Morgunblaðið - 09.05.1968, Síða 5

Morgunblaðið - 09.05.1968, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ 'FLVrMTUt>A'Glí R ’9. :MAÍ 1908.' 5 Nýtt elliheimili að Fellsenda Vígsluhátíð i sól og blíðviðri Búðardal, 27. apríl. ELLIHEIMILIÐ að Fellsenda í Miðdölum, Dalasýslu var vígt á sumardaginn fyrsta og hófst vígslan klukkan 2 með guðsþjón ustu, prófasturinn, séra Eggert Ólafsson, Kvennabrekku þjón- áði. Kirkjukór Miðdala söng. Þá fór fram vígsla heimilsins sem framkvæmd var af séra Eggert Ólafssyni. Síðan lýsti sýslumað- ur Dalasýslu, Yngvi Ólafsson, byggingunni og fyrirkomulagi. En upphafsmaður að elliheimilis byggingunni var Finnur Ólafs- son stórkaupmaður í Reykjavík, sem gaf Dalasýslu allar eigur sínar eftir sinn dag til minning- ar um foreldra sína, Guðrúnu Tómasdóttui- og Ólaf Finnsson, sem bjuggu að Fellsenda í Mið- dölum. En Fellsenda-heimilið var á sínum tíma talið myndar- legasta heimilið í Dölum og þó víðar væri leitað. Ýmsar gjafir hafa borizt heim ilinu, þar á meðal gaf frú Sess- elja Daðadóttir, Gröf, í Miðdöl- um, 10 þúsund krónur til minn- ingar um mann sinn, Klemenz Samúelsson, auk bókasafns hans. Þá hafði borizt bókagjöf frá Guðbrandi Jörundssyni og frú. Á vigsluhátiðinni afhenti Einar Kristjánsson skólastjóri á Laugum 10 þúsund krónur til bókakaupa frá sér og konu sinni, Kristínu Tómasdóttur. Einnig barst gjöf frá systkinunum Sæ- unni, Ragnheiði og Jóni Sumar- liðasyni frá Breiðabólsstað. Þá yar sjónvarp og útvarpstæki gef- ið.af kvennfélaginu Fjólan, Mið- döium, og þeim er unnið höfðu við bygginguna, auk ýmsra smærri gjafa sem hefðu borizt. Þá flutti Hallgrímur Jónsson frá Ljárskógum kvæði og nokkrir tóku til máls. Síðan var gestum boðið til kaffidrykku og einnig boðið að skoða heimilið, sem er á alian hátt mjög vistlegt og skemmtilegt. Heimilinu veita for stöðu hjónin Dallilja og Gunnar Jónsson. Húsið er 366 fermetrar eða um 1000 rúmmetrar á einni hæð, steinsteypt með steyptri loft- plötu og járnklæddu timbur- þaki. í húsinu eru 6 herbergi fyrir vistfóik. 4. herbergi eru 21 fermetri og 2 herbergi 11 fer- metrar hvort. Gert er ráð fyrir, að vistmenn geti verið 16 með beztu nýtingu herbergja. Þá eru í húsinu bað og 2 snyrtiherbergi fyrir vistfólk, borð- og setustofa og fyrir starfsfólk eru 3 herbergi og bað með sérinngangi. Eldihús, geymsla og þvottahús eru í bygg- ingunni. Eldhúsinnrétting er úr plasti, innflutt frá Þýzkalandi. Eldhús og þvottahús eru búin nýtízku heimilisvélum. Bjarni Óskarsson, bygginga- fulltrúi teiknaði húsið og hafði yfirumsjón með byggingarfram- kvæmdum. Hann annaðist útveg- un efnis og innanstokksmuna. Gunnar Jónsson, byggingar- meistari í Búðartial, annaðist smíði hússins, sá um múrverk, málun og flísalagnir. Skápar í herbergjum eru smíð aðir úr plasti og eik hjá Sigur- geiri Ingimarssyni í Borgarnesi. Einnig smíðaði hann allar úti- hurðir, sem eru úr teak. Inni- hurðir eru úr eik og smíðaðar hjá Sigurði Elíassyni hf., í Kópa- vogi. , Einar Stefánsson, rafvirkja- meistari í Búðardal hefur annazt raflagnir í húsið. Jón Kr. Guð- mundsson, pípulagningarmeistari í Borgarnesi sá um vatns- og hitalagnir og uppsetningu hrein- lætistækja. Járnateikningar og teikningar af vatns- og hitakerfi gerði Theo dór Árnason, verkfræðingur. Ólafur Gíslason, tækifræðingur, gerði teikingar af raflögnum. Nýja elliheimilið að Fellsenda í Miðdölum. O Akerrén-ferða styrkurinn Dr. Bo Akerrén, læknir í Sví- þjóð, og kona hans, tilkynntu íslenzkum stjórnvöldum á sínum tíma, að þau hefðu í hyggju að bjóða árlega fram nokkra fjár- hæð sem ferðastyrk handa Is- lendingi, er óskaði að fara til náms á Norðurlöndum. Hefur styrkurinn verið veittur sex sinnum, í fyrsta skipti vorið 1962. Ákerrén-ferðastyrkurinn nem ur að þessu sinni eitt þúsund sænskum krónum. Þeir, sem kynnu að vilja sækja um hann, skulu senda umsókn til mennta- málaráðuneytisins, Stjórnarráðs- húsinu við Lækjartorg, fyrir 10. júní n.k. í umsókn skal greina, hvaða nám umsækjandi hyggst stunda og hvar á Norðurlönd- um. Upplýsingar um náms- og starfsferil fylgi, svo og staðfest afrit prófskírteina og meðmæli. Umsóknareyðublöð fást í menntamálaráðuneýtinu. Myndin sýnir nýútskrifaða vélstjóra frá Vélskóla Islands ásamt skóiastjóra Gunnari Bjarna- syni. (Ljósm. Bjarnleifur) Vélskdla íslands slitið Útskrifaðir voru 34 vélstjórar VÉLSKÓLA ÍSLANDS var slitið síðastliðinn þriðjudag. Brautskráðir voru 34 nem- endur og voru það siðustu nem- endurnir, sem námu eftir hinni eldri reglugerð um vélskólanám. Hlutu sex nemendur fyrstu á- gætiseinkunn, hæstur var Birk- ir Fanndal Haraldsson með 7,72, og er það hæsta einkunn, sem gefin hefur verið við skólann frá upphafi. Annar var Bene- dikt G. Sigurðsson með 7,48 og FYRIRHUGAð er, að 10 dval- arflokkar dregja og unglinga verði í Sumarbúðum K.F.U.M. í Vatnaskógi í sumar. Skráning þátttakenda er hafin fyrir nokkr og eru margir flokkanna þegar fullskipaðir, því að færri kom- ast að en vilja. Starfið hefst 5. júní. Fer þá flokkur drengja 10—12 ára til viku-dvalar. Ann- ar flokkur verður 9 daga og fer 12. júní og þriðji flokkur á sama hátt 26. júní og dvelst í búð- unum til 5. júlí. Þá tekur við tímabil, sem ætlað er eldri pilt- um. Fyrst þrír viku-flokkar pilta 12—14 ára, sem fara 5. júí, 12. júlí og 19. júlí. Þá tekur við 11 daga flokkur unglinga 14—16 ára, sem fer 26. júlí og verður fram yfir verzlunarmannahelg- ina 5. ágúst. Lokaþáttur þess flokks verður almennt unglinga- mót K.F.U.M. og K.F.U.K. um verzlunarmannahelgina, eins og verið hefur nokkur undanfarin ár. Loks verða svo þrír flokkar yngri drengja í ágúst-mánuði, 9 daga flokkur sem fer 7. ágúst og tveir vikuflokkar. sem fara 16. og 23. ágúst. Áður en hið eiginlega sumar- starf hefst verður í Vatnaskógi skógræktar- og vinnuflokkur, eða 27. maí til 1. júní. Hafa margir piltar tilkynnt þátttöku sína í honum. Um hvítasunnuna verður unglingamót í Skóginum, eins og veja hefur verið um margra ára skeið. Þátttakendur í því verða væntanlega 60—70 piltar. Um seinustu helgi hófst aftur vinna við nýja skálann í Lind- arrjóðri. Er lagt allt kapp á að ljúka innréttingu hans í þessum mánuði, svo að unnt sé að taka húsnœðið í notkun áður en flokkarnir koma. Verður að sjálf sögðu mikil bót að slíku hús- næði, sem er tæpir 300 fermetrar að flatarmáli. Byggingarkostnað ur verður varla undir kr. 2.000. 000,00 og er sjálfboðaliðsvinna Skiógarmanna þá efcki talin með. Skógarmenn hafa ekki leitað opinberra styrkja til bygging- þriðji Páll Magnússon með 7,44. Er gefið eftir einkunnastiga Ör- steds. hæst gefið átta. Við skólaslit voru mættir 35 ára nemendur skólans og mælti Friðgeir Grímsson fyrir hönd þeirra og færðu þeir skólanum að gjöf myndvörpu til notkun- ar við kennslu. Þá gáfu ný brautskráðir nemendur skólan- um myndaspjald, með myndum nemenda síns bekkjar og kenn- urum þeirra. arinnar, en margir vinir og vel- unnarar hafa lagt þeim lið og nú siðast á sumardaginn fyrsta. Þá afhenti einn félagsmaður þeim kr. 50.000.00 í skálasjóðinn. Slíka uppörvun þakka Skógarmenn af heilum hug og það e.r þeiim hvatn ing til nýrra og meiri átaka. Loks má geta þess, að skrif- stofa K.F.U.M., Amtmannsstíg 2 B veitir allar upplýsingar um sumarstarfið. Er hún opin virka daga nema laugardaga, kl. 9.30— 12 og 13.30 til 17.00. Símar 17536 og 13437. Kennarar við Vélskóla fslands í vetur voru 21. Gunnar Bjarnason, skólastjóri Vélskólans, sagði í ræðu sinni, að nú útskrifaðist síðasti bekk- ur, samkv. eldri reglugerð. Væri eðlilegt að kennsluhættir breytt uist með líðandi stund, ekki sízt í skóla eins og þessum. Það væri jafnvél eðlilegt að skólinn væri á eftir á sumum sviðum, en kappkosta þyrfti ætíð að veita eins góða menntun og unnt væri á hverjum tíma. Þá vék Gunnar Bjarnason að því, að stöðugt ykist nauðsyn tæknimenntaðra manna og væru tvær leiðir færar að því marki. Onnur væri sú, að flytja inn tæknimenntaða menn og væri hún að sínu áliti ætíð neyðar- úrræði. Hin leiðin væri að auka menntunina og þá ekki sízt þeirra, sem ynnu að framleiðslu- störfum. Slíkir menn væru nem- endur Vélskólans. Skólinn hefði notið skilnings stjórnvalda í þessu tilliti og gat Gunnar þess, að skólinn hefði nýlega fengið nýtt kennslutæki, er kost aði rúmar 300 þúsundir króna, væri það til kennslu í stýri- tækni og myndi verða skólan- um að ómetanlegu gagni. Að lokum þakkaði Gunnar Bjarnason 35 ára nemendumhlý hug í garð skólans og gjöf þeirra. Sömuleiðis þakkaði hann fráfarandi nemendum og óskaði þeim velfarnaðar og blessunar í störfum sínum. ROCKWOOL STEIIMULL Rockwool Batts 112 Nýkomið. ROCKWOOL - BATTS 600 x 909 x 40 — 50 m/m. Verð ótrúlega hagstœtt ROCKWOOL — fúnar ekki ROCKWOOL — brennur ekki. Engin einangrun er betri en ROCKWOOL Einkauniboð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildverzlun, Iíallveigarstíg 10 — Sími: 2-44-55. Sumarstarfið í Vatnaskógi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.