Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. MARZ 1968 21 • • * Ornólfur Arnason skrifar um LEIKLIST Absúrdistaleíkhús 2. grein; Uppruni og ættartengsl Sýning Þjóðleikhússins á „Sköllóttu söngkonunni“ eftir Ionesco, í Lindarbæ 1965. Herdís Þorvald sdóttir og Valur Gíslason í hlut- verkum Smith-hjónanna og Brynja Benediktsdóttir sem vinnu- konan. FYRIR mörgum mánuðum gerði ég mig sekan um það að boða af miklum stórhug flokk greina, þar sem ég hugðist færast það í fang að gera nokkra grein fyrir þeirri stefnu eða þeim flokki höf unda, (t.d. Beckett, Ionesco, Ad- amov, Genet, Arrabal, Pinter) sem nefndir hafa verið „absúrd- istaleikhús". Fyrstu greininni, sem ég kallaði „Hlutskipti manns ins án guðs“, hef ég svo ekki fylgt eftir, — fyrr en nú. í henni reyndi ég að lýsa nokk- uð helztu viðfangsefnum ab- súrdista, sem ég skipti í tvo flokka, — fáránleika mannlegs hlutskiptis og fáránleika hvers- dagslífsins og samskipta manna. í þessari grein mun ég hins veg ar aðallega leitast við að rekja ættir absúrdista. Aðferðir og viðfangsefni ab- súrdistaleikhússins standa, eins og öll önnur góð nútímaleiklist, djúpum rótum í jarðvegi fyrri tíma. Framúrstefnuorðið, sem af absúrdistum fer, er fyrst og fremst til komið vegna þess, hvernig þeir fella saman þær gömlu hefðir, sem þeir byggja á. Telja mætti upp fjögur aðal- einkenni absúrdista, sem eru síð ur en svo ný af nálinni, þegar vel er að gáð: 1) „Hreinræktuð" leikbrögð, eins og notuð eru í hringleika- húsum -og revíuim í sýnmgum töframanna, fimleikamanna, nautabana, og síðast en ekki sízt í „mímum“ (látbragðsleik). 2) Trúðar, fíflalæti og geð- veiki. 3) Bullsk'álidgkap (á ensku, nonsense-literature“.) 4) Sögur og sýnir drauma og hugaróra, sem oft hafa tánkræna merkingu. Þessi atriði fléttast iðulega saman, t.d. þannig að trúðalæt- in byggist á bulli engu síður en leikbrögðum. og leikbrögðin hafa táknræna merkingu. Tilhneigingin til hreinræktað3 látbragðsleiks í leikhúsi absúrd- ista er ein hliðin á uppreisn þess gegn bókmenntaleikhúsi. Eitt helzta samkenni absúrdista er einmitt það, að þeir snúa að miklu leyti baki við orðum sem tjáningarmeðali fyrir nokkra dýpri merkinigu. í leikritum Genets fyrri verkum Adamovs, í tilraunum Tardieus við að gera leiklhúsverk úr hreyfingum og tónlist einum saman og í ball- ettum og látbragðsleikjum Bec- ketts oð Inoescos, — finnum við afturhvarf til forns leikhúss án órða. Lítið af fornlatnesku mímun- um bafa geymzt til þessa dags, því að leikurunum var oft að mestu í sjálfsvald sett, hvað þeir sögðu og gerðu innan mjög víðs ramma, og jafnvel það sem á- kveðið hefur verið fyrir fram, þótti hklega of veigalítið til að skrá á bækur. Hins vegar hefur látbragðslistin gengið í lærdóms enfð r og trúðar síðari tíma eru greinilega afkomendur persóna mímanna, t.d. Arlecchino o. fl. trúðar commedia dell'arte og trúðar Shakespeares. Villt hugarflug og gróft látbragð mímanna hefur sennilega gengið i arf frá kynslóð til kynslóðar í þei'm alþýðuleikjum, sem hafa líklega verið vinsælli en bók- mennlaverkin. Á því er enginn vafi, að þöglu kvikmyndirnar á 3. áratug ald- arinnar eru ein helzta fyrirmynd vinn'' ’iragða absúrdistaleikhúss ins. _ ">r sýndu ljóslega sterk, skáld 1 áhrif orðlauss og til- gan ~s 1-tbragðs. Fáir hafa t.d. ’.t á ábrifameiri hátt en Cha spær búin að missa tæknina út úr höndunum á sér. Þegar talmynd- irnar komu, dó þessi tegund gamanleiks út, en önnur afbrigði ruddu sér til rúms, „vaudeville“ eða farsi. Þar bar hæst Laurel og Hardy, W.C. Fields og Marx bræður. í leikstjórnarleiðbein- ingum með „Stólunum" segir Ion esco: „Gamli maðurinn líkir eft- ir febrúarmánuði með því að klóra sér í höfðinu eins og Stan Laurel. „Og Ionesco sagði frum sýningargestum eins verka sinna í Ameríku, að frönsku súrreal- istarnir hefðu alið hann upp, en þeir 3 menn, sem mest áhrif hefðu haft á verk hans, væru Groucho, Chico og Harpo Marx. Trúðar commedia dell'arte og Shakespeares eru sameinaðir í einum helztu forfeðra absúrd- istaleikhússins, Þjóðverjanum Ge or.g Biiohner (1813—1837). Þeg- ar hann lézt 23 ára gamall, skildi hann eftir sig leikrit, sem ber vott um annan eðlisþátt absúrd- ista, leik ofbeldis og geðveikl- aðs einæðis. Það nefndist „Woy zek“, og er það eitt fyrsta leik- rit heimsbókmenntanna, þar sem hrjáður, veiklyndur og hálfgeð- veikur maður, umsetinn hugar- órum, er gerður að söguhetju í harmleik. „Woyzek“ er líka eitt fyrsta nútímaleikritið og hefur orðið vaki margra fyrstu verka Brechts, þýzku expressionist- anna, og ýmissa absúrdista, t.d. Adamovs. í bók sinni „Der Witz und Seine Beziehung zum Unbewusst en“ „(Fyndni og samband henn- ar við dulvitundina), sem út kom árið 1905, sagði Freud m.a. „Tilhneiging til bulls á rætur að rekja til þeirrar frelsistilfinn- ingar, sem við njótum, þegar við getum varpað af okkur spenni- treyju rökvísinnar. „Freud kvað þó þessa ánægju svo niðurbælda meðal fullorðinna borgara í Vín, að varla sæjust hennar nokkur merki, en varð að sækja dæmi hennar til þess gamans barna, að tengja saman orð án þess að þurfa að skeyta um merk- ingu þeirra, og fíflaláta drukk- inna stúdenta. Þetta var skrifað fyrir rúmum 60 árum, — en nú í dag er miklu auðveldara að finna merki bulltilhneigingar hjá fullorðnum og ódrukknum. í bók menntum og leikhúsi gætir æ meiri frjálshyggju til rökvisi. Bullbókmenntir og þvaður- kvæði hafa þó öldum saman veitt mönnum kærkomna hvíld frá rökhyggju lífsins. Bók Ro- berts Benayoun „Anthologie du Nonsense“ hefst á bullskáldskao frá skólaspeki 13. aldar. Þar yrkir t.d. Philippe de Rémi (1250—96) um súrsaða síld, sem stofnaði til umsáturs um borg- ina Gisor, og um gamla skyrtu. sem vildi fá að bera vitni fyrir rétti. Menn hafa gripið til bulls í bókmenntum í öðrum tilgangi en þeim einum að bregða á leik. Með því að sprengja af sér fjötra rökvísi og máls, skekja þeir vanaramma mannlegs hlut- skiptis, og nota sér frelsið einn- ig til að bregða upp líkingum. Það er ekki nein tilviljun, að frægasti bullhöfundur á enska tungu, Lewis Carroll (höfundur Lísu í Unidralandi, skylidi vera rökfræðingur og stærðfræðingur. Hann, Edward Lear og Christi- an Morgenstern eru hinir merk- ustu af fjölda höfunda, sem næstum eingöngu hafa fengið út rás í bulli. Ogrynni annarra skálda, sem þekktari eru fyrir alvarlegan skáldskap, hafa ort nokkur bullkvæði, m.a. Samuel Johnson, Keats, Byron og Vict- tor Hugo. Ameríski höfundur- inn Ring Lardner (1885—1933) skrifaði mörg bullleikrit, sem líkt hefur verið við verk dada- istanna, en eru þó alveg í anda engilsaxnesks bullskáldskapar. Oft er erfitt að greina milli draumleikja og skáldlegrar túlk unar raunveruleikans í leikhúsi. Þáttur drauma í leikhúsi er oft- ast táknræn líking raunveru- leikans. Notkun drauma og hug- aróra er gömul í leikbókmennt- um, og þegar kemur fram á tíma Shakespeares, virðist enskt leik hús stundum mótast af svipaðri afstöðu og Genet, þ.e. að ver- öldin sé speglasalur eða leiksvið og lífið draumur. Atburðarammi margra verka Shakespeares, einkum gamamleikjanna, líkist helzt draumi. Þá gætir draum- líkingar í Jeppa á Fjalli eftir Holberg, og draumurinn er mis'kunnarlaus og gróf- ur. Þegar dregur nær okkar tíma, verða draumlíkingar enn algengari, svo sem í Pétri Gaut Ibsens, og ekki síður í verkum Strindbergs, sem varð fyrstur til að sviðsetja drauma í anda nú- tímasálfræði. Tveir rithöfundar óbundins máls í upphafi þessarar aldar hafa öðrum fremur haft áhrif á hugmyndir og vinnubrögð ab- súrdista. Það eru írinn James Joyce og tékkneski gyðingur- inn Franz Kafka. Joyce gerði í meistaraverki sínu „Ulysses“ al- gera uppreisn gegn flestum bók menntahefðum, svo sem tímaröð í frásögn, og stíll verksins er í raun og veru hinn sami og ðraum leikrits. Joyce, Kafka, Dostojev ski og Strindberg notuðu allir þá aðferð að kafa í djúp eigin sálar til að finna mismunandi vel duldar hvatir og angist, sem þýðingu hafi fyrir almennan skilning á mannlífmu. Sýninig leikhúsverks þess, sem Anidré Gide og Jean-Louis Barr- ault sömidu upp úr skáldsögu Kafkas ,.Málssókninni“ árið 1947 í París, var kannski merkasti fyr irrennari absúrdistaleikhússms, enda að efniviði og vinnubrögð- um hreinræktað absúrdverk. Við sviðsetningu martraðar Kafkas sameinaði Barrault hefðir trúða- leiks, bullbókmennta og draum- sýna, ásamt þeim hugmyndum, sem hann hafði vaxið upp í und- ir handleiðslu Artauds í „leik- húsi grimmdarinnar“. Segja má að „Málsókn“ Barraults hafi ver ið helzti tengiliður og samein- andi forfeðranna og absúrdista- leikihúss nútímans. Upphaf þeirra tilrauna með nýjar hugmyndir og vinnubrögð í leikhúsi, sem urðu að veru- leika með „Málsókninni" og fyrstu sýningum á verkum absúrdistanna, má kannski tíma- setja við frumsýningu „Ubu Roi“ (Ubu konungs) eftir Alfred Jarry árið 1896. Ubu eih villi- mannfeg skopmynid af heimskum, sjálfselskum smáborgara, séðum gegnum miskunnarlaus augu skóladrengs (Jarry skrifaði fyrstu gerð leikritsins 15 ára gamall til háðungar kennara sín um). En þessi persónugerfingur ágirndar og hugleysis er meira en venjuleg þjóðfélagsádeila. Hann er hrollvekjandi ímynd dýrseðlis mannsins, grimmdar hans og miskunnarleysis. Ubu gerist konungur í Póllandi, drep ur menn eða pyndar, og er að síðustu hrakinn úr landi. Hann þótti ótrúlega ógeðslegur og ýktur árið 1896, en engum hefði ofboðið hann sem lýsing á eðli mannsins árið 1945, enda er „Ubu Roi“ sýndur um alla-Vest- urálfu nú á tímum, þótt hann fengi kafear viðtökur á sínum tíma og Jarry létist 34 árá gam- all árið 1907, án þess að hljóta nokkra viðurk'mningu. Þótt Bertolt Brect sé áreiðan- lega höfuðspámaður flestra þeirra nútímahöfunda, sem ekki aðhyllast leikhús absúrdista, er hann engu að síður einn af lærifeðrum absúrdista og nokk- ur verka hans eru mjög í anda þeirrar stefnu. Til dæmis fjallar leikrit hans , Tm Dickicht der Stadte“ (í frum'skógi borganna). sem skrifað er 1911—23, ekki aðeins um það, hve ómögulegt er að greina orsakir mannlegra athafna (eins og Pinter fæst einkum við að lýsa), heldur einn ig hinar tregu samgöngur m.illi manna, sem eru helzta viðfangs efni Becketts, Adamovs og Ion- escos. í „Mann Ist Mann“ (1924 —25) notar Brecht tækni „mus- ic hall“ befðarinnar við að Framlhald á bls. 13 stóiska ró mannsins and Fáránleiki mannlegs hlutskiptis:„Beðið eftir Godot“ eftir Beckett, í Iðnó leikárið 1959—60. Tal- vélvæddri veröld, sem er ið frá vinstri: Guðmundur Pálsson (Lucky), Brynjólfur Jóhannesson (Vladimir), Árni Tryggva- son (Estragon) og Flosi Ólafsson (Pozzo).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.