Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 19 - ÖÐINN 30 ÁRA Framhald af bls. 17 og óeigingjörnu störf, sem þeir unnu af fórnfýsi og drengskap þjóð sinni til gagns og sæmdar. Að lokum þetta, Óðinsmenn, missi ekki sjónar á þvi marki, sem upphaflega var sett, varð- veitið rétt ykkar á lýðræðisleg- um grundvelli. ÞEIR MENN sem stóðu fyrir stofnun Málfundafélagsins Óð- ins fyrr réttum þrjátíu árum voru frjálslyndir og hugdjarfir men.n, seirn settu sér það mark- mið frarnar öðru, að berjast fyrir stjórnmálal'egu jafnrétti innan verkalýðssamtakanna og að vinna að því að samtökin störtfuðu samkvæmt eðli sínu og tilgangi á stéttarlegum grund- velli, að því að bæta kjör fé- laga sinna og skapa þeim meira öryggi í lífniu. Á undanförnum áratugum hef ur það hvað eftir annað sannast, að vissir stjórnmálaflokkar, sem gjarnan vilja láta kalla sig „verkalýðstflokka" hafa marg sinnis misnotað valdaaðstöðu sína í verkalýðssamtökunum í pólitískum tilgangi og m,eð því oft á tíðum stór skaðað málstað launafól'ks og veikt samtökin. En reynslan hefur sýnt, að þeir stjórnmálamenn og flokkar, sem þannig hafa farið að ráði sínu, hafa yfirleitt lært það af reynsl- unni, að sl’ík vinnubrögð hefna Frj álsir einstaklingar, menning arlega efnalega er dýrasti fjár- sjóður hverrar þjóðar. Að endingu óska ég mólfunda félaginu Óðni allra heilla í nú- tíð og framtíð og þá ósk á ég bezta því til handa að það haldi vöku sinni með því að vinna sem bezt fyrir Sjálfstæðisstefnu á ís- landi. Axel Guðmundsson. sín og verkalýðssamtökin láta ekki bjóða sér slíkt til lengdar. Þó að enn finnist að vísu stjórnmálamenn, sem telja sig þess umkomna að segja verka- lýðshreyfingunni fyrir verkum, eins og nýleg dæmi sanna, er þó Ijóst, að þeir eiga sér nú orðið formælendur fáa innan verkalýðssamtakanna og frekast litið á þá sem nátttröll, sem dagað hefur upp. Þessi breytti hugsunarháttur og starfsaðtferð- ir hafa mi,kið áunnið fyrir starf Sjálfstæðismanna innan laun- þegasamtakanna, sem frá upp- hafi vega lögðu áherzlu á stétt- arlegu sjónarmiðin og raunhæfa kjarabaráttu enda má segja, að eftir því sem áhrifa Sjálfstæðis- manna hefur gætt meira í séttar- samtökunum, því raunhæfari hefur kjarabaráttan orðið og stéttarsjónarmðin verð sett oifar þeim pólitísku. Þegar Óðin-smenn hófu starf- ið fyrir 30. árum voru álhrif og völd Sjálfistæðismanna í laun- þegasamtökunum harla litil, en hópurinn hefur stækkað og á- hrif Sj'álfstæðismanna vaxið ár frá ári og hafa aldrei verið meiri en nú. „Verkalýðsflokkarnir“, sem svo kölluðu sig eru orðnir feimn- ir við að nota það orð, því eng- inn veit nú, hvaða flokksmenn það eru, sem ráða mestu í verka lýðssamtökunum í dag, enda ber að rneta verkalýðsleiðtogana fyrst og fremst eftir störfum þeirra í samtökunum, en ekki eftr því hvaða stjórnmálaflokki þeir annars fylgja að málum. Þeir mörgu Sjáltfstæðismenn, sem valizt hafa til trúnaðar- starfa í verkalýðssamtökunum á síðari árum hafa sannað, að þeir hafa verið verðugir þess trausts, sem þeim hefur verið sýnt og fetað dyggilega í fótspor þeirra, sem hófu merkið fyrir 30. árum til baráttu fyrir þvi, að gera verkalýðssamtökin óháð eins tökum stjó rnmálaf lokkum og sjálfstætt afl í þjóðfélaginu. En þó að Sjálfstæðismenn hafi mörgu góðu komið til leiðar innan launþegasamtakanna og þá sumu með hjálp frá mönn- um úr öðrum stjórnmiálatflokk- um, sem svipuð viðhorf nafa haft til einstakra mála. er bó ljóst, að verketfnin eru enn mörg. Efla þarf skpulag samtak- anna, sem vissulega er nú orðið úrelt. Reyna þarf, að fá félagana almennt til að láta sig meiru skipta starfsemi samtakanna, svo að sem nánast sa.mband sé jafnan milli trúnaðarmanna og hvers einstaks félagsmanns og að þýðingarmiklar ákvarðanir séu ekki teknar nema að stór hluti félaganna sé þeim sam- þykkur. Þá verða samtökin 'allt af að vera vel á verði og tryggja með samtakamætti sínum að í hlut launþega kom.i jafnan sá hlutur, sem þeim ber í þjóðartekjunum. En það sem skiptir þó allra mestu máli, er að atvinna sé jafnan næg. Atvnnuleysi er það böl, sem verkalýð'ssamtökin hljóta allt af að gera kröfu til að verði afstýrt sé þes,s nokkur kostur. Ég vil svo að síðustu fyrir hönd stjórnar Verkalýðsráðs Sjálistæðisflokk'sins .óska Mál- fundafélagnu Óðni til hamingju með afmælið og persónulega vil ég þa'kka þeim mörgu Óðnis- mönnum, sem ég hef starfað með, sumum árum saman, fyrir ánægjulega og góða samvinnu í starfi og baráttu fyrir sameigin- legum hugsjónum og stetfnu. Gunnar Helgason. —F r j dlsí þróttasp j all Framihald af bls. 30 buxum, Þá kemiur peysa, eimr eða tvennir æfingabúningar en yzt fata er verið á vindþétturn buxum og úlpu. Bezt er að það sé einnig vatnsþétt. Fótabúnaður: Bezt er að vera næst sér í þunnum sokkum, þá í nælon- eða plastpoka, en u.tan yfir hann er svo farið í aðra þykkari sokka og loks er venð í kröftugum skóm, Beztir eru hálifháir skór, Vetraræfinga- skórnir þurfa að vera d'álítið stærri — 1—2 númerum — en sumarskórniir, svo allt þetía rúmist í þeim. Þröngir skór hindra hreyfing- ar fótanna og blóðrásina um þá og valda því, að þeim verður kalt á fótunum, sem eru í þröngu skónum! Á höndu.m skal verið með hlýja, vindþétta hanzka eða vettlinga, með trefil um háls og með húfu á höfði. Lambhús- hettu er ágætt að eiga og nota. Ef svo vildi til að einhverjir, sem lesa þessar línur og æfa úti, eiga engan vindþéttan búning, þá á slíkt þó ekki að þurfa að hindra æfingar úti. Það má, á meðan beðið er eftir vindþétíum búningi, að hann komi í verzl- anir eða sé búinn til, gera þann æfingabúning, sem til er. vind- þéttan með smávegis hug- kvæmni og án mikils tilkostnað- ar. T.d. með því að klæða hann innan með plasti, fara í stóran plastpoika m.illi búninganna (milli laga)„ fóðra búninginn með dagblöðum eða á annan hátt. Æfingar úti að vetrarlagi krefjast mikils fatnaðar — hlýs fatnaðar — vindþétts fatnaðar. Reynið að eignast vindþéttan æfingabúning hið allra fyrsta, því hér á landi kemur slíkur búningur að fullum notum allt árið. Frjdls og óháð verkalýðssamtök ÞETTA GERDIST í FEBRÚAR 1968 ALÞINGI Frumvarp lagt fram á Alþingi um að stofnað verði til kennslu í blaða mennsku við Háskóla íslands (1). Lagt fram stjórnarfrumvarp um nær 100 millj. kr. tollalækkanir og 100 millj. kr. sparnað í ríkisút- gjöldum (6). Lagt fram stjórnarfrumvarp um lögfestingu sumartímans allt árið (7). Tillaga um frestun H-umferðar felld á Alþingi (13). Stjórnarfrumvarp um að ríkissjóð- ur ábyrgist 40 millj. kr. lán til bygg ingar dráttarbrauta og skipasmíða- stöðva (20). Fjármálaráðherra upplýsir, að húsaleigugreiðslur ríkisins hafi num ið 28,4 millj. kr. á sl. ári (22). Upplýst á Alþingi, að útlán Iðn- lánasjóös 1967 hafi numið 122,7 millj. kr. (23). Forsæfisráðherra lýsir yfir að nauð synlegt sé að nýju alþingishúsi verði hið fyrsta valinn staður (29). Tillöguteikningar að nýju stjórnar ráðshúsi eru tilbúnar (29). VEÐUR OG FÆRÐ ' Illfært um landið vegna snjóa (1). Mikill lausasnjór á Suðurlandi og dýrt að oQpa veginn norður (4). Ofveður, eitt versta veður í manna minnum, gengur ytfir Vesturland og Norðurland og veldur margvíslegu tjóni (6). Mikil ófærð á Vestur- og Norður- landi (7). Færðin hér víða að batna (10). 5 tíma ferð með skíðaunnendum úr KR-skálanum (13). Frost og hríð Víða um land. Ekki tókst að opna heiðavegi (14). Vatnsskortur í Neskaupstað vegna frosta. (22). Færð tekin að batna. Holtavörðu- heiði fær (23). Fæ»,t 1 Mývatnssveit um Kísilveg- inn (25). Hlýnandi veður um allt land (27). Gífurleg rigning og vatnavextir á Suður- og Suðvesturlandi. Aldrei fyrr mælst jafnmikil rigning á ein- u.m sólarhring, 228 mm á Kvískerjum. Ölfusá m-eira en tífaldast, Elliðaárn- ar tuttugufaldast (28, 29). ÚTGERÐIN Línubátar frá Akranesi afla vel (3). Fremur lélegur a*fli línubáta (10). Nefnd skipuð til að kanna vanda- mál vegna síldveiða á fjarlægum mið um (21). Ymsir Faxaflóabátar með ágæian afla undanfarið (21). Síldveiði við Suður- og Vesturland bannaðar í 4*/2 mánuð á ári og tak- markaðar við 50 þús. lestir (23). Fyrsta loðnan berst til Vestmanna- eyja (23). Flestar síldarbræðslur taka enn á móti loðnu (27). 43 bátar róa með línu í Vestfirð- ingafjórðungi (27). Síldveiðar sunnan lands lélegar (27). FRAMKVÆMDIR Nýja Templarahöllin við Eiríksgötu vígð (1). Hugsanlegt að Stálvík smíði 4-5 130 lesta skip (1). Loftleiðir kaupa 5. Rolls Royce- flugvélina (1). Byrjað að flytja fisk til nýju SH- verksmiðjunnar í Cambridge 1 Banda ríkjunum (3). Tannlæknistæki sett upp í Ölafs- víik (9). Sjómannastoifan Vík í Keflavík opn uð (10). Landsbankinn opnar 6. útibúið í borginni — í Arbæjarhverfi (15). Lóðir undir 474 íbúðir auglýstar til umsóknar í Breiðholti og Foss- vogi (16). Borgarstjórn hvetur til að fram- kvæmdum við aðalumferðaræðar að og frá borginni verði hraðað (17). Niðursuðuverksmiðja reist í Grund arfirði (20). Norðurstjarnan hf. í Hafnarfirði tekur aftur við síld (21). Tveir nýir Stokkseyrarbátar smíð- aðir 1 Stykkis-hólmi (23). Nýtt eldvarnarkerfi sett upp í Menntaskólanum á Akureyri (27). Fullkomin alþjóða flugstöð á Kefla víkurf lugvelli (29). MENN OG MÁLEFNI Helgi Jónasson, kennari, ráðinn fræðslustjóri 1 Hafnarfirði (4). Vilhjálmur Þór athugar lán til land búnaðar í Afríku og Asíu á vegum alþjóðabankans (7). Kona sjómannsins, sem bjargaðist af Ross Cleveland, Rita Eddom, heim sækir mann sinn hér (8.-10.). Mikill fjöldi brezkra blaðamanna kemur til Islands vegna sjóslysanna (8). Eysteinn Jónsson lætur af for- mennsku Framsóknarflokksins. Ölaf- ur Jóhannesson, alþm., kosinn for- maður (10, 11). Kunnur brezikur læknir, dr. Griff- irh Pugh, kemur hingað til þess að kynna hér læknisfræðileg atriði í sambandi við sjóslysin í ísafjarðar- djúpi (13). Per Hækkerup, fyrrv. utanríkisráð- herra Dana, verður gestur á Pressu- ballinu í ár (16). Tveimur ungum íslendingum býðst ársdvöl í Bandaríkjunum á vegum DeWallace-verðlaunasjóðsins (18). Jóhann Ragnarsson, lögfræðingur, hlýtur rétt sem hæstaréttarlögmað- ur (20). íslenzkur togaraskipstjóri, í>or- björn Finnboðason, ráðinn til FAO (21). Frú Giséle Jónsson ver doktorsrit- gerð í vísin-dum við Sorbonne-há- s-kóla (24). Bohdan Wodiczko, hljómsveitar- stjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar á förum til Póllands (24). Gunnar Thoroddsen, sendiherra, ver doktorsritgerð í lögfræði við Há skóla islands (25, 28). Einar Olgeirsso.n á „einingarráð- stefnu* kommúnista í Búdapest (27). Trygve Brattelie, formaður norska Verkamannaflokksins, kemur til is- lands (27). , Biarni Snæbjörnsson, læknir, kjör inn fyrsti heiðursborgari Hafnarfjarð ar (28). Hæstiréttur þyngir dóminn yfir Bernhard Newton, skipstjóra á Brandi GY 111 (28). FÉLAGSMÁL Framhaldsþing ASÍ samþykkir að fresta til hausts ákvörðun um skipu lagsmál sambandsins (2). Guðmundur H. Garðarsson endur- kjörinn formaður V. R. (2). Vaka, félag lýðræðissinnaðra stú- denta mótmœlir auknu flokksræði (3). LÍU upplýsir að ekkert atvinnu- leysi sé meðal sjómanna í Reykja- vík (3). Eðvarð Sigurðsson endurkjörinn formaður Verkamannasambands ís- lands (6). Aukafundur Stéttarsambands bænda haldinn í Reykjavíik (8. 10.) Sálarrannsóknarfélag stofnað á Selfossi (9). Hilmar Guðlaugsson endurkjörinn formaður Múrarafélags Reykjavíkur (13). Fjölmennur bændafundur um verðlagsm-ál í Gaulverjarbæjar- hreppi (13). Félag blaðaútgefenda í Reykjavík stofnað. Sigfús Jónsson kjörinn for- maður (lö). Viðræðunefndir ASÍ og vinnuveit- enda halda fyrsta fund sinn (17). Þing Norðurlandaráðs haldið í Oslo (20). 50. Búnaðarþing hefst í Reykjavík (20). Niðurstöðutölur fjárhagsáætlunar Hafnarfjarðar 90,1 millj. kr. (21). Stúdentafélag H. i. heldur ráð- stefnu um ísland og þróunarlöndin (21). Skólar í Borgarfirði stofna skíða- skóla í Fornahvammi (22). Átök í hreppsnefnd Stykkishólms milli meirihlutaflokkanna þar, Fram sóknar og Alþýðubandalags (23). Norræni sumarháskólinn verður í fyrsta sinn á íslandi á sumri kom- anda (25). Fjölmörg verkalýðsfélög boða verk fall frá og með 4. rnarz n.k. (25 . 29) Kristján Tryggvason kosinn for- maður Kaupmannafélags ísafjarðar (27). Fyrsta ferðamálaráðstefnan, sem Akureyrarbær boðar til, haldin (27). Frú Laufey Jakobsdóttir Kjörin formaður „Vorboðans* í Hafnarfirði (27). Alyktun 3. þings Verkamannasam- bandsins um atvinnuleysisbætur (27). Asgeir Long kosinn formaður Fé- lags kvikmyndagerðarmanna (27). 18. fundur fulltrúaráðs Sambands sveitarfélaga haldinn í Reykjavík (29). Greiðsla atvinnuleysi9bóta stöðva>t, ef til verkfalls kemur (29). BÓKMENNTIR OG LISTIR Þjóðleikhúsið sýnir íslandsklukk- una, eftir Halldór Laxness (4). Komin út ljóðabók á norsku, eftir Jóhannes úr Kötlum (7). Heildarútgáfa á ljóðum Jónasar Svafárs komin út (9). 95 úthlutað listamannalaunum (10). Louisa Matthíasdóttir, listmálari. hlýtur mjög góða dóma í New York (10). Litla leikfélagið sýnir tvo einþátt- unga, .Gömul mynd á kirkjuvegg', eftir Ingimar Bergmann og ,Nýjar myndir', eftir leikarana sjálfa og aðra (10). Oxiford University Press undirbýr útgáfu Sæmundar Eddu á ensku (13) Rithöfundaifélag íslands mótm-ælir frelsisskerðingu rithöfunda í Sovét- ríkjunum (17). Betralaóperan, eftir John Gay, verkefni Herranóttar Menntaskólans í Reykjavlk (18). Listafélag MR heldur sýningu á verkum Jóhanns Briem (21). Verkfræðingafélag íslands gefur út bók um vinnslu sjávarafla (22). Leikfélag Reykjavíkur sýnir sjón- leikinn .Sumarið '37* eftir Jökul Jakobsson (24, 28). Gamanleikurinn .Sláturhúsið Hrað- ar hendur', eftir Hilmi Jóhannesson. mjólkurfræðAng, sýndur í Borgarnesi (26). SLYSFARIR og SKAÐAR Fullvíist er nú, að brezki togarinn Kingston Peridot frá Hull hafi far- izt við Norðurland (1). Hluti af íbúðarhúsi og útihúsi brenna að Öslandi í Þistilfirði (1). Íbúðarhúsið að Dísukoti í Þykkva- bæ brennur (3). Kveikt í sumarbústað í Lækjar- botnum og margir aðrir skemmdir (3). Verbúð í Grandagarði skemmist í eldi. (3). Brezki togarinn Ross Cleveland frá Hull ferst í ísafjarðardjúpi. Aðeins einn maður komst lífs af (6.-10.) Vélbáturinn Heiðrún II frá Bolung arvík ferst í ísafjarðardjúpi með 6 manna áhörfn (6.-9.) Brezki togarinn Notts County GY 643 strandar við ísafjarðardjúp. Einn maður ferst (6.—9.). Snjóflóð fellur á húsið nr. 76 við Suðurgötu á Siglufirði og stórskemm- ir það (6). Miklar skemmdir á háspennulínum á Vestur- og Austurlandi (7). Mjög miklar skemmdir vegna veð- urs á Reykhólum (7, 8.) Sextíu kindur drepast í snjóflóði í Drangsnesi (8). Ver AK 97 skemmist allmikið er eldur kemur upp í bátnum (8). Danska flutningaskipið Hans Sif strandar við Rifstanga (11.-16.) Brezki togarinn Blackburn Rover GY skemmir hafnarmannvirki í Mjóafirði. Fim.m menn ganga af skip inu í Neskaupstað (13). Flugvél frá bandaríska loftferðar- eftirlitinu rennur á flugbraut í hálku og lendir í Skerjafirði (14). 20-30 þús. fuglar dauðir við Axar- fjörð (14). Vélbáturinn Trausti frá Súðavík ferst í róðri og með honum fjórir menn (14.-17.) 18 ær drukkna í fjárþró að Bæ í Skagafirði (14). Islenzkur sjómaður, Valgeir Jóns- son, 25 ára, týnist af togaranum Vík- ingi í Bramenhaven (15). Tveggja ára drengur drukknar í brynningarkeri að Sveinsstöðum í Alftaneshreppi á Mýrum (20). Tveir bræður, Júlíus Tómasson, flugstjóri 31 árs, og Gísli Tómasson, einka-flugmaður, 21 árs, farast 1 flug- silysi á Reykjavíkurflugvelli (20). Gífurlegt tjón á mannvirkjum í mestu vatnavö^tum sunnan lands í manna minnum. Elliðaárnar verða skaðræðisfljót. Vatn streymir inn í tugi húsa á Selfosisi. Bíll hverfur í vatnsflauminum í Borgarfirði. Vega- skemmdir óskaplegar (28. 29). AFMÆLI Félag íslendinga í London 25 ára (3) . Húseigendafélag Reykjavíkur 45 ára (23). Málarameistarafélag Reykjavikur 40 ára (27). Skálafélagið Einherjar á Ísaíirði 40 ára (29). Lúðrasveit Selfoss 10 ára (29). ÍÞRÓTTIR Akureyri vann Reykjavík í bæja- keppni í ísknattleik með 17:0 (6). Björk Ingimundardóttir, Umf. Dag renning, setur íslandsmet í hástökki kvenna 1,50 m. (7). Sveinameistaramót íslands í frjáls íþróttum innanhúss fer fram 1 Reyk- holti (14). Rúmenía vann ísland í tveimur leikjum í handiknattleik karla 17-15 (27) og 23-14 ( 29). ÝMISLEGT Minningarsjóður stofhaður um Þórarin Björnsson, skólameistara (2) islenzki Rauði krossinn aðstoðar bágstadda á Sikiley (2). Yfirmatsnefnd lækkar verðið á landi því í Viðey, sem ríkið kaup- ir, úr 9,73 millj. kr. í 5,1 millj. kr. (4) .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.