Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.03.1968, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUK 29. MARZ 1968 15 finnsku á efniviði. Samvinna fé- laganna á Norðurlöndum var rædd og ferðir Norðurlanda- fólks til þróunarlandanna, sem mikill áhugi virðist fyrir. Þá voru á dagskrá sumarnámskeiðin 1967 og 1968, Sameinuðu þjóðar frímerkin, samvinna við blöðin, samskipti við aðalstofnunina og margt fleira. Ritarar félaga Sameinuðu þjóðanna og forstjóri upplýsingaskrif stofunnar í Kaupmannahöfn. — Talið frá vinstri: Lars Eriksson frá Svíþjóð, Hilkka Pietila frá Finnlandi, Dik Lehmkuhl frá upplýsingaskrifstofu Norðurlanda, Guðrún Erlendsdóttir frá ísiandi, Annette Angelius frá Dan- mörku og Anders Guldvik frá Noregi. Noröurlandafélög Sameinuðu þjóöanna ræöa mannréttindaárið Dagana 7. og 8. marz var hald- in í Reykjavík ráðstefna allra ritara Félags Sameinuðu þjóð- anna á Norðurlöndum og aðstoð- arfólks þeirra. Er það í fyrsta skipti sem slík ráðstefna er hald • in hér á landi. Á ráðstefnu þess- ari mætti forstójri upplýsinga- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna fyrir Norðurlönd, Dik Lehm- kuhl, sem er Norðmaður. Fundirnir voru haldnir á Hót- el Loftleiðir og þar ræddu fund- armenn við fréttamenn blaða Dg útvarps. Ármann Snævar, há- skólarektor og formaður SÞ- félagsins á íslandi, kynnti fund- armenn, og skýrði frá starfsemi félaga þeirra á Norðurlöndum, sem eru áhugamannafélög og starfsemin í tengslum við Sam- einuðu þjóðirnar. Vinna félögin einkum að kynningu á samtök- unum. Þessi félög voru stofnuð fljótlega eftir tilkomu Sam- einuðu þjóðanna eða í Noregi árið 1946, Finnlandi 1954, Dan- mörku 1947, Svíþjóð 1946 og hér á landi 1948. Þess má geta að fyrsti formaður félagsins hér var Ásgéir Ásgeirsson, núverandi for seti lýðveldisins. Norrænu Sam- einuðu—þjóða—félögin hafa sam . starf sín á milli og hafa aðal- ritarar þeirra haft með sér fundi síðan 1955 á Norðurlöndunum á víxl.. Guðrún Erlendsdóttir hrl, sem er ritari Félags Sameinuðu þjóðanna hér á landi, hefur sótt ráðstefnurnar seinustu 2 árin. Samskonar félög Sameinuðu þjóðanna eru til um allan heim, og hafa þau haft samband sín á inilli síðan 1947. Þess má geta, að í sáttmála Sameinuðu þjóð- anna segir a’ð meðlimaríkin skuli styrkja útbreiðslustarfsemi í löndum sínum. Fá Norðurlanda- félögin verulegan styrk til slíks. Islenzka félagið fær aðeins 10 þús. kr. á ári til starfsemi sinn- ar. Er nú ætlunin að reyna að auka meðlimatöluna, sem er að- eins 50—60 manns. Mun á næst- unni verða stofnað til aðgerða til að fjölga meðlimum. Eru lagðir fram listar í því skyni í 3 bókaverzlunum: hjá Eymund- sen, Snæbirni Jónssyni og í Bók- sölu stúdenta. Vitað er að rikj- andi er mikil vinsemd meðal fólks í garð þessarar starfsemi og talið að aukin félagatala yrði mikill styrkur fyrir félagið. Ár- gjaldið, sem er 100 kr., ætti ekki að fæla þar frá. Ein upplýsingaskrifstofa fyrir Norðurlönd. Dik Lehmkuhl, forstjóri upp- lýsingaskrifstofunnar, kom í fyrsta skipti til íslands til að sækja þessa ráðstefnu, en fyrir- rennarar hans, Hugh Williams og að sjálfsögðu Ivar Guðmunds son, komu hér oft. Kvað hann upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn vinna að því að knýta nánari böndum það fólk, sem að út- breiðslu Sameinuðu þjóðanna vinnur, taka upp mál sem allir eru að fást við, og auka norr- æna samvinnu um þessi mál og jafnframt alþjóðlega. Sameinuðu þjóðirnar hafa sterka upplýs- ingaþjónustu. Um 50 skrifstofur eru reknar víða um heim. Þær fyrstu voru settar á stofn í New York og London. í skrifstofunni í Kaupmannahöfn, sem annast út breiðslustarfsemina fyrir Norður löndin öll, starfa 5—6 manns. Verkefnin vaxa en fjárframlög eru takmörkuð, sagði Lehmkuhl. Þannig verður fé það sem við höfum til umráða í rauninni allt af verðminna. Án Sameinuð: þjóða félaganna í löndunum sjáflum gætum við því ekki gert það sem við gerum. Við reyn- um að gefa út upplýsingaefni, hnoðum þannig boltann og lát- um hann velta af stað. Maður lærir það við að koma í lönd- in, þar sem engin slík starfsemi er til, hve geysilega mikilvægt þetta er. Og að hægt er að reka eina upplýsingaskrifstofu fyrir þessi fimm lönd, sýnir hve þessi lönd standa nærri hverju öðru. Loks gat Lehmkuhl þess, að á leið sinni til íslands hefði hann í fyrsta sinn komið til Færeyja, en þár væri mikill á- hugi á að efna til Sameinuðu þjóðafélags og koma til sam- vinnu við hin félögin. Útbreiðslustarfsemi gegnum fé- lagasamtök. Anders Guldvik, ritari SÞ fé- lagsins í Noregi, lagði áherzlu á að félagið í Noregi ynni fyrs og fremst að því að reka upp- lýsingastarfsemi um Sameinuðu þjóðirnar og tengdar stofnanir, ekki hvað sízt að kynna þau mál sem ekki eru pólitísk og því á oddinum í heimsfréttunum. T.d. væri almenningi ekki svo kunnugt um að meira en helm- ingurinn af starfsfólki stofnun- arinnar vinnur ekki að stjórn- málalegum deilumálum heldur öðru, eins og t.d. þróunarmálum o.fl. Eins legði norska félagið, eins og önnur slík, áherzlu á að gefa hlutlausar upplýsingar ekki reka áróður, en veita upp- lýsingarnar svo fólk geti sjálft myndað sér skoðun um málið. Norska félagið starfar á þann hátt að hafa samband við alls konar félagshópa, trúarfélög, stjórnmálafélög o.s.frv. og rekur útibreiðslustarfsemi í gegnum þau. Annette Angelius, ritari SÞ félagsins í Danmörku skýrði m.a. frá fyrirhuguðu sumarnámskeiði sem halda á,-í Danmörku næsta sumar varðandi Sameinuðu þjóð- irnar. íslendingar hafa ekki fyrr tekið þátt í slíkum námskeiðum, en nú á að leggja áherzlu á að þeir verði með. Mikil kynningarstarfsemi um mannréttindi. Lars Eriksson, ritari SÞ félags ins í Svíþjóð skýrði frá því, að þar í landi væru um 150 félaga- samtök í sambandi við sænska SÞ félagið. Hefði félagið snúið sér til þeirra í sambandi við mann- réttindaárið, og einnig til skól- anna. SÞ félagið veitir aðstoð með upplýsingum, skipulagningu og efni til að vinna úr og hafa þegar verið gefnir út bæklingar í því skyni, sem gefnir eru eða seldir. Einnig er náð til fólks- ins um mannréttindamál gegnum blöð og útvarp. Verða í haust í sænska útvarpinu 10 dagskrár og tvær í sjónvarpi. En aðal- áherzlan verður lögð á kynningu á mannréttindasáttmálanum í haust, frá Sameinuðu þjóða deg- inum 4. oktober til 10. desem- ber, sem er dagur sáttmálans. Finnski ritarinn Hilkka Piet ila sagði að SÞ félagið í Finn- landi starfaði með líkum hætti og hin. Samband væri haft við 80 félög í landinu, sem gæfu tækifæri til útbreiðslustarfsemi. Lagði hún áherzlu á nauðsyn þess að koma á framfæri upp- lýsingum um SÞ, til að fólk gæti skilið hva'ð samtökin geta gert og hvað ekki. Víða um lönd segir fólk, að Sameinuðu þjóð- irnar hafi ekki gert þetta og ekki hitt. En fyrir því fólki þurfi að útskýra hvar takmörk- in liggja, Sameinuðu þjóðirnar geti ekki gert neitt meira en meðlimaþjóðirnar sjálfar hafa getu eða vilja til að gera. 3 GÓÐAR FERMINGARGJAFIR FRA KODAK Kodak Instamatic 25, kr. 497.00 Kodak Instamatic 104, || kr. 994.00 É Kodak Instamatic 224, kr. 1629,00 Þrjár Instamatic myndavélar, sem allar nota nýju flash- kubbana og hin auðveldu Kodak-filmuhylki. Allar vélarnar eru fáanlegar í gjafakössum. Smellið hylkinu festið flashkubbinn og takio fjorar í vélina, flashmyndir án þess að skipta um peru. HANS PETERSEN SIMI 20313 - BANKASTRÆTI 4 Fundir ritara sameinuðu þjóð- anna á íslandi stóðu í tvo daga. Rædd voru ýmis mál, svo sem yfirstandandi mannréttindaár og hvað félögin ætla að gera í því sambandi með útgáfu- starfsemi, fyrirlestrahaldi o.s. frv. Þá var rædd útgáfustarfsemin og þýðingar yfir á íslenzku og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.