Morgunblaðið - 20.03.1968, Side 16
16
MÖRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 196«
SMH3I
Stjórnarfrumvarp á Alþingi:
Komiö verði upp Félagsstofnun
stúdenta við Háskóla fslands
— sem standi fyrir og sjái um byggingar
í þágu stúdenta
— annist rekstur þessara fyrirtækja
— sjái um þjónustu fyrir stúdenta
LAGT hefur verið fram á AI-
þingi stjómarfrumvarp um Fé-
lagsstofnun stúdenta við Há-
skóla íslands. Er það flutt að
ósk stúdentaráðs Háskólans og
háskólaráðs. Gerir það ráð fyr-
ir að við Háskóal íslands rísi
stofnun, Félagsstofnun stúdenta
er gegni eftirfarandi hlutverki:
1. Standi fyrir Og sjái um
byggingu allra fyrirtækja í
þágu stúdenta, svo sem stúdenta
garða, mötuneyta og húsnæðis
til félagslegra iðkana.
2. Annist rekstur þessara fyr
irtækja og sjái um aðra þjon-
ustu fyrir stúdenta, svo sem
heilsugæzlu, ferðaþjónustu, bóka
þjónustu, bókaútgáfu, og e.t.v.
aðstöðu til íþróttaiðkana.
3. Afli fjár til að sinna þess-
um verkefnum.
4. Verði sjálfstæður, áhyrgur
eignaraðili allra þessara fyrir-
tækja.
í greinargerð frumvarpsins
kiemur fram að mikil nauðsyn sé
á að slíkur aðili sem hér um
ræðir sé til. Er bent á eitt atr-
iði sem dæmi: Á vegum mennta
málaráðuneytisins starfar nú
nefnd, sem á að leggja fram á-
ætlun um framtíðarþarfir Há-
skóla íslands, þ. á. m. stúden^a.
Segir í greinargerðinni. að sú
spurning hljóti að vakna, hvert
hún eigi að beina áaetlunum sín
um varðandi málefni stúdenta
og hver eigi að framkvæma
þær. Enginn einn aðili hafi bol
magn til þess nú, né heldur
telji sér það skylt. Verði Félags
stofnun stúdenta sett á laggirn
ar, muni slíkum áætlunum beint
til hennar, til framkvsrtndar.
Félagsstofnun stúdenta mun
taka við rekstri þeirra fyrir-
tækja, sem nú eru rekin í þágu
stúdent, og staofn til nrra. Þau
fyrirtæki sem nú eru í þágu stú
denta eru:
1. Stúdentagarðar sem reknir
hafa verið samkvæmt skipulags
skrá menntamálaráðuneytisins
frá 1948, 2. bóksala stúdenta
sem er rekin sameiginlega af
háakólaráði og stúdéntaráði, 3.
kaflfistofa stúdenta sem er rekin
af stúdentaráði, 4. ferðaskrif-
stofa stúdenta rekin af stúdenta
ráði og 5. Hótel Garður sem
garðsstjórn hefur leigt stúdenta
ráði að undanförnu.
Frumvarpið gerir ráð fyri að
stjórn stofnunarinnar verði skip
uð 5 mönnum. Að norskri fyrir
mynd er fyrirhugað, að stjórn-
in verði þannig skipuð: 3 fuil-
trúar kosnir af stúdentaráði. 1
fulltrúi kosinn f háskólaráði
og 1 fulltrúi tilnefndur af
menntamálaráði. Stjórninni bér
að hafa á höndum yfirstjórn
stofnunarinnar. Henni er þó
íheimilt að ráða sérstjórnir til að
stjórnar einstökum fyrirtækj-
um eða sinna einstökum verk-
efnum. Gert er ráð fyrir, að
starfstími stjórnar verði tvö ár.
í fnimvarpinu er kveðið nán-
ar á um fjáröflunarleiðir stofn-
unarinnar og gert ráð fyir að
ih'ún fari fram i samvinnu við
rektor og háskólaráð. Auk tekna'
af fyrirtækjum þeim, er FéUgs-
stofnun stúdenta kemur til ireð
að ráða yfir, skal fjár til bygg-
ingaframkvæmda, rekstrar fyrir
tækja og eflingar þeia aflað sem
hé segir: ,
1. Árleg skrásetningárgjöld
stúdenta við Háskóla íslandá
skulu renna að hluta til stofn-
unarinnar, eftir því sem nánar
er ákveðið í reglugerð Háskóla
íslands.
2. Með framlagi úr ríkissjóði,
eftir því sem Alþingi ákveður
hverju sinni.
3. Gjöfum, sem Félagsstofnun
stúdenta kunna að berast.
4. Öðrum úrræðum, er stjórn
stofnunarinnar telur tiltækileg.
Brú yfir Borgarfjörð mundl stytta
leiðína til Borgarness um 24 km.
— frumrannsóknir hafnar
ÁSGEIR Pétursson bar fram fyr
irspurnir til samgöngumálaráð-
herra um vegabætur í Vestur-
Iandskjördæmi. í ræðu sinni
sagði Ásgeir Pétursson m.a.:
Fyrirspurnir mínar eru born-
ar fram af séstöku, gefnu til-
efni. Sýslunefndir beggja sýsl-
anna, sem Borgarfjarðarhérað
mynda, samþykktu á aðalfund-
um sínum í fyrra, áskorun á rík
isstjórn og Alþingi, m.a, um það
að gerðar yrðu rannsóknir sem
miða að tilteknum umbótum á
beettum samgöngum við Vestur-
land.
Ég vil vekja sérstaka athygli
á því, að fyrirspurnirnar 'úfa
Ásgeir Pétursson
einvörðungu að rannsóknum,
sem varða umræddar, tilgreind
ar samgönguibætur. Ég get þess,
vegna þess, að það er skoðun
mín, að lítt rökstuddar áskoran-
ir um að í þessa eða hina fram-
kvæmdina skuli ráðast án nokk
urra rannsókna, eru oft fjarri
því að vekja traust eða áhuga
Alþingis og stjórnarvalda, á við
komandi máli.
Allir ættu að geta fallizt á
það sjónarmið, að áður en ráð-
ist er í kostnaðarsöm mann-
virki, þarf óhjákvæmilega að
fara fram hlutlæg, vísindaleg,
þ.e. tæknileg og fjárhagsleg
rannsókn á viðfangsefninu. Sú
rannsókn á síðan að verða for-
senda ákvörðunar um það hvort
í framkvæmdina er ráðizt eða
ekki.
Getsakir eða ti'lfinningamál,
hwrki eiga, né mega ráða því,
í hvaða framkvæmdir við leggj-
um.
Með líkum hætti má segja, að
einnig sé óverjandi að fram-
kvæma ekki rannsóknir, sem al-
mennar röksemdir benda til að
gætu orðið undanfari þýðingar-
mikilla umbóta í þjóðfélaginu.
Vegabætur við Skeiðhól
Fyrsti liðurinn í fyrirspurn
minni, varðar ástand þjóðvegar-
ins við Skeiðhól í HvalfÍTði. Þar
hagar svo til, að vegurinn ligg-
ur utan í fjallshlíð, um gil, og
eru snarbrattar og langar brekk-
ur beggja vegna þess. Nú er svo
komið að þjóðvegurinn fyrir
Hvalfjörð hefur verið mikið
bættur á undanförnum árum,
og nægir t.d. að minna á þá
stórfelldu vegarbót, sem gerð
var, þegar vegurinn var færður
og breikkaður í Þyrilhlíðinni,
norðan Hvalfjarðar.
í vetur hefur að visu oít
verið umhleypingasöm tíð. En
reynslan hefur þó orðið sú, að
eini verulegi tálminn á leiðinni
fyrir Hvalfjörð, hefur verið
sneiðin og gilið við Skeiðhól.
Sem dæmi um þetta má netfr.a
það. að lengst af í vetur hafa
hinar stóru sementsflutningabif-
reiðir Sementsverksmiðju ríkis-
ins, sem flytja þúsundÍT smá-
lesta af sementi austur að Búr-
felli, einungis lent í verulegum
töfum við Skeiðhól, á allri Ielð-
inni frá Akranesi, til Búrfells-
virkjunar. Á þetta dæmi eirinig
við um aðra, sem aka þessa leið,
að þeir hatfa lent í kostnaðar-
sömum töfum og erfiðleikum. á
þessum stað.
Úrbætur þarna myndu því
gera Hválfjarðarleiðina veru-
lega greiðfæra og má vel láta
sér koma til hugar. að úrbótin
verði með þeim hætti, að hún
komi að fyllstu notum sem grund
vallarl.agfæring, þegar varanleg-
ur vegur verður lagður þarna.
Ég sagði áðan, að hér væri
fylgt eftir áskorun héraðsstjórn-
ar Borgfirðinga á Alþingi og
ríkisstjórn um samgöngubætur
við Vesturland. Einn þáttur
þeirrar samþykktar var sá, að
sem allra fyrst hæfist rannsókn-
ir á hugsanlegu brúarstæði yfir
Hvítá við Seleyri.
Mikilvæg samgöngubót
Það var ekki skorað á ríkis-
stjórnina að láta þegar í stað
hefja slíka brúarsmíð, heldur að
láta rannsaka fræðilega, hvort
slíkt verk væri að þjóðhagsleg-
um ástæðum hagkvæmt og rétt-
mætt.
Mér skilst, að vegamálastjórn-
in hafi svo í sumar byrjað ein-
hverjar rannsóknir á þessum
stað, og æski ég nú upplýsmga
um hvað fyrir liggur atf fróðleik
um þetta efni, og IxDlks er spurt
um það, hvenær þess megi vænta
að rannsókninni Ijúki.
Óskir sýslunefndarmanna eru
studdar ýmsum almennum rökt
semdum.
Núverandi aðstæður við gömlu
Hvítárhrúna við Ferjukot eru
orðnar með öllu óþolandi. Undir
stöður, brýr og aðkeyrslugarðar
við Ferjukotssíki' síga stöðugt
og hefur legið nærri stórslysum
þar, bvað éftir annað.
Norðurá brýzt einatt í vatna-
vöxtum niður í Ferjukotssýki og
stundum yfir Eski'holtsflóa og
veldur þar algerri ófærð.
Að sunnanverðu við Hvítár-
brú hagar þannig til, að í vatna
vöxtum flæðir Hvítá stundum
yfir bakka sína meðfram Hvít-
árvallahálsi svo að þar verður
ófært, jatfnvel stórum bitfreiðum.
Af þessum sökum er ljóst, að
óhjákvæmilega verður að gera
stórátak til þess að bæta úr
þessum annmörkum og vaknar
þá spurningin um það, hvort
ekki sé skynsamlegra, þegar af
þessari ástæðu einni, að brúa
ána annarstaðar.
Ef niðurstöður rannsóknar
yrðu jákvæðar, og brúin byggð
myndi leiðin frá Borgarnesi ú‘
á Akranes styttast um helming,
eða úr 64 km. í 32. En það
myndi þýða svo ótrúlega breyt-
ingu, á svo margvíslegan hátt
að jaðrar við framfarabyltingu.
Það myndi t.d. þýða að unnt
væri fyrir verkafólk úr Borg-
arnesi að stunda vertíðarvinnu á
Akranesi, þegar atrvinna er
mínnst í Borgarnesi.
Það þarf ekki að fara mörg-
um orðuim um það ástand, sem
skapast þegar flytja verður mik-
ið veika sjúklinga 64 km. á
sjúkrahús, að ekki sé nú talað
um þann vanda sem skapast
þegar samgöngur lokast vegna
vatnavaxta eða fannfergis.
Þá er rétt að benda á þann
sparnað sem yið það verður, að
leiðin til Reykjavíkur styttist
Ingólfur Jónsson
um tæpan fjórðung. Þjóðarbú-
inu myndi spa:\st mikil upp-
hæð við slíkt, þar sem mikið er
flutt af kjöti og mjólk frá Borg-
arnesi á höfuðborgarsvæðið. Og
slík samgöngubót yrði einnig
mikil félagsleg og menningar-
leg örvun fyrir allt Vesturland.
Það er skoðun margra glöggra
leikmanna að brú jrfir Hvítá við
Seleyri, sé ekki eins mikið mann
virki og talið hefur verið. Ef
rannsó'kn staðfestir það, sem við
skulum vona, leyfi ég .nér að
draga í efa að unnt sé að benda
á margar framkvæmdir í land
inu, sem betur myndu borga
sig, en umrædd brú.
Ingólfur Jónsson samgöngu-
málaráffherra gaf svör við fyrir-
spumunum og sagði þá m.a.:
Undanfarin ár hefur verið unn-
ið að endurbótum á Vesturlands-
vegi í Hvalfirði eftir því, sem
fé hefur verið veitt til þess á
fjárlöguim og síðan eftir vega-
áætlun. Fjárveitingar h-afa þó
ekki verið það ríflegar. að hægt
væri að endubbyggj'a veginn í
heild og hefur því verið fylgt
þeirri meginreglu að taka fyrir
hverju sinni þá vegarkafla, sem
mestar torfærur hafa verið.
Þannig var byggður nýr vegar-
katfli frá Þyrli árið 1964 og nú
síðast á s.l. ári vegarkafli hjá
Hvítanesi. í vegaáætlun yfir-
standandi árs eru veittar 1,9
millj. kr. til lagningar kaflans
úr Hvammsvik frá Skeiðhól að
Hvítanesi. Þessi vegarkafli er
2,4 km. að lend og er tvímæla-
laust mesta torfæran nú á veg-
inum fyrir Hvalfjörð. Kostnaður
við lagningu þessa vegarkatfla
mun verða 5—6 millj. kr. og
mun þá fjárveiting í vegaáætlun
í ár aðeins hrökkva fyrir 1/3
hluta hans. Ráðgert er, að byrj-
að verði á endurbyggingu veg-
arkaflans við Hvammsvík og
haldið áfram norður eftir því,
sem fjárveiting hrekkur til, en
fullar úrbætur fást þó ekki fyrr
en verkinu er lokið þar sem
vegurinn verður fluttur mun
nær sjónum en nú er.
Frummælingar á brúarstæffi
Vék síðan ráðherra að fyrir-
spurninni um brúargerð á Hvítá,
og sagði m.a.: Á s.l. sumri voru
gerðar fyrstu frummælingar á
Seleyri og við Borgarneskaup-
tún til þess að kanna líklsgustu
veglínu að firðinum beggja
vegna, með hugsanlega brúar-
gerð fyrir augum, Fjörðurinn er
þarna 1,7 km. á breidd. Hér er
þó aðeins um fyrstu frumathu'g-
un að ræða og engar mælingar
eða rannsóknix hafa verið gerð-
ar í sjálfum firðinum.
Engar áætlanir liggjö fyrir
hvenær rannsóknum þessum
verður lokið. Hinsvegar er ljóst,
að umferðartalningu síðustu
ára, að leggja þarf Vesturlands-
veg sem hraðbraut vestur fyrir
Borgarfjörð og einnig Borgar-
nes'braut. Ef leggja á hraðbraut
þessa leið, þar sem núverandi
vegur liggur, mun þurfa að end-
urbyggja hann svo til frá grunm
og þar með brýrnar á Andakilsá,
Hvítá hjá Ferjukoti og Ferjukots
síki. Með lagningu Vesturlands-
vegar yf> Borgarfjörð hjá Sel-
eyr; -tyttist leiðin milli Reykja-
víkur og Borgarness um 24. km.
og til Snæfellsness um 23 km.
og til Ves’tfjarða og Norður- og
Austurlands um 6 km. Þá yrði
leiðin um Seleyri. Borgarnés og
Heydal til Búðardals nær ’afn-
löng og núvenandi leið um Hvít-
árbrú og BröttUbrekku.
Af þessurn sö'kum er ljóst, að
fyllsta ástæða er til þess að bera
saman rækilega í stofnkostnaði
endurbyggingu núverandi vegar
fyrir Borgarfjörð, og lagn.ngu
nýs vegar yfir Borgarfjörð milli
Seleyjar og Borgarness. f slíkum
Framlhai.d á bls. 13
Tekur sæti
á Alþingi
f GÆR tók Eyjól'ftuir K'onráð
Jónss'On, ritstjóri sæti ’á Allþingi
sem 4. þingmaður Ntorðurlands-
k'j'ördæimis vestra, í florfötllum
Hákna Jónssonar.