Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968
MHSKmí
Sparnaðarfrumvarpib rœtt í Efri-deild:
Ekki veröur horfið aftur til hagstjórn-
artækja, leyfa og skðmmtunar
Sparnaðarfrumvarp ríkisstjórn
arinnar kom til 2. umræðu i
efri-deild Alþingis í gær og urðu
um það miklar umræður. Ólafur
Björnsson mælti fyrir áliti meiri
hluta fjárhagsnefndar deildarinn
ar, sem lagði til að frumvarpið
yrði samþykkt óbreytt. Tveir
nefndarmenn höfðu þó fyrirvara
á afstöðu sinni, þeir Jón Ármann
Héðinsson og Björn Jónsson.
. Framsóknarmenn stóðu að sér-
áliti og mælti Bjarni Guðbjörns-
son fyrir því, ásamt breytingar-
tillögum er þeir fluttu við frum-
darpið. Þátt í umræðum, auk
framsögumanna nefndarálita, þeir
Jón Ármann Héðinsson, Ólafur
Jóhannesson, Karl Guðjónsson,
Magnús Jónsson f jármálaráð--
herra, Einar Ágústsson og Björn
Fr. Björnsson. Lauk 2. umræðu
í gærkvöld, svo og atkvæða-
greiðslu, en þriðja umræða fer
væntanlega fram í dag, og verð-
ur þá frumvarpið afgreitt sem
lög.
Ólafur Björnsson svaraði í
ræðu sinni atriðum sem fram
höfðu komið í ræðu Einars Á-
gústssonar við 1. umræðu máls-
ins, og sagði m.a.,
Þingmaðurinn hélt sig við sama
heygarðshornið og stjórnarand-
stæðingar hafa oft gert síðan
þing kom saman eftir nýárið,
þegar hann talaði um hin skökku
útreikninga, sem gerðir hefðu
verið, er ákvörðun var tekin um
nýja gengisskráningu í nóv. s.l.
Það er mín skoðun, að full-
yrðing um slíka reikningsskekkju
sé úr lausu lofti gripin. Ekkert
liggur fyrir um það, að þeir út-
reikningar hefðu ekki að fullu
staðizt að óbreyttum þeim for-
sendum, sem eðlilegt er að byggja
á þegar gengisskráningin var á-
kveðin. En hins vegar breytt-
ust þessar forsendur, eins og
kunnugt er í óhag síðar, bæði
hvað snertir afurðaverð og af-
komu frystihúsanna, þannig að
gengislækkunin náði skemmra ti!
lausnar vandamálum útflutnings
atvinnuveganna en menn höfðu
gert sér vonir um, þegar hún
var ákveðin. Hefur sú saga raun
_ar svo oft verið rakin í umræð:
*um hér á Alþingi, að ég til ó-
þarfa að gera það enn einu sinni.
í efnahagsmálum eru ekki til
nein töfraúrræði, sem leyst geti
allan' vanda í eitt skipti fyrir
öll, á hverju sem gengur, enda
hafa slík úrræði aldrei verið
boðuð af neinum í sambandi við
þær ef nahagsráðstaf a % i r, sem
gerðar hafa v°rið í vetur. Og
ég dreg líka " í efa, að jafn-
vel þótt kun^jgt hefði verið um
hina óhagstæðu þróun í afurða-
sölum'álum og hina óhagstæðu af
komu frystihiúsanna á þeim tíma
er gengisskráningin var ákvörð
uð, þá hefði hún verið ákvörðuð
önnur en raun varð á. Öllum er
nú í fersku minni til hverra á-
'taka þær verðfeækkanir sem
gengislækkun olli, hafa leitt á
vinnumarkaðinum, og hvað hefði
þá orðið, ef hún hefði verið enn
þá meiri. Minni gengislækkun
hefði hins vegar gert óhjákvæmi
legar stórfelldar nýjar skattálög
ur til greiðslu á meiri uppbót-
um á útflutningsafurðir, og tel
ég ólíklegt að vandinn í efna-
hagsmálunum hefði orðið minni,
ef til slíks hefði komið.
Framsóknarmenn telja, að til-
lögur þær sem í frumvarpi þessu
felst séu að verulegu leyti frem-
ur sýndartillögur en raunveru-
legar sparnaðarráðstafanir, sum
part af því að nokkrar þeirra
kæmu ekki til framkvæmda á
þessu ári, og sumpart af þvi
að lántökur væru látnar koma
í stað tekjuöflunar. Hvað fyrra
atriðið áhrærir má á það benda,
að það er ekkert aðalatriði að
byggja hallalausan ríkisbúskap
á hverju einstöku ári, enda tæp
ast unnt, vegna þeirra sveiflna,
Ólafur Björnsson.
sem þjóðarbúskapur okkar er
undir orpinn. En hins vegar verð
ur að gera þá kröfu til gæti-
legrar fjármálastjórnar, að forð
að sé varanlegum þenslu- og
verðbólguáhrifum frá halla á
ríkisþúskapnum.
Hvað lántökurnar snertir.
finnst mér það fullkomlega verj-
andi, undir þeim kringumstæðum
sem nú eru, að taka að ein-
hverju leyti lán til framkvæmda
sem að öðru leyti eru þess eðlis,
að fjáröflun til þeirra með þeim
hætti megi teljast eðlileg, og eru
útgjöld vegna hægri umferðar
dæmi um það. Hér er um að
ræða útgjöld í eitt skipti fyrir
öll, vegna umbpta i umferðar-
málum, og má teljast eðlilegt að
dreifa þeim á fleiri ár í stað
þess að greiða þau að fullu af
rekstrartekjum eins árs, þegar
ríkissjóður á líka við sérstaka
örðugleika að etja eins og nú er.
Þá vék Ólafur Björnsson að
því atriði í ræðu Einars, er hann
fjallaði um að draga þyrfti úr
eyðslu. Sagði Ólafur, að hér væri
það athyglisverðasta sem komið
hefði fram í ræðu þingmannsins:
— þetta væri kjarni þess boð-
skapar sem ríkisstjórnin hefði
flutt þjóðinni undanfarna mán-
uði — að vegna þeirra áfalla
sem þjóðarbúið hefði orðið fyrir
væri óhjákvæmilegt að minnka
neyzluna, eða með öðrum orðum
að skerða kjörin.
RÍKISSTJÓRNIN befur lagt
fram frumvarp á Alþingi um
breytingu á lögum frá 1966 um
vernd barna og ungmenna. Er
frumvarpi lagt fyrir Alþingi í
samræmi við samþykkt borgar-
stjórnar Reykjavíkur frá 20.
júlí 1967 um nýskipan félags-
mála í Reykjavík.
Frumvarpsgreinin fjallar um
Ólafur sagði, að þetta við—
horf þingmannsins væri nýtt í
málflutningi framsóknarmanna
um efnahagsmálin, því þeir hefðu
einmitt neitað því að þeir erfið-
leikar sem nú steðjuðu að þjóð-
arbúinu gerðu kjaraskerðingu
nauðsynlega, og hefðu þeir m.a.
haldið því staðfastlega fram, að
verðtrygging launa skyldi hald-
ast, — mætti minna á það í
þessu sambandi, að í rauninni
væru efnahagsmálin ákaflega auð
veld úrlausnar ef það væri hægt
að lögfesta að kjörin skyldu
ekki rýrna þegar þjóðarbúskao
urinn yrði fyrir verulegum á-
föllum. En ef litið væri raun-
hæft á þessi mál, gerðu menn
sér það ljóst, að ef full verð-
trygging hefði haldist á laun
mundi það hafa leitt til óstöðv-
andi verðbólguþróunar eða at-
vinnuleysis.
Síðan sagði élafur: Um hitt
má auðvitað alltaf deila, hvort
kjaraskerðing komi réttlátlega
niður. Ekki tel ég þó vafa á
því, að þær ráðstafanir, sem
gerðar hafa verið bitna meira
á efnafólki en hinum efnaminni
þó að hjá hinu verði auðvitað
ekki komizt, að ráðstafanir af
því tagi sem hér um ræðir hljóti
einnig að bitna á efnaminna
fólki. Þótt allir séu sammála um
það, út af fyrir sig, að byrð-
arnar eigi fremur að leggja á
breiðu bökin, eins og það er
orðað, þá er það nú einu sinni
svo, að breiðu bökin eru svo
miklu færri en þau mjóu, að
sé þungi byrðanna verulegur þá
verður ekki hjá því komizt að
leggja hann að einhverju leyti
á mjóu bökin líka. NeyzLa efna-
fólks er ekki svo frábrugðin
neyslu þeirra efnaminni að allar
ráðstafanir til þess að draga úr
neyslunni hljóti ekki einhvern-
veginn að bitna á báðum.
Nú tala framsóknarmenn um,
að nauðsynlegt sé að fara að
stjórna, eins og þeir orða það.
Það hafa þegar verið gerðar
all víðtækar ráðstafanir til þess
að draga úr innflutningi og ann-
ari gjaldeyrisnotkun. Er ekki
vafi á því, að áhrif þessara að-
gerða á innflutningi hlýtur að
ÞRÍR alþingismenn, þeir Sigur-
viin Einarsson, Lúðvík Jósefs-
son og Ingvar Gíslason hafa lagt
að menntamálaráðherra sé heim
ilt a fela félagsmálaráði Reykja-
víkur störf bamaverndarnefnd-
ar í Reykjavík, að nokkru
eða öllu leyti. Ráðherra kveði
síðan nánar á um starfssvið í
reglugerð. Skipan félagsmála-
ráðs. fjöldi ráðsmanna og kjör-
tíniabil skal ákvarðast af borg-
arstjórn Reykjavíkur.
fara að gæta mjög á síðari hluta
þessa árs. Vera má að frekari
stafana í þessum efnum, þurfi
ENN urðu miklar umræður í
Neðri-deild AJþinigis um frum-
varp Pétur.s Sigurðpsonar og
Braga Sigurjónssonar um Bygg-
ingasjóð aldraðs fólks. Frum-
varpið var til 3 .umræðu og
flutti Stefán Valgeirsson nýja
breytingartilögu við það, sem er
á þessa leið, að skylt sé að halda
séngreindum % hlutum árlegs
ráðstöfunarfjár sjóðsins samkv.
Lögunum, og megi einungis Lána
hið sérgreinda fé aðilum utan
Reykjavíkur og nágrennis.
Ingvar Gísiason lýsti sam-
þykki sínu við þessa breyting-
FRIÐJÓN Þórðarson hefur lagt
fram á Alþingi tillögu til þings-
ályktunar um athugun á brúar-
gerð yfir Álftafjörð á Snæfells-
nesi. Er tillagan svohljóðandi:
Alþingi ályktar að fela ríkis-
stjórninni að hlutast til um, að
vegagerð ríkisins láti rannsaka
aðstöðu til brúarbyggingar yfir
Álftafjörð á Snæfellsnesi og geri
kostnaðaráætlun um framkvæmd
verksins, ef hagkvæmt þykir.
í greinargerð flutningsmanns
kemur m.a. eftirfarandi fram:
Á tveim síðustu aðalfundum
sýslunefndar Snæfellsness- og
HnappadaLssýslu hafa komið
fram og verið samþykktar á-
kveðnar tillögur þess efnis, að
athugað verði og kannað til hlít-
fram breytingartillögu við fram
komið frumvarp um breytingu
á áfengislögunum.
Leggja þeir til, að aftur verði
tekið inn í frumvarpið að hvert
vínveitingahús er vínveitinga-
leyfi hafi, skuli haída uppi full-
kominni þjónustu án vínrveit-
inga, a.m.k. eitt Laugardags-
kvöld af hverjum íjórum, eftir
kl. 8 síðdegis, samkvæmt regl-
um, er ráðherra setji að fengn-
um tillögum áfengisvarnarréðs.
Þá leggja þeir einnig tii, að
sektir áf enigislöggj af arinnar
skuLi hækkaðaT og ef ungmenni
innan 20 ára aldurs verði upp-
víst að ölvun, skuli viðkomandi
lögregluyfi'rivöiid þegar í stað
hefja rannsókn á því, hver seLidi
eða veitti áfengið, og skulu hin-
ir se'ku sæta refsingu.
að koma til áður en líkur. En
það verður ekki horfið að nýju
að leyfaúthlutunum sem var að-
aihagstjórnartækið fyrir valda-
tíð nú.verandi ríkisstjórnar, og
er ekki ósennilegt að þingmað-
urinn hafi haft það í huga þeg-
ar hann talaði um að nú þyrfti
að fara að stjórna.
Ég tel að slíkar ráðstafanir
verði ekki tii bjargar, þrátt fyr-
ir þá örðugleika sem við er að
etja. í fyrsta lagi er ólíklegt að
með þeim tækist að ná nokkru
jafnvægi í gjaldeyrisviðskiptum
eins og viðhorfin eru nú. Hinar
greiðu og miklu samgöngur við
útlönd myndu gera það miklu
greiðara að fara í kringum inn-
flutningshöft og aðrar beinar
hömlur á gjaldeyrisviðskiptum
en var t.d. á árunum fyrir
stríð. í öðru lagi má telja víst,
að í kjölfar þess að slíkar höml
ur yrðu teknar upp, myndi þeg
artiLlögu, svo og aðra breyting-
artillögu er Stefán hafði flutt.
Andvígir breytingartillögunum
vor.u hins vegar Pétur Sigurðs-
son, Lúðvík Jósefsson og Hall-
dór E. Sigurðsson, sem töldu
frumvarpið ná bezt tilgamgi sín-
um ef það yrði samiþykkt ó-
breytt. Kom fram í ræðum
þeirra, að mi'klu meiri þörf væri
á að býggja dvalarheimáli, held-
ur en einstaklingsíbúðir fyrir
aldrað fóLk, og sú breyting sem
frumvarpi gerði ráð fyrir mundi
reynast mjög mikilvægur stuðn-
ingur við þá aila, sem hefðu hug
á að reisa slík heimili.
ar, hvort eigi muni vera hag-
kvæmt að brúa Álftafjörð. Byggj
ast þær óskir á því, að fjörður-
inn er hinn mesti farartálmi
milli bæja og byggðarlaga á
norðanverðu SnæfelLsnesi. Vatns
agi er þar mikill og gilskorning
ar margir. Vegurinn bugðóttur
og bratt til sjávar. Eins og að
líkum lætur, er leið þessi því
oft ærið viðsjál að vetrariagi,
bæði snjóþung og svellrunnin.
Vafalaust yrði mjög kostnaðar-
samt að gera öruggan akveg á
þessum stað. Er því álit kunn-
ugustu manna, að kanna beri til
hlítar, hvort eigi muni borga sig
betur að gera framtíðarveg yfir
fjörðinn heldur en leggja hann
eftir hlíðunum, eins og nú er
gert. Á þeim stað, þar sem slík
vegagerð kæmi til greina, er
Álftafjörður um 600 m. á breidd.
Er hann að mestu þurr á fjöru,
nema mjór áll úti á leirunum.
Vegurinn fyrir fjörðinn mun nú
talinn um 5 km. að lengd.
/ Vegabætur í Álftafirði eru
nauðsynlegar af mörgum ástæð-
um. Leiðin er fjölfarin. Hún er
verzlunar og viðskiptaleið Skóg
strendinga til Stykkishólms. Þar
er haldið upp áætlunarferðum
milli DaLa og Snæfellsnes3.
Mjólkurflutningar eru tíðir á
þessari leið vegna samvinnu
mjólkursamlaganna í Búðardal
og Grundarfirði. Einnig aðrir
vöruflutningar, sérstaklega ef
Hvammsfjörður yrði ísi lagður,
eins og fyrir getur komið á köld
um vetri. Þá er og brýn nauð-
syn til þess, að umrædd leið sé
vel fær og örugg, þegar að
kalla sjúkraflutningar til sjúkra-
hússins í Stykkishólmi. Enn
fremur má benda á, að vegabæt-
ur í Álftafirði eru forsenda þess,
að Heydalsvegur geti komið
byggðarlögum sunnan Breiða-
fjarðar að verulegum notum.
Félagsmálaráð
Reykjavíkurborgar
— annist störf barnaverndarnefndar
Vínvcitingahúsin hali 4. hvert
langardagskvöld án vínveitinga
— Breytingartillaga við írumvarp
Framhald á bls. 23
Enn rætt um Bygginga-
sjóð aldraðs fólks
Þingsályktunart. um
brú yfir Álftafjörð
— flutningsmaður Friðjón Þórðarson