Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRIL 1968 5 Á myndinni eru, talið frá vinstri: Ingólfur Ármannsson, skátaforingi, Jóhann Gunnar Ragúels, formaður húsnefndar, Aðalgeir Pálsson, framkv.stj. liúsnefndar og Dúe Björnsson, skátaforingi. | Hvammur, nýtt skátaheimili Akureyrarskáta opnað SKÁTARNIR á Akureyri hafa breytt gamla sýslumanns húsinu, Hafnarstræti 49, sem þeir fengu að gjöf frá Akur- eyrarbæ fyrir sex árum, í mjög vistlegt félagsheimili sem jafnframt verður leigt lækulýðsráði Akureyrar und ir „opið hús“ tvö kvöld í viku. Húsið var formlega vígt í gærkvöldi og gefið nafnið Hvammur. Mikill fögnuður ríkti með- al Akureyrarskáta í gær- kveldi, þegar vígsluathöfnin fór fram. Þeir höfðu boðið til sín mörgum gestum, og ýmis skemmtiatriði voru þar á boð stólum auk ræðuhalda og voru fulltrúar frá öllum skáta félögunum, Skátafélagi Akur eyrar, kvenskátafélaginu Val kyrjunni og St. Georgsgild- inu , sem eru samtök eldri skáta. Einnig voru þar ljós- álfar og ylfingar. Ingólfur Ármannsson, skáta foringi, bauð gesti velkomna og stjórnaði samkomunni, Því næst tók til máls formaður húsnefndar Jóhann Gunnar Ragúels, og rakti sögu húss- ins í stórum dráttum. Það var reist árið 1896 af Páli Brim, amtmanni, og fylgir því 3500 ferfaðma lóð. Síðar var það aðsetur tveggja sýslumanna, en Akureyrarbær eignaðist húsið árið 1957 og gaf það skátunum árið 1962. Fyrstu hugmyndina að því að skát- arnir eignuðust húsið átti ’Kristján heitinn Hallgríms- son, ljósmyndari, sem var mjög ötull skáti, meðan hans naut við. Aðalgeir Pálsson, verkfræð ingur, framkvæmdastjóri hús nefndar og félagi í St. Ge- orgsgildi, talaði næstur, skýrði frá fjáröflun til við- gerðar á húsinu og lýsti verk inu. Hann kvað það hafa ver- ið mikið átak að koma hús- inu í núverandi horf, þótt margt væri ógert enn, enda hefðu margir lagzt þar á eitt og stutt skátana með vinnu, fjárframlögum, fyrirgreiðslu og öðrum stuðningi. Leitað hefði verið til mjög margra og undirtektir allstaðar verið góðar. St. Georgsgildið samþykkti síðast liðinn vetur að gera al- varlega tilraun til að hrinda viðgerð hússins í framlcvæmd í samvinnu við skátafélögin í bænum. Kosin var fram- kvæmdanefnd, sem kom rst saman 21 janúar 1967. Tómas Búi Böðvarsson tæknifræðing ur gerði teikningu að breyt- ingunum og kostnaðaráætlun í samvinnu við byggingameist ara í bænum, og hljóðaði hún upp á 1.5 millj. kr. án hús- gagna. Slippstöðin h.f. tók að sér alla trésmíðavinnu og leysti hana af hendi með mik illi prýði. Yfirsmiður var Guð mundur Bjarnason Raflagnir annaðist Einar Malmquist, þ. á.m. rafmagnshitun, en máln ingarvinnu stjórnuðu Aðal- steinn Vestmann og Tryggvi Þorsteinsson. Vinna hófst í apríl 1967, og er nú lokið að mestu við frá gang aðalhæðar og efri hæð- ar, en eftir er mikil vinna í kjallara, sem hefir verið dýpkaður til að fá þar meiri loft.hæð. Húsið er allt um 1000 rúmmetrar að stærð. Á efri hæð er fundarsalur fyr- ir 60-80 manns, tvö funda- herbergi, eldhús snyrtiklefar og andyri. í kjallara verða föndurherberg-i, ljósmynda- stofa, fundaherbergi o. fl. Þilj ur allar eru klæddar ljósum viði, gólf lögð harðviði eða ábreiðum og húsgögn öll vönduð, sterkleg og smekk- leg. Þau hafa smíðað Stáliðn h.f. og Valbjörk h.f. Kostnaður við framkvæmd irnar, eins og þær eru nú, er orðinn um 1.4 millj. kr., þar af lausaskuldir um 600 þús. kr Framhaldsframkvæmdum verður svo hagað eftir fjár- hagslegri getu á hverjum tíma Skátarnir hafa lagt fram kr. 158 þús. kr. með fjölbreyttu fjáröflunarstarfi og St. Ge- sorgsgildið úr sjóði sínum kr. 30 þús. Sjálfboðavinna skát- anna er metin á kr. 120 þús. og Akureyrarbær hefir lagt fram kr. 150 þús. ár. Félags- heimilasjóður hefir metið hús ið styrkhæft, þótt ekki hafi komið til útborgunar úr sjóðn um enn. Þá hafa margir ein- staklingar og fyrirtæki lánað vörur og bankarnair fé. Starfsemi er þegar hafin í húsinu með námskeiðum inn an skátafélaganna, og æsku- lýðsráð hefir einu sinni haft þar opið hús fyrir unglinga með leiktækjum, hljómflutn- ingstækjum og föndurstarf- semi, og þar er ætlunin að hafa einnig kvöldvökur. „Opna húsið“ verður tvis- var í viku, og umsjónarkona verður frú Hrefna Hjálmars- dóttir. Margir tóku til máls í vígsluhófinu, m.a. Tryggvi Þorsteinsson, form. æskulýðs ráðs, Hulda Þórarinsdóttir, skátaforingi, og Dúi Björns- son, skátaforingi, erindreki Bandalags ísl. skáta á Norð- urlandi. Þakkir voru færðar öllum þeim, sem að endurnýj un hússins hafa unnið eða stuðlað. ýmsar góðar gjafir bárust í tilefni dagsins, svo og heillaskeyti. Samkvæminu lauk með almennum söng. SKÓLASVSTUR H.S.R. veturinn 1957 - “58 Hafið sámband við mig hið fyrsta Karen Cestsdóttir sími 41516 e. h. Afgreiðslustiilka úskast í kjöt- og nýlenduvöruverzlun strax. Tilboð merkt: „Siðprúð — 8556“ sendist Mbl. sem fyrst. Múrarar! Múrarar! Tilboð óslcast í að pússa að utan húseignina Digranesveg 46, Kópavogi. Tilboð óskast gerð í tvennu lagi; með og án vinnu- palla. Æskilegt að verkið fari fram í maí n.k. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir n.k. föstudag, merkt: „Vandvirkni — 5493“. Jóhann Ragnarsson hæstaréttarlögmaður. Vonarstræti 4. - Sími 19085 ÞORFINNUR EGILSSON héraðsdómslögmaður Málflutningur - skipasala Austurstræti 14, sími 21920. Knútur Bruun hdl. Lög m a n nssk r if stof a Grettisgötu 8 II. h. Sími 24940l Tækxiifræðinsmr Ungur véltæknifræðingur, nýkominn til landsins, óskar eftir atvinnu sem fyrst. lýá árs starfsreynsla í Danmörku. Tilboð sendist til Mbl. merkt: nr. „8504“. g EIIMAIMGRIJNARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS er heimsþekkt fyrir gæði. Verð mjög hagstætt. Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 2-4-5-6 mm. F.inkaumboð: HÁNNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.