Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.04.1968, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 1968 Tveimur bílum stolið TVEIMUR bílum var stolið í Reykjavík aðfaranótt sunnu- dags. Báðir bílarnir fundust á sunnudaginn og virtist annar óskeimmdur, en eitthvað hafði komið fyrir vélina í hinum. Rannsóknarlögreglan biður þá, sem kynnu að vita eitthvað um ferðir R-23 og R-19213 aðfara- nótt sunnudags og á sunnudag, að gefa sig fram. R-23 er ljósgrár Simca og var honum stoliS frá Tjarnargötu 11. Á sunnudag fannst bíllinn á Reykjanesbraut við Krísuvík- urveginn og hafði vélin þá eitt- hvað skemmzt í ökuferðinni. Háskðlafyrir- lestur um höfundurétt Prófessor Seve Ljungman frá Stokkhólmsháskóla flytur tvo fyrirlestra í boði lagadeildar Há- skólans þriðjudaginn 23. apríl og föstudag 26. apríl kl. 5.30 báða dagana í I. kennslustofu. Fyrri fyrirlesturinn fjallar um raunhaef úrlausnaratriði á sviði höfundarréttar, en hinn síðar- nefndi um nokkur atriði á sviði einkaleyfislaga og löggjafar um ólögmæta verzlunarháttu. Fyrirlestrarnir verða fluttir á sænsku, og er öllum heimill að- gangur. (Frá Háskóla Islands). R-192il3 er Ijósgrár Skoda station og var honum stolið frá Ljósvallagötu 24, en fannst upp við Grafarholt. Þegar eigandinn skildi við bílinn á laugardags- kvöld var lítið benzín á honum, en svo virðist sem þjófurinn hafi einhvers staðar keypt benz- ín á bílinn, því þegar bíllinn fannst var tankurinn hálfur. Ók á Ijósastaur ÖKUMAÐUR fótbrotnaði, þeg- ar hann ók á ljósastaur um kl. 5 aðfaranótt sunnudags. Var maðurinn fluttur í Slysavarð- stofuna og þaðan í sjúkrahús. Grunur leikur á, að um ölvun við akstur /hafi verið að ræða. Maðurinn var einn í bílnum, sem er Trabant, þegar óhappið átti sér stað. Ók hann austur Hringbraut og á móts við Tjarn arendann lenti hann á ljósa- staur með fyrrgreindum afleið- ingum. Bíllinn stórskemmdist. Eitt af mannskœðustu flugslysum sögunnar Eldgos ó Filippseyjum — Þúsundir flýja heimili sín Manila, 22. apríl. — NTB-AP ÍBÚAR þorpsins Oson og fleiri þorpa við rætur eldfjallsins Mayon hafa flúið heimili sín í dag vegna hættunnar af fjall- inu er hóf að gjósa í gær. Ferdinand Marcos, forseti Filipps eyja hefur tilkynnt, að um fimm þúsund manns — eða allir þeir, sem búa innan 8 km geisla frá fjallsrótunum — verði fluttir þaðan burt. Eldfjallið, sem er 2.440 metrar að hæð, er í A- bai-héraði, 320 km suðaustur af Manila. Mikið gos var í fjallinu í nótt. Glóandi hraunið streymdi niður hlíðar þess á þremur stöðum og aska þeyttist í nær 4000 metra hæð. Eldfjallið hefur löngum verið mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Það hefur alloft gos- íð og valdið tjóni, en mest var manntjón af þess völdum árið 1814, er þrjú þorp grófust und- ir hraunstraumnum og 1200 manns biðu bana. — 122 fórust í S-Afríku með nýrri Boeing 707 þotu — S komust lífs af SV-Afríku, Windhoek, 22. apríl — SUÐUR-afrísk rannsóknar nefnd vinnur nú að því að graí- ast fyrir um orsök flugslyssins, sem á laugardaginn varð 122 mönnum að bana. Fórst þá far- þegaþota af gerðinni Boeing 707, skömmu eftir flugtak af „Strijdom“-flugvellinum í Wind hoek, sem er höfuðborð Suð- vestur Afríku. Vélin var alveg ný — eign South African Air- ways“ og hafði henni verið gef- ið nafnið „Pretoria“ fyrir sautj- án dögum. í AP-frétt í dag er haft eftir fulltrúa flugfélagsins, að engin ástæða sé til að ætla, að skemmdarverk hafi valdið slysinu, en niðurstöður rann- sóknar sé tæpast að vænta strax. Sex menn komust lífs af, þar á meðal bandarískur stjórnar- erindreki, Thomas Taylor, er slapp lítt meiddur. Hann hafði sagt við björgunarmennina, sem fyrstir komu á slysstaðinn, að sér hafi virzt ekki allt með felldu við flugtak þotunnar. Flugvélin var komin í 200 metra hæð, er hún hrapaði til jarð- ar á ósléttu svæði og brotnaði í fjóra hluta. Eldur logaði í tveimur þeirra en brak dreifð- ist um stórt svæði. Samgöngumálaráðherra S- Afríku, Barend J. Schoeman, að í hinn þ.e. geta upplýsti á þingfundi í dag, þotunni hefði ekki verið svonefndi „svarti kassi“, mælitæki, sem eiga að skráð alla starfsemi flugvélar. Þau eru nú algetig í farþegavél- um og hafa reynzt mjög gagn- leg við rannsóknir slysa. Rúmlega hundrað lík voru í dag flutt með flutningaflugvél til Jóhannesarborgar, þar sem reynt verður með hjálp ætt- ingja að þekkja þau sundur. Fimmtán þeirra eru hinsvegar sögð svo illa löskuð, að óhugs- andi er að þekkja þau. Meðal þeirra sem fórust, var fjögurra manna fjölskylda. Ennfremur flugstjórinn, en aðstoðarflug- maður hans bjargaðist. Framan af var talið, að í flug vélinni hefði verið dýrmætur demantafarmur, sem fara átti til London — metinn á um 700.000 dollara — en nú hefur verið upplýst opinberlega að svo haíi ekki verið. Þetta er í anhað sinn á ör- skömmum tíma, sem þota af þessari gerð ferst. Hin fyrri var þota frá BOAC, sem kviknaði í við flugtak á Lundúnaflugvelli. Þá fórust þó ekki nema fimm manns af 129, sem voru í vélinni og var það fyrst og fremst þakk að snarræði flugstjórans. Þetta er einnig með allra f sem Hið mannskæðustu flugslysum, um getur i sögu flugsins. versta varð 4. febrúar 1966, þeg- ar japönsk þota fórst á Tókíó- flóa og með henni 133 manns. í júní 1962 fórst bandarísk far- þegaflugvél í nágrenni Parísar og með henni 130 manns. gNHgiE mmmm! Höggmyndin af dr. Vilhjálmi Stefánssyni. Krakkarnir í skólaporti Miðbæjarskólans voru eitt- hvaff svo vorlegir í fasi og svip í gær, því smellti ÓI. K. Mag. af þeim þessari mynd. En þegar búiff var aff fram- kalla síffd. og átti aff fara aff ' skrifa vortextann, var fariff | aff snjóa. Kannski eru þau öll komin í úlpurnar sínar aftur í dag. Hraðskókmeist- ari íslands Á HRAÐSKÁKMÓTI íslands, sem teflt var á sunnudag í heim ili Taflfélags Reykjavíkur, varð Björn Þorsteinsson, hraðskák- meistari íslands árið 1968. Tefldar voru 9 umferðir eftir Monrad kerifnu. Mögulegir vinn ingar voru 18 og hlaut Björn 13 V2 vinning af þessum 18 mögu legu. Björn Þorsteinsson, var sem kunnugt er skákmeistari fs- lands í fyrra. Afli virðist glæðast Keflavík, 22. apríl. f GÆR, á sunnudag, var eng- inn á sjó, en í dag eru línubát- ar að byrja að koma að og afli þeirra er frekar lélegur. Á laugardag var landað 280 tonnum og virðist afli vera að glæðast, sérstaklega hjá litlu bát unum, 10—20 tonn að stærð. Af stærri línubátum hafði Lómur mestan afla 25 tonn. — h.s.j. V-Íslendingoi geía Manitoba slyttu ai Vilhjólmi Stefónssyni Þjóðræknisfélag íslendinga í Vesturheimi hefur gefið Mani- tobafylki afsteypu af höggmynd af landkönnuðinum dr. Vil- hjálmi Stefánssyni. Afhentu stjórnarmenn Þjóðræknisfélags- ins höggmyndina í þinghúsbygg- ingunni í Winnipeg nýlega, en menntamálaráðherra fylkisins, Vestur-íslendingurinn dr. George Johnsson veitti styttunni mót- öku fyrir hönd sjórnarinnar. Segir í blaði Vestur-lslendinga, Lögbergi og Heimskringlu, að höggmyndin þyki afburðagóð, enda sé hún gerð af heimsfræg- um myndhöggvara Antonio Salemme. Aðalfundur Félags íslenzkra iðnrekenda — hefst í dag klukkan 14.oo Þessir 45 ungu verkfræff- ingar voru hér á ferff fyrir helgina. Þeir eru frá Mexikó og eftir aff þeir luku þar prófum sínum, lögðu þeir upp í 6 vikna ferðalag til Evrópu og notuffu flugferðir Loftleiða yfir Atlantshafið. Á heimleiff inni höfffu þeir svo tveggja daga viffdvöl hér á landi og skoðuffu sig um. Þarna eru þeir viff dælustöð hitaveitunn ar á Reykjum, þar sem fánar íslands og Mexikó hafa veriff dregnir aff húni. Ekki er öll- um gestunum of hlýtt, sumir hafa brugffið yfir sig sínum fallegu ofnu ullarskikkjum, sem koma sér vel í nætur- kuldanum uppi í fjöllum hins sólríka Mexikó. AÐALFUNDUR Félags ísl. iðn- rekenda hefst að Hótel Sögu kl. 14.00 í dag. Fundurinn hefst með ræðu Gunnars J. Friðrikssonar, formanns F.Í.I. en að henni lok- inni mun Jóhann Hafstein, iðn- aðarmálaráðherra, ávarpa fund- inn. Síðan fara fram venjuleg aðalfundarstörf. Á morgun munu starfsnefndir skila álitum en á föstudag verð- ur hádegisverðarfundur að Hótel Sögu og mun Jónas H^r- alz ræða þar framtíðarþróun at- vinnuvega á fslandi. Aðalfund- inum lýkur á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.