Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRUAR 1998 3 Bjargað úr fífshaska IHaður nærri drukknaður i Elliðaánum EFTIR að fréttamenn Mbl. höfðu fylgzt með flóð unum í Suðurá, Hólmsá og við Elliðaár, fóru þeir Vignir Guðmundsson, blaðamaður og Ólafur K. Magnússon ljósmyndari upp að Rauðavatni á ný og hugðust reyna að kom- ast þeim megin að hest- húsum þeim, sem standa skammt neðan Elliðavatns stíflunnar. Skammt sunnan við Rauða- vatn komust þeir félagar á bíl sínum uipp á hæð, en voru svo heppnir að komast þaðan með bíl frá Sindra h.f., sem fór yfir hvað sem fyrir varð. Þannig komust þeir suður að vatnsflaumnum, þar sem hann féll frarn allt milli Rjúpna- hæðar og hæðanna vestur af Rauðavatni. Er komið var að vatns- flaumnum var vegurinn, sem þarna liggur niður með Elliða ám, langt norðan þeirra, allur undir vatni. Rússajeppi hafði lent á nefinu út af veginum og beljaði flaumurinn á hon- um. Neðar hafði stór fjalia- bíll lent út í straumínn og flaut yfir vélahús hans, en farþegar voru ýmist á véla- húsi, eða þaki bílsins. Voru reiðmenn þar á hestum og fóru með taugar út í flauminn ti lað bjarga fólkinu. Einnig voru þarna menn frá Slysa- varnafélagi íslands með Hannes Hafstein í broddi flyk ingar. Fréttamenn komu að flaumnum, laust fyrir kl. 17.00 síðdegis og var þar þá mikið um að vera. Blaðamaður sá þá hvar maður var að koma frá hest- húsunum handan við mikinn straum og breiðan, sem einna helzt líkist miklurn jökul- flaumi. Er maðurinn* kom að girðingu rétt norðan hesthús anna var hann farinn að vaða upp undir hendur og studdi sig við stóran staf. Hélt hann sér þannig upp í strauminn og beið sýnilega hjálpar. Hann fór yfir gi'rð- inguna og lagði í strauminn, en það varð honum um megn, því straumurinn tók hann. Synti hann knálega, en bar samt óðfluga undan straumn- um fram að hæðarnefi, sem þarna skagaði fram um 2— 300 metra neðan hesthúsa- þyrpingarinnar. Við nefið fataðist honum sundið og var sýnilegt að hann fékk ekki lengur ráðið ferðinni. Á sama tíma þustu menn, sem þarna voru staddir niður með flaumnum og fór fyrstur ungur, stórvaxmn og knáleg ur maður á grárri peysu einni saman, þótt stójparok og úr- hellisrigning væri. Var hann einnig illa skóaður en llét ekkert á sig fá og hentist út í flauminn neðan við nefið, en í sama mund færði straum urinn manninn í kaf og hvarf hann sjónum þeinra er á horfðu. Ekki hikaði sá í gráu peysunni að heldur, en hent- ist áfram á eftir manninum niður vatnsflauminn og tókst svo giftusamlega til að hann náði til mannsins undir vatns borðinu. Höfuðfat mannsins flaut áfram niður beljandann. Þetta var svo knálega af sér vikið, að vissa er, að ekki hefði maðurinn haldið lífi hefði honum ekki verið náð á þessu augnabliki. f sama mund voru menn á gúmbáti við norðurlandið nokkru neðar og héldu frá landi en gátu ekki komizt gegn straumnum. Hestamenn á tveimur hestum komu þarna aðvíf- andi og hélt annar þegar ríð- andi út í flauminn og komst að siysstaðnum, þar sem nú annar var kominn hinum peysuklædda manni til hjálp- ar. Var ætlunin að koma hin- um meðvitundarlausa manni á hest þann, en það tókst ekki sa'kir ókyrrðar hestsins. Greip er haldið var til lands. Náði vatnið mönnum stundum upp fyrir mitti. Þegar að landi kom tók Hannes Hafstein við mannin- um og vann að björgunartil- raunum á honum stöðugt þar til hann fór að gefa frá sér greiniieg lífsmörk, fyrst hryglukennd en síðan hljóð. Var maðurinn síðan fluttur í Slysavarðstofuna og var í gærkvöldi talinn myndu halda Mfi, þótt ek'ki væri hann úr allri hættu. Má eflaust þakka þetta STAKSTEIMAR Hannes Hafstein fulltrúi Slysavarnafélagsins vinnur að því að lífga Svein Kristjánsson. þá blaðamaður Morgumblaðs- ins hest þann er enn stóð á bakkanum og reið út í og tókst svo giiftusamlega að hægt var að koma manninum upp á þann hest og lá hann á grúfu um þvert bak hests- ins á leiðinni í land. Þeir sem það verk unnu höfðu stöðugt reynt að koma Mfi í manninn með blásturs- aðferðinni, en urðu að hætta samstiUtu snarræði þeirra er viðstaddir voru og þá fyrst og fremst þeim, er mannin- um náði fyrstur og svo því, að góður kunnáttumaður tók við manninum er á land kom, en hann var þá helblár orðinn og að sjá algerlega Mflaus. Sá, sem bjargað var heitir Sveirtn Kristjánsson, búsettur hér í borg, en ættaður úr Fljótshlíðinni. .-Xv:V. Tveir bílar koma ofan Lækja rbotna og ösla gegnum vatnsflauminn. - ELLIÐAARNAR Framh. af bls. 2 EUiðaáinum og komu að Vatns- veitubrúnni og var þá svo kom- fð, að flæddi yfir brúna og byrjað að brjóta aif veginum sunnan brúarininar og meðan staðið var við, flæddi yfir veg- inn sunnan við brúna. Haldið var nœ-st niður að stiflunni við Ánbæ, en lónið þar var allt undir ísi. Lagðist ís- imn þungt að stíflunni og flaut yfir hana alla. Byrjað var að vinna með loftpressu við að gera s'karð í stífluna að sunnan- verðu og síðan voru smá spreng- ingar framkvæmdar til að auð- velda rennslið yfir stíifluna. Taldi einn af verk'fræðing- um Lainidisvirkjunar, Ingólfur Ágústsson, að stíflan væri í hættu. Sérkennileg sagnfræði Hesthúsin neðan Elliðavatnsstíflu umflotin vatni. Austri fer þjálfuðum höndum um siögu Eistlands í kommún- istablaðinu í gær og er túlkun hans á þeirri sögu býsna sér- stæð, seim keimiir engum á ó- vart. Hann segir m.a.: „Sú hálfr ar aldiar gamla sjálfstæðisyfir- Iýsing, sem Morgunblaðið tal- ar um, var ekki verk Eistlend- inga, heldur voru þar að verki hersveitir hins vestræna Þýzka Iiands. Eftór að Þjóðverjar biðu ósigur í heimsstyrjöldinni fyrri tóku aðrar vestrænar hersveitir við völdum í Eistlandi. þeirra á meðal brezkar og finnskar". I þessum tveimur setningum er náikvæmlega ekkert sannleiks- korn. Þann 28. nóvember 1917, skömmu eftir byltinguna í Rúss landi, ákvað eistlenzka þingið að rjúfla tengslin við Rússland, en kommúnistar svöruðu með þvi að sietja á fót leppstjóm í Tallinn, sem náði hins vegar aldrei völdum í öðrum hlutum Iandsins. f febrúar 1918 hófu þýzkar heirisiveitir sókn inn í Eistland, kommúnistar flúðu og 24. febr. 1918 lýsti Eiúland yfir sjálfstæði sínu. Daginn eftir réð ust þýzkar hersveitir inn í Tall inn, en leiðtogar Xandsins voru ýmist htandteknir, skotnir, flnðu land ieða hófu baráttu í meðan- jarðarhreyfingu. Þann 3. marz sama ár gerðu Rússar og Þjóð- vorjar með sér samning, þar seim Rússar afhentu Þjóðverjum Eystrasaltslöndin. Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni fyrri var enn lýst yfir sjálf- stæði Eistlands 11. nóv. 1918. 28. nóvemher hófu hersveitir kommúnista innrás í Eistland. Finnar sendu Eistlendingum vopn og Bretar einnig. f janúar 1919 hófu Eistlendingar gagn- sókn með hjálp tvö þúsund finnskra sjálfboðaliða og tókst að hrekja óvinaherinn á brott. Leynisamningar nazista og kommúnista Ehm segir Austri: „f síðari heimsstyrjöldinni urðu Eistlend ingar á hliðstæðan hátt vett- viangur hersveita, sem geystust fram til skiptis, sovézkar her- sveitir tóku landið 1940 og hið „vestræna ríki“ Þýzkaland, framdi ekki þann „glæp“ að gleyma Eistlandi heldur hertók landið 1941 og beitti þar aðferð um, sem ekki ætti að þurfa að lýsa. Loks komu sovézkar her- sveitir á nýjan leik 1944“. Hér er farið óþarflega létt yf ir sögu. örlög Eistlendinga voru ráðin í ágústmánuði 1939 með leynisamningum Hitlers og Steiáns. Sovétríkin fengu Finn- land, Eistland, Lettland og eystri hluto Póllands. Við fall Póllands var Sovétríkjunum einnig úthlutað Litháen. Hinn 17. júní 1940 lögðu sovézkar hersveitir landið undir sig, og leppstjórn kommúnista tók við stjóm tondsins. Síðan fóru fram kosningar að hætti kommúnista og það þing, sem þannig var kosið samþykkti einróma að innlima Eistland í Sovétríkin. Jafnframt voru ýmsir helztu stjórnmáialeiðtogar Eistlands handteknir og fluttir til Rúss- lands. Á fyrstu 12 mánuðum hinnar sovézku yfirstjórnar í Eistlandi voru 60 þúsund menu og konur á öllum aldri ýmist drepin eða flutt úr landi, þar af voru 10 þúsund flutt í burtu á aðeins einni nóttu, 13.-14. júní 1941 _ 22. júní réðust nazistor á Sovétríkin og um þriggja ára skeið var Eistland undir þeirra stjórn en 22. sept. 1944 tóku sovézkar hersveitir Tallinn á ný. Á árunum 1945-1956 fluttu kommúnistar á hrott 20 þúsund Framh. á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.