Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 32
ASKUR Suðurlandsbraut 14 —- Sími 38550 FÖSTUDAGUK 29. MARZ 1968 Þrem piltum bjargaö á síð- ustu stundu við Eyjar í gær — Voru á skemmtisiglingu á skektu BÁT með 3 pilta innanborðs hvolfdi skammt fyrir utan höfnina í Vestmannaeyjum, laust fyrir kl. 7 í gærkvöldi. Piltarnir höfðu brugðið sér á sjó í skemmtisiglingu á lít- illi skektu með utanborðs- mótor. Piltarnir héldu sér i kjölinn í 5—10 mínútur áður en þeim var bjargað um borð í Andvara frá Vest- mannaeyjum, sem var að koma úr róðri. IUa hefði far- ið, ef Andvara hefði ekki borið þarna að, því að mjög kalt var í sjónum og myrk- ur var að skella á. Andvari var að koma úr róðri og var með 7 tonn, en skipstjóri á bátnum er Trausti Magnús- son. Tveir piltanna, báðir 23 ára gamlir, voru illa haldnir eftir volkið, og nutu læknis- aðstoðar en voru ekki í lífs- hættu. Sá yngsti Ólafur Kristinn Guðjónsson, 16 ára, var hinn hressasti þegar við ræddum við hann um 8-Ieytið í gærkvöldi. — Hvað voruð þið að gera þarna úti? — Við vorutm nú bara í skemmtisigMngu. , — Á hvernig bát? — Báturinn er 13 feta langur trébátur og við höfð- um utanborðsmótor á honum. — Var dauður sjór? — Nei, eiginlega ekki. Það var smá gutlandi. — Hvar voruð þið þegar slysið bar að? — Við vorum mjög nálægt Klettsnefinu og höfðum ver- ið að dóla á víkinni fyrir ut- an höfnina, þegar einn okkar féll yfir í bakborðssíðuna á annan, sem þa-r var og það skipti engum togum, að bátn- um hvolfdi. — Náðuð þið taki á bátr,- um? — Við héldum okkur tveir í kjölinn ,en sá þriðji var ó- syndur og við létum hann hafa eina björgunarbel*ið sem við vorum með og björg- unarhring. Við héldum einn- ig í hann og það var allt í lagi með hann. „Tenglar" sja um H-umferðarfræðslu — til handa sjúkum og öldruðum FRÆÐSLU- og upplýsingaskrif- stofa Umferðarnefndar, sem hef- ur með höndum alla fræðslu á höfuðborgarsvæðinu vegna um- ferðarbreytingarinnar, hefur nú skipulagt mjög víðtæka fræðslu- starfsemi meðal almennings, sem miðar að því að ná sem beinustu sambandi við borgar- búa. Skrifstofan hefur í þessu skyni fengið til liðs við sig félagsskap ungs fólks, sem nefnir sig Tengla, til að annast þessa fræðslu meðal sjúkra og aldr- aðra, en Tenglar hafa þegar vak- i'ð á sér athygli fyrir mannúðar- störf að Kleppi og nú síðast í Arnarholti. Unga fólkið mun heimsækja vangefna, fanga, blinda, vist- menn á hælum, geðsjúka, heyrn- arskerta, sjúklinga í spítölum, áfengissjúklinga og aldraða, og ræða við fólkið um umferðar- breytinguna, og skýra út hvern- ig hún fer fram. Farnar verða tvær heimsóknir í öll sjúkrahús, vistheimili og elliheimili, önnur fyrir H-daginn en hin eftir að breytingin er um garð gengin. Við umferðar- fræðsluna verður teki’ð tillit til vandamála hvers einstaks hóps, er getið er hér að ofan. Pétur Sveinbjarnarson, for- stöðumaður Fræðslu- og upplýs- ingaskrifstofunnar, tjáði Mbl., að skrifstofunni væri mikill fengur af þessari samvinnu við Tengla, sem væri mjög nauðsynlegur þáttur, þar sem margt af þessu fólki gæti ekki tekið virkan þátt í sjálfri umferðarbreytingunni. Það kæmi ekki út í umferðina fyrr en nokkru eftir breyting- una, þegar aðrir væru búnir að aðlagast breyttum aksturshátt- um og væri því alls ekki undir það búið án undangenginnar fræðslu um H-umferð. Slæmar gæftir og treg- afli Rvíkurbáta ur ÓTÍÐ hefur verið til sjós und- anfarna daga, og hefur afli neta báta því verið heldur tregur. Þó hafa einstaka bátar komið inn með 20—25 tonn, þegar bezt læt ur. Hefur þó aðeins verið um tveggja nátta fisk að ræða vegna ótíðarinnar. f fyrrinótt lönduðu eftirtald- ir bátar hér í Reykjavík: Ás- bjöm 19 tonnum, Steinunn 23 tonnum, Ásberg 12 tonnum, og Sigurður Bjarnason 8 tonnum. Seinni hluta dags voru bátarn- ir að koma inn vegna brælu á miðunum, og voru flestir með harla lítið af fiski. Samkvæmt upplýsingum Grandaradíós eru nú flestir bát- anna farnir að hugsa sér til hreyfings suður fyrir landið, þar sem frétzt hefur af loðnu aust- ur við Hrolláugseyjar. — Voruð þið lengi í sjón- um? — Nei, í mesta lagi í 10 mínútur. Við vorum búnir að vera nokkrar mínútur í sjón- um, þegar við sáum Andvara koma fyrir Klettsneíið. — Var ekki kalt? — Jú, það var mjög kalt í sjónum. Ég held, að loft- hitasti'gið hafi verið um frost mark. — Voruð þið ekki aðfram- komnir ,þegar báturinn kom og bjargaði ykkur? — Ja, hann hefði ekki mátt koma mikið seinna, þá er hætt við að i'lla hetfði far- ið, því að enginn annar bát- ur var þarna um þetta leyti. Sá ósyndi var orðinn mjög kaldur og máttfarinn þegar Andvari kom. — Datt ykkur ekkert í hug að reyna að synda í land? — Mér datt nú í hug að reyna að synda í land, þessa nokkur hundruð metra sem þangað voru, en sá, að það borgaði sig ekki. Ég er ákaí- lega þakklátur skipverjunum á Andvara og þetta fór bet- ur en á horíðist. Mjólkurbíll fauk á hlaðinu Búðardal, 25. marz. f DAG er hér indælt veður og farið að ryðja vegi, sem víða eru ófærir. Á föstudag fauk mjólk- urbíll, sem stóð á hlaðinu í Saur bæ. Mun hann hafa skemmzt. Félagslíf er hér mjög gott, enda orðin hér góð aðstaða með tlikomu Félagsheimilisins Dala- búð, sem er mjög glæsilegt og gott. Kvilkmyndasýningar eru þar tvisvar í viku. Heilsufar er ágætt í héraðinu — Kristjana. BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum sl. þriðjudag að heimila félagsmálaráði að hefja byggingu skrifstofuihúsnæðis fyr ir Félagsmálastofnunina í nýja Miðbænum austan Kringlumýr- arbrautar. Jafnframt var borgaristjóra fail ið að láta kanna ,hvaða hús- næðisþarfir annarra borgar- stofnana verða leystar með bygg ingum í nýja miðbænum. Ríkisvaldð bæti sérleyfishöfum — kostnað við breytingu á dyra- útbúnaði vegna H-umferðar SÉRSTAKLEGA tilkvödd dóm- nefnd vegna hægri umtferðar kvað í fyrradaig upp dóm í máli sérleyfishafa gegn fjármálaráð- herra. Snerist mál þetta um það, hvort bæta skyldi kostnað við flutning á dyraútbúnaði af vinstri bílhbð yfir á hægri vegna umtferðarbreytingarinnar. Dómnefnd þessi varð ásátt um, að ríkisvaldinu bæri að bæta sérleyfishöfum þennan kostnað, en engar tölur voru tilgreindar í dóminum .Á hinn bóginn l ggja fyrir áætlanir um kostnað við þessa breytilgiú, og er hann áætl- aður milli 70 og 80 þúsund krón ur á hverja bifreið í flestum til- fel-lum. Dómi þessum er ekki bægt að áfrýja. Sækjandi i máli þessu fyrir hönd sérleyfishafa var Einar Árnason ,en verjandi var Ólatf- ur W. Stefánsson. Leki kom að bát í róðri — — Komst til hafnar með aðstoð annars Patreksfirði, 28. marz F,R VÉBÁl’URINN Andri frá Bíldudal var staddur undan Pat- reksfirði um miðnætti í nótt, kom skyndilega leki að bátnum. Kallaði skipstjórinn þá út til skipa og bað um aðstoð, þar sem dælur skipsins höfðu ekki undan lekanum sem kominn var að Andra. V.b. Dofri fór þegar til aðstoð- ar ag hafði meðtferðis brunadælu til að daela úr bátnum. Vegna sjógangs var ekki hægt að koma henni um borð fyrr en komi’ð var inn á Patreksfjörð, þar sem var sléttari sjór. Gekk þá a-llt vel og kom Andri til hafnar hér í morgun. Svo virðist sem skipið, sem er 75 tonna tréskip, hafi „slegið úr sér framarlega." Voru bekkir í lúkar á kafi og einnig var nokk ur sjór í lest, enda þótt vatns- þétt skilrúm eilgi að vera þar á rnilli. Skipstjóri á Andra er Sæv ar Jón&son frá Patreksfirði. — Trauisti. Qngþveiti á Hafnar- fjarðarveginum — vegna ófærðar ÖNGÞVEITI skapaðist á vegin- um milli Reykjavíkur og Hafn- arfjarðar vegna ófærðar, og var þar vandræðaástand í umferð- inni frá klukkan 5 fram á ní- unda tímann. Þá var einnig mik il hálka og ófærð á götum Reykjavíkur i gær, og urðu 32 árekstrar yfir daginn. Flestir þeirra voru þó mjög smávægi- legir. Á Hafnarfjarðarveginum byrj aði um 5 leytið í gær að skafa yfir veginn. Þá voru margir litl ir fólksbílar á ferð um veginn, og voru þeir látt útbúnir fyrir akstur í ófærð. Festust margir þeirrci, og tepptu leiðina fyrir aðra bíla, sem betur voru út- búnir. Það var ekki fyrr en á ní- unda tímanum, að hætti að skafa, og var þá mögulegt að hefla snjóinn af veginum. Var umferð komin í eðlilegt horf um kl. 9, en mikii hálka var þó enn á veginum. Mikil ófærð var á götum borgarinnar í gær, og áttu bílar í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar. Urðu 32 árekstrar í umferðinni yfir daginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.