Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRlL 1968 27 26 fóiust í fellibylnum Þessi mynd var tekin sl. laug ardag í Greenwood í Arkans- as, eftir að fellibylur hafði 1 gengið yfir borgina, orðið 26 I manns að bana og valdið að | minnsta kosti 300 manns meiðslum. Stormurinn mynd- aði 400 metra eyðileggingar- helti þvert gegnum bæinn og eyðilagði f jölda bygginga í, miðhluta hans. Meðal annars fauk þakið af þinghúsi bæjar I ins, þar sem réttur var settur. | Stormurinn kom algerlega að . óvörum og hann lægði jafn skyndilega og hann kom. Ibú 1 ar Greenwood eru 2000 tals- - U THANT Framihald af bls. 1. á mannréttindaskránni ella mundi koma til slíkra hörmung- aratburða, að kynþáttaátökin í dag muindu sýnast smámunir einir í samanlburði. >á lagði U Thant áherzlu á nauðsyn þess að auka upplýs- ingastarfsemi um takmörkun barneigna. Einnig ræddi hann um þær hættur sem tæknimennt un og tseknihugsunarháttur nú- tímans hefðu í för með sér fyrir einstaklinginn, stöðu hans í þjóð félasinu og sjólfsvirðingu. Loks fordæmdi hann stöðugt vaxandi áherzlu á valdlbeitingu í kvik- myndum, bókmenntum og í sjón varpi. írankeisari lagði í sinni ræðu éiherzlu á bilið milli hinna fátæku og auðugu þjóð3 heimsins og sagði það mjög mundu torvelda útrýmingu kynþáttamisréttis. Hann sagði að þrátt fyrir at- burði í ýmsum heimshlutum, sem valdið hefðu miklum vonbrigðum og sumum von- leysi, mætti binda við það vonir, að mannkynið virt- ist vera að gera sér nokkra grein fyrir og setja sér ákveðnar húmaniskar siðareglur. En þeim yrði ekki framfylgt fyrr en bætt hefði verið fyrir misrétti og óréttlæti fortíðarinnar. - VERKFALL.......... Framhald af bls. 1. saman á flugvellinum vegna verkfallsins, en því lauk um kvöldmatarleytið. Það, sem réð úrslitum um að verkfallið hófst var, að flugfélagið neit- aði að starfsfólkið neytti mál- tíða sinna utan flugvallarins. Er haft eftir einni flugfreyj- unni, að þessi afstaða hafi verið óþolandi, því það hafi ekki a'ðeins verið svo, að verð lagið í matsölunni væri of hátt, heldur hefði maturinn lika verið alltof kjarngóður. „Hann gat alveg eyðilagt á manni vöxtinn", sagði hún. Heimsvaldasinnar hafa byggt brýr austur yfir — og reyna að ná sambandi við endurskoð- unarsinna, þjóðernisöfl og óþroskuð öfl inn- an hinna kommúnísku ríkja , segir aðalrit- ari Moskvudeildar sovézka kommúnista- flokksins Moskvu, 22. apríl — NTB VIKTOR Grisjin, aðalritari Moskvudeildar kommúnista- flokks Sovétríkjanna, hélt í dag harðorða ræðu, þar sem hann fordæmdi borgaralegan hugsunarhátt og tilraunir heimsvaldasinna til þess að veikja kommúnistaríkin inn- anfrá. „Heimsvaldasinnar hafa gefizt upp við beinar árásir“, sagði hann, „en byggja þess í stað brýr aaistur yfir og leggja alla áherzlu á, að ná þannig sambandi við endur- skoðunarsinna, þjóðernisöfl og önnur óþroskuð öfl í þjóð- félaginu“. Grisjin hélt þessa ræðu- í þing höllinni miklu í Kreml, þar sem saman voru komnir um sex þúsund flokksmenn, þar á með- al forystuliðið, með Leonid Bresjnev, Alexei Kosygin og Niklai Podgorny í farabroddi. Samkoman var haldin til þess að minnast þess, að í dag voru liðin 98 ár frá fæðingu Leníns. Grisjin, sem talaði einkum um hugsjónaleg málefni kommún- Kærði veskisþjófnoð EINN leigubílstjórinn á Hreyfli kærði til rannsóknarlögregl- unnar í gærmorgun og sagði, að veski sínu hefði verið stolið þá um nóttina meðan hann svaf inni í biðsal bílstjóranna. Hélt bílstjórinn að milli 3000 og 4000 krónur hefðu verið í veskinu. Bílstjórinn hafði verið að drekka fyrr um nóttina, en rölt þarna inn á bílastöðina og sofn- að í biðsalnum. Þegar hann vaknaði um klukkan fimm að morgni, varð hann þess var, að veski hans var horfið og kærði hann hvarfið þegar í stað +il lögreglunnar. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA I AFGREIÐSLA»SKRIFSTOFA síivn id»ioo ista, sagði, áð heimsveldasinnar skirrðust ekki við að beita öll- um hugsanlegum ráðum til þess að veikja hinar einstöku fylk- ingar kommúnista og byltingar- sinna. Og einmitt nú byndu þeir miklar vonir við hugsjónalega undirróðursstarfsemi. Grisjin var ákaft klappað lof í lófa, þegar hann sagði, að heimsveldasinnar hefðu byggt brýr austuT yfir til þess að ná sambandi við endurskoðunar-, þjóðernis- og önnur óþrosku'ð öfl í kommúnistaríkjunum — augljóst var að þar í fólst viðvörun til Tékkóslóvaka og Rúmena. Hann nefndi hins veg- ar ekki með nafni neina komm- únistaflokka aðra en hinr> sovézka og kínverska, en sagði, að stuðningsmenn Mao Tze tungs hefðu þjónað hagsmunum heimsvaldasinna með hugsjóna- legri undirróðursstarfsemi sinni. Grisjin lagði mikla og þunga áherzlu á nauðsyn þess að inn- an ríkisins og flokksins ríkti strangur agi og sag'ði að ekki mætti .gera flokkinn að einskon- ar fræðslusamtökum eingöngu. „Andstæðingar okkar treysta því, að þeir geti haft áhrif á hina veiklunduðu meðal vor, þá einstaklinga, sem eru siðferði- lega reikulir og pólitískt óþrosk aðir“, sagði hann. Frímerkjasain- aror deila BLAÐINU hefur borizt eftirfar- andi ályktun, sem stjórn Félags Frímerkjasafnara gerði á fundi sínum 17. apríl s.l.: „Út af „Þyrluflugi" þ. 10. þ. m. vill stjórn Félags Frímerkja- safnara taka eftirfarandi fram: Vér teljum, að hér sé um al- gert einkaflug Landssamlbands frímerkjasafnara að ræða, þár eð engin tilkynning var gefin út af Póstmálastjórninni um þetta „Þyrluflug" og gafst því almenn ingi ekki tækifæri til að senda bréf eða aðrar póstsendingar með þyrlunni. Þá teljum vér þessa fjáröflun araðferð mjög vítaverða og sé hún til þess eins að spilla áliti manna á frímerkjasöfnun. Félag frímerkjasafnara er ekki í Landssambandinu". (Frá stjórn Félags Frímerkjasafnara. T ékkós/óvakía: Stofnun andstöðu- flokka ekki leyfð Prag, 22. apríl — NTB—AP — LOKIÐ er í Tékkóslóvakíu um- fangsmiklum ráðstefnum hinna ýmsu deilda kommúnistaflokks- ins i landinu, en þær hafa stað- ið síðustu þrjá daga. Þar hefur meðal annars verið rætt um leið ir til endurbóta á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins og hvernig unnt sé að koma við auknu frelsi í landinu, án þess að leiði til upplausnar. Fram hafa kom- ið kröfur um, að sem fyrst verði haldið flokksþing, er kjósi nýja miðstjórn, til þess að losna end- anlega við hinn harða kjarna stuðningsmanna Novotnys, fyrr- um flokksleiðtoga og forseta. Hann á sjálfur ennþá sæti í mið stjórninni. Venjulega er flokks- þing haldið fjórða hvert ár og ætti næst að vera 1970. Hinn nýi aðalritari flokksins, Alexander Dubcek, hefur hins vegar talið ólíklegt, að flokks- þing verði haldið fyrr en um mitt ár 1969. Hann sagði í ræðu á laugardaginn, að hin nýja stefna frjálslyndis í Tékkósló- vakíu mundi ekki ganga svo langt að leyfa stofnun stjórnar- - KANNAÐIR............... Fram'hald af bls. 1. og Gunnar Lange. Fyrir hönd ís lands sátu fundinn Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, sendi herra og Þórhallur Ásgeirsson, ráðuneytisstjóri. Eftir því sem NTB kemst næst, er ætlunin, að hugmynd- ir og tillögur liggi fyrir svo fljótt, að hægt verði að ræða þær á þingi Norðurlandaráðs í Stokk- hólmi í febrúar næsta ár. Á fundinum nú á ennfremur að ræða um Norðurlöndin og Efnahagsbandalagið og afstöðu Norðurlanda til Fríverzlunar- svæðisins og virðist augljóst, að Norðurlöndin muni taka sam- eiginlega afstöðu á EFTA fund- inum í London, í næsta mánuði Einnig er hugsanleg samræmd afstaða til EBE en um það verð- ur nánar rætt á fundinum á morgun, þriðjudag. Aug hugmyndarinnar um tolla bandalag er ætlunin, að sérfræð ingur athugi möguleikana á sam vinnu á sviði fiskveiða, sameig- inlegum markaði fyrir landbún- aðarafurðir, samræmingu efna- hagsstefnu, samræmingu á regl- um um samkeppni, möguleika á frjálsari samkeppni milli fyr- irtækja og nánari samvinnu á sviði iðnaðar- og tæknirannsókna auk frekari samvinnu á sviði mennta- og menningarmála. f Osló hófst einnig í dag fund- ur fjármálaráðherra Norður- landa. Þann fund situr fyrir ís- lands hönd, Magnús Jónsson, fjár málaráðherra. andstöðuflokka. Aðrir stjóm- málaflokkar mundu einungis fá að starfa undir forystu komm- únistaflokksins. Tékkóslóvakía yrði að leysa vandamál sín inn- an vébanda hans og lýðræði þar í landi að vera sósialistískt lýð- ræði. Hann sagði ljóst orðið í öðrum ríkjum, að tilvist margra flokka væri ekki einhlýt leið til þess að öðlast hið fullkomnasta lýðræði „Við verðum að skapa eins ákjósanleg skilyrði til lýð- ræðis innan flokksins og hægt er, þannig að andstæðar skoðan- ir, sem fram koma innan hans, verði honum til vegsauka og framdráttar", sagði Dubeck. Utanríkisráðherra Tékkóeló- vakíu, Jiri Hajek, talaði við fréttamenn í Prag í dag, þar á meðal erlenda — og er það í fyrsta sinn, sem hann gerir svo. Þar sagðist hann vonast til þess, að unnt yrði að bæta samákipti Tékkóslóvakíu og Vesturlanda, einkum Bretlands, Frakklands og Ítalíu — og ítrekaði kröfur Tékka til 20 milljón dollara, sem féllu í hendur Bandaríkjamanna i stríðslok, en nazistar höfðu tek ið frá Tékkóslóvakíu 1938. Hajek sagði, að tæplega væri von til þess að samskipti bötn- uðu við Vestur-Þýzkaland, enda yrðu skref í átt til þess ekki stigin nema í samráði við Sov- étstjórnina. Hann sagði að Tékk ar mundu gera það að algeru skilyrði fyrir viðræðum við Bonn stjórnina, að hún viður- kenndi fyrst Austur-Þýzkaland. t _______. . .______ 10 kr. myntin, sem er væntan- leg í umferð. Annar týndi 10 kr. mynfinni í FRÉTT frá Seðlabanka íslands segir: „Nýlega kom í blöðum og sjón varpi frétt um Kvarf á sýnis- horni 10 króna penings, sem sleg inn hefur verið, en ekki enn- þá settur í umferð. Hefur nú kom ið í Ijós, að umrætt sýnishorn glataðist úr vörzlu Sigurjóns Guðmundssonar, bankaráðs- manns, en ekki Birgis Thorlac- ius, ráðuneytisstjóra.“ Mbl. hefur leitað sér nánari upplýsinga um að peningur sá, sem Birgir Thorlacius hafði und- ir höndum, er á sínum stað og mun alltaf hafa verið það. Og á hinni skjótu játningu er sú skýr ing, að ráðuneytisstjórinn frétti að fundinn væri ein af þessum óútkomnu myntum og fann ekki sína strax, taldi hann að þetta mundi vera sá peningur er hann hafði haft undir höndum. Er hann svo fann myntina í fórum sínum, var farið að kanna hvort sýnishorn, er bankaráðsmennirn ir höfðu fengið, væru í góðri geymslu. Þá kom í ljós, að Sig- urjón Guðmundsson hafði glat- að sínum peningi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.