Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 1968 17 Mikil listakona Sennilega munu ekki ýkja margir, sem mættu frú Guðrúnu Indriðadóttur á götu hin síðari ár, hafa veitt henni sérstaka eftirtekt. Hún var fjarri því að láta á sér bera, en fór sína leið, lítil og grönn, yfirlætislaus og tiginmannleg. En ekki fer á milli mála, að um áratugi var hún ein höfuðstoðin í listalífi og fé- lagsskap bæjarbúa. Hún var holl ur félagi Góðtemplarareglunnar, í forustuliði Guðspekinga og heiðursfélagi Reykvíkingafélags- ins. Umfram allt var hún í þrjá áratugi í hópi fremstu leikara landsins. Skynbærir menn, sem margt höfðu séð, jöfnuðu henni vfð fremstu þálifandi leikkonur Norðurlanda. Hér á landi var hún oft borin saman við frú Stefaníu Guðmundsdóttur, og e.t.v. hefur verið nokkur met- ingur á milli aðdáenda hvorrar um sig, um hvor fremri væri. Eftir á skiptir slíkur metingur engu máli. Báðar voru tvímæla- láust miklar listakonur og lögðu sig við frumstæð skilyrði fram um að auka menningu og mann þekkingu íslendinga. Séð yfir hluta Reykjavíkurhafnar frá Ingólfsgarði. Stýrishjólið vinstra megin á imyndinni er á þilfari varðskipsins Ægis og fánastöngin er á varðskipinu I»ór. (Ljósm. Mlbl. Á. Jothnsen) REYKJAVÍKURBRÉF Sígilt leikrit „Frúin frá hafinu“ er á meðal hinna minnst þekktu leikrita Ib- ! sens hér á landi. Þetta leikrit er nú sýnt í Þjóðleikhúsínu í Ósló, og var fulltrúum í Norðurlanda- ráði boðfð að sjá sýningu þess. Þegar boðið barst fyrirfram í tal við Norðmenn var því gjarn- an hreyft af þeim, að sýningin hefði sætt gagnrýni, svo að ó- kunnugir óttuðust, að verkið væri úrel't og gamaldags. En „Ib- sen er moderne. Og vil altid være det“, eins og leikstjórinn segir í leikskránni, Hann segir einnig með sanni, að í þessu leikriti eru þýðingarmikil mann- leg vandamál tekin til meðfer'ð- ar. Eðli þeirra hefur raunar að nokkru breytzt vegna breytingar á samskiptum manna á milli frá dögum Ibsens. Aðalviðfangs- efni leikritsins er, eins og leik- stjórinn segir: „I hversdagslífi okkar virðist ekki vera rúm fyrir heilar — algerar — ákafar tilfinningar. Af þeim sökum skapast óþolandi árekstur. Við þráum eitthvað meira, eitthvað heilara, eitthvað sannara en það, sem hverdagur- inn býður okkur, og okkur virð- ist, að við getum ekki sleppt því án þess að glata okkur sjálfum. En þessi þrá er einnig flótti: Því a'ð hverdagurinn er til staðar, hann er líf okkar — og hann gerir kröfur til okkar, kröfu um fórn og fullnæging okkar mann- legu ábyrgðar. — Það er þetta, sem aðalper- sónan — — — á í bará'ttu við --------. Hún er dáleidd af þrá sinni eftir algerri — e.t.v. nokk- uð einhliða rómantískri lífs- reynslu — tilfinningu, sem sé ó- endanleg og umljúki allt eins og hafið. Hún verður heltekin af draumi sínum, og getur ekki fullnægt þeim kröfum, er hver- dagurinn gerir. Það er ekki fyrr en henni er „gefið frelsi“, sem hún getur séð sjálfa sig eins og hún er og fært fórn sína af frjálsum vilja. Hún velur hver- daginn ekki sízt vegna þess, að hún loks eftir fimm þátta þróun skilur að hann er erfiðastur, að hann krefst rnests". Laugard. 17. febrúar Frelsi með ábyrgð Niðurstaða leiksins er sú, að manneskjan þurfi að njóta frelsis, en „frelsis með ábyrgð". Þó að einstakir kaflar leikritsins mundu samdir með öðrum hætti nú á dögum, á þessi boðskapur sannarlega enn ríkt erindi til okkar allra. Margir sjá lífið stöðugt í fjarlægum hyllingum og þrá þeirra stendur til hins óþekkta, sem þeir oft á tíðum haldá að helzt verði náð með því að hverfa frá raunveruleik- anum og gera kröfur til ann- arra. , En gæfan býr í eigin brjósti og ver'ður ekki höndluð með því að skjóta sér undan staðreyndum. Oftast krefst það langs tíma óg kostar mikið erf- iði að feta sig áfram eftir braut raunveruleikans, en allt annað verður þó til farartafar, ef það leiðir þá ekki til beinnar glötun- ar. Þetta á jafnt við um vel- farnað hvers einstaklings og um samfélagið í heild. „Vi visle verden V. vintervejen Þó að lærdómsríkt væri a'ð horfa á „Frúna frá hafinu", þá var ekki um það að villast, að hugur Norðmanna var um síð- ustu helgi bundnari öðru. Áhugi þeirra fyrir að fylgjast með skíðakeppninni á Ólympíuleik- unum var slíkur, að maður þurfti að sjá með eigin augum til að trúa. Glöggur Nor’ðmaður sagði, að þátttakan í Ólympíu- leikunum kostaði Noreg að þessu sinni 20 milljónir, og átti þá auð- vitað við norskar krónur, þ.e. h.u.b. 160 milljónir íslenzkar. Er hann var spurður um það hvern ig þebta mætti vera, var svar hans, að almenningur hefði lagt niður vinnu dögum saman til að fylgjast með leikjunum í sjón- varpi. Gléði þeirra yfir sigrin- um var líka mikill. í forustu- grein, sem Aftenposten ritaði um þetta efni sl. mánudag, minnti blaðið á, að síðast þegar þvílík- ur sigur hefði verið unnin og það hefði verið fyrir mörgum ár um, þá hefði fyrirsögn í einu blaðanna hljóðað svo: „Vi viste verden vintervejen", þ.e. við vís- uðum heiminum á vetrarbraut- ina. Aftenposten segir þetta síð- an hafa orðið að orðtaki, vegna þess að sigurinn þá hafi aukið sjálfstraust þjóðarinnar, og gefið henni styrk. Ef hún hefði ekki slíka löngun til að komast í fremstu röð, þar sem sérhæfi- leikar og aðstæður gæfu mögú- leika til, þá mundi naumast vera til nokkurt norskt ríki á Skandinavíuskaganum! Þetta eru stór orð en vafalaust er eitthva'ð til í þeim, sem og hinu, sem blaðið segir, að auðvitað vinnast ekki slíkir sigrar í alþjóða- keppni nema af úrvali lítils úrvals, og í sjálfu sér segi sig- urinn ekki meira til um eðli venjulegs Norðmanns, heldur en hegðun hinna, sem settir verði inn um næstu helgi fyrir fyllirí eftir að hafa horft á alþjóða- skautakeppni í Gautaborg! Líf- inu verður að taka eins og þáð er, en því verður ekki neitað, að Norðmenn hafa flestum bet- ur kunnað að láta erfitt land verða til að auka dug og hörku kynstofnsins. 20 sinnum fleiri Sem betur fer vekur frækileg frammistaða Norðmanna aldrei öfund hjá íslendingum heldur einungis aðdáun. Jafnframt spyrjum við þó af hverju Norð- menn geti gert ýmislegt, sem okkur er um megn. Einfaldasta svarið við því er, að þeir eru 20 sinnum fleiri, og telja sig sjálfa þó svo fámenna, að þeir þurfi á frábærum afreksverkum einstakl inga að halda þjóðinni til hvatn- ingar. Við erum ekki einungis 20 sinnum færri, heldur er land okkar enn erfiðara land en Nor- egur. Fróðlegt var að heyra sagt frá vísindalegum rannsókn- um á Svalbarða, sem sönnuðu, að þunglyndi, sjálfsmorð, morð og aðrir glæpir ykjust mjög í skammdeginu, sem þar er raun- ar ekki réttnefni, því að um skeið er þar stöðugt myrkur. Vfð sjáum þessa sama merki í okkar upplýstu höfuðborg nú hvert ár- ið eftir annað. Slíkt getur naum- ast verið einber tilviljun. Sann- leikurinn er sá, að þann styrk, ’em Norðmenn sækja í frábær íþróttaafrek, þurfum við að sækja og getum sótt í afrek hversdagslífsins. Þau afrek. sem síðustu kynslóðir hafa unnið með uppbyggingu landsins, með ger- breytingu þess til hins betra, með því áð halda hér uppi sjálf- stæðu menningarþjóðfélagi, — þetta eru afrek, sem við gerum okkur ekki ætíð næga grein fyr- ir, hversu einstök eru. Einmitt þess vegna megum við ekki ger- ast eigin böðlar með því að gera óraunhæfar kröfur, er setji í hættu eða geri að engu það, sem áunnizt hefúr vegna frábærrar þrautseigju og þreks, ekki fárra afreksmanna heldur alls almenn ings. Ofbirta Eitt af því, sem íslendingur verður fyrst var, þegar hann gengur um götur í Ósló, er, að ofbirta sker hann í augu. Birtan er svo mikil um miðjan febrúar, að svipaðast er eins og maður væri staddur uppi á snævi- þakktri Mosfellsheiði seint í marz, þegar sólin er björtust. Skýringin á þessu er sú, að sólin er nú hærra á lofti í Ósló en í Reykjavík og þar er allur bær- inn snæviþakinn, svipaðast eins og hér er á snjóþungum fjall- vegum. Lipurt fótatak þarf til að komast heim að sumum húsum, sem standa í bröttum brekkum, þar sem snjóruðningurinn hefur tekizt svo og svo. Enda höfðu Óslóbúar mjög orð á því, að miklu meiri snjór væri á götum að þessu sinni en venjulega. Minna fé væri nú varið til snjó- moksturs af hálfu borgarinnar en áður, sumir sögðu helmingi minna, og hefði snjókoman þó verið me'ð meira móti. Ákvörð- unin um að verja minna fé en fyrr var þó síður en svo tekin út í bláinn. Um það hafði borg- arstjórnin sem sé stuðzt við ráða gerð veðurfræðinga, sem höfðu spáð að þessi vetur yrði snjó- léttur. Nú er það svo, að veður- far er miklu stöðugra í Víkinni en við eigum að venjast. Þar kemur naumast fyrir, að veru- legur stormur verði, og nokkur snjór liggur venjulega á jörðu mánuðum saman frá jólum fram í apríl. Engu að síður reyndust vísindamennirnir að þessu sinni of bjartsýnir. Peningar til snjó- moksturs voru því ekki fyrir hendi og var hann þess vegna niður felldur! Er hér ein sönn- un þess, að áætlanagerð getur orðið býsna völlt og fjarri því að leysa allan vanda, eins og við íslendingar höfum þegar reynt af tilraunum okkar í þá átt. Mun þó enginn skyniborjnn maður leggja því lið, að horfið sé frá þeirri viðleitni, sem upp hefur verið tekin í þessum efn- um. Viðvarandi verð- fall Ýmsir býsnast mjög yfir því, að ekki hafi staðist þær áætlan- ir, sem gerðar voru um verð á íslenzkum útflutningsafurðum, þegar gengisfellingin var ákveð- in í mi'ðjum nóvember sl. Erfið- leikarnir í þessum efnum verða þó einkar ljósir, ef menn hug- leiða sveiflurnar á verði síldar- lýsis á þeim skamma tíma, sem síðan er liðinn. í haust komst lýsisverðið niður í 36—37 sterl- ingspund tonnið. Nokkru eftir gengisfellinguna náðust örstutta stund 50 sterlingspund. Nú segja kunnugir, að verðið sé enn lægra en það var, þegar það var lægst í haust og horfur sízt batnandi. Við þessar vex'ðbreyt- ingar ráða íslendingar ekki. Menn verða því miður að taka því, sem að höndum ber og laga lífshætti okkar eftir þessum tekjusveiflum. Hitt leiðir, eins og dæmin sýna, út í hreina ófæru. Ef einhver, hvort sem það er einstaklingur eða almannasam- tök, ætlar að dylja verðlagsþró- unina fyrir umbjóðendum sínum og þykist hafa efni á að greiða hærra verð en raunverulega er fáanlegt, þá hlýtur slíkt að enda með skelfingu. Ótrúlegt er að nokkrrum ábyrgum manfii skuli geta til hugar kom- ið, að þannig sé ráðlegt að fara að. Oflátungshátturinn hefnir sín áður en varir. Hinir sömu, sem til skamms tíma hömruðu á því, að verðfallið kæmi svo sem á engan veg við okkur, af því að við hefðum áður þekkt jafnvel énn lægra verð, hafa nú lént í því, að standa að eða am.k. að verja óskiljanlegan blekkinga- leik til að dylja staðreyndir verðfallsins. Kalla menn yfir sig vaxandi vand- ræði? Nú þegar sýnist tekin ákvörð- un um, að verkalýðshreyfingin kalli yfir félaga sína og alla þjóðina vaxandi vandræði, en stuðli ekki að því að snúist verði gegn atvinnuleysi me’ð því að þjóðin sníði sér stakk eftir vexti. Langsamlega flestir forustu- mannanna gera sér grein fyrir eðli vandans, en innbyrðiskeppni og ótti við að verða talinn of linur í kröfugerð, ýtir mönnum út í ófæruna. Fráleitast er þó, þegar þeir, sem sjálfir eiga ekk- ert á hættu, eru skelegigastir til að ýta öðrum áfram. Óneitan- lega er mikið til í því, að ýmsir verkamenn og raunar sumir iðnaðarmenn hafa þegar orðfð fyrir kjaraskerðingu eða búsifjum vegna minnkandi at- vinnu. Þess vegna segja þeir, að kjaraskerðing vegna vöntunar á verðtryggingu fyrir afleiðingum gengisfellingarinnar komi á sig með tvöföldum þunga. Þefta á óneitanlega við suma, þó að því fari fjarri, að það eigi við alla. Og einmitt vegna þess, að það á við suma, þá er höfuðnauð- syn a'ð sameinast um að tryggja atvinnu. En þetta á ekki með neinu móti við um opinbera starfsmenn. Þeir verða að vísu fyrir kjaraskerðingu vegna verð- lagshækkana, sem ekki fást bættar, en þeir hafa atvinnuör- yggi. Engu að síður gera for- ustumenn þessara samtaka sér leik að því að vera sem allra tillöguverstir og ota öðrum út í átök, þar sem þeir sjálfir verða einungis áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.