Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 Jóhann Jakobsson, forstöðumaður almannavarna: IIm almannavarnir Hr. ritstjóri! ,,RABB“ grein í Lesbók Morg- unblaðsins 7. þ.m. með undir- skrift, Gísli Sigurðsson, fjallar um velferðarríkið, almannavarn ir, náttúruhamfarir, vatnsból Reykjavíkur, hugsanlegan skaða á raforkuverum, flóðin í Ölfusá m.m., í þeim „dúr“ að níða Skrif- stofu Almannavarna. Full ástæða vaeri að þakka það ef blöð lands ins tækju mál þetta til meðferð- ar á hlutlægan og rökvísan hátt. Það væri nýmæli. Fram að þessu Pitman School oi English Árlegir sumarskólar í London, Oxford, Edinborg. Árangursrík enskunámskeið, þar sem sérstök áherzla er lögð á að auka getu nemenda til að skilja enskt talmál og tala ensku fullkomlega. London (Unversity ColJege) 3. júlí til 30. júlí Og 31. júlí — 27. ágúst. Oxford — 31. júlí til 27. ágúst. Edinborg 12. ágúst til 6. september. (meðan alþjóðahátíðin stendur yfir). Útvegum öllum nemendum húsnæði. Lengri námskeið eru einnig haldin í Lundúna- skólanum árið um kring . Allar upplýsingar og ókeypis bæklingur frá T. Steven, principal. THE PITMAN SCIIOOI, OF ENGLISH. 46 Goodge Street, London W. 1. Viðurkenndur af brezka menningarsambandinu. H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HAEMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA 1 tViöíE 'T - . j I á I' v/i I 7 fV' ‘v OWiá Mí’ 'l ..* { U p, / © Harmony, einlitu og æðójtu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með því að skoða í þyggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: Byggingavöruverzlun Kópavogs Kársnesbraut 2, Kópavogi, sími 41010. Byggingavöruverzlunin Nýborg Hverfisgötu 76, simi 12817. Járnvörubúð KRON Hverfisgötu 52, sími 15345. isleifur Jónsson hf., byggingavöruverzlun, Bolholti 4, sími 36920. KEA byggingavörudeild, Akureyri, sími 21400. Byggingavöruverzlun Akureyrar Glerárgötu 20, sími 11538. Kaupfélag Þingeyinga, Húsavík. Byggingavöruverzlun Sveins Eiðssonar, Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 hefir tilhneiging þeirra fremur verið sú að segja ekki neitt frá eigin þrjósti. Engar undirtektir jákvæðar eða neikvæðar. Það hefir enda verið góðæri í landi undanfarin ár. Vatnsföll lands- ins haldið sig innan „normaI“ marka og hafísinn verið út í hafsauga. All-alvarlegt ástand í heimsmálum hefir og ekki held- ur raskað ró manna. Um hættu af völdum hernaðar er gjarnan farið með sem feimnismál eða á hinn bóginn sett í samband við istöð varnarliðsins í Keflavík, eigi hernámsandstæðingar í hlut. Sem sagt, í „rabbi“ sínu ræðir Gísli þessi fyrst um velferðar- ríkið. Um það hugtak eru víst skiptar skoðanir. Ef almanna- varnir væru hafðar sem mæli- kvarði á, hvort ríki sé velferð- arríki eða ekki, spanna þau meginhluta heimskringlunnar. A1 mannavarnir eru nefnilega ekki bara íslenzkt fyrirbrigði. Með lögum um almannavarnir frá 1962 er í fyrsta sinni, hér á landi, skapaður grundvöllur fyrir skipulegri uppbyggingu al mannavarna í landinu. Fyrri lög gjöf tók fyrst og fremst til íbúa Reykjavíkur, lög um ráðstafanir til loftvama í Reykjavík frá 1941, og lög um loftvamanefnd Reykjavíkur frá 1951- Á sama tíma, sem önnur ríki, velferðar- ríki geta þau kallast, héldu á- fram skipulegri uppbyggingu eft ir síðari heimsstyrjöldina, Kór- eu-stríðið o.s.frv., lagðist starf- semin niður hér. í fyrra skiptið þegar við stríðslok 1945, og í það síðara með stjómarskiptum árið 1956. Hin nýju lög frá 1962, sem sett vom þrátt fyrir það að Slysavarnafélag íslands hafði þá starfað um 35 ára skeið, og Rauði krossinn álíka lengi, taka ekki til Reykjavíkur aðeins, held ur er landið allt nú haft í hug. Lögin gera ráð fyrir uppbygg- ingu almannavarna með þáttöku ríkis og sveitarfélaga. Skipaður er forstöðumaður almannavama, sem annast á viss nánar til- greind verkefni. Ráðstöfunum til almannavarna í svejtarfélögum er ekki stjórnað af þessum for- stöðumanni, heldur að almanna- varnanefndum viðkomandi staða sem sveitarstjórn eða bæjar- stjórn stofnsetur í samráði við ríkisstjórnina. Hér er komið að kjarna málsins. Það hafa nefni- lega margir aðrir en íslenzkir blaðamenn, lítt gefið gaum hugs- anlegri vá, sem yfir kynni að ganga. Viðbúnaður kostar fé. Undirbúningur og skipulagning kostar vinnu. Verkefni á öðrum sviðum hvarvetna. Mannafli lít- ill og fé. Viðhorfin mótast af kannski hæpinni bjartsýni, um að allt gangi vel. Ef til vill ætla menn, eins og ráða má af skrif- um Gísla Sigurðssonar ogFrjálsr ar þjóðar, að forstöðumaður al- mannavarna eigi að sjá um allt, sem gera þarf. Löggjafinn á- kvað þetta nú á nokkuð annan veg. Hvað á þá forstöðumaður almannavarna að gera, og hvað almannavarnanefndimar? Verk efnin eru talin upp í almanna- varnalögum í 4. gr. og í 9. grein. 4. grein. Forstöðumaður hefur á hendi heildarskipulagningu al- mannavarna, sér um framkvæmd ir á þeim þáttum, er undir ríkis- valdið falla, þ.á.m. fjarskipti BONANZA Oft höfum við verið með skemmtileg leikföng en fá, jafnast á við BOIMAIMZA karlana Þeir eru með hreyfanleg liðamót og fylgir þeim mikið af aukahlutum. Einnig höfum við HESTA ROIMAIMZA karlanna Þeim fylgja öll reiðtygi. Komið og sjáið BONANZA - SAFNIÐ BONANZA - Litla Blómabúðin Bankastræti 14. — Sími 14957. milli umdæma, mælfngu á geisla- virkni, viðvörun, fræðslustarfs- semi, kennslu yfirmanna og leið- beinenda, skipulagningu og yfir- stjórn á flutningi fólks af hættu svæðum. Hann hefur enn fremur umsjón með almannavörnum eveitarfélaga. Forstöðumaður skal fylgjast með stuðla að athugun vegna hættu af ísalögum, eldgos um eða annarri vá. 9. grein. Hlutverk almanna— varnanefnda er að skipuleggja og framkvæma björgunar- og hjálparstörf vegna hættu eða tjóns, sem skapast hefur vegna hernaðarátaka, náttúruhamfara eða af annarri vá. Er almanna- varnanefndum þannig faiin skip ulagning og framkvæmd eftir- - talinna ráðstafana innan um- dæma þeirra, samkvæmt nánari reglum, er ráðherra setur: 1. Viðvörunarkerfi. 2. Skipulagning hjálparstarfs og hjálparliða, þjálfun þeirra og búnaður. Hjálparliðum má skipta í hverfisflokka, er gegn störfum í ákveðnu hverfi þétt býlis, og umdæmissveitir, sem koma til aðstoðar, ef tjón er það umfangsmikið, að hverfis- flokkur fær eigi við ráðið. Flokkar umdæmissveita skulu þjálfaðir í einstökum greinum almannavarna: eldvörnum, björgun og sjúkraflutningum, ruðningsstarfi, hjálparstarfi vegna tjóns af völdum geisla- virkni, sýkla eða eiturefna, og félagslegu hjálparstarfi. 3. Eftirlit með einkavömum í íbúðarhúsum, atvinnufyrirtækj um og stofnunum, og leiðbein- ingar á því sviði- 4. Byggiftg, búnaður og rekstur opinberra öryggisbyrgja, sam- kvæmt áætlun, sem ráðherra samþykkir. 5. Stjórnstöðvar. 6. Fjarskiptakerfi. 7. Birgðargeymslur og birgðar- varzla. 8. Undirbúningur og aðstoð vegna brottflutnings og mót- töku fólks af hættusvæði. 9. Aðrar ráðstafanir, er ráð- herra ákveður, að fengnum til- lögum almannavarnaráðs. Af þessu má ljóst vera að starf forstöðumanns almanna- varna tekur ekki til framkvæmd í einstökum byggðarlögum, fram yfir það sem felst í samstarfi um heildarskipulagningu, þátt- töku um áætlanir framkvæmda, sem leiða beint af fjárhagsleg- um tengzlum ríkis og sveitar- félaga um almannavamir og fræðslu- og upplýsingastarfsemi. Þetta þó aðeins, ef almannavam anefndir eru til. Það þarf lög- formlegan aðila til að ráðstafa um heildarskipulag og aðra þætti málsins. Um fjármálin segja lög- in, m.a., 25. gr. „Kostnaður samkvæmt 4. gr. laga þessara greiðist úr ríkis- sjóði. Ríkissjóður greiðir kostn- að samkvæmt 5. gr., en hlutað- eigandi sveitarstjórnum ber að endurgreiða þriðjung kostnaðar ins“. Ennfremur segir: „Kostn- aður af öðrum ráðstöfunum til almannavarna en um getur í 1. og 2. málsgrein greiðist úr ríkis- sjóði, en endurgreiða skulu hlut aðeigandi sveitarsjóðir % hluta kostnaðar af opinberum öryggis byrgjum og helming annars kostn aðar“. Ráðstafanir til almannavama hafa óhjákvæmilega kostnað í för með sér. Notkun fjár til al- mannavarna virðist ekki vinsæl ráðstöfun, sbr. fyrmefnd skrif. Fleiri slíkar raddir myndu án efa láta til sín heyra þegar í meira verður ráðist en gert hefir verið til þessa. Sennilega yrðu það og sömu mennirnir, sem hæst hrópa um andvaraleysi, og að- gerðarleysi ef aðgerð yrði þörf í stærri stíl. Menn býsnast yfir fjárframlögum til almannavarna, kr. 15. millj. á sex ára tímabili, þ.e. 12,50 á einstakling á ári. í velferðarríkjum Vestur-Evrópu svo ekki sé lengra leitað til sam- anburðar, em framlögin 5—10 föld, miðað við það sem hér er, og þykir engum mikið, (hér er átt við framlög ríkisins ein- göngu). Þessi ríki eiga flest, auk þessa, áratuga starf að baki í uppbyggingu almannavarna. Dagblaðið Vísir fjallar í leið- Framhald á bls. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.