvenna á hjúkrunarkona að auðsýna lækni traust. Til þess að sam- starf þessara aðila verði far- sælt, er nauðsynlegt að hjúkr- unarkonan geti treyst fyllilega kunnáttu og samvizkusemi lækmis. Hvort að þessi skilningur á því, hvenær telja beri mann látinn, verður talinn réttur framvegis, er erfitt að dæma um. Það hefur verið -til um- ræðu og athugunar meðal hjúkrunarkvenma á Norðurlönd um, frá því í júlí 1966, er danska hjúkrunarfélagið beindi fyrirspurn til yfirlæknaráðs bæjarspítalans í Árósum, um það hvort að læknar þar, mundu halda sér við hefð- bundna ákvörðun um dánar- orsök við nýrnaflutning milli manna. 16. þing Norðurlandaráðs fékk til athugunar tillögu frá Svíþjóð og Finnlandi varðandi samræmingu löggjafar um flutning lífrænna vefja frá einum einstaklingi til annars. Áður en Norðurlandaráð tekur tillögu þessa til afgreiðslu ósk- ast m.a. um$ögn Samvinnu hjúkrunarkvenna á Norðurlönd um. Margar hjúkrunarkonur álíta að samræmd löggjöf æt-ti að vera alþjóðleg, og málið að vera tekið til ýtarlegrar at- hugunar á vegum Alþjóðaheil- brigðisstofnunarimnar, sérstak- lega þar sem það varði allar þjóðir, hvort endurskoða beri skilgreiningu á því hvenær dauða beri að garði við manns- lát. Sænsk heilbrigðisyfirvöld skipuðu nefnd manna til að at- huga lagaleg sjónarmið viðvíkj andi flutning lifrænna vefja frá einum einstaklingi .til annars og ákvörðun um hvernig skilja beri, hvenær dauða beri að höndum. í þessari nefnd voru 2 læknar, 1 lögfræðingur og auk þess 1 læknir. sem ráðu- nautur. í nefndaráliti þeirra er talið vafasamt að ávinningur sé að fá nýja skilgreinimgu, t.d. svo- nefndan heiladauða í stað hjartadauða. Slíka endurskoð- un telja þeir vart tímabæra og aðhyllist sænska hjúkrun- arfélagið þessa skoðun. Framfarirnar í læknavísind- um eru það örar, að ný sjónar- mið geta komið til greina, sem gera þessar bollaleggingar ó- þarfar. í stað þess að nota mannshjarta, er hugsanlegt að komi véltæknileg lausn, eða að hjarta látins manns, verði hægt innan vissra tíma.tak- markanna að gera virkt á ný, og verði það þá nothæft, þótt hinn látni geti ekki lengur mot- fært sér það sjálfur. 2. Grundvallarskylda hjúkr- unarkonu er þríþætt: að vernda líf, að lina þjánimgu og að efla heilbrigði, segir í siðaregl- um hjúkrunarkvenna. Sé ekki hægt að hjálpa einstaklingi til að öðlast heilbrigði eða endur- heimta heilsu, er það talið sjálf sagt boðorð, þótt ekki sé beint tekið fram í reglunum, að hjúkr unarkona geri það sem í henm- ar valdi s.tendur til að maður- inn fái sem hægast andlát. Ein af mörgu skyldum lækna er að styðja á allan hátt menn- ina í baráttumni gegn dauð- anum, og margir þeirra hafa látið í Ijós þá skoðun, að hjarta græðsla sé einn liðurinn í þeirri baráttu, og nú síðast norskur lækmir í blaðaviðtali í Aftenposten, 20. jan. sl. Páll postuli kenndi, ,,Prófið allt, haldið, því sem gott er:“ Frá trúarlegu og siðferðilegu sjónarmiði ætti hjartagræðsla að vera réttlætanleg, ef hún getur orðið til þess að vernda líf einstaklings, án þss að öðru sé fórnað. Frá þjóðfélagslgu sjónarmiði verður tæpast hægt að taka afstöðu til málsins almennt, en nokkuð fer eftir því hvort tekst að gera tiltölulega unga menn starfhæfa þjóðfélagslega þegna á ný. 3. Svarið hlýtur að mótast eftir aldri og öðrum aðstæð- um, og yrði áreiðamlega já- kvæðara, því yngri að árum sem viðkomandi er, og hvað rniklar líkur væru fyrir við- unandi heilsubót í framtíðinni. 4. Verði einhver líffæri lítt slitin og nothæf að lífi loknu, ætti það vissulega að vera kær- komið að geta hjálpað til að létta þrautir eða bjarga lífi annars manns, þegar maður sjálfur hefur engin þörf fyrir þau lengur. 5. Afstaða mín til þessarar spurningar yrði í samráði við aðra ættingja, og viðhorf hins látna, eftir því sem það væri vitað. Stæði ég samt andspæn- is því, að hafa það á mínu valdi, hvort hægt væri að reyna að bjarga manns lífi, mundi ég telja það skyldu mía að stuðla að því. Símon Jóhann Ágústsson, sálfræffingur: 1. Ég á erfitt með að svara þessari spurningu. Staðreyndin eða hugtakið dauði virðist hafa breytzt nokkuð með tilkomu nýrra tækja og aðgerða, svo að menn má nú vekja aftur til lífsins, að minnsta kosti um stundarsakir, sem áður hefðu verið gefnir upp á bátinn. Skýr greining á því hvenær maður er látinn er læknisfræðilegt atriði. Mér finnst fullkomið vafamál, hvort neyta eigi allra bragða til Þess að lengja lif manna, sem eru svo illa farnir, að tilveran er þeim eintóm kvöl. hrörnun eða meðvitund- arleysi, þegar öll batavon er úti. 2. Ég tel að ekki ætti að leggja út í slíkar aðgerðir nema nokkur von sé .tii þess, að sjúkl ingurinn fái bata. Ég er að þessu leyti ekki fær að dæma um þessar aðgerðir, en mér virðist, að möguleikar á því að sjúklingnum batni, eigi að vera fyrir hendi. Hve batahorfurn- Simon Jóhann Ágústsson ar þurfa að vera miklar, t.d. 5%, 10%, 20% eða meira skal ég ekkert um segja, en mér virðist, að ýmsar læknisaðgerð- ir, sem gerðar hafa verið og eru gerðar, séu næsta áhættu- samar. En ef þær eru réttlæt- anlegar, verður að vera ein- hver skynsamleg von um bata eða bætta líðan sjúklingsins. Að öðrum kosti tel ég slikar að- gerðir ekkf réttlætanlegar frá siðferðilegu og félagslegu sjón- armiði. 3. Ekki nema von væri um framhaldsbata. 4. Því aðeins að skynsamleg- ar líkur séu á því, að með því yrði mannslífi bjargað. 5. Mér finmst sama gilda hér og um spurninguna á undan. Frú Affalbjörg Sigurffardóttir: 1. Ég get sannarlega ekki haft á því nokkra skoðun, hve- nær maður sé látinn, því mörg dæmi eru þess að menn lifna við aftur eftir að þeir hafa ver- ið taldið látnir. Hitt finndist mér óviffkunnanlegt, ef læknar færu að hafa áhuga á því að einn sjúklingur þeirra gæfi sem fyrst upp andann, svo að þeir gætu notað hjartað úr honum í annan sjúkling. Ég vildi ekki vera í höndum slíks lækniis. 2. Ég hef heldur enga afstöðu til málsins frá „trúarlegu“ sjón armiði og frá „siðferðilegu" sjónarmiði aðeins að því er læknana snertir, sem yrði of langt mál að fara út í. Frá þjóðfélagslegu sjónarmiði verð ég að segja, að það verður mats Affalbjörg Sigurffardóttir atriði í hvert sinn, hvort það borgar sig að lengja líf ein- hvers einstaklings um stuttan tíma, 1—2—3 ár, eða bara nokkra mánuði og leggja þess vegna út í þesisar ægilegu og um leið vafasömu aðgerðir. Enginn veit enn hver áhrif að- gerðin. þó hún kunni að heppn- ast frá liffræðilegu sjónarmiði, kann að 'hafa á innra mann og andlegt líf sjúklingsins. Að gripið verði fram fyrir hendur dauðans fyrir fullt og allt, eða hann tafinn hvað sem það kost- ar, finnst mér ekki einu sinni æskilegt. Hvers virði er hrör- legur lLkami í endalausri elli og oft endalausum þjáningum. Dauðinn getur verið æskilegri, þegar hrörnun og elli sækja að Framh. á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.