Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. FEBRÚAR 190« að þýða? Hvaða sakir hafið þér á dr. Halmy? — Við höfum engar sakir á dr. Halmy. Aðeins þurfum við á upplýsingum hans að halda. Það er allt og sumt. Af ásettu ráði gat hann þess ekki að erindið við dr. Halmy snerist um dauða konu hans. Burðarmaðurinn, og hans líkar, hafði rótgróna andúð á lögregl- unni, sem leiddi svo aftur til þess að málstaður hins grunaða var jafnan tekinn. Nemetz varð því að fara gætilega að öllu. En árangurinn var enganvegin í hlutfalli við erfiðið. Að lokum lét burðarmaðurinn þó svo lítið að muna að raunar hefði dr. Halmy verið fjarverandi fyrri part kvöldsins, en verið kom- inn aftur rétt fyrir níu. Nákvæm lega klukkan níu, sagði hann, áttu sjúklingarnir að fá sprautu, og dr. Halmy hafði verið með í að fylla sprauturnar. Antibio- tika var á þrotum, svo læknir- inn vildi sjálfur fullvissa sig um að ekkert færi til spillis af þessu lyfi, né yrði stolið. Ef þetta var allt rétt og satt — og í hinum næmu eyrum Ne etz hljómaði það sem sannleik- ur — var augljóst að dr. Halmy gat ekki átt beinan þátt í dauða konu sinnar. Hún hafði gengið út úr lögreglustöðinni klukkan fimímitán mínútur fyrir níiu. Að ganga yfir torgið, beinustu leið, tók minnst fimm mínútur. Sam- kvæmt því gat hún í fyrsta lagi hafa verið á Perc Koez—horn- inu klukkan tíu mínútur fyrir níu. Nú hafði hún verið myrt á öðrum stað, og verið flutt á hornið eftir að hún var látin. Það hlaut að taka sinn tíma. Sá, sem myrti hana, gat því ekki hafa yfirgefið staðinn fyrr en eftir klukkan níu. Loks tók það, undir venjulegum kringumstæð- um, minnsta kosti fimmtán mín- útur að ganga frá brauðgerðar- húsinu til sjúkrahússins. En auð- vitað var það hugsanlegt að læknirinn ætti sér einhvern með- sekan. Nemetz leyfði burðarmanninu að fara, og hélt af stað til lög- reglustöðvarinnar. Hann tók á sig krók, gekk þrönga rólega götu við hliðina á aðalgötunni. Þegar hann gekk yfir And- rassy-stræti, var hann stöðvað- ur af srveit uppreisnarm-anna, sex drengir gráir fyrir jámum. Þeir réðu honum til að halda sig frá Dónárbökkum. Rússarn- ir höfðu hafnargarðana á valdi sínu og skutu á allt sem hreyfð- ist, svo sem hunda og ketti, og jafnvel geisla umferðarljósanna. Þegar hann kom fyrir horn- ið heyrði hann skothríðina frá hafnarbökkunum. Nemetz gerði ráð fyrir að Rússarnir beindu skothríðinni að einhverju hinu- megin við Stjórnarráðshúsið, og taldi því ekki nauðsynlegt að leita skjóls. Fáum mínútum seinna var hann á lögreglustöð- inni. Heppnin var með honum. ’Einn af þeim fáu varðsveitarbílum, sem enn voru á ferli, hafði ein- mitt stanzað fyrir framan bygg- inguna. Bílstjórinn var bæði þreyttur og syfjaður, en þegar Nemetz hafði orð á því við hann að hann þyrfti á bíl að halda að Bozan-brauðgerðinni, ræsti hann vélina þegar í stað. Við þurfuim að sækja lík og flytja það á rannsóknarstofu ríkisins, sagði Nemetz til skýr- ingar. — Ég held að við komumst ekki yfir Kossuth Lajos götu. Þar er allt yfirfullt af Rússum, sagði bílstjórinn og klóraði sér í hnakkanum. — Gangi það ekki, flytjum við hana hingað, sagði Nemetz. — Nú, er það kona? sagði bílstjórinn brosandi. Þá getum við lagt h-ana á leguibekik Pork- els fulltrúa. Hún er þá ekki sú fyrsta, sem hefur lagt sig á hann. Allt sýndist með kyrrum kjör- um fyrir utan brauðgerðarhúsið, nema lík Önnu Halmy var með öllu horfið. Sunnudagur 28. október. Nemetz bjó hálfri annari húsa samstæðu frá höfninni, í þröngri og dálítið óþrifalegri götu milli Dónár og Frelsistorgsins, á ann- ari hæð í fjögra hæða húsi. Hann hafði lítið herbergi í íbúð mákonu sinnar og greiddi henni fyrir það upphæð, sem nægði henni fyrir húsaleigunni allri, svo og mat, ljósi og gasi. Húsgögnin hjá honum voru: rúm, dragkista, klæðaskápur, borð og einn stóll. Þægindi hús- næðisins voru því álíka og ger- ist í venjulegum fangaklefa. Þrátt fyrir það hafði Nemetz ekki hug á að skifta um hús- næði, því það var lífsspursmál fyrir mágkonuna að hafa hann sem leigjanda. Þar að auki losn- aði hún þá við að þurfa að hafa ókunnuga með sér í íbúð- inni. Svo árum skifti hafði stjórnin leyst hin vaxandi hús- næðisvandræði með því að troða fólki saman í íbúðir, sem voru tvö herbergi og meira. Tvær til sex húsmæður matreiddu á sömu eldavélinni, og tólf til fjór- t#n voru um sama salemið. Lilla Nemetz óttaðist það mest af öllu að missa umráðaréttinn yfir hinni ruslaralegu, myrku íbúð sinni. Hún minnti einna helzt á kött — mjúk sem sillki á yfir'borðinu, en eitilhörð hið innra. Börn 25. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. april. þú átt sennilega ekki allt skilið, sem þér hlotnast í dag, en hvað um það skaltu njóta þess án þess að misnota það. Nautið 21. apríl — 21. maí. Þú skalt starfa í góðgerðarfélögum þeim, sem þarfnast krafta þinna og þú hefur jákvæða afstöðu til. Það mun færa þér óskipta gleði. Farðu snemma í bólið. Tvíburamir 22. MAÍ — 21. júní. Kannski kemur eitthvað babb 1 bátinn I dag hvað snertir framkvæmd máls, sem þér er annt um. Láttu ekki bugast. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Þú munnt finna frið og sálarró ef þú ferð í kirkju í dag, og satt að segja veitir þér ekki af. KvoldiS hagstætt til rómantískra hugleiðinga. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Dagurinn verður skemmtilegur, ef þú vasast ekki 1 of miklu og þá mun þér vel farnast, og starf þitt bera óvæntan og góðan ávöxt. Jómfrúin 24. ágúst — 23. september. Þessa helgi breytist margt í lífsvíðhorfi þínu. flest verður það til hins betra en nokkur alvara skaðar engan. Þú munt gera þér grein fyrir því síðar, hverjar þessar breytingar verða. Vogin 24. september — 23. október. Þú hefur mikla ánægju af að umgangast hitt kynið. Stund- um of mikla. Gerðu hreint fyrir þínum dyrum, gagnvart gömlum vinum. Heimsæktu sjúkan vin eða ættingja. Drekinn 24. október — 22. nóvember. Reyndu að halda óþoli þínu í skefjum, þó að þú berir hag vinar meir fyrir brjósti en þinn eigin. Horfðu á björtu hliðar lífsins og iðrastu ekki þótt þér hafi orðið á smávegis glapparskot. Bogmaðurinn 23. nóvember — 21. desember. Farðu snemma á fætur og í kirkju. Láttu helgistundina og áhrif hennar sitja í hjarta þér sem lengst. Sýndu maka þínum ástúð og skilning á erfiðri stundu. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Þú lærir eitthvað fróðlegt og merkilegt í dag og verður margs vísari um mannlega náttúru. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi. Vatnsberinn 21. janúar — 19. bebrúar. Reyndu að sýna vinum og fjölskyldu meiri ástúð. Þú ert stundum og kaldlyndur og raunsær. Haltu samkvæmi og veittu vinum þínum af rausn — og ekki síður af rausn hjarta þíns. Fiskarnir 20. efbrúar — 20. marz. Það er hætt við að eitthvað komi yfrir i dag sem þér mun sárna mjög mikið. En gerðu ráð fyrir hinu bezta og láttu lífið ganga sinn gang. Hvíldu þig. 26. FEBRÚAR. Hrúturinn 21. marz — 20. apríl. Haltu fast við þær ákvarðanir, sem þú hefur tekið og láttu engan telja þér hughvarf. Síðari hluta dags skaltu halda fund með undirmönnum þínum og ræða skipulagningu og hag- ræðingu. Nautið 21. apríl — 21. maí. Reyndu að kippa ýmsu I lag, sem aflaga hefur farið hjá þér. Vertu athafasamur og láttu ekki skapið hlaupa með þig í gönur. Hvíldu þig vel í kvöld. Tvíburarnir 22. maí — 21. júní. Þú skalt koma í verk áætlunum og hugmyndum sem þú hefur lengi haft á prjónunum. Láttu ekkert skyggja á gleði þína yfir óvæntu atviki. Krabbinn 22. júní — 23. júlí. Þú skalt borga ógreiddar skuldir í dag og reyna síðan að halda búreikninka. Ekki skaltu vanrækja góða vini sem þarfnast þín og eru mjög hændir að þér. Ljónið 24. júlí — 23. ágúst. Þú skalt fylgjast með því sem er að gerast í kringum þig og loka þig ekki inni með sjálfri þér. Vertu ekki umtalsillur um kunningja þína. Meyjan 24. ágúst — 23. september. Þú skalt einbeita þér að ljúka störfum — sennilega rit- störfum sem þú hefur ekki sinnt að nægum krafti upp á síðkastið. Farðu snemma i rúmið. því að annríki verður mikið á morgun. Vogin 24. september — 23. oktober. Þú skalt ekki vanmeta verk annarra. Þau eiga skilið viður- kenningu þína. Vertu ekki með stöðugt nöldur, það eitrar heimilislífið. Hvíldu þig vel í kvöld. Drekinn 24. október — 22. november. Rökræður við fjölskyldu og kunningja kunna að leiða til alvarlegrar misklíðar. Reyndu að gæta fyllstu tillitssemi. Forð- astu að borða of mikið. Endurskoðaðu mataræði þitt. Bogmaðurinn 23. november — 21. desember. Þú skalt vera íhugull i fjármálum í dag og trúlegt að þetta verði hagstæður dagur til skynsamlegra ráðstafana í því efni. Lestu góðar bækur í kvöld í stað þess að liggja yfir ómerkilegu léttmeti. Steingeitin 22. desember — 20. janúar. Greiddu skuldir þínar eftir því sem efni þín leyfa. Komdu skipulagi á skjöl þín og plögg og hver veit nema þú rekist á löngu gleymd bréf, sem koma þér i gott skap. Vatnsberinn 21. janúar — 19. febrúar. Hætt er við, að taugarnar verði ekki 1 sem beztu lagi I dag og þú látir smámuni á þig fá. Skipulegðu störf þín af kostgæfni og fylgdu nákvæmlega þeim breytingum, sem þú telur heppilegar. Forðastu rifrildi og þras. Hvíldu þig. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. Reyndu að sinna einkamálum þínum meira og hugsaðu um það sem gerzt hefur að undanfömu. Finndu þér nýtt áhuga- efni. Lestu góðar bækur. Farðu í heimsóknir í kvöld. k

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.