Morgunblaðið - 28.02.1968, Side 11

Morgunblaðið - 28.02.1968, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. FEBRÚAR 1968 11 Einar Ö. Björnsson, Mýnesi: Verkföll verka nú sem loftárás á alla þjóðina Á s.l. ári var mikið verðfall á belztu útílutnmgsvörum þjóðar- iiimar, en þó mest á síldarmjöli og síldarlýsL Skreiðin liggur enn óseld í geymsluhúsuim fram leiðenda að verðmæti upp á mtörg hundruð milljónÍT króna. SdlcÞveiðarnar á s.l. sumri voru aðallega stundaðar 6—800 sjó- mílur frá fslandi, við Svalbarða og þar í grennd. fslendingar voru komnir á nýtízku veiði- skipum norður í Dumbshatf, á því haifsvæði, sem vart er til á sjófeortum. Tvö síldarflutn- ingaskip, sem nú komu í góðar þarfir, voru í flutningum á bræðslusíld af miðunum, auk þess sem síldveiðiskipin urðu að sigla með aílann í land vegna vöntunar á flutningaskipum og þjónustu á þessum fjarlægu mið- um. I>að kom á óvart, að síldin yrði svo langt frá landinu og voru því þeÍT sem með málefni síldarútvegsins fara of seinir að átta sig á þeim viðbrögðum, «em þurft hetfði að grípa til að reyna að salta síldina um bcrð í veiðiiskipunum eða flytja hana ferska í land til söltunar og frystingar. Nú hefur verið skipuð nefnd þeirra aðila, sem hlut eiga að máli sem stuðla á að því að íslendingar verði betur týgjaðir á fjarlæg mið á komandí síld- arvertíð. Ógæftir s.l. veturs og stopul síldveiði með ærnum kostnaði, mikið verðfall á er- lendum mörkuðum, sem nemur meira en 2 milljörðum króna, þetta er það sem við blasti við síðustu áramót. í byrjun janúar var hafizt handa að r ?yna til þrautar að finna ráð til að báta flotinn kaemist á miðin og frysti húsin tækju til starfa. í janúar og fyrripart febrúar hafa menn, sem með útgerðarmál byggðair- laganna hafa að gera verið hér í Reyikjavík til að reyna að fá leystan þann vanda, sem við hef ur verið að giíma. Tekizt hefur að koma bátaflotanum af stað og frystilhúsunum með sérsrökum ráðsböfunum, þetta var fyrsta sporið, sem stigið var etftir ára- mót. Bátaflotinn er ko ninn á mdðin og fry«tilhúsin tekin til starfa. og allmdkill afli hefur bor izt á land. Loðnan hefur gert vart við sig. Séttar hafa verið í gang síldarverksmiðjur í Vest- mannaeyjum, Eskifirði, Neskaup stað og e.t.v. víðar. Þannig hetfur tekizt, þrátt fyrir mikla erfið- leifea, að koma útflutningsfram- leið®lu þjóðarinnar í gang og ver tíð stendur sem hæst. En þá dregur ský fyrir sólu. Verkföll hafa verið boðuð um næstu helgi til að knýja í gegn að visi- tölukerfið verði sett í gang, sem á að vera mælir á kaup 'auna- fólk®ins og skapa því betri lífs- kjör. Slíkt er vitanlega hægt að ræða, en hvernig má það vera, að þeir hinir sömu í verstöðvun- urn allt land, bæði útgerðar- menn og frystihúsaeigendur sjó menn og verkafólk, sem vissu- lega hafa unnið að því að át- vinnutækin í viðkomandi byggð arlögum tækju til starfa, vilji nú að þau verði ®töðvuð með verk- föllum um næstu mánaðamót, sem gæti staðið í fleiri vikur og mundu verka sem loftárás á alla þjóðina, og steypa henni í at- vinnuleysi og örbirgð utn jfynr- sjáanlegan tíma. Eru þetta úr- ræði stjórnarandstöðunnaT í at- vinnu- og efnaihagsmálum þjóð- arinnar og umhyggjan fy.'ir al- þýðunni .HeJdur hún að þetta sé leiðin upp í stjórnarstólana? Ég held ekki. Hér er sama ábyrgðarleysið á ferð, sem stjórnaði aðgerðum stjórnarandstöðunnar í andstöð- unni við samninga við Sviss- lendinga og þar með virkjun Þjórsár. Sú atlaga mistókst eins og kunnugt er, og var til þess að stjórnarandstaðan fékk ekki nægilegt gengi í síðustu kosn- ingum og var því utandyra á stjórnarlheimilinu. Bf hennar ráðum hefði verið fylgt og álsamningurinn hefð; ekki verið gerður, byggju fs- lendingar við ®tórfellt atvinnu- .eysi og miiklu meiri efnahags- lega örðugleika, en raun ber vitni. Enn er vika til stefnu, þar til verkfölliin eiga að skella á. Viðræðuir standa nú yfir, og margir vinna að því að bera klæði á vopnin og finna leið út úr vandanum. Vissulega þarf að rétta hlut lægstlaunuðu' stétt- anna í landinu um það þarf að ræða og finna fram/búðarlausn á þeim miálum, En jafnhliða þarf að endurskoða hið úrelta sfcatíkerfi og sndða atf því vankantana eða jafnvel að leggja beinu skatt- ana niður, sem eru óréttlátir og geta eins og nú er komið ýms- urn á kaldan klakann á því lág- gengg sem nú er með atvinnu í landinu. Þetta eiga venkalýðs floringjarnir að hugsa um og reyna að ná samkomulaigi við ríki®valdið og atvinnurekendur, þegar atvinnuvegirnÍT hafa rétt sig við, sem vonandi verður, ef allir leggjast á eitt. Þess vegna verður vertiðin að halda áfram ein.s og ekkert hatfi í skorizt. Sú skefjalausa togstreita þeirra flokkskerfa, sem nú þjaka stjórnmáilaibaráttu þjóðar innar, er sem óðast að ganga sér tii húðar. En ný sjónarhmð þeirra', sem beita vilja tækni og réttum vinnubrögðum í ®am- skiptum okkar við aðrar þjóðir eru að ryðja sér til rúms. Þessi nýju vihortf gera það fært að efla atvinnuvegina . og taka orku fallvatnanna og jarðhitann í þjónustu þjóðarinnar til að knýja stóriðjuvélar framtíðar- innar og smærri iðju eftir því sem hentar. Með byggingu ál- verksmiðjunnar, sem nú er að rí«a við Straumsvík, hefur skap azt nýr þáttur í atvinnumálum fslendingEL, sem vísar okkur veg inn fram á við og styrkir þá atvinnuvegL sem fyrir Undantfarna daga hafa komm únistar setið á rökstólum að Tjarnargiötu 20 til að undirbúa atlöguna um næstu mánaðamót. En Hannibal og Björn Jónsson eru spenntir fyrir vagn alþýð- unnar í fyrirhuguðu verfcfalli. Síðan ætla kommúnistar þeim Birni og Hannibal að sök'kva Einar Ö. Björnsison. ofan í foraðið, en stikla síðan á þeim ytfir á hinn bafckann og veitfa ti'l alþýðunnar og óska henni til hamingju með sigur- inn yfir „auðvaldinu“. Þannig á að fórna hagsmunum þjóðarinn ar í þvi valdabrölti, sem nú á sér stað innan Alþýðubanda- lagsins og Alþýðuisambandsms. Framisóknarforustan ýtir undir þennan hráskinnaleik, ef marka má skrif Tímans um þessar mundir, og samþyfck'tir flokks- stjórnarfundar Fraimsóknar. Spuming er: Eru forráðamenn Samfband® fsl. Samvinnutfél aga samméla, sem nú eiga í erfið- leikum vegna alvarlegs áfalls á fi'sksölu í Ameríku. Ég held ekki. f>eir vita sem er, að verk- fall nú og stöðvun frystihúsanna og mjólkurbúanna mundr auka á erfiðleika Samvinnutfélaganna um allan helming. Spurning dagsins er: Hverju þjónar verkíallsbrölt kommún- ista og fylgifiska þeirra i verka lýðhreyfingunni. Örfáir mis- lukkaðir stjórnmiálamenn i Al- þýðubandalaginu og Framsókn- artflokknum telja að öli meðul séu leyfileg og tiltæk til að fella núverandi stjórn þó að slikt haifi i fór með sér eins og ástand ið er að flestir liggi i valnuim og fáir til að hefja biórgunar- starfið. Þetta eru viðbrögð stjórnarandstöunnar í fyrsta ári kjörtímabilsins. Framsóknarfor- ustan kallaði ýrnsa sína menn á fund hér i Reykjavuk í nóv. ®1. og fullvissaði þá um að verk- fall sem hefja átti í desember mundi fella ríkisstjórnina. Hannibal og Lúðvik var farið að dreyma um stjórnarstólana til að fuillkomna það sem á vant aði, er þeir yfirgáfu þá sællar minningar við fall vinstri stjórn arnnar. Þeir létu forustumenn komm- únista I verkalýðshreyfingunnd urra að vinstri stjórninni er síðan lagði upp laupana, sem frægt er orðið. Nú láta Fram- sóknarforingjarnhr þau boð út ganga hér í borginni ásamt kom'm.únistum, að verkfallið verði stutt og ríkLsstjórnin mumi falla og þá sé lau«nin fengin. Framleiðslan skal stöðvuð til landis og sjóvar. á meðan ver- tíðin stendur sem hæst. Og auka þannig á ógæftirnar í þeim tilgangi að vinna fvrir al- þýðuna, að dæmi skritffinna Framsóiknar og kamimúnþta. Ég held að allt hugsandi fólk, eigi nú að taka í taumana og stöðVa hina úreltu og ráðvilltu stjórn- arandstöðu, sem ein vill verk- föll og upplausn í þjóðfélaginu, eins og áður er á minnst. Þé er von um betri og þjartari tírna. Steindór Steindórsson, skólameistari: „Þegar býður þjöðarsdmi“ Steindór Steindórsson, skóla meistari á Akureyri, ritar for- ustugrein í febrúarhefti tíma- ritsins „Heima er bezt“, sem hann ritstýrir. Þessi grein erum narga hluti athyglisverð og birtir Mbl. hana þvi í heild hér á eftir með leyfi höfundar: „Þegar býður þjóðarsómi, þá á Bretland eina sál.“ Svo kvað Einar Benediktsson fyrir löngu. Þótt um margt sé deilt, og dóm- ar um menn og þjóðir falli á ýmsa vegu, hef ég aldrei heyrt nokkurn draga í efa, að hér hafi skáldið kveðið upp þann dóm, sem ekki verði hnekkt, og saga margra alda hafi sannað. Ein- hugur og félagsþroski hinnar brezku þjóðar á þrautastundum er staðreynd, sem ekki verður fram hjá komizt, þótt þegna stór þjóðarinnar greini vitanlega á um margt hversdagslega, og lífs- skoðanir og lífsviðhorf einstak- linganna séu harðla sundurleit. Slíkt gleymist á hættustundum, eða þegar þjóðarsæmdin krefst þess. Um þessar mundir á brezka þjóðin í miklum fjárhagsörðug- leikum, svo sem alkunnugt er. Margar harkalegar ráðstafanir hafa verið gerðar, til þess að mæta vandanum og ná aftur rétt um kili. Vafalaust hafa þær sætt margvíslegri gagnrýni, þótt vér höfum ekki heyrí nema undan og ofan af því. En af öllum þeim fregnum, sem borizt hafa til vor er ein, sem vakið hefur athygli mína og umhugsun öðrum frem- ur, um viðbrögð manna þar í landi, en það var þegar skýrt var frá, að tilteknir vinnuhópar hefðu bundizt samtökum um að vinna meira en þeim bar, til þess að treysta efnahag þjóðarinnar og hvetja aðra til þess að gera hið sama. Ekki er mér kunnugt um, hvort hér hefur komizt af stað víðtæk hreyfing, en ekki er ó- trúlegt að svo væri. Bretinn fer sér oft hægt en sígur á. Vera má, að hún hafi hjaðnað þegar í fæðingunni, eða þá að hitt hafi ■ Steindór Steindórsson. gerzt, að þegar af stað var kom- ið hafi það ekki lengur þótt fréttnæmt. Því er nú einu sinni svo farið að fréttamennirnir virð- ast fundvísari á æsifregnir um glæpamál eða atburði en hvað gerist í kyrrþey í menningar- málum, að ekki sé talað um hið síend'urtekna efni um styrjöldina í Asíu. Eru fleiri voveiflega sekir í þeim efnum en íslenzkir frétta- menn, þótt oss oft þyki nóg um þá, og skal það ekki fjölyrt hér meira. En lítum nær oss. íslendingar eiga í líkum erfiðleikum og Bret- arnir. Efnahagur vor hefur orð- ið fyrir þungum áföllum, bæði utan að komandi, sem enginn fær við ráðið, og margt höfum vér gert oss sjálfrátt, sem betur hefði mátt fara. Um það skal ekki rætt að þessu sinni, né af- staða tekin til deilna þar um. Hitt er jafnljóst, að vér hljót- um að grafast fyrir, hvort ekki sé unnt að afstýra slíkum á- föllum síðar, ef líkt ber að hönd um. En staðreynd örðugleikanna blasir við og einnig hættan, að verr kunni að fara, ef ekki er við brugðizt af festu og mann- dómi. Og um leið gægist spurn- ingin fram í hugann, hvort ís- lendingar gætu sýnt lík viðbrögð og getið hefur verið um brezku verkamennina. Það tók oss íslendinga nokk- urn tíma' að átta oss á að vá væri fyrir dyrum. Þegar stað- reyndirnar duldust ekki lengur og ráðamenn þjóðarinnar settust á rökstóla um, hvað gera skyldi var eitthvað annað á seyði en að þjóðin öll eða einstakir hóp- ar tækju að ráðgast um, hvern- ig styðja bæri viðleitni ráða- manna, til að verjast áföllum og sækja fram á ný. Annars vegar kváðu við háværar raddir um að öll óhöppin væru að kenna rangsnúinni stjórnarsteifnu, en hins vegar voru sífellt harðari kröfur á hendur ríkisvaldinu og mótmæli gegn kjaraskerðingu. í þessum atgerðum verða fáir eða engir undanskildir. Það er eðli- legt, að þeir sem minnst bera úr býtum séu gripnir ugg og vilja halda fast um það litla, er þeir hafa, því að það er marg endurtekin saga, að allt sé af þeim tekið, sem ekkert eiga. En þeir eru ekki háværastir, heldur margir hinna, sem breiðust hafá bökin, og ekki kæmi mér á ó- vart, þótt brátt kæmi hljóð úr horni þeirra, sem mest bera úr býtum í þjóðarbúinu og hafa gert á liðnum árum. íslendingar eru um marga hluti einkennilegir í viðbrögðum sín- um. Ef leitað er til almennings um fjárframliög tjil að mætB skakkaföllum eða afleiðingum slysa innan lands eða oitan efu þeir flestum ef ekki öllum þjóð- um viðbragðsskjótari. Ef hins- vegar er um það rætt að bera sameiginlegar byrgðar þjóðfélags ins sjálfs, er sem hver ýti frá sér og krefjist fórnanna af nágrann Vér höfum lifað við góðæri alllangt skeið, og hagað oss eins og vér hefðum fengið eilífðar- bréf upp á varanleik þess, og í samræmi við það hafa eyðsla vor og kröfur verið. Fyrir nokkru var sú fregn i blaði, að enn mundu utanfarir íslendinga aukast á sumri kom- anda, og hefur mörgum þótt nóg um þá hluti að þessu. Það er að vísu náttúrulegt, að menn fýsi að sjá sig um, en grunur minn er, að alltof margir, sem utan fara kynnist fáu öðru en skemmtistöðum og stórverzlun- um heimsborganna. Kaupæði ís- lendinga erlendis hefur vakið at- hygli og gert oss að hlátursefnL Væri oss nú ekki sæmst að draga úr slíkum ferðalögum og eyðslu á dýrmætum gjaldeyri til skemmt ana og kaupskapar í erlendum stórborgum. Hér er nefnt eitt dæmi af mörgum, sem vér gætum breytt lífsvenjum í samræmi við minnk uð fjárráð, án þess að nokkrum vandræðum ylli. En grípa mætti niður á fjölmörgum sviðum.þar sem vér þrengdum lítils háttar kosti vorum en stæðum að öllu jafnréttir eftir. En eitt er víst, ef þjóðin sam- einast í einhug um að vinna bug á erfiðleikunum getur hún það. Til þess þarf að vísu sjálfsaf- neitun og stundum ef til vill dálítið erfiði, en aðalatriðið er að vilja vel. Ef vér sameinuð- umst um að draga úr togstreit- unni milli einstaklinga og stétta og eyða tortryggninni hver í annars garð mundi mikið vinn- last á, þegar jafnframt væru gerðar ráðstafanir til eflingar framleiðslu með aukinni hag- sýni og bættum tækjum. En drýgsta ráðið í þessum vanda, sem öðrum er að oss kunna að steðja, er að ala upp í þjóðinni brezk viðhorf, að þegar býður þjóðarsómi, eigum vér eina sál, sem beitir allri sinni orku og hugkvæmni til að skapa fagurt og öruggt þjóðlíf. St. Std,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.