Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. F'EBRÚAR 1968 (VIAGIMÚSAR |skipholti21 simar-21190 j eftir lokun simi 40381 sí“' 1-44-44 m/HF/M Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748 Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugavegi 12. Sími 35135. Eftir Iokun 34936 og 36217. 1 .--’BMAlMAJt IfiÆiLtiffœr RAUOARARSTiG 31 SfMl 22022 Nýr sími 23-222 SENDIBÍLAR H.F. Einholti 6. ÚTSALA Stretchbuxur á kr. 398.00, kvenkjólar frá kr. 300.00. — Ódýrar barnastretchbuxur og ýmis konar fatnaður á tæki- færisverði. Skipholti 5. Opið aðeins frá kl. 1—6. KJÖRGARÐUR Fiberglass gluggatjaaldaefn in komin, breidd 1,80. Storisefnin, allar breiddir. Ný munstur. KJÖRGARÐUR Sími 18478. Veitist að elztu kynslóð þessa lands Jóhanna Vigfúsdóttir á Hellissandi skrifar: Kæri Velvakandi. Miðvikud. 14. febr. birtið þér grein frá einhverjum Þórði Gunnarssyni þar sem hann hell- ir úrskálum reiði sinnar vegna ummæla minna um myndina „Blúndur og blásýra". Af einhverjum ástæðum, mér ókunnum, hefur maðurinn tek- ið óvenjulegu ástfóstri við þessa mynd og tekur sér svo nærri þau ummæli mín að myndin sé viðbjóður, að við- brögð hans nálgast algjört of- stæki. Nú myndi ég ekki álíta mynd ina þá arna þess virði að stinga niður penna til þess að svara þessu, ef ekki kæmi annað til. Þórður þessi lsetur sér ekki nægja að úthúða mér, heldur talar í fleirtölu, og veitist að elztu kynslóð þessa lands, með svo mikilli vöntun á háttvísi að furðu gegnir. Ég veit samt ekki betur, en að það sé einmitt elzta kynslóð- in, sú kynslóð, sem nú er óðum að kveðja, sem hefur borið gæfu til þess að sigra margvís- lega erfiðleika og raunir liðins tíma og skilað sínu hlutverki ekki lakar en það, að sú kyn- slóð sem nú býr í þessu landi á við betri kjör að búa, en nokkur önnur sem þetta land hefur byggt. Þórður virðist einnig taka sér í munn, að tala fyrir hönd ís- lenzkrar æsku, þó það sé alveg jafnfráleitt, en orðalagið ber þess vott, að drengurinn er sjálf umglaður mjög, því eftir að hafa hælt sér af umburðarlyndi skynsemi, ásamt fleiri góðum kostum, segir hann m. a. á svo ljómandi smekklegan hátt við eldri kynslóðina: „Við höfum erft svo lítið af afskiptaleysi ykkar og dugleysi gagnvart erfiðum vandamál- um.“ Svo er nú það. Vandamál og ágreiningsefni verða ávallt til með hverri kyn. slóð, en ætli Þórður sér að börnum og æskufólki um mörg undanfarin ár, mér til inikillar gleði og ánægju, ég mun því láta ógert að leggja neina sleggjudóma á æskufólk okkar, þrátt fyrir stóryrði þessa manns, sem ég veit ekki ald- ur á. En tækifærið nota ég til þess að óska íslenzkri æsku Guðs- blessunar bæði í nútíð og fram- tíð, um leið og ég vinsamlegast endurtek beiðni mína til for- ráðamanna sjónvarpsins að þeir geri sér far um, eftir því sem í þeirra valdi stendur, að senda aðeins það bezta imn á íslenzk heimili. Að svo mæltu lýsi ég því yf- ir að frá minni hendi er þetta útrætt mál. Með þökk fyrir birtinguna. Hellissandi, 20. febr. 1968. Jóhanna Vigfúsdóttir. ★ Hver hreinsar hunda í Reykjavík? J. B. skrifar: Velvakandi góður. Viltu taka fyrir mig smá fyr- irspurn til Borgarlæknis, en hún er á þá leið, hver sjá eigi um hundahreimsun í Reykjavík. Ég hef ekki orðið var við að hundahreinsun væri auglýst í blöðum eða útvarpi. Heilbrigð- isyfirvöld hafa ef til vill ekki sinnt þessu vegna þess, að svo á að heita, að hundahald sé bannað í borginni, en öllum er þó ljóst, að fjöldinn allur er hér af hundum. Daglega sé ég til dæmis þrjá eða fjóra, sem kom- ið er með suður í Hljómskála- garð til að leyfa þeim að hlaupa þar um og ganga þarfa sinna. Það er heldur ekki fátítt, að maður sjái hunda í bílum fólks eða fólk með hunda í bandi, einkum í úthverfunum. Ég er ekki að heimta, að þessi grey verði tekin og skotin, því að sjálfum er mér vel við hunda og hef átt marga þeirra að vinum, og stundum koma hundarnir í Hljómskálagarðin- um til mín og nasa af mér þar sen> ég er að gefa öndunum. En ég vil fara þess á leit, að heilbrigðisyfirvöld sjái til þess. að allir hundar í Reykjavík verði hreinsaðir reglulega. Mér er tjáð, að úti um land sé enn allmikið um sulli í sauðfé, þrátt fyrir árlega hreinsun hunda og mér er einnig kunnugt um, að skömmu fyrir jól lézt hér kona úr sullaveiki. Hundar geta ver- ið hinir verstu smitberar, eink- um hér, þar sem þeir eru aðal- lega hafðir til að kjassa þá og hita upp rúm eigendanna. J. B. ★ Lélegt band á námsbókum Jóhann Sveinsson skrifar á þessa leiö m. a.: Háttvirtur Velvakandi. Ég hef lengi ætlað að skrifa yður, en ekkj komið því í verk fyrr. Ástæðan til þess að ég rita þetta er sú, að mér finnst bandi á námsbókum mjög ábóta vant. Þær hreinlega detta í sundur tveggja til þriggja mán- aða gamlar. Ég get nefnt mörg dæmi, eitt þeirra er Enskubók Björns Bjarnasonar, 3. hefti, hún kostar hátt á annað hundr- að krónur. Bandið á hennj er „agalegt". Ég veit að ég tala fyrir munn margra nemenda og bið yður þess vegna að koma þessu á framfæri. Svo er annað, sem ég hef und an að kvarta i sambandi við þessar bækur. Þær eru óhóf- lega dýrar. Svo vona ég að þér skilið kveðju frá mér til Ríkisútgáfu námsbóka. Með þökk fyrir birt- inguna. Jóhann Sveinsson (15 ára). leysa þau með þeirr aðferð sem hann notar í þessari grein sinni þá er það vægast sagt ekki gæfuleg aðferð eða líkleg til mikilla afreka. Að lokum þetta. Það vill svo vel til að ég hef haft þó nokkur kynni af Átthagafélag Akraness Munið árshátíðina 2. marz. Upplýsingar í síma 13942 eftir kl. 19 á kvöldin. STJÓRNIN. MAXICROP ÞANGVÖKVI Fyrir öll blóm. 100% Lífrænn. Fæst í flestum blómabúðum. JRorgtmlJl&Hft RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA’SKRIFSTOFA SÍMI 10*100 Árshátíð Félags Snæfellinga og Hnappadæla verður í Sigtúni laugardaginn 2. marz og hefst kl .7 síðdegis. Góð skerntiatriði. Aðgöngumiðar afhentir hjá Þorgilsi Þorgilssyni Lækjargötu 6, fimmtudaginn 29. febrúar og föstu- daginn 1. marz kl. 5—7 síðdegis. Borðpantanir verða á sama tíma gegn framvísun aðgöngumiða. SKEMMTINEFNDIN. borðstofuhúsgögn Hjá okkur er tvímæla- Borðstofuskáparnir, borð- laust glæsilegasta úrval in og stólarnir eru af landsins af borðstofuhús- mörgum gerðum og stærð- gögnum og alkunna er að um og fást úr__ eik, tefcki og palesander. verðið er hvergi lægra. ö>l 1 ir* _ <J Simi-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.