Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968 Fimmtugur 1 dag: Tryggvi Haralds- son póstvarðstjóri ffim SVARMITT >JR EFTIR BILLY GRAHAM MIG langar til að veita esú Kristi viðtöku. En ég á erfitt með að viðurkenna, að ég sé „vesæll syndari". Ég er í rauninni ekkert vesælli en almennt gerist. ÉG sé það hvergi í Biblíunni, að menn verði að viðurkenna, að þeir séu „vesælir syndarar“. Raunar líður mörgum ágætlega í syndum sínum. Ógeð okk- ar á því að játa, að við séum syndarar, stafar af því, hvaða merking er yfirleitt lögð í orðið „syndari“. Vig hugsum okkur synd oftast í sambandi við kyn- glöp, drykkjuskap og óheiðarleika. En hér er aðeins átt við syndir holdsins, og merking orðsins kemur ekki fyllilega fram. Ekki hafa allir þeir, sem fjar- lægir eru Guði, syndgað í kynferðismálum, drukkið frá sér ráð og rænu eða sýnt óráðvendni. Orðið „synd“ þýðir bókstaflega að missa marks eða ná of skammt. Þegar við notum orðið syndari í merkingu Biblíunnar, eigum við við alla þá, sem ekki hafa staðizt þær kröfur, sem Guð hefur gert til þeirra. Hann vill, að við séum án sektar, án hroka, án ósátt- fýsi gagnvart öðrum. Lausn frá þessum syndum getum við aðeins hlotið fyrir náð hans og kærleika. Þér þurfið ekki að játa, að þér séuð vesæll synd- ari, heldur aðeins venjulegur syndari, sem hefur „misst marks“ og er þurfandi kærleika Guðs, náðar hans og fyrirgefningar. Biblían segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu rangiæti“. TRYGGVI Haraldsson, póstvarð stjóri frá Kerlingardal í Mýrdai er fimmtugur í dag. Á þessum merku tímamótum á ævi hans vil ég minnast hans með fáum orðum um leið og óska honum alira heilla é komandi tímum, konu hans og fjölskyldu. Þar sem landslag er mest sér- kennt af djúpu samræmi lands og hafs — litofnu skrúði streym andi kulda af jöklum og anda suðursins af hafi, — þar stóð vagga Tryggva, þar fékk hann fyrstu mótun, trausta og ör- ugga, er hefur dugað honum ti! dáða í hverri raun. Hvergi á ís- landi öllu eiga litir íslenzkrar náttúru jafn samofin skil í mót- un fegurðar og fyrir vestan Sand í æskubyggðum afmælisbarns- ins. Þessir þættir í fegurð sinni t Maðurin minn, Jóhannes Jónsson, bóndi, Hömrum, andaðist að heimili sínu þriðjudaginn 20. þ.m. Sigríður Bjarnadóttir. t Eiginmaður minn, Guðmundur Björnsson, Görðum, Álftanesi, lézt 23. þ. m. Helga Sveinsdóttir. t Eiginmaður minn og faðir okkar, Eyþór Þórarinsson, verkstjóri, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.30. Blóm af- þökkuð, en þeim sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Rósa Eðvaldsdóttir, Erla Eyþórsdóttir, örlygur Eyþórsson, Baldur Eyþórsson, Vilhjálmur Eyþórsson. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Sigurðar G. Meyvantssonar Grettisgötu 96. Sérstakar þakkir færum við læknum og starfsfólki Landspítalans fyrir hjúkrun og umönnun alla. Klara Sigurðardóttir, dóttir, tengdasonur og barnaböm. tign og göfgi, eiga Mka ríka mót- un í skapgerð hans, langtum fremur en margra annarra Mýr dælinga, Persónuleiki hans og skapferli eru samofin glæsi- mennsku, karlmennsku og ótrú- legrar góðvildar í garð alls, er lifir og hrærist eftir lögmálum hinnar gróandi festu, er mest hef ur orðið til heilla íslenzkri þjóð. Tryggvi frá Kerlingardal hvarf ungur að heiman í ham- ingjuleit eins og margir jafn- aldrar hans á liðandi öld. Hann fór fyrst til náms en síðar til atvinnu á fjörrum slóðum. í nokkur ár, var hann lögreglu- þjónn í Reykjavík, en hvarf brátt úr því starfi og gerðist póstmaður í pósthúsinu í Reykja vík. Þar lágu leiðir okkar fyrst saman. Ég kynntist Tryggva fljótlega eftir að hann kom í póstinn, og með okkur tókst fljótt hin bezta vinátta, sem aldrei hefur rofnað. Ég fann brátt, að við áttum samleið í mörgu. Mér geðjast vel hin hisp urslausa og drengilega fram- koma hans, hinn hlýi andi er ávallt fylgir honum, hin mikla festa er einkennist í skoðunum hans — og þó langtum fremst framsækni hans til aukinnar sóknar í stéttarlegum efnum starfsfélaganna. Síðar áttu kynni okkar og samstofna skoð- anir að leiða til meira, sem frægt er orðið og markað hefur tímamót í baráttu starfsbræðra og systra í kjara- og launabar- áttunni . Tryggvi hefur tvívegis verið formaður P.F.Í. í fyrra skiptið var hann formaður á kyrrlátu tímabili, þegar lítt reyndi á kjark hans og baráttuþrek. En í síðara skiptið varð annað uppi á teningnum. Þá urðu harðar deilur og mikil átök í launamál um póstmanna, sem ullu mikl- um tímamótum og straumhvörf u ; launabaráttu opinberra starfs manna, því P.F.Í. knúði þá fram kröfur sínar með samtakamætti undir forustu hans. Stórvægi- legar launahækkanir náðust með stöðvun yfirvinnu og ótrú- legri samstöðu stéttarinnar. í þessum átökum reyndi mjög á stjóm hans og kænsku. Hann varð að skipuleggja baráttuna — en þó öllu fremst að fylgja málunum eftir með málafylgju og rökfestu í umræðum og á samningafundum með valdamikl KJÖRSABSUB Per Gynt garnið komið, allir litir. Combicrepe, mikið litaúr vaL KJÖRGARS9R Sími 18478. um og reyndum forustumönnum í æðri stöðum. Þeir síðarnefndu urðu að láta síga undan — urðu að semja og lúta hinu skipulagða félagslega valdi ,sem var reiðu- búið til að láta hinn ósána ak- ur félagslegs jarðvegs opinberra starfsmanna á íslandi fá fagran blóma, bera ávöxt í samhug og stéttarlegum þroska á vettvangi nýrra baráttuaðferða. Þetta tókst á þann hátt að brotið er blað í launa- og kjarabaráttu ríkisstarfsmanna, sem frægt verður um alla sögu. Ævi og starf Tryggva Haralds sonar er þegar orðið margþætt og margofið sérkennileika þess er atþýðumaðurinn á bezt. Þrek hans í átökum stéttrænum eru rík í áhrifum og látleysi sínu og drengilegri framkomu á vinnu- stað og alls staðar, sem hann fer, vekur hann athygli og að- dáun. Hann myndi sóma sér jafnt á veldisstóli, í fögrum garði bóndans og í röðum og for ustu manna í stéttarbaráttu nú tímans. En hlutverk hans hefur orðið það síðasttalda. Þar hefur hann gengið á hólm við ofur- efli, unni sigur, borið heilan skjöld og úr hildi, og án þess að kveikja illindi um of, án þess að mótstaðan bæri þau sár af hólmi, að þau greru ekki við fyrstu líkn. Þetta er að vera sannur sigurvegari og foringi fyrir liði af stjórnleikkænsku — bera orð af mótstöðunni, er verður meira eftir því sem at- hugull skoðari kannar það bet- ur, íhugar þa meira. Tryggvi Haraldsson er kvænt ur frænku sinni, Svövu Hjalta- dóttur. Eiga þau sex börn, öll hin mannvænlegustu .Heimili þeirra er fagurt, þar er gaman að koma og dveljast með þeim og njóta friðar hamingjusamrar sambúðar, er byggist á trúnaði, ást og skilningi í góðu fjölskyldu lífi. Ég óska vini mínum, Tryggva Haraldssyni, til ham- ingju með daginn og alls hins bezta á komandi árum. Konu hans og börnum óska ég jafn- framt til hamingju með daginn, fóður hans og móður og öllum. Jón Gíslason. - J. BRIEM Framhald af bls. 14 réði ekki við þegar hann var að vinna að henni, einblint um of á einstakt atriði. Með tíman- um greiddist svo úr þessu og verkefnið lá ljóst fyrir. — Hættir þú oft við myndír sem þú ert byrjaður á? — Það kemur sjaldan fyrir, og ef ég hætti við þær skeður það mjög fljótlega. Hinsvegar getur það verið ágætt ef maður lend- ir í strandi, að leggja myndina til hliðar um nokkurt skeið. Lausnin getur komið ef maður hefur hana ekki fyrir augunum. Svo kemur það líka oft fyrir, að ég tek til við myndirnar sem ég taldi mig vera búin með. Breyti þeim O'g lagfæri. — Nú eru myndir þínar þann- ig, að maður hefur það á til- finningunni að þú sért lengi að vinna að þeim? — Það er rétt til getið. Undan tekningarlítið er ég lengi með hvert einstakt málverk og á sýn- .•ngunni núna er engin mynd, sem ég hef verið fljótur með. Það er oft þanig með málverk, að þau sem máluð eru á stuttum tíma verka betur á mann við fyrstu kynni, en hin sem mikil vinna er lögð í vinna á með kynningunni. — Heifur ekki tíminn mikil áhrif á listamanninn? — Það er sjálfsagt einstakl- ingsbundið. Ég hef stundum hugs að um það, hvernig það hefði verið ef ég hefði séð málverk mín, þegar ég var á barnsaldri. Ég held að ég mundi hafa skilið þau, svo það bendir til þess að viðhorfið sé svipað frá upplhafi. Mynd sem ég hef einu sinni orð- ið hrifinn af, held ég stöðugt uipp á. Það er alltaf hið sama sem ég sé í henni. — Sérðu eftir málverkum sem þú lætur frá þér? — Nei. Ég afskrifa þaer mynd ir. Þegar möguleiikinn að breyta þeim er farinn, hætti ég að hugsa uim þær. Að lokum sagði svo Jóhann Briem: — Mér finnst framtak Menntaskóalnemanna mjög lofs- vert og ég er þekn þakklátur. Þeir unnu verk sitt af mikilli al- úð og spöruðu hvergi við sig fyrihhöfn til þess að þetta mætti sem bezt fara. Ég er viss um, að fyrir 43 árum, þegar ég var í Menntaskóla, hefðu skólapiltar ekki lagt á sig svona mikið erfiði og fyriiihöfn ótilkvaddir. - BRÉF UM ALÞINGJ Framhald af bls. 5 tryggingarsjóður er nú einhver öflugasti sjóður landsmanna, og því virðist eðlilegt að bætur hans séu hækkaðar nokkuð. Hitt er svo annað mál, að mörgum í kann að virðast að ítarlegri og ! breyttar reglur þyrftu að koma| til um úthlutun úr sjóðnum. Það vakti t.d. athygli, er fram kom í viðtali við atvinnulausan iðn- aðarmann, að honum hefði boð- izt tímavinna, en hann hefði ekki tekið henni, þar sem stétt- arfélag hans krefðist þess, að öll vinna iðngreinarinnar væri unnin í uppmælingartexta. Það er oft þannig að uppmæling er bæði hagur verktaka og verk- sala, en einhvem veginn finnst manni, að eðlilegast væri að það væri samningsatriði hverju sinni milli áðurnefndra aðila hvor leið in væri farin. Atvinnuleysistryggingarsj óður hefur gengt veigamiklu hlutverk á undanförnum árum og úr hon- um hefur verið veitt miklu fé til atvinnuaukningar. Slíkt ætti raunverulega að vera aðalhlut- verk sjóðsins, því að krónur þær sem greiddar eru til atvinnu- leysisbóta, skila sér mikluverr, ef þær eru greiddar sem beinar bætur, bæði fyrir styrkþega og þjóðfélagið í heild, heldur en ef þeim er varið til varanlegrar uppbyggingar atvinnufyrirtækja. Steinar J. Lúðvíksson - SUMARHÁSKÖLI Framhald af bls. 8 fslendingar taki þátt í einni af 28 rannsóknum, sem áætlunin fjallar um. Varðar hún könnun á útbreiðslu nýútkominna bóka, og mun Þorbjörn Broddason eiga þar hlut að máli. Vísindamenn á öðrum Norðurlöndum hafa hins vegar mikinn hug á að fá menn hér á landi til samstarfs um könnun á aðsókn á leikhúsum, enda er talið, að upplýsingar héðan væru forvitnilegar tilsam anburðar við upplýsingar frá öðrum Norðurlöndum. í blaðinu í gær birtist listi yf- ir þau verkefni sem skólinn tek- ur fyrir hjá námishópum í Reykjavik. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA SÍMI 1D-1DQ Innilegt þakklæti sendi ég öllum mínum börnum, vinum og vandamönnum fyrir heim- sóknir, gjafir og skeyti á sjö- tugsafmæli mínu 20. febr. sl. Lifi'ð heil. Vigdís Helgadóttir, Kárastíg 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.