Morgunblaðið - 25.02.1968, Side 32

Morgunblaðið - 25.02.1968, Side 32
ASKUR Suðurlandsbraut 14 — Sími 38550 SUNNUDAGUR 25. FEBRUAR 1968 Talsverð loðna til Vestmannaeyja LÍTIL síld barst á Iand hjá ver- stöðvunum sunnanlands í fyrri- nótt, en nokkru magni af loðnu var landað í Vestmannaeyjum. Engin síld barst til Akraness aðfaranótt laugardagsins af Jök- uldjúpi. Var veður vont og spáð vaxandi suðaustan átt, svo að engin bátur ætlaði á sjó í gær. Sturlaugur Böðvarsson tjá'ði Mbl. að fleetir bátar væru kornn ir á loðnuveiðar austur undir Eyjar. Á hádegi í gær höfðu borizt á land í Vestmannaeyjum 24000 tunnur af loðnu. Komu tíu bátar inn á föstudagsnótt með 2710 tonn. Voru það Berg- ur VE með 161 tonn, Bjarmi II. með 209 tonn, Jón Garðar með 308 tonn, Gideon með 223, Gísli Ámi 329, Kristján Valgeir 265, Guðbjörg 144, Héðinn 268, Sig- urvon 198 og Halkion 194. Þá er von á Þorsteini með um 200 tonn og Bergi VE. 22 at 130 aðild- Frá doktorsvörninni. Doktorsefnið í ræðustól en nær sjást andmælendurnir, þeir Armann Snævarr rektor Háskólans og dr. juris Þórður Eyjólfsson, og forseti lagadeildar, prófessor Ólafur Jóhannesson, sem stjórnaði doktorsvörninni. A fremsta bekk sjást forseti tslands, herra Asgeir Asgeirsson og fjölskylda Gunnars Thoroddsen. (Ljósm.: Kr. Ben.) arfélögum ASÍ — hafa tilkynnt Vinnuveitenda- sambandinu verkfall SKV. upplýsingum, sem Mbl. fékk skömmu eftir hádegi í gær hjá Björgvini Sigurðssyni, fram kvæmdastjóra Vinnuveitenda- sambands íslands, höfðu 22 verkalýðsfélög þá boðað verk- fall frá 4. marz n.k. Þess skal getið, að Vinnuveitendasam- bandið fær ekki verfkfallstooð- anir frá öllum verkalýðsfélög- um, þannig að þessar tölur gefa ekki nákvæma mynd af því hversu víðtæk verkfallsboðunin er. Hins vegar gat skrifstofa Vinnuslys við höfnina VINNUSLYS varð við Reykja- víkuhhöfn í gær, þegar unnið var að losun úr Skógafossi. Lyftara var ekið á fót eins verkamannsins, Gísla Alberts- sonar Túngötu 43. Gísli var fluttur í slysavarðstofuna. ASÍ ekki gefið upplýsingar fyrir hádegi í gær um það, hve mörg verklýðsfélög hafa boðað verk- fall frá 4. marz n.k. Meðal þeirra verkalýðsfélaga, sem boðað hafa verkfall frá 4. marz n.k. eru Dagsbrún og Iðja, járniðnaðarmenn og Trésmiða- féiag Reykjavíkur, ASB og mjólkurfræðingafélagið, enn- fremur Eining á Akureyri, Hlíf í Hafnarfirði og verkalýðsfélög í Árnessýslu. Á hádegi í gær höfðu Vinnuveitendasambandinu hins vegar engar upplýsingar borizt um verkfallsboðun á Vestfjörðum eða á Suðurnesj- um en fundir áttu að vera í verkalýðsfélögunum í Vest- mannaeyjum í gær. Meðal verkalýðsfélaga, sem ekki höfðu lilkynnt Vinnuveit- endasambandinu um verkfall á hádegi í gær, má nefna Verka- kvennafélagið Framsókn, Félag rafvirkja, V.R. og Sjómannafé- lagið. Doktorsvörn Cunnars Thoroddsen GUNNAR Thoroddsen, sendi- herra, varði í gær ritgerð sína um fjölmæli í Hátíðasal Há- skóla Islands. Er hann þriðji maðurinn, sem þreytir doktors- próf við lagadeild Háskólans. Dr. juris Björn Þórðarson varði ritgerð sína um „Refsivist á Is- landi 1761-1925“ 26. marz 1927 og dr. juris Þórður Eyjólfsson varði ritgerð sína „Um Iögveð“ 23. júní 1934. Björgunarstarfi við Hans Sif haldið áfram BJÖRGUN síldarmjölsfarmsins úr Hans Sif hélt áfram í gær, en í fyrradag var bjargað 60 tonnum af óskemmdu mjöli úr skipinu. Björgun var hætt í fyrra- kvöld, þegar hvessti af norðan, en þá hafði 40 tonnum verið bjargað um borð í vélbátinn Glað og 20 tonnum um borð í Ólaf Bekk. Fór Ólafur með 'mjölið til ; Raufarhafnar. 1 gær var vindur í aftur orðinn hagstæður á strand j staðnum og var þá farið á | þremur bátum skömmu fyrir í hádegi, en þegar Hans Sif strandaði .var það með um 800 t. Fallin hreindýr Fréttaritari Mbl. átti leið um Skriðdal i fyrradag. Við bæinn Þorvaldseyri rakst hann á þessi tvö hreindýr, sem fallið höfðu úr hor. Bóndinn á Þorvaldsstöð im, Kjartan Runólfsson gerði í- trekaðar tilraunir til að bjarga þeim en án árangurs. Mbl. hefur reynt að fá um það uppl. undanfarnar vikur hjá yfirvöldum þeim, sem hreindýrin heyra undir, hvort eitthvað sé hægt að gera eða verði gert til bjargar þeim. Málið mun vera í höndum ráuneytisstjóra menntamála- ráðuneytisins en hann hefur verið erlendis í viku, var væntanlegur heim í gær- kvöldi. Geysimikill mannfjöldi var viðstaddur doktorsvörnina í gær, m.a. forseti fslands, herra Ásgeir Ásgeirsson, og ríkis- stjórn fslands. Doktorsvörninni var ekki lokið, þegar blaðið fór í prentun í gær. 5 innbrot FIMM innbrot voru fram i fyrri nótt, ien á tveimur stöðum var ekki hægt að greina að neinu hefði verið stolið. Brotizt var inn í Söebecns- verzlun að Búðargerði 9 og s'tolið þaðan miklu miagni af iótoaki. í Kjötborg Búðagerði 10 var stolið 1000 krónum og í efna- lauginni Pressan Grensásvegi 50 var stolið 210 krónur. Ennfremur var brotizt inn í Höfðaskála við Sigtún og Aðal- kjör Grensásvegi 48. en ekki var hægt að finna, að neinu hefði verið stolið þaðan. Rætt um að leggja nsður sendiráðin - i Osló og Sfokkhólmi I FRETTAÞÆTTI sjónvarpsins frá fundum Norðurlandaráðs í OsJó kom það fram að komið hafi til tals að leggja niður sendiráð íslands í Osló og Stokkhólmi. Mbl .spurði Emil Jónsson, utanríkisráðherra, um þetta mál. Hann sagði að raddir hafi verið uppi um það hér heima að leggja niður sendiráðin. Hann hefði farið utan til að kanna það. En málið sé ekki komið á það stig að hann geti neitt um það sagt. Brennuvargar á Húsavík BRUNAR haaf verið tíðir hér í vetur, og má telja öruggt, að um íkveikjur sé að ræða, sagði Jóhann Skaptason, sýslumaður á Húsavík við Mbl. í gær. f vetur kviknaði hvað eftir annað í fisk- skúrum og er öruggt, að þar hef- ur verið um íkveikjur að ræða, og eitt sinn kom upp eldur í íbúðarhúsi, sem engin önnur skýring finnst á. Aðfaranótt sl. fimmtudags kom upp eldur í Bifreiðastöð Húsavíkur og leikur sterkur grunur á að þar hafi ver- ið um íkveikju að ræða. Þegar stöðvarstjórinn kom til vinnu um áttaleytið á fimmtu- dagsmorgun var stöðvarhúsið fullt af reyk, en eldurinn hafði ekki náð að magnast. Rafmagns- tafla hússins eyðilagðist, svo og veggurinn, sem taflan er á. Rúða í hurðinni var brotin og milli kl. 12 á miðnætti og eitt sást til ferða manns, sem fór inn í húsið. f fyrstu var talið, að einhver bílstjóranna hefði verið þar á ferðinni, en nú er komið í ljós að svo var ekki. Mál þetta er nú í rannsókn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.