Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 1
28 SIÐUR 81. th!. 55. árg. ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 Prentsmiðja Morgunblaðsins. U Thant á 20. mannréttindaráðstefnu SÞ: Kynþáttanisréttíi er ai verða stærsta vandamál mannkynsins Teheran, 22. apríl — NTB-AP í DAG hófst í Teheran tutt- ugasta mannréttindaráðstefn an, sem haldin er á vegum Sameinuðu þjóðanna og sitja hana að þessu sinni um tvö þúsund fulltrúar frá 71 ríki og 52 samtökum. Tilgangur jVeikiall út aí 25 auium London, 22. apríl — NTB IFLUGFREYJUR og brytar i I flugvélum BEA gerðu verk- fall í dag, mánudag, og stöðv- uðu ferðir farþega í 76 flug- I 1 vélum á Lundúnaflugvelli, j i af þeirri ástæðu, að tebollinn j í matsölustað þeirra hafði hækkað um fjárupphæð, er , nemur 25 aurum íslenzkum. ) ’ Ur'ðu fjögur þúsund farþeg- . i ar að sitja klukkustundum J Framhald á bls. 27. ráðstefnunnar er að þessu sinni. að leita ráða til þess að útrýma hvers kyns mis- rétti vegna kynþátta- og lit- arháttar — en framkvæmda- stjóri S.Þ.. U Thant lýsti því vfir við setningu ráðstefn- unnar, að kynþáttamisréttið væri að verða alvarlegasta vandamálið sem mannkynið hefir nokkru sinni átt við að stríða. Ráðstefnan. sem gert er ráð fyrir, að standi í þrjár vikur, hófst með ræðum íranskeisara og U Thants, en forseti hennar var kjörinn systir keisarans, Ashraf prinsessa. í upphafi dag- skrár var dr. Martins Luthers Kings minnzt með því, að allir viðstaddir risu úr sætum og höfðu einnar mínútu þögn. Les- in voru ávörp og kveðjur frá fjölmörgum leiðtogum ríkja og samtaka um allan heim, m. a. Páli páfa, Joímson, Bandaríkja- forseta og Alexei Kosygin, for- sætisráðherra Sovétríkjanna. í ræðu sinni ræddi U Thant ýtarlega um kynþáttavandamál- in á hinum ýmsu stöðum í heim inum, meðal annars Apartheid- stefnu Suður-Afríkustjórnar, sem hann sagði augljóst og al- gert brot á mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sagði fram kvæmdastjórinn að nú yrði í eitt skipti fyrir öll að binda enda á nýlendustefnu, kynjþáttamis- rétti og hvers konar brot önnur Fram'hald á bls. 27. U Thant Forsœtisráðherrafundur Norðurlanda: Kannaðir möguleikar á aukinni efnahagssamvinnu Norðurlanda Kaupmannahöfn, 22. apríl NTB Á FUNDI forsætis?áðherra Norðurlanda, sem hófst i morg- un í ráðhúsinu á Friðriksbergi, komust ráðherrarnir að sam- komulagi um að skipa sérfræð- inga til þess að útbúa og leggja Olympíunefnd endurskoðar ákvörð un um þátttöku S-Afríku í Mexíkó — Fulltrúi S-Afríku lýsir vantrausti á framkvœmdaráð Ólympíunetndar Lausanne, Sviss, 22. aprríl 4 FRAMKVÆMDARAÐ Al- þjóða Olympíunefndarinnar, C. I. O., samþykkti á sunnudag að loknum tveggja daga umræðum að það væri „í hæsta máta ó- hyggilegt" fyrir fulltrúa Suður- Afríku að mæta tU Olympíuleik- anna í Mexíkó í október n.k. Oskar framkvæmdanefndin eft- ir því að Olympíunefndin greiði atkvæði á ný um það hvort Suður-Afríku skuli heimilt að senda flokk keppenda til Ieik- anna. 4 Er þessi ákvörðun fram- kvæmdaráðsins tekin vegna mikillar óánægju annarra aðild- arrikja með samþykkt Olympíu nefndarinnar frá því í febrúar sl. um að heimila Suður-Afríku þátttöku i leikunum. Hafa rúm- lega 40 riki tilkynnt að þau muni ekki senda lið til leikanna I nema ákvörðuninni um aðild Suður-Afríku verði breytt. | 4 Formaður Olympíunefndar ! Suður-Afríku, Frank Braun, hef- ur lýst þvi yfir að hann harmi þessa ákvörðun framkvæmda- ráðs CIO. Segir hann að sam- þykkt ráðsins sé sama og fyrir- mæli til fulltrúa Alþjóða Olympíunefndarinnar um að afturkalla boð til Suður-Af- ríku um þátttöku. Suður-Afríku var neitað um þátttöku í Olympíuleikunum í Tókíó 1964 vegna Apartheid- stefnu ríkisstjórnarinnar. Var þessi neitun tekin til endur- skoðunar í sambandi við Vetr- arolympíuleikana i Grenoble x vetur, og þá talið að nokkrar breytingar til batnaðar hefðu Framhald á bls. 10. fram hugmyndir og tillögur með það fyrir augum að auka sam- skipti Norðurlandanna í efna- hagsmálum. Meðal mála, sem þarf kæmu til greina, væri samræming tollaákvæða — eða með öðrum orðum, hvort hugsanlegt er að mynda einsk/m ar tollabandalag Norðurlanda. Engin samþykkt var gerð á fund inum þar að lútandi og það verður ekki fyrr en fyrir liggja tillögur sérfræðinga um það, hvernig hugsanlegt er að fram- kvæma þetta, sem hin pólitísku yfirvöld í hverju landanna um sig taka afstöðu til þeirra og ein stakra atriða málsins. Fundinn sátu forsætisráðiherr- arnir Hilmar Baunsgaard, Per Borten, Mauno Kaivisto og Tage Erlander, utanríkisráð- herrarnir Paul Hartling, John Lyng, A'hti Karjalainen og Tor- sten Nilson og samvinnumála- ráðherrarnir fjórir Nyboe And- ersen, Kare Willcah, Grels Teir Framhald á bls. 27. Klofningur í brezka Ihaldsflokknum — Umdeilt lagafrumvarp um kynþátta- jafnrétti afgreitt í dag London, 22. apríl (AP-NTB) MIKILL ágreiningur er ris- inn innan íhaldsflokksins brezka um kynþáttamál. Or- sök ágreinings er aðallega ræða, sem Enoch Powell, talsmaður flokksins á þingi í varnarmálum, flutti í Birm ingham á laugardag Hvatti Powell í ræðunni til að mjög yrði takmarkaður fjöldi inn- flytjenda til Bretlands frá Afríku- og Asíulöndum. Powell hefur verið einn af leiðtogum íhaldsflokksins og átt sæti í „skuggastjórn“ flokks- ins svonefndri, en í Bretlandi er það siður stjórnarandstöðunn Framhald á bls. 17. Samsæri um morðið á dr. King? Vitni ber að leigumorðingi hafi verið fenginn til að ráða blökkumannaleiðtogann af dögum Pedro Ramirez Vasquez forseti undirbúningsnefndar Olympíu- lelkanna í Mexikó í haust sat fundi framkvæmdaráðs Alþjóða Olympíunefndarinnar í Lausanne um helgina. Hér er hann að ræða við fréttamenn áður en fundirnir hófust. New York, 22. april (AP— NTB). Bandaríska ríkislögreglan, FBI, hefur snúið sér til lög- regluyfirvalda í Kanada og Mexíkó og beðið um aðstoð við leitina að James Earl Ray, sem eftirlýstur er vegna morðsins á dr. Martin Luther King fyrir nokkru. Hefur ekkert til Ray spurzt í nokkra daga, og óttazt að hann kunni að hafa komizt úr Iandi. Mairgt þykir nú benda til þess að Ray hafi ekki verið einn að verki við morðið á dr. King, og í ákæruskjali FBI er hann sakaður um sam særi. Heyrzt hefur einnig að Ray hafi verið leigumorðingi, keyptur til að fremja ódæð- ið. Bandaríska vikuritið Time segir í dag að maður nokkur í Memphis, borginni þar sem dr. King var myrtur, hafi skýrt fulltrúum FBI frá því að hann hafi hlustað á kaup- sýslumann nokkurn í Memp- his fyrirskipa öðrum manni að skjóta dr. King til bana á Framhald á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.