Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 17 MALFUNDAF ARA í DAG minnumst við 30 ára af- mælis málfundafélag'sins Óðins, félags sjáifstæðisverkamanna og sjómanna og annarra launþega, sem fylgja stefnu Sjálfstæðis- flokksins í baráttu hans fyrir efn alegu og andlegu frelsi íslenzku þjóðarinnar. Þrjátíu ár er ekki langur tími, en samt munu spor Óðins verða skýrt mörkuð þetta stutta tíma- bil í stjórnmála og félagsmála sögu Sjálfstæðisflokksins og þar með íslenzku þjóðarinnar. Málfundafél. Óðinn var stofn að 29. marz 1938. Stofnendur voru 41, verkamenn og sjómenn. Stofnfundurinn var haldinn í Varðarhúsinu dið Kalkofnsveg. Markmið félagsins eins og segir í stofnskrá þess og lögum var fyrst og fremst það að æfa með- limi sína í að setja hugsanir sínar fram í ræðuformi, svo og að sameina alla launþega og þá sérstaklega verkamenn og sjó- menn, sem fylgdu Sjálfstæðis— flokknum að málum til baráttu um að ná sínum sjálfsögðu mann réttum innan verkalýðshreyfing arinnar. En einmitt á þessu tíma bili var háð innan verkalýðs- hreyfingarinnar einhver sú hat- rammasta barátta um verkalýðs- félögin, annarsvegar á milli Al- þýðuflokksins og hinsvegar komm um, að hann væri Alþýðuflokks- maður. Fáeri svo að einhvér full- trúi vildi ekki gefa þessa yfir- lýsingu gat hann farið heim til sín aftur án þess að fá þing- setu. Svona stóðu málin, þegar Óð- inn var stofnaður. Slíkum rang- indum og mannréttindamismun gátu Sjálfstæðisverltamenn og sjómenn ekki unað lengur heldur hófu nú baráttuna fyrir sjálf- sögðum mannréttindum sínuim innan verkalýðssamtakanna. 1959 hafði Óðinn fyrsta skipti lista í framboði til kosninga í Verka- mannafél. Dagsbrún og var þá í fyrsta skipti sem Dagsbrúnar- menn fengu tækifæri til þess að kjósa eftir lýðræðislegu fyrir" j laginu í sínar hendur. Því hafði: alltaf verið haldið fram af vinstri flokkum, að Sjálfstæðismenn ættu , ekkert fylgi meðal verkamanna og sjómanna, en þessi barátta i Óðinsmanna sýndi þessum herr- | um að það var hrpallegur mis- skilningur, Jafnframt baráttu Óð . insmanna innan verkalýðshreyf- : ingarinnar tóku þeir í sívaxandi j mæli þátt í störfum innan Sjálf- j stæðisflokksins. 1939 sendi Óðinn fulltrúa á Landsfund Sjálfstæðisflokksins, ! þá var fyrir forgöngu Óðins stofnað Málfundafél. Þór í Hafn j arfirði, sem starfaði þar af mikl- \ um þrótti og var ætíð náið sam- | band á milli þessara félaga á þeirra fyrstu starfsárum. Þá á segja sögu Óðins nema að þessa j arbyggingar fyrir sig sjálfa. Til- máls sé um leið getið því Óðinn er upphafið og sterkasti fram- kvæmdaraðilinn í öllu starfinu. Þá ber sérstaklega að geta þess að forystumenn Sjálfstæðis flokksins sýndu þessari baráttu Sjálfstæðisverkamanna og sjó-- manna slíkan skilning og studdu drengilega að þessari viðleitni Óðinsmanna á allan hátt og ber þar sérstaklega að nefna þáver- andi formann flokksins, Ólaf Thors, dr. Bjarna Benediktsson, túverandi forsætisráðherra og þáverandi framkv.stj. Sjálfstæð isflokksins, Jóhann Hafstein, sem og margir aðrir af forustumönn- um flokksins. Við Alþingiskosningarnar lögur þessar voru samþykktar og á næsta Alþingi fluttu þrír | ingmenn Sjálfstæðisflokksins þeir: Jóhann Hafstein, Gunnar Thoroddsen og Sigurður Bjarna Axal Guðmundsson únista, sem þá var sem óðast að vaxa fiskur um hrygg. Alþýðuflokkurinn hafði um langt árabil haft öll yfirráð í verkalýðsfélögunum svo og í A1 þýðusambandi íslands, og var þar kveðið svo rammt að mál- um að kæmi það fyrir að full- trúi yrði kosinn af aðildarfélagi á Alþýðusabmandsþing fékk hann samkvæmt lögum Alþýðu- sambandsins ekki þingsetu nema að hann undirritaði yfirlýsingu komulagi. í þeim kosningum feng Alþýðuflokksmenn fæst atkvæði og sýndi það sig bezt þá að þeir voru minnsti flokkurinn innan Dagsbrúnar, þótt þeir hefðu haldið félaginu í sínum höndum þar til við þessar kosn- ingar. í þetta sinn unnu komm- únistar félagið með tilstyrk fylg ismanna Héðins Valdimarssonar, sem þá fyrir skömmu hafði sagt I skilið við Alþýðuflokkinn. 1940 stilltu Sjálfst.verkam. upp lista í Dagsbrún í sameiningu við Alþ.fl. og náðu kosningu í fé- laginu með yfirburðum, en sú samvinna stóð eitt ár. 1941 hófst samvinna Óðinsmanna og fylgis- manna Héðins og stilltu þeir upp lista til stjórnarkjörs í Dags- brún og héldu félaginu 1942. Var sú samvinna framlengd, en þá hófst samvinna milli Alþ.fl. og kommúnista um stjórnarkjör í Dagsbrún og náðu þeir þá fé- Núverandi stjórn Óðins þessu tímabili beittu þessi félög sér bæði fyrir því að flokkur- inn hefði erindreka í verkalýðs- málum og var ráðinn í það starf Hermann Guðmundsson, formað- ur Þórs, og ferðaðist hann um landið ásamt Sigurði Halldórs- syni, fyrsta formanni Óðins. Og stofnuðu þessir menn 11 mál- i fundafélög víðsvegar um landið j sem svo árið 1940 stofnuðu með í sér Landssamband Sjálfstæðis- j verkamanna og sjómanna, sem starfaði til ársins 1949, en þá var skipulagi í sambandinu breytt Landssambandið lagðist niður en þess í stað kosin verkalýðsmála- nefnd. Það er ekki hægt að Óðinn og íbúðnrbyggingnr 1942 fékk Óðinn mann á þing- sömuleiðis við bæjarstjórnarkosn ingarnar 1942, fékk Óðinnmann á bæjarstjórnarlistann og hefir hann haldið sætum sínum á báð- um þessum listum síðan. Þá beitti Óðinn sér sérstaklega fyrir bygg ingarmálum. 1946 var stofnað Byggingasamvinnufélagið Hof- garður, sem byggði 36 íbúðir við Hofteig. Á landsfundi Sjálfstæð isflokksins, sem haldinn var á Akureyri dagana 25.—27. júní 1948 báru fulltrúar Óðins á fund inum upp tillögu um aðstoð til handa fátæku fólki við að koma sér upp íbúðarhúsnæði svo og um skattfrelsi á vinnu við íbúð- Sigurður Halldórsson fyrsti formaður Óðins. son frumvarp um íbúðarbygging ar og skattfríðindi og vegna au *c avinnu við byggingar eigin íbú i og var frumvarpið samþykkt þar. Hefir það gjört mörgum fátæk- um manni kleift að eignast íbúð fyrir sig og fjölskyldu sína. I 'i má sízt gleyma því framtaki ÓU- insmanna, þegar þeir stofnuð i á árinu 1965 Byggingasamvinr i félag verkamanna og sjómanna og hefir Óðinn þar reist sér þan v minnisvarða, sem lifa mun u- v ær'ð mior.g ókomin ár, en því máli mun annar gjöra betri skil á þessum tímamótum Óðins. Ég hefi í sem stytztu máH reynt að segja ágrip af sögu Óðins, en þvi miáli verða ekki gjörð nema mjög ófullkomin sk>l í stuttri blaðagrein, en aðeins stiklað á stóru. En óhætt mim að fullyrða, að þeir fulltrúar Óð- ins, sem skipað hafa hinar ýms u trúnaðarstöður innan Sjálfstæð isflokksins hafa haft það að meginstefnumáli að gjöra hlut hins vinnandi manns sem stærs!- an. Þeir menn, sem frumkvæð 5 áttu að stofnun Óðins eiga fles! - ir langa starfsæfi að baki og hafa að mestu dregið sig í h é úr hinni daglegu baráttu. Marg- ir þessara brautryðjenda er þeg ar horfnir yfir móðuna mikb , og þeim sé þökk fyrir sín mikl u Framhald á bls. 19 Úr örbirgð til bjargálna UM LEIÐ og ég minnist afmæl- is Málfundarfélagsins Óðins, sem hefur í 30 ár haldið uppi merki alþýðumannsins í. Sjálfstæðis- flokknum og gert það með sóma, þó svo að blásið hafi úr ýmsum áttum, minnist ég margra merkra framfaramála, sem Óðinn hefur beitt sér fyrir í þágu almenn- ings. Ekki bara hér í Reykjavík heldur hefur almenningur um land allt notið góðs af verkum þeirra manna, sem staðið hafa í baráttunni og fylgt málum okk- ar fast eftir til sigurs. Ég vil minnast á, að á Lands- fundi Sjálfstæðisflokksins norð- ur á Akureyri báru Óðinsmenn fram hugmynd að Smáíbúðahverf inu í Reykjavík og skattfríðind um húsbyggjenda á eigin vinnu í íbúðum sínum. Að sjálfsögðu vorum við ekki einir því for ustumenn Sjálfstæðisflokksins á Alþingi og í borgarstjórn leiddu mál okkar í höfn og erum við þeim þakklátir fyrir það. Þá hefur Óðinn beitt sér fyr- ir stofnun byggingarsamvinnu félaga og nú síðast Byggingar- samvinnuifélags Verkamanna og sjómanna. Á vegum þessa systurs félags Óðins hafa verið byggð- ar 38 íbúðir að Reynimel 88-90, 92-94, og er flutt í þær allar á árinu 1967. Þá er félagið að byggja 17 í- búðir að Gautlandi 11-13-15, og | er það nú í fokheldu ástandi og I væntanlega íbúðarhæft seinni part sumars 1968. í Breiðholtshverfi er svo ver- ) ið að byggja 48 íbúðir, sem verða væntanlega íbúðarhæfar á árinu 1969. Þetta er einn liðurinn í verk- um Óðins og hann beinist í þá átt að hjálpa efnalitlu fólki að eignast þak yfir höfuðið og vera sjálfstætt fólk. Að endinga óska ég Málfunda- félaginu Óðni til hamingju með 30 ára starfið, og vona að Óð- innn eigi eftir að starfa giftu- samlega í mörg 30 ár í viðbót. Guðmundur Guðmundsson. Því verður ekki neitað, að síð ustu fimimtíu árin haifa verið mest'U umbrota og byltingartímar í andlegu og efnalegu tiltiti hér á íslandi eins og reyndar um 1 heim allan. íslenzka þjóðin hefur brotizt úr örbirgð til bjargálna á þessu tímabili og lifir hún nú við einn beztan kost allra þjóða á jörð- inni og á menningarsviðinu hafa íslendingar látið mjög að sér kveða bæði í bókmenntum og myndlist. } í stjórnmálalifi þessa tíma hef | ur oft verið stormasamt og blás- | ið úr ýmsum áttum, en eftir lok : fyrri heimstyrjaldar fara að ber | ast hingað róttækar stjórnmála- | hreyf'ngar með öllum þeim öTlg- um, sem jafnan eru slíkumhreyf ingum fylgjandi. Eftir samruna íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins í Sjálf- stæðisflokkinn rétt fyrir 1930 fara pólitískar línur að skýrast og stjórnmálaflokkarnir eru þá komnir fram á sjónarsviðið með nokkurn veginn fu/llmótaða stefnuskrá, sem enn í dag eru í fullu gildi. Þó er einn flokkur sem mjög hefur breytt um svip og það er Sjálfstæðisflokkurinn. Vaxandi áhrif launþega og stór- aukið fylgi flokksins hafa gert hann að því, áem hann er í dag' frjálslyndur umbótaflokkur og langstærsti stjórnmálaflokkur á íslandi. Á kreppuárunum varð fjölda verkamanna og sjómanna, sem fylgdu Sjálfstæðisflokknum, það ljóst, að verkalýðsfélögin voru aðeins deildir í Alþýðuflokknum verkifæri flokksins til að lyfta broddunum til æðstu valda á st j órnmálas viðinu. Þá verður Málfundafélagið Óð inn til og fyrir baráttu þeirra verkamanna og sjómanna, sem í Óðin gengu, voru helfjötrar kratanna á verkalýðsfélögin leystir og mörg verkalýðsfélög urðu þá það, sem þau eiga að vera, ópólitísk hagsmunasamtök launþega. Síðan Óðinn var stofnaður eru nú í dag liðin 30 ár og mik- ið vatn runnið til sjávar á þeim tíma. Sjálfstæðismenn hafa á þessum tíma víða verið forystu- menn í launþegasamtökum og farist það vel úr heldi. Kjörorð Sjálfstæðisflokksins, „Gjör rétt, þol ei órétt“, hefur verið þeirra leiðarljós bæði innan launþega- samtakanna, sem annarsstaðar. Það að vera trúr hverju því réttlætismáli, sem menn taka að sér að leysa og gera það eii s vel og hægt er, á að vera aða s merki Sjálfstæðismanna hvar í stétt, sem þeir standa. Vera ó- feimnir að taka á sig þau óþæg- indi, sem því fylgja, að berjast fyrir rétti lítilmagnans. Heimspeki hinna stritandi handa verður aldrei misskiliu. Verkamaðurinn berst alltaf fjrr- ir því að geta séð fjölskyldu sinni farborða og sá, sem hefur aðeins tvær hendur til þess í i dag, verður að vinna langan i vinnutíma. En þá er nauðsyn legt að vinnan sé fyrir hendi. Óðinsfélagar eru ekkert öðru- vísi en aðrir launþngar og munu innan þeirra hagsmunasamtak a launþega, sem þeir eru í. jafn- í an að vera í fararbroddi þeirra, : sem berjast fyrir bættum kjör- ! um verkalýðsins. Á þessum degi er það ó-k | mín að áhrif hinnar frjálslyndu | umbótastefnu Sjálfstæðisflokks- I ins megi verða sem mest með ís- lenzku þjóðinni svo vinnuveit- endur og launþegar geti unníð sáttir saman að farmgangi hags- munamála þessa kalda lands und ir kjörorðunum: Stétt með Stétt. Guðjón Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.