Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968 Norrænn sumarháskóli á islandi Ákveðið er að halda sumarmót Norræna sumarháskólans í fyrsta skipti á íslandi á sumri komanda. Mótið verður í Reykja vík 2. — 11. ágúst. Þar verða fluttir 5 — 6 fyrirlestrar, þar af tveir af íslendingum, prófess- orunum Ólafi Björnssyni og Bjarna Guðnasyni. Námshópar í öllum þeim 12 greinum, sem nú er fjallað um á vegum skólans, munu starfa. Þá verður reynt að kynna þáttakendum íslenzka menningu og náttúru landsins. Búist er við 190 erlendum þátt- takendum. íslandsdeild skólans hefur fengið styrki úr ríkissjóði og borgarsjóði Reykjavíkur til mótsins, en verulegur hluti kostn aðar er greiddur úr sameigin- legum sjóði skólans. Hér á landi er nú staddur danski hagfræðingurinn Holger Jensen, framkvæmdastjóri Norr- æna sumarháskólans, til að ráðg ast fyrir forráðamenn íslands- deildar hans um hið fyrirhugaða mót. Var sagt frá því og öðru varðandi skólann á blaðamanna- fundi s.l. föstudag. Norræni sumarháskólinn var stofnaður 1950, og er aðaltil- gangur hans sá að taka til með- ferðar viðfangsefni, sem varða margar fræðigreinar og stuðla þannig að því að visindamenn einangrist ekki innan múra sinn- ar eigin sérgreinar. Starfið fer fyrst og fremst fram í námshóp- um og á sumarmótum. í náms- hópnum er ár hvert fjallað um verkefni, sem stjórn skólans vel- ur, og starfa nú á þessu vori alls 105 námshópar í 19 háskóla- bæjum á öllum Norðurlöndum. Sumarmótin eru haldin ár hvert og hittast menn þá til að bera saman niðurstöður námshópa- starfsins. Þá var þess getið, að á vegum Norræna sumarháskól- ans störfuðu vinnuhópar, m.a. að því að búa til prentunar niður- stöður, sem fást í námshópum og þykja þess verðar að koma fyr- ir sjónir fræðimanna utan skól- ans. Síðasta ritið af þessu tagi, sem sumarháskólinn gaf út, var ritgerðasafn um réttarfélags- fræði. Skólinn stendur að út- gáfu tveggja tímarita, annað er ætlað þátttakendum í starf- semi hans, en hitt er Nordisk Forum, tímarit um skipulag há- skóla og rannsóknarmála. Á blaðamannafundinum s.l. föstudag kom fram, að til skamms tíma hefur Norræni sum arháskólinn ekki talið sér fært að skipuleggja fyrir eigin reikn- ing sjálfstæðar rannsóknir. Ný- lega hefur verið tekin upp öim- ur stefna á þessu sviði. Hefur verið samin viðamikil áætlun um rannsóknir á félagslegum at- riðum í menningarlífi á Norður- löndum, sem áætlað er, að taki þrjú ár, og kosti um 12.5 millj. íslenzkra króna. Norræna menn- ingarmálasjóðurinn, sem stofnað- ur var að frumkvæði Norður- landaráðs, hefur nýlega veitt 475.000 danskar krónur til rann- sókna þessara á árinu 1968. Von- ast stjórnendur sumarháskólans til að fá frekari styrki síðar úr sjóðnum, en jafnframt er leit- azt við að afla fjár víðar. Enn hefur aðeins verið ákveðið, að Framhald á bls. 22 FRAMTÍÐARSTARF Eitt stærsta og traustasta fyrirtækið í Miðbænum óskar að ráða mann helzt með stúdentsmenntun eða verzlunarskólamenntun, sem allra fyrst. Starfið býður fjölhæfa og ábyrgðarmikla stöðu nieð miklum möguleikum til hækkunar, bæði í ábyrgð og launum fyrir réttan mann. Starfið krefst mjög mikillar nákvæmni og alúðar í umgengni, og staðgóðrar enskukunnáttu. Tilboð merkt: „Trygg framtíð — 5327“ leggist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins. Fleygið ekki geyminum þó hann gefi ekki straum Oft cr ekki annað að en það, að húð hefur setzt á plöt- ur gcymisins, sem veldur því að straumurinn leiðist illa milli pólanna. Fyllið geyminn með SUPERCHARGEUR Húðin, sem er eðlilegt ellimerki, leysist skjótt og vel upp í SUPERCHARGEUR geymisábæti. Þér fáið allt að því nýjan rafgeymi fyrir kr. 220.— eða peningana til baka. Kuldi, raki og parkeringsljós, sem gleymzt hefur að slökkva, eru venjulegustu orsakirnar . . . . og stað- reynd er: þér fáið sem nýjan rafgeymi, sem er mikið atriði nú, er við ökum svo mikið á parkeringsljósum. SUPERCHARGEUR gefur rafgeyminum, ungum eða gömlum viðbótarorku, sem er nauðsynleg að vetrar- lagi. SUPARCHARGEUR gefur orkulausum rafgeymi yðar nýtt líf og gefur ennfremur góðum rafgeymi varan- legan styrk. Komið í veg fyrir ellimörk rafgeymisins með því að bæta á það SUPERCHARGEUR . . . en gerið það áður en þér komist í vandræði vegna rafskorts. Trygging vor: Ef þér eftir 15 daga reynslu eruð ekki ánægður með árangur SUPERCHARGEUR, þá þurfið þér ekki að gera annað en senda til baka tómar um- búðir til þess að fá endurgreiðslu án nokkurra vand- kvæða. Klippið seðilinn frá og sendið: INTERNATIONELLA BEST- SELLERS, FACK STOCKHOLM 29 Ég vil mjög gjarna reyna SUPERCHARGEUR með kostum yðar og senda það sem ég krossa við. □ 1 sett SUPERCHARGEUR á kr. 220,— □ 2 sett SUPERCHARGEUR á kr. 345.— Sent burðargjaldsfrítt og fljótari afgreiðsla ef upp- hæðin er send í alþjóðapóstávísun per, tékka eða í peningum til ofanefnds. Sendið pr. eftirkröfu burðargjald og á ofannefndu verði. Krossið við þau kjör sem þér viljið. Nafn Frá blaðamannafundi um Norræna sumarháskólans, talið frá vinstri: Þorvaldur S. Þorvaldsson arkitekt, Holger Jensen framkvæmdastjóri skólans, Þór Vilhjálmsson prófessor og Pétur Sigur jónsson verkfræðingur. Heimilisfang ÚTSALA JASMÍN - VITASTÍG 13 ALLAR VORUR MEÐ AFSLÆTTI. MARGT SÉRKENNILEGRA MUNA. Samkvæmiskjólaefni, töskur, borðbúnaður, ilskór, styttur, lampar, gólfvasar, útskorin og fílabeinsinn- lögð borð, handofin rúmteppi, borðdúkar, púðaver, handklæði, reykelsisker, sverð og hnífar, skinn- trommur og margt fleira. JASMIN, Vitastíg 13. Sími 11625. BLAÐBURÐARFOLK OSKAST í eftirtalin hverfi Laufásvegur II. Talið við afgreiðsluna í sima 10100 E8MAIMGRIJM Góð plasteinangrun hefur hita leiðmsstaðal 0.028 til 0.030 Kcal/mh. °C, sem er verulega minni hitaleiðni, en flest önn- ur einangrunarefni hafa, þar á meðal glerull, auk þess sem plasteinangrun tekur nálega ergan raka eða vatn í sig. — Vatnsdrægni margra annarra einangrunarefna gerir þau, ef svo ber undir, að mjög lélegri einangrun. Vér hófum fyrstir allra, hér á landi, framleiðslu á einangrun úr plasti (Polystyrene) og framleiðum góða vöru með hagstæðu verði. Reyplast hf. Ármúla 26 - Sími 30978. Sjálfstæðiskvenna- félagið HVÖT heldUr skemmtifund miðvikudaginn 28. febrúar kl. 8.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Félagsmál og skemmtiatriði. 1. Frú Hjördís Pétursdóttir leikur létta tónlist. 2. Ómar Ragnarsson stjórnar spurningakeppni milli kvenna úr Vesturbæ og Austurbæ. 3. Einþáttungur, Núliðin tíð (samtal aldamótaungl- ings og bítils. Kaffiveitingar verða milli skemmtiatriða og allar Siálfstæðiskonur og gestir þeirra velkomnir meðan húsrúm leyfir. ANSCHOTS Markriffill keppandanna á Olympíuleikunum Anschuts drottnar á alþjóðaskotmótum ■ smárifflakeppnum, kal .22. A EvrópumeiitaramMau, aam haldM rar f 6il4 1963, notuOu 31 al 4« keppendum, þar al 8 af 1S aigurvegurum i þríþrautarkeppninnl Anachfita- markriffla. Aataeflumar eru augljóaar: Hln alþekkta arniflis- nikvemni og markhæfnl Jelfllr tll hærri atigatðlu. Model 54 Match hefur ailklmjúka boltalawlngu, gikktak, aem atilla mi afl vild, og handalipaO hlaup. Handfangaalefli eftir endllðngu forakeftlnu gerlr auðvelt afl atllla bicfll ólar og handfangafeatingunt eftir likamabyggingu hvera akotmanna. Miflunartseki eru af fullkomnuatu gerð, með mlkrómetriskri hseöar- Og hliflarfaeralu. Þyngd, Model 1411 ea. 5 kg. ANSCHUTZ Sf spomnmús REYKIAmUH vm óeiMsrote Slml 16488

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.