Morgunblaðið - 20.03.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 20.03.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1968 kinnina þvera. Konur voru í hans huga sama sem gjaldkera- konur í næturkrám, eða í bezta lagi stelpurnar í ódýrum nsetur- klúbbum. Meðan hann var ung- ur og fannst hann vera ljótur og skágenginn, hafði frjálslegt og óheflað andrúmsloft hóruhús anna haft aðdráttarafl á hann, og enn hafði hann sama smekk- inn. Og jafnvel þótt þörf hans fyrir kvenfólk væri ekki mikil, nú orðið, er hann nálgaðist sex- tugt, var hann til með að heim- sækja einstöku sinnum æsku- vinkonur sínar — þær sem enn voru uppistandandi. Hann hafði aldrei gert sér neinar gyllihug- myndir um mellurnar. Þrátt fyr- ir hjartagæzku þeirra, þekkti hann þær eins og þær voru — siðlausar, ágjarnar og oft spillt- ar kvensur — en hann kunni vel við sig hjá þeim og skemmti sér oft við fyndni þeirra, fjöl- breytni þeirra og stöku sinnum fylltist hann lotningu fyrir dýrs legu hugrekki þeirra. Ætti hann að fara út í manntal yfir vini sína, varð honum fyrst og fremst hugsað til Otto Koller og þar næst til Hönnu Zagon, fyrrver- andi götudrósar, en nú eiganda hóruhúss, sem var dulbúið sem Espresso—kaffistofa, en þekkt af öllum höfðingjum, ungversk- um jafnt sem rússneskum og verndað af þegjandi samtökum allrar lögreglu. Um áfengið gegndi nokkuð öðru máli. Eftir því, sem stundir liðu fram, varð það æ mikilvæg- ara í tilveru hans. Langtímunum saman smakkaði hann ekki dropa — snerti það ekki meðan hann vann að heilu máli. En jafn- skjótt sem málinu var lokið, fékk hann sér duglega neðan í því — í heiðurs skyni, hefði málið unn izt, en sér til huggunar, hefði hann tapað því. Það var lítið annað, sem bætti úr tilbreytingarleysi tilveru hans. Samt sem áður fannst hon- um líf sitt hvorki misheppnað né til einskis farið. Fyrst og fremst þótti honum vænt um starf sitt, enda þótt hann hefði aldrei komizt hærra en í stöðu aðstoðarmanns í morðdeildinni. Menn, sem höfðu byrjað sem und irmenn hans, voru nú orðnir hon um æðri, en honum var alveg sama um það, því að þeir höfðu hlotið frama sinn vegna síðustu pólitísku byltingarinnar í land- inu — alveg á sama hátt og hinir, sem áður höfðu komizt í embætti fyrir vernd einhverra höfðingja, voru hraktir úr þeim embættum þegar verndarar þeirra ultu úr völdum. Sem betur fór, hafði hann ald rei haft neinn áhuga á stjórn- málum. Allt frá Franz Jósef keisara til kommúnista, einræðis herrans Bela Kun, frá Horthy til annars kommúnista, Matyas Rakosi, hafði landinu verið stjórnað af mönnum með meira eða minna ruglaðar stjórnmála- skoðanir, en hans skoðun hafði aldrei haggazt nokkra vitund. Hann hafði alltaf verið hlynnt- ur lögum og reglu og skyldu- verkum sínum, og gaf fjandann í alla metorðagirnd. Byltingin, sem svo óvænt hafði gosið upp síðastliðinn þriðjudag, var fyrsti stjórnmálaviðburður- inn, sem hafði getað haggað hon um neitt í þessu meðfædda hlut- leysi hans — hvort sem hann vildi nú viðurkenna það eða ekki. f fyrstunni hafði hann ver ið órólegur og gramur, en þó fyrst og fremst sannfærður um, að ókyrrðin væri að kenna starf semi æsingamanna, en svo hafði honum dottið í hug, að þetta væri eitthvað ótrúlega ósvikið 17 — atburðir, sem ef til vill gerð- ust ekki nema einu sinni á öld — stríð, sem væri háð að vilja almennings en ekki uppvaxið í heila einhverra ríkishöfðingja og ráðherra, innan lokaðra dyra, heldur í hjarta reiðrar þjóðar. f nokkrar klukkustundir hafði hann fundið með sér eitthvert uppnám, sem hann kannaðist ekki við frá fyrri tíð. En svo hvarf þetta jafn snögglega og það hafði komið. Möguleikarnir á því, að uppreisnarmennirnir slyppu vel frá þessu tiltæki sínu, voru svo óendanlega litlir. Og lytu þeir í lægra haldi — þá mættu þeir aldeilis biðja fyr- ir sér. Mánudagur ,29. október. Nemetz átti í erfiðleikum að ryðjast gegn um mannþröngina, sem fyllti allar götur, er hann gekk til lögreglustöðvarinnar klukkan á.tta um morguninn. Það var gott veður og þurrt og það var rétt eins og hver lifandi sála hefði ákveðið að éta út fyrirfram eitthvað af vopnahlé- inu, og fá sér hreint loft í lung- un. Það var skrítið, hvað fólk gat verið fljótt að aðlaga sig Lögmannafélag íslands. Aðalfundur félagsins verður haldinn í Tjarnarbúð föstudaginn 22. þ.m. kl. 15. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Að loknum fundi verður haldin árshátíð félagsins og hefst hún með borðhaldi kl. 19.30. Þess er vænzt að félagsmenn fjölmenni með dömur og gesti. Samkvæmisklæðnaður. Þátttaka óskast tilkynnt til stiórnar hið fyrsta. STJÓRNIN. BRALÐBORG er flutt frá Frakkastíg 14 að Njálsgötu 112 Seljum eins og áður: Einnig: Smurt brauð Kaffi heilar sneiðar Te hálfar sneiðar Wk Kaffi-snittur Mjólk tm-A ■ ~ ájtA” Canapi • • Ol "yfe, Cocktailpinna Gosdrykki 4 Srauðtertur REYNIÐ SÍLDIINIA OKKAR lm 4-6 tegundir að velja daglega BRALÐBORG - IMJALSGÖTU 112 SÍMAR 18680 - 16513 afbrigðilegum kringumstæðum. Eins og nú Budapest, sem í tíu ár hafði verið friðsæl og reglu- bundin borg, sem útvegaði íbú- um sínum þak yfir höfuðið, um- ferð að taka þátt í og líkamlegt öryggi. Og svo breyttist hún fyr irvaralaust í vígvöll, með bloss- andi byssum og götuvirkjum, sem spruttu upp á hverju götu- horni. Þennan morgun voru allir önn um kafnir, þar eð enginn vissi, hve lengi þessi kyrrð myndi standa eða matarbirgðirnar end- ast. Margir luku erindum sín- um, leituðu að týndu fólki og voru að reyna að þekkja þá, sem drepnir höfðu verið. Og svo var líka ýmislegt til að horfa á. Brenndir bílar, sprengdir skriðdrekar — og svo vitanlega líkin, bæði ungversk og rúss- nesk. En þau rússnesku höfðu feng- ið að liggja, þar sem dauða þeirra hafði að borið, en þeim ungversku hafði verið bjargað af umhyggjusömum höndum, inn undir þakskegg, inn í húsadyr eða undir glugga-skjóltjöld.. Á brjósti sumra þeirra lágu haustblóm, og stundum kross úr tveimur spýtum, bundnum sam- an með bandi. Næstum hvert hús í hverfinu hafði orðið fyr- ir einhverjum áföllum. Verzlan- ir í kjöllurum höfðu verið tæmd ar, og gluggarnir mölbrotnir. Októbervindurinn hafði blásið ryki laufi og sorpi inn um göt- in og þakið allar hillur. Nær- föt, bækur, fatnaður og skór, sokkar og járnvörur lágu nú þarna, handa hverjum, sem nennti að hirða það. Allir, sem framhjá fóru hefðu getað tekið sér af réttunum — en enginn gerði það. Á fjölförnustu götuhornum stóðu körfur með spjaldi yfir: Til munaðarleysingja og ekkna byltingarinnar. Síðustu dagana höfðu þær þot ið upp eins og gorkúlur, og jafn skjótt, sem ein kom í ljós, fyllt- ist hún af seðlum af öllum stærð um. Þegar Nemetz fór fram hjá einni svona körfu, sá hann ung 2«. MARZ. Hrúturinn 21. marz — 19. apríli. Reyndu að gefa þér tíma til lesturs og ritstarfa í dag, þó að ýmislegt annað kalli að og krefjist krafta þinna. Heppilegur dagur til að hefja nýjar rannsóknir og líta á málin frá nýju sjónarhorni. Nautið 20. apríl — 20. maí. Búreikinnga þyrfti að endurskoða í dag og gera nákvæma skrá yfir útgjöld og tekjur. Kvöldið hagstætt til rómantiskra hug- leiðinga — og jafnvel aðgerða. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Hætt við að þér lendi saman við ástfólgin vin eða ættingja í dag, vegna misskilninngs eða mistúlkunar á ákveðnum atrið- um. Reyndu að vera sáttfús og erfa ekki við hann. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Allt virðist ganga þér í haginn í dag, en þó ættirðu að gæta þín í umferðinni. Forðastu rökræður eða þras. í kvöld skalt þú sinna iestri eða ritstörfum. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst. Athyglin beinist í dag að komandi sumri og sæfilegt að byrja að gera áætlanir nokkuð fram i tímann. í kvöld skaltu skemmta þér hóflega með vinum þínum. Jómfrúin 23. ágúst — 22. september. Einkamálin taka mestan tíma þinn f dag og þú skalt sýna fjölskyldu þinni að þú metir umhyggju hennar og skilning við þig síðustu vikurnar. Skipulegðu fjármálin af gætni. Vogin 23. september — 22. október. í dag ættirðu að ræða málin við maka þinn eða vin og kom- ast að niðurstöðu I ákveðnu máli. Gættu þín á öllum rafmagns- tækjum í dag og láttu lagfæra það sem bilað er af slikum tækj- um. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Hagsýni þfn er söm við sig og getur komið þér mjög til góða. Hikaðu ekki við að krefjast þess sem þú átt af útistandandi fé. Bjóddu vinum heim til þín í kvöld. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Allt virðist nú rólegra en undanfarið og skyldurðu notfæra þér það og hvílast vel. Þú ættir að sýna þínum nánustu meiri þolin- mæði og ástúð. Þú munt sjá að það borgar sig. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Haltu fjölskylduráðstefnu í dag og leyfðu öUum að bera fram sinar skoðanir. Þér hættir til að vilja vera einráður, en ættir að horíast I augu við það, að þú veizt ekki alltaf bezt. Vatnsberinn 20. janúar — 19. febrúar. Vinir þinir vilja þér vel, en eru stundum seinheppnir, þegar þeir ætla að gleðja þig. Taktu viðleitni þeirra með jákvæðu hug- arfari og fyrirgefðu annað, sem miður tekst. Fiskarnir 20. febrúar — 20. marz. öll verzlunarviðskipti og samningagerðir ákjósanlegar í dag og skaltu hvergi hika. Þó skaltu setja fram kröfur þinar og hvika ekki frá þeim enda munu undirtéktir verða góðar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.