Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 3 231 tékki innistæðu- lausir á einum degi LAUGARD. 20. þ.m. fór fram við ávísanaskiptadeild Seðla- skyndikönnun á innstæðulaus- banka íslands. um tékkum við banka og spari- Er þetta í 17. skipti sem Seðla sjó'ði í Reykjavík og nágrenni. bankinn stendur fyrir skyndi Niðurstaða skyndikönnunar þess könnun innstæðulausra tékka arar var sú, að 231 tékki reynd- rúmum 4 árum. ist án innstæðu að fjárhæð sam- Hér eftir fara niðurstöðm tals kr. 1.509.000,- — og er það allra skyndikannana, sém fran 0,79% af heildarveltu dagsins hafa farið til þessa: velta Innstæðulaust: f jöldi (í milllj. kr.) í millj. kr.) 0/1000 af v. tékka: 9. nóvember ’63 133 5.8 43.61 210 21. febrúar ’64 162 1.3 8.02 127 4. júlí ’64 131 1.4 10.69 158 18. júlí ’64 117,9 0.808 6.85 105 24. október ’64 122,5 1.092 8.91 131 25. febrúar ’65 113,9 0.557 4.89 91 14. september ’65 213 1.487 6.98 133 4. nóvember ’65 235 1.525 6.49 168 20. nóvember ’65 190,8 1.179 6.17 164 19. marz ’66 169,2 0.906 5.35 133 25. júní ’66 213,8 2.247 10.50 200 7. október ’66 292,6 2.071 7.08 207 26. nóvember ’66 214,6 1.863 8.68 178 18. febrúar ’67 202,5 2.712 13.34 210 19. júlí ’67 261 1.693 6.49 344 9. nóvember ’67 255,7 0.939 3.07 180 20. apríl ’68 189,2 1.509 7.92 231 Loftleiðir verðo nð hættn flug- ferðum til Amsterdom og Helsinhi LOFTLEIÐIR hætta 1. maí að fljúga til tveggja borga, sem fé- lagið hefur haft áætlun til í 7-8 ár. Það eru borgirnar Amster- dam í Hollandi og Helsinki í Finnlandi. Stafar þetta af því, að erfitt reynist að samræma þetta takmörkunum þeim, sem félaginu hafa verið settar í samn ingum um lendingarleyfi fyrir Rolls Roys flugvélarnar. Loftleiðir hafa flogið vikulega til Finnlands síðan í apríl 1960 og hafa starfað hjá félaginu sér staklega finnskar flugfreyjur vegna farþega þaðan. Til Amster dam hafa Loftleiðavélar komið síðan í maí 1959. Verða farþeg- ar, á þessum stöðum, sem ætla með Loftleiðum, að fara til Lux- emburgar eða Stokkhólms í veg fyrir flugvélarnar. En söluskrif- stófur verða áfram reknar í þess- um borgum, þó beint flug þang- að leggist niður. Minnir þessi ísjaki ekki dálítið á ísbjörn ,sem er að rísa úr hafi og herðakambur kominn upp? Myndina tók Hallgrímur Trygg- vason neðan við Efri Dálksstaði á Svalbarðsströnd á annan páska dag. Hann kallar myndina Hafí sskúlptúr. Námskeiö á vegum Sam- bands ísl, sveitarfélaga — Mörg sveitarstjórnarmálefni tekin til umrœðu Skólasýning- unni í Asgríms- solni nð Ijúkn SKÓLASÝNIN GUNNI í Ás- grímssafni sem opnuð var 11. febrúar lýkur sunnudaginn 28. apríl ,og verður safnið þá lok- að um tíma meðan komið verð- ur fyrir næstu sýningu þess, sem er hin árlega sumarsýning Ásgrímssafns. Einnig vegna lag færinga í safninu. Fjöldi nemenda úr skólum borgarinnar, nærsveitum og kaupstöðum, skoðuðu skólasýn- inguna. Þessi sýning er með öðru sniði en áður hefur verið. í vinnusal Ágsríms Jónssonar eru eingöngu sýndar myndir frá Húsafelli og meginuppistaðan Húsafellsskógur, málaður í margskonar veðrabrigðum. Sýningin er öllum opin þriðju daga, fimmtudaga og sunnudaga frá kl. 1.30—4. Skólar geta pant að sértíma í síma 14090 og 13644. Kvikmyndir frá Finnlandi FINNSKI sendikennarinn við háskólann, Huha K. Peura sýnir kvikmyndir frá Finnlandi, mið- vikudaginn 24. apríl kl. 20.15 í fyrstu kennslustofu Háskólans. Ollum er heimill aðgangur. (Frétt frá H. í.) FRÆÐSLUNAMSKEIÐ um sveitarstjórnarmál sem fram fer á vegum Sambands ísl. sveitar- félaga hófst í Tjarnarbúð í gær- morgun. Páll Líndal, formaður sambandsins setti námskeiðið með stuttu ávarpi, en síðan flutti Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra ávarp, en Páll Líndal formaður Sam- bands ísl. sveitarfélaga. A bak við hann situr varafor- maður sambandsins, Ólafur G. Einarsson sveitarstjóri. Hjálmar Vilhjálmsson ráðu- neytisstjóri flutti erindi um sam skipti sveitarstjórna við æðri stjórnvöld og Ölvir Karlsson oddviti erindi um framkvæmd sveitarstjórnarmálefna í dreif- býli. Snæddu siðan þátttakend- ur í námskeiðinu hádegisverð í boði sambandsins en eftir há- degi í gær flutti svo Sigurbjörn Þorbjörnsson rikisskattstjóri er- indi um hugmyndir um stað- greiðslukerfi opinberri gjalda, Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri erindi um Skólakostnaðarlög og framkvæmd þeirra, Sigurður Þorkelsson fulltrúi erindi um skólahverfið og fræðsluhéruð, Gísli Kristjánsson ritstjóri bún- aðarblaðsins Freys erindi um forðagæzlu og Unnar Stefánsson ritstjóri Sveitarstjórnarmála er- indi um samstarf sveitarfélaga og horfur á sameiningu. Fræðslunámskeið þetta er fyrsta fræðslunámskeiðið sem Samband ísl. sveitarfélaga gengst fyrir og ætlað er fyrst og fremst sveitarstjórnarmönnum í dreif- býli. Rúmlega 40 sveitarstjórnar menn, flestir oddvitar, taka þátt í námskei'ðinu, og eru þeir víða að af landinu, m.a. frá Grímsey. Áður hefur Samband isl. sveitar- félaga gengizt fyrir nokkrum fræðslunámskeiðum og þar m.a. verið tekin fyrir skipulagsmál bæjarfélaga, fjármál bæjarfé- laga o. fl. Námskeiðinu verður haldið áfram í dag og á morgun. I dag mun Guðjón Hansen tryggingafræðingur flytja er- indi um Almannatryggingar, einkum sjúkrasamlög og héra'ðs samlög, Dr. Sigurður Sigurðsson landlæknir flytur erindi um læknaþjónustu í dreifbýli, Magn ús E. Guðjónsson framkvæmda- stjóri flytur erindi um Lánasjóð sveitarfélaga og Bjargráðasjó'ð íslands, Valdimar Óskarsson skrifstofustjóri flytur erindi um nýja fasteignamatið, Klemens Tryggvason hagstofustjóri flytur erindi um samskipti sveitar- stjórna við Hagstofu íslands, Ingimar Jónsson deildarstjóri flytur erindi um þjóðskrána og sveitarfélögin og Hrólfur Ást- valdsson viðskiptafræðingur flytur erindi um bókhald sveit- arfélaga. Á miðvikudaginn lýkur svo námskeiðinu. Þá flytur Ásgeir Ólafsson forstjóri erindi um brunavarnir í sveitum, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi erindi um félagsbeimili, Birgir Kjaran form. Náttúruverndarráðs erindi um náttúruvernd og sveitar- stjórnir, Stefán Júlíusson for- stöðumaður Fræðslumyndasafns ríkisins erindi um kvikmynda- sýningar í sveitum, Guðmund- ur G. Hagalín rithöfundur er- indi um sveitarbókasöfn og hér- aðsbókasöfn og Vigfús Jónsson oddviti erindi um framkvæmd sveitarstjórnarmálefna í kaup- túnahreppum. Að erindunum loknum mun síðan fara fram umræðufundur þátttakenda um efni og árangur námskeiðsins og verða um það mál tveir framsögumenn úr hópi þáttakenda. Páll Líndal, formaður sambandsins, mun síðan slíta námskeiðinu. Merkjasola Hringsins í Hafn- arfirði síðasla vetrardag - NÝLEGA var haldinn aðalfund- ur Kvenfélag.sins Hringsins í Hafnarfirði. Fram fóru venju- leg aðalfundarstörf. Frú Sjöfn Magnúsdóttir flutti skýrslu stjórnarinnar og kom þar fram, að starfsemi félagsins hefur ver- ið með blóma og fjárbagur mjög góður ■ á árinu. Megin verkefni félagsins er, að kosta börn til sumardvalar að Glaumibæ í Hafnarfirði, en dvalarheimilið er rekið af 12. marz barnaiheimilis- nefnd. Nú síðasta vetrardag áformaði félagið að efna til merkjasölu og verða merkin seld á götum bæjarin-s þann dag allan. Ennfremur mun félagið stofna til tízkusýningar hinn 19. maí n. k. í Alþýðuihúsinu í Hafnarfirði. Þessi skemmtun er orðin fastur árlegur liður í starfsemi félags- ins og er þá jafnan haldin í marz, efi var frestað að þessu sinni vegna verkfallsins. STAKSTEII\IAR Vikið frd f gær var frá því skýrt, a3 Edward Heath, leiðtogi brezka íhaldsflokksins hefði vikið En- och Powell, talsmanni flokksins í varnarmálum úr skuggaráðu- neyti sínu, vegna ummæla hans um bann við innflutningi litaðs fótks til Bretlands. Þessi atburð- ur sýnir glögglega þá sterku hefð, sem ríkir í brezkum stjóm málum og felur það í sér að málefnin ráða en ekki persónu- legar vegsemdir. Það er að vísu sjaldgæft að leiðir skilji með þeim hætti, að ráðherra eða með limi skuggaráöuneytis sé vikið frá, en hins vegar er það mjög algengt að t.d. ráðherrar segi af sér ráðherradómi vegna málefna ágreinings við forsætisráð- herra eða rikisstjórnina. Eitt frægasta dæmi um slíkt er vafa laust afsögn Anthony Edens úr ríkisstjórn Neville Chamberlains á árunum fyrir heimsstyrjöldina síðari vegna þess, að Eden var ekki ánægður með stefnu Chamb erlains gagnvart einræðisherrun um á meginlandi Evrópu. Einnig vakti mikla athygli er Aneurin Bevan hinn glæsti leiðtogi vinstra arms Verkamannaflokks- ins sagði sig úr ríkisstjórn Att- Iees (og Harold Wilson með hon um). Ráðherrar sem segja af sér vegna málefnaágreinings þýkja menn að meiri á eftir og oft verður afsögn þeirra til þess, að auðvelda þeim síðar leiðina til aukinna áhrifa í brezkum stjórnmálum. Afsögn Georgs Browns sem utanríkisráðherra Breta hefur hins vegar verið gagnrýnd, vegna þess að menn eiga erfitt með að koma auga á þann málefnaágreining, sem Brown telur að hafi ráðið afstöðu sinni — en ekki erfiðir skaps- munir. Gæti þetta gerzt hér? Að þessari brezku hefð er vik- ið vegna þess, að hún sýnir glögglega hve málefnaleg brezk stjórnmál raunverulega eru og það sérstæða einkenni veldur heil brigðara andrúmslofti í brezkum stjórnmálum en víða annars stað ar. Um leið vaknar sú spurn- ing, hvort atburðir sem þessir gætu gerzt hér og er þá ekki endilega átt við ríkistjórnir held ur og önnur trúnaðarstörf. Oft á tíðum er þörf breytinga í opin- berum trúnaðarstöðum öllum augljós, en hins vegar veigra menn sér mjög við því að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að koma þeim breytingum fram. Það er ekki sízt fámenn- ið og af þeim stfkum návígið hér á landi, sem veldur því, að breyt ingar verða oft ekki fyrr en eftir dúk og disk. Þau firn að menn segi af sér vegna málefna- ágreinings þekkjast yfirleitt ekki á þessu landi. Þeir sem einu sinni hafa tekið að sér opinber trúnaðarstörf hafa um of til- hneigingu til að halda sem lengst í þau störf. Það er fátítt að menn láta af slíkum störfum, nema þeir séu til þess knúnir. Allt veldur þetta því, að óheil- brigt andrúmsloft skapast í op- inberu lífi. Óánægja safnast upp og vegna þess, að henni er ekki veitt útrás með nauðsynlegum breytingum spillir hún smátt og smátt andrúmsloftinu og veldur því að stjórnmál og önnur mál þeim skyld koðna um of niður í málefnasnauð persónuleg átök. Við getum margt af Bret- um lært m.a. Það að málefnin eiga að ráða en ekki smásmugu leg persónuleg viðhorf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.