Morgunblaðið - 20.03.1968, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1908
7
/'
------BrGtfutíJJ-
FRÉTTIR
Kvenréttindafélag íslands
heldur fund á Hallveigarstöð-
um í kvöld kl. 8,30. Guðjón Han
sen tryggingafræðingur flytur
erindi uim tryggingamál.
Menntaskólinn í Reykjavík
í kvöld flytur Sigfús Elías-
son skáld fyrirlestur í Hátíðar-
sal Menntaskólans í Reykjavík
um jarð'fræði og eðlisfræði. Fyr
irlesturinn hefst kl. 8,30.
Aðgöngumiðar fás-t í bóka-
verzlun Sigfúsar Eymundssonar
og skrifstofunni á Hótel Borg á
morgun og fiimmtudag.
Kristniboðssambandið
Fórnarsamkoma í ksvöld kl.
8,30 í Betaníu. Benedikt Arnkeis
son taiar, Allir v>elko.mnir.
Spilakvöld Templara Hafnar-
firði
Féiagsvistin verður í kvöld —
miðlvikudag í Góðtemplarahús-
inu. Fjölmennið.
Fíladelfía, Reykjavík
Trúboðinn, John Anderson frá
Glasgow talar í Filadelfíu í
kvöld og hvert kvöld fram á
föstudag. Samkomurnar byrja
fevert kvöld kl. 8:30.
Mæðrafélagið
Fundur verður fimmtudaginn
21. marz að Hverfisgötu 21 kl.
8:30. Á dagskrá eru mjög áríð-
andi félagsmál. Sndar skugga-
myndir. Kaffidrykkja.
Reykvikingafélagið
heldur spilakvöld og happ-
drætti í Tjarnarbúð niðri,
fimmtudaginn 21. marz kl. 8:30.
Góðir vinningar og verðlaun. Fé-
lagsm-enn taki gesti með.
Vestfirðingafélagið í Reykja-
vík.
Vestfirðingamót verður laug-
ardaginn 23. marz að Hótel Borg
og hefst það með sameiginlegu
borðhaldi kl. 7. Allar upplýs-
ingar í þessum símum: 40429,
15413 og 15528.
Sunudaginn 28. janúar voru
gefin saman af séra Þorsteini
Björnssyni ungfrú Guðfojörg
Fríða Ólafsdóttir og Kristján
Ingi Daðason. Heimili þeirra
verður að Hverfisgötu 100. Rvik.
(Ljósmyndastofa Þóris, Lauga-
veg 20 B. Sími 15-6-0-2).
Laugardaginn 27. jan. vcwu
gefin saman í Dómk. af séra
Óskari J. Þorlákssyni ungfrú
Sigrún Briem hjúkrunarkona
Sigtúni 39 og Jón Viðar Arnórs-
son stud. odont Nýja Garði.
Heimili þeirra verður að Lauga
teig 60, Rvík.
(Ljósmyndastofa Þóris, Lauga-
veg 20 B. Sími 15-6-0-2).
2. marz voru gefin saiman í
hjónaband í Kópavogskirkju af
séra Gunnari Árnasyni, ungfrú
Edda G. J. Sigurðardóttir og
Jón Þ. Valgarðsson, matreiðslu
maður. Heimili þeirra er að Hó-
vegi 3 A, Kópavogi.
LÆKNAR
FJARVERANDI
Erlingur Þorsteinsson fjv. til 1.
apríl.
Vísukorn
Vietnamstyrjöldin
Blóðelfan flæðir um akrana
ört,
aiþýðan myrt af böðlahöndum.
Borgir í rústum, sólin svört,
samvizkan frosin á Vietnam-
ströndum.
Jakob Jónasson.
Munið eftir að gefa smáfugl-
unum, strax og bjart er orðið.
Fuglafóður Sólskríkjusjóðsins
fæst vonandi í næstu búð.
GENGISSKRANINO
Nr. 22 - 28. febnj.r 1888.
Skráö fráElnlng Kaun Sala
27/11 '67 lBandar. dollar 86,93 57,07
27/2 '68 18 torlingspund 136,96 137,30
2/2 - lKanadadollar 62,36 52,50
27/2 - lOODanskar'krónur 764,16 768,02
27/11 '67 lOONorskar krónur 796,92 798,88
20/2 '68 lOOSænskar krónur 1.101,451.104,15
2/2 - lOOFinnsk nörk 1.358,711 .362,03
29/1 - lOOFranskir fr. 1.157,001 .159,84
8/2 - loOBolg. frankar 114,72 115,00
22/1 - looSvissn. fr. 1.309,701.312,94
16/1 - lOOCylllni 1.578,651 .582,53
27/11 '67 lOOTókkn. kr. 790,70 792,64
28/2 '68 100V.~þý7.k mörk 1.423,451.4 26,95
29/1 - lOOLírur 9,11 9,13
8/1 - 100’Austurr. sch. 220,10 220,64
m/t2 '67 lOOPosotar 81,80 82,00
27/11 - lOORolkningskrónur- Vörusktptalönd 99,86 100,14
- - llRoikningspund-
Vöniajilptnlönd 136 63 136,97
Broytlng frá sfðustu skráningu.
Hugleiðing
jENGINN ætti að trú öllu
[ sem hann sér og heyrir um
I aðra menn. En taka vel eft-
j ir því sem þeir tala. Og um-
| fram allt, að vita og vanda
; sín eigin orð.
Það eru 75 ár síðan einn
I góður prestur sagði: ,,Það er
(tæplega unnt að segja verra
l um nokkurn mann en það,
að ekkert sé að marka orð
I hans'*.
Mörður Valgarðsson var ill
ráður og slæglega hagsýnn
til vondra verka. — En eng
I inn mun hafa talið hann vitr
| an mann.
Njáli er svo lýst að hann
' hafi verið vitur maður, heil-
I ráður og góðgjarn. Leysti
I hvers manns vandræði með
framsjá sinni og lögviti.
Högni Gunnarsson (Hlíðar
enda) sagði „Trúa mynda ég
i ef Njáll segði — því að hann
I er maður ólyginn".
Og vitra góðmennið Ólafur
1 Þá sagði í sínum harmi —
I Hlýða skuluð þið orðum mín
I um á meðan ég stend á fót-
unurn — og ekki er mér son
ur minn bættur þó að Bolli
I sé veginn".
Treystu aldrei trúlausum
, manni og sakna sízt við-
sjálla vina.
Kristín Sigfúsdóttir
frá Syðri-Völlum.
sá NÆSf bezti
Nakkrir bæjarvinnukarlar unnu við að setja upp Reykj’aivík-
ursýninguna fyrir nokkruim árum. f einum kaffitímanum fóru þeir
að ræða um lögun víkingaskipsinis, sem yar þarna á sýningunni.
Sagði þá verkstjórinn í gamni: „Já, harnn Davíð gamli ætti nú
að að vita þetta, hann var nú með honum Ingólfi Arnarsyni,
þegar hann kom til landsins“.
Gall þá við í einum karlinum: „Jæja, jlá, var hann með foon-
um, jafoá“.
Mótatimbur Til sölu mótatimbur. Uppl. í síma 52398 eftir kl. 7 á kvöldin. Til leigu íbúð eða skrifstofuhúsnæði til leigu við Laugav. Uppl. í síma 13179 f. h.
Húsmæður Aðstoða við heimaveizlur framreiðslustörf og ýmis- legt fleira. Uppl. frá kl. 11 til 2, sími 34286. Nýtt raðhús í Austurbænum til leigu, nú þegar. Uppl. í síma 21667.
BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Vinna Reglusamur maður óskar eftir að komast í iðnnám. Vanur ýmiss konar smíða- og vélavinnu. Uppl. í síma 33249 fyrir kl. 17.
Bátaeigendur
Höfum kaupendur að 3ja—25 lesta bátum.
Hafið samband við okkur ef þér viljið selja eða
leigja bíl.
SKIP OG FASTEIGNIR
Austurstræti 18 — Sími 21735
Eftir lokun 36329.
íbúð óskast
3-—5 herbergja íbúð óskast til leigu. Lítið einbýlis-
hús kæmi einnig til greina.
Upplýsingar í síma 19331 og 11084 á vinnutíma.
M. P. MIÐSTÖÐVAROFNAR
Sænsku Panel-ofnarnir
frá A/B Fellingsbro Verk-
stáder, eru ekki aðeins
tæknilegt afrek, heldur
einnig sönn heimilisprýði.
Verð hvergi lœgra.
LEITIÐ TILBOÐA
Einkaumboð:
Hannes Þorsteinsson, heildverzlun,
Hallveigarstíg 10, sími: 2-44-55.
Auglýsing
um framboðog kjörforseta Islands
Kjör forseta íslands skal fram fara sunnudaginn
30. júní 1968.
Framboðum til forsetakjörs skal skila í hendur
dómsmálaráðuneytinu, ásamt samþykki forseta-
efnis, nægiiegri tölu meðmælenda og vottorðum
yfirkjörstjórna um að þeir séu á kjörskrá, eigi síðar
en fimm vikum fyrir kjördag.
Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosn-
ingabærra manna, en mest 3000, er skiptist þannig
eftir landsfjórðungum:
ír Sunnlendingafjórðungi (V-Skaftafellssýslu —
Borgarfjarðarsýslu, að báðum meðtöldum) séu
minnst 1040 meðmælendur, en mest 2085.
Úr Vestfirðingafjórðungi (Mýrasýslu — Stranda-
sýslu, að báðum meðtöldum), séu mmnst 130 með-
mælendur ,en mest 265.
Úr Norðlendingafjórðungi (V-Húnavatnssýslu —
S-Þingeyjarsýslu, að báðum meðtöldum) séu minnst
230 meðmælendur, en mest 455.
Úr Austfirðingaf.iórðungi (N-Þingeyjarsýslu —
A-Skaftafellssýslu, að báðum meðtöidum séu minnst
100 meðmælendur, en mest 195.
Þetta auglýsist hér með samkvæmt lögum nr.
36/1945, sbr. lög nr. 39/1963, um framboð og kjör
forseta íslands.
Forsætisráðuneytið, 29. febrúar 1968.
Bjarni Benediktsson.