Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 31 Kvöldvaka Goolverjarbæjar- kirkjokórsins cg árnssinga- kórsins í Fólagslandi í VETUR hafa seimilega ver- | ið byggð fleiri snjóhús hér í , Reykjavík en um langt ára- bil. Skilyrði til þess hafa ver- 1 ið einstakleffa hagstæð, því ekki hefur skort snjóinn. Að- staða strákanna til snjóhúsa- gerðar er misjöfn og t.d. krakkarnir í gamla bænum I sem ekki hafa eins mikið , rými og þau sem í nýrri hverfum búa, láta þó slíkt ekki á sig fá. Fyrir nokkru mátti sjá þennan volduga | kastala við eina fjölförnustu götu borgarinnar, Skóla- vörðustíginn. Strákarnir I hlóðu veggina að hætti hinna færustu hleðslumanna og hægt að fara upp í turn- ana tvo og það þótti mesta gamanið. (Ljósm. Mbl.: Kr. Ben.) Ræða við Svía um kaup á sifld f DAG hefjast í Sviþjóð undir- búninsviðræður milli nefndar frá íslenzku Síldarútvegsnefnd- inni og helzíu kaupenda okkar í Svíþjóð, varðandi sölu og kaup á saltsíld á næstu sumarvertið. Fjórir menn eru farnir til Sví- þjóðar í þessar viðræður og enu það Erlendur Þorsteinsson, Gunn ar Flóvenz, Ólafur Jónsson og Jón Þ. Árnason. Þess má geta, að Norðmenn hafa e'nnig hafið undirbúnings- viðræður við Svía út ai sama máli. Seljatungu, 28. marz. SÖNGKÓR Gaulverjabæjar- kirkju og Arnesingakórinn í Reykjavík efna til kvöldvöku í Félagslundi í Gaulverjabæjar- hreppi nk. laugardag 30. marz kl. 20.30. Öllom er heimill að- gangur að kvöldvökunni, en þar munu kóramir syngja saman og sinn í hvoru lagi. Þá verða stuttir skemmtiþættir og að lokum dansað til klukkan 1 eftir mið- nætti. Nokkuð mun síðan kórarnir bundust samtökum um að koma þessari kvöldvöku á, og hafa þeir undirbúið hana að undan- förnu. Árnesingakórinn er starf- andi innan Árnesingafélagsins í Reykjavík og stendur hann sem slíkur að samkomu þessari. — Stjórnandi kórsins er hin kunna söngkona, frú Þuríður Pálsdóttir. Árnesingafélagið í Reykjavík er eitt elzta átthagafélag lands- j ins, stofnað 27. maí 1934. Það var Eiríkur Einarsson, alþingis- ! maður frá Hæli, sem var aðal- hvata- og upphafsmaður að því j að burtfluttir Arnesingar bund- ust samtökum um að stofna átt- hagafélag. Alla tíð meðan Eiríks , heitins naut við var hann mikill Styrliur afþaliliaður Mbl. hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá A.S.Í. Áður en verkfalilinu lauk hafði Alþýðusamibamdi íslands borizt tilkynningar um fjárhagslagan stuðning frá Sjómannafélaginu í Færeyjum og Alþýðusamböndun um í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð, en þar sem fjárhagsaðstoð þessi hefði ekki getað borizt þingað til lands fyrr en að verk- j falli loknu, ákvað miðstjórn A1 i þýðusambandsins að afþakka styrkvei'tingar af þeirra hendi 1 j þetta sinn, en færa þeim jafn- ; framt beztu þakkir fyrir tekna afstöðu, sem ,gefur vitneskju um mikinn samtakamátt að baki ís- j lenzri verkalýðshreyfingu, og hefur ómetanlegt gildi nú og í framtíðinni. I Umferðaróhapp á Akureyri Akureyri, 28. marz. FJÖGURRA ára stúlkubarn varð fyrix fóiksbíl á Hamars- stíg rétt. austan við gatnamót Byggðavegar um kl. 17.20. Ekki er fullljóst hvernig óhappið vildi til . Bílnum var ekið aftur á bak út á götuna frá verzluninni Brekku, en þagar ökumaður tók áfram, varð hann þess var, að eitthvað lenti fyrir vinstra aft- urhjóli. Hann stöðvaði þegar bíl inn, og fór út úr honum, og sá þá telpuna liggja aftan við bíl- inn. Hann gat ekki gert sér grein fvrir því, hvort hjólið hefði far- ið yfir telpuna, eða aðeins snert hana. Hann bar telpuna inn í verzlunina Brekku meðan beðdð varr eftir sjúkrabíl, og var hún þá alldösuð en þó með nokkurn veginn fullri meðvitund. Hún var síðan flutt í sjúk.rahús til rannsóknar en var ekki talin telj andi meidd, og flutt heim að rannsókn lokinni. — Sv. P. Paul Lúcke segir af sér Bonn, 28. rmarz — AP-NTB PAUL Liicke, innanríkisráð- herra Vestur-Þýzkalands, baðst lausnar í dag, þar Siem hann kveðst úrkula vonar um, að Kies inger-stjórnin framkvæmi breyt ingar þær á kosningalögunum, sem hún boðaði í ágúst 1966. Liicke baðst lausnar á þriðju- daginn, en dró lausnarbeiðni sína til baka, að beiðni Kiesing- ers kanzlara. Lúke er varafor- ma&ur Kristilega demókrata- falkksins. Hann vill að tekin verði upp einmenningskjör- dæmi, sem útilbka mundu áhrif smáflokka, meðal annars flokks nýnazista. Fréttaritari Reuters segir, að ekki sé talið, að aifsögn Luckes m<uni stofna stjórnarsamstarfi kristilegra demókrata og sósíal- demófcrata í bættu. Kiesinger kanzlari hefur lýst þvi yfir, að hann telji breytingar á kosn- inglögunum ekfei mikilvægt mál, en sósíaldemókratar vildu ekki taka afstöðu ti’l miálsins á nýaf- stöðnu flofcksþingi. Vöruskipta- jöfrmtkirinn óhagstæöur V ÖRUSKIPTA J ÖFNUÐURINN í febrúar var óhagstæður um 110.1 millj. kr. Flutt var inn fyrir 488,3 miilj. kr., en út fjrrir 378.2 núllj. kr. — Fyrstu tvo mánuði ársins hefur vöruskipta- jöfnuðurinn orðið öhagstæður um 344,4 millj. kr. Innflutning- urinn nemur 935,1 millj. kr., en útflutningurinn 590,7 millj. kr. — Á sama tíma í fyrra var vöru skiptajöfnuðunnn óhaigstæður urn 238,8 millj. kr. Flutt var inn fyrir 844,4 millj. kr., en út fyr- ir 605,6 millj. kr. Á þessu ári hefur innflutn- ingurinn vegna Búrfellsvirkjun- arinnar orðið 83,8 millj. kr., en tvo fyrstu mánuðina í fyrra 16,8 mlilj. kr. Tölur inn- og útflutnings 1967 eru reiknaðar á þvi gengi, sem gilti fyrir 24. nóvemiber 1967, en tölur 1963 eru miðaðar við það gengi, sem tók gildd þann dag. Ekki hefur enn verið tekinn á skýrslu neinn innflutnimg'ur vegna byggmgar álbræðslu í Straumsvík. baráttumaður og velvirkur í starfi í félagsmálum. Á góðvild hans og bjartsýni til manna og málefna í starfi félagsins fyrstu ár þess og æ síðan hefir án efa byggzt hi'ð farsæla starf félags- ins, en hiklaust má telja, að Ár- nesingafélagið hafi mikið og merkt starf unnið, bæði í þágu Arnesþings með riiun sögu þess og varðveizlu ýmsra sögulegra minja og minninga, svo og hitt að félagið er brautryðjandafélag hvað varðar átthagafélög hér á landi. Það hefir lengi verið á- hugamál félagsins að eignast þak yfir starfsemi sína, og er nú unn ið a'ð því að svo megi verða í samstarfi við önnur átthagafélög í höfuðborginni. Félagið heldur jafnan árshátíð sína, hin kunnu Árnesingamót í Reykjavík, en Jónsmessuhátíð félagsins er rtft hin síðari ár haldin til skiptis í félagsheimilum sýslunnar. Auk þessa heldur félagið jafnan fjölda af fundum, sem eru til fróðleiks og skemmtunar, marg- ar kynnisferðir farnar til ættar- byggðarinnar, og svo mætti lengi margt telja úr starfi fé- lagsins. Fyrir tveimur árum var Árnes , ingakórinn stofnaður innan fé- lagsins, og hefir fólk það er ; hann skipa mikið og gott starf i unnið honum til eflingar. — Er það okkur Árnesingum í heima- bygg'ð vissulega ánægjuefni að vita hann heimsækja okkur að þessu sinni. Formaður Árnes- ingafélagsins er nú Hákon Sig- urgrímsson frá Holti. Söngkór Gaulverjabæjarkirkju var stofn- aður fyrir rúmlega 20 árum og hafði Ungmennafélagið Sam- hyggð forgöngu um stofnun hans. Pálmar Þ. Eyjólfsson, org- anisti frá Stokkseyri hefir frá upphafi verið stjórnandi kórsins | og sýnt þar í verki listfengi sitt og dugnað. — Gunnar. Fil. kand. 15 ára Ábæ, Finnlandi, 28. marz. NTB. 15 ára gamall Finni, Jussi I Keionen, lauk í dag fil. kand. prófi við háskóla sænskumæl- andi Finna í Ábæ. Hann hef- I ur lokið prófum í stærðfræði, | heimspeki og eðlisfræði á ■ mettíma. Honum var veitt sér stakt leyfi til þess að stunda I nám við háskólann í fyrra- I haust. Áfengissala í Grænlandi þrefaldaðist á sex árum Kaupmannahöfn, 27. marz, I NTB. INNFLUTNINGUR áfengte tll Grænlands hefur þrefaldazt á tímabilinu 1960—66, að því er ! segir í skýrslu Grænlandsmála-' ráðuneytisins, er lögð hefur ver- | ið fyrir þingnefnd, sem fjallar um tillögur ráðherra um, að hækkuð verð aðflutningsgjöld á 1 áfengis og tóbaksvörum til Græn | lands. Aukningin í Danmörku á sölu áfengis á sama tíma er j einn fjórði. Árið 1960 nam neyzla hreins alkohols í Grænland 4.5 lítrum 1 á hveirn íbúa eldri en fimmtán ára, en tilsvarandi neyzlumagn á árinu 1966 var 13.3 lítrar. f Danmörku er aukning frá 5.6 lítruim í 7.2 lítra á sama tíma til samaniburðar er þess getið, að tilsvarandi tölur í Noregi séu 3.6 lítrar (1960) og 3.85 lítrar (1966). Á það er bent, að tölunar fyrir Grænland eru miðaðar við sölu áfengis en ekkj neyzlu, og að í íbúatölunni eru þeir ekki reiknaðir með, sem koma til Grænlands til starfa um tak- markaðan tíma né ferðamenn, er þangað koma á ári hverju. Á hinn bóginn er heldur ekki reiknað með því magni, sem Grænlendingar brugga sjálfir heima, en það er talið töluvert. AUGLYSIHGAR SÍMI 22.4*80 Flótabáturinn Baldur leggst að bryggju í Búðardal. Fyrsta skip við bryggju í Búðardal síðan 1964 Búðardal, 23. marz. í DAG er hér versta veður og búin að vera hér stórhríð að heita má í viku. Þann 21. marz kom flótabétur inn Baldúr hér að bryggju mieð 90—100 tonn atf fóðurvörum og kom það sér vel, því hér eru iitlar heybirgðir og veturinn hef ur verið mjög erfiður. Þetta er í fyrsta sinn, sem nýi Baldur kemur hér að bryggju. Gamla bryggjan var orðin alveg ónot- hæf, en nú hefur farið fram við- gerð á henni og hún lengd. Hún mun verða lengd um 60 metra, svo að þá ætti aðstaða að verða hér sæmileg. Hér hefur ekkert skip lagst að bryggju síðan 1964. — Kristjana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.