Morgunblaðið - 09.05.1968, Page 14

Morgunblaðið - 09.05.1968, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 19(18. Matur og næring Ný bók í alfrœðasafni AB ÞESSA dagana kemur á mark aðinn ný bók í Alfræðisafni AB og nefnist hún Matur og næring. Aðalhöfundur hennar er William H. Sebrell prófessor í heilsufræði og næringarfræði við Colombíuháskóla, en hann er auk annars ráðunautur við Alþjóða heilbrigðismálastofnun- ina (WHO) og Barnahjálp Sam- einuðu ' þjóðanna (UNICEF). Nýtur hann alþjóðlegrar viður- kenningar sem einn fremsti fræðimaður heims á sínu sviði og hefur sjálfur unnið þar merki leg vísindaafrek. Má þar til nefna kannanir hans á sambandi miUi næringar og blóðsjúkdóma en sá þáttur læknavísindanna verður nú. æ afdrifaríkari eins og berlega kemur fram í þess- ari bók. Matur og næring .kom fyrst út á ensku fyrir fáum mánuð-. um og tekur þannig örugglega til nýjustu þekkingar og rann- sókna. Hefur Örnólfur Thorla- cius menntaskólakennari þýtt hana og búið í hendur íslenzk- um lesendum. Skrifar hann einnig formála fyrir bókinni og kemst þar m.a. svo að orði: “Mat ur og næring, viðfangsefni þess- arar bókar hefur verið megin- viðfangsefni manna og mann- legs þjóðfélags á öllum öldum. Fyrstu samfélög manna voru einkum stofnuð til öflunar mat- væla, og menning dafnaði ekki fyrr en tími varð aflögu frá brauðstritinu. . . .Ekki er ýkja- langt síðan ófeiti var algeng dánarorsök hér á landi. En nú er svo komið hér sem víða í grannlöndum vorum, að menn stytta ýmsir ævi sína frekar með of mikilli neyzlu matar en of lítilli. Vandamál ofneylzu eða „ofátið“ eru tekin til meðferðar í þessari bók, en þau eru ná- tengd þjóðfélagslegum venjum ekki síður en vandamál vannær ingar.“ Að sjálfsögðu er þróun mann eldis og næringarfræði skil- merkilega rakin allt frá önd- verðu í þessari bók og kemur þá margt forvitnilegt í ljós. Lengstan aldur hefur mannkyn ið tekið næringu sína í því formi, sem hún hittist fyrir í hverju sinni, og miðað við alla sögu mannkynsins má segja, að stutt sé um liðið „síðan menp náðu tökum á tækni til mat- vælaframleiðslu." Þannig á raun verul. landbúnaður sér hvergi lengri sögu en um það bil tólf þúsund ár, og þá liðu enn tug- ir alda án þess að hann tæki verulegum breytingum. En loks á 7. eða 8. árþúsundi f.Kr. upp- götvuðu menn, að fræ, sem falla til jarðar, verða að nýjum plönt um og þar með var að dómi fræðimanna stigið eitt mesta framfaraspor í allri sögu mann- kynsins. Veruleg aukning á mat vælaframleiðslu verður þó ekki fyrr en með iðnbyltingu 19. aldar, en þrátt fyrir sívaxandi tækni helzt hún naumlega t f dag er talið að fullur helm- ingur þeirra búi við alvarlegan sult og næringarskort, og eftir því sem fólkinu fjölgar vofir hungurdauðinn yfir æ stærri hluta mannkynsins. En jafn- framt hefur annar bölvaldur færzt í aukana með heilsuspill- andi ofnæringu og offitu. Þessu hvoru tveggja, hörmung um skorts og ofgnóttar, eru gerð rækileg skil í Mat og næringu og rætt um hugsanlegar leiðir til úrbóta. Hungurvofunni verð ur sennilega ekki bægt fylli- lega frá dyrum mannkynsins, nema með takmörkun barnsfæð inga, og lýsir bókin nýjustu úr- ræðum í því skyni. Hitt vanda- málið er engu síður erfitt og flókið, sem bezt verður ráðið af því, hversu fólk, sem á við offitu og ofþyngd að stríða, verður auðveldlega að bráð sam vizkulausum fjárgróðamönnum. sem færa sér trúgirni þess og vandræði í nyt eins og mörg dæmi eru tilfærð um í bókinni. Matur og næring er bók, sem tvímælalaust á erindi við hvern mann, ungan sem gamlan. Flest- ir eiga að geta sótt þangað þekk ingu og ráð, sem koma þeim að persónulegu haldi, en auk þess er hún mjög skemmtileg aflestr ar. í bókinni er á annað hundr- að mynda, þar á meðal um 70 þeirra hin mestu listaverk.Verð ið er enn hið sama og verið hefur frá upphafi á bókum Al- fræðasafnsins. GRENSASVEGI22 - 24 »30280-32262 LITAVER Pilkington4s tiles postulínsveggflísar Stærðir 11x11, 7^2x15 og 15x15 cm. Mikið úrval — Gott verð. VELJUM ÍSLENZKT- ÍSLENZKAN IÐNAÐ NÝKOMIÐ SPORTBUXUR DÖMU — ljósir litir — létt efni. FLAUELSBUXUR st. 4—20. GALLABUXUR 65% dacron. barna- og unglingastærðir. Ó D Ý R T . LAUGAVEGI 31. Núverandi stjórn sambandsins skipa: Halldór Guðmundsson formaður, Haligrímur Benedikts son ritari, Rúnar Einarsson gjaldkeri og Svavar Erlendsson varaformaður. Meðstjórnendur eru söngstjórarnir Róbert A. Ottósson og Sigurður Ágústsson. Landssamb. Blandaðra kóra 30 ára TILDRÖGIN að stofnun L.B.K. voru þau, að Jakob Tryggvason, þáverandi söngstjóri I.O.G.T. hóf máls á því á félagsfundi 22. júní 1938, að þörf væri að stofna landssamband með blönduðum kórum og kvennakórum, þeim er þá störfuðu hér á landi, og lagði til ,að söngfélag I.O.G.T. gengist fyrir þessu máli. Tillag- an var samþykkt og þriggja manna nefnd kosin til að vinna að framkvæmd málsins. í nefnd- inni áttu sæti þeir Jakob Tryggvason, Jón Alexandersson og Bent Bjarnason. Árangurinn af störfum nefnd- arinnar var stofnun sambands- ins 7. des. 1938. Fimm eftirtald- ir kórar voru stofnkórar: Kant- ötukór Akureyrar (stofnaður 1932), Söngfélag I.O.B.T. (stofn- að 1932), Sunnukórinn á ísa- firði (stofnaður 1934), Vest- mannakórinn í VeStmannaeyj- um (stofnaður 1937) og kór Róberts Abrahams á Akureyri (stofnaður 1936). í fyrstu stjórn ina voru kosnir þeir Jón Alex- andersson form., Jakob Tryggva son ritari og Bent Bjarnason gjaldkeri. Frá upphafi starfað 17 bland- aðir kórar í L.B.K. að stofn- kórunum meðtöldum. Einn stofn kóranna er enn starfandi, það er Sunnukórinn á ísafirði. í dag eru 7 eftirtaldir kórar í sam- bandinu: Alþýðukórinn (stofn- aður 1950), Pólýfónkórinn (stofn aður 1957), Söngsveitin Fíl- harmónía (stofnuð 1961), Söng- félag Hreppamanna (stofnað 1961) , Liljukórinn (stofnaður 1962) og Samkór Vestmanna- eyja (stofnaður 1963). Þátttak- endur í söngmótinu verða allir kórarnir nema Sunnukórinn á ísafirði og Alþýðukórinn, sem ekki hefir verið starfandi að undanförnu vegna söngstjóra- leysis. Markmið L.B.K. er að efla kórsöng og aðra söngmennt á Is landi. Það hefir gefið út söng- lagahefti handa kórunum og stuðlað að raddþjálfun og kennslu í nótnalestri og styrkt sambandskórana fjárhagslega eftir getu hverju sinni. Söngmálaráð var„_ starfandi á vegum sambandsins frá árinu 1941 og fram til 1961, að lögun- um var breytt. Það sá um alla útgáfustarfsemi sambandsins. í því áttu einungis sæti söngstjór ar sambandskóranna, og á þess- um tímamótum sambandsins viljum vér heiðra minningu þeirra, sem nú eru fallnir í val- inn, en það eru þeir Björgvin Guðmundsson tónskáld, Jónas Tómasson tónskáld og dr. Viktor Urbandcic. Sambandið stendur í ómetanlegri þakkarskuld við þessa menn fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf í þágu L.B.K. Á sama hátt færir það þeim mönn- um, sem verið hafa í stjórn sam- bandsins alúðar þakkir fyrir unnin störf, en formenn L.B.K. frá upphafi hafa verið þeir Jón Alexandersson, Guðmundur Benjamínsson, Edvald Malm- kvist, Gísli Guðmundsson og nú- verandi formaður, og ekki má undan fella að geta Steindórs Björnssonar, sem var ritari í 15 ár samfellt og nú heiðursfélagi sambandsins. Söngmót L.B.K. fer fram í Háskólabíói n.k. laugardag 11. maí kl. 3 e.h. Þar syngja 6 kór- ar hver sína efnisskrá. Kórarn- ir eru: Pólýfónkórinn, söngstj. Iúgólfur Guðbrandsson, Söng- sveitin Fílharmonía, söngstj. Róbert A. Ottósson, Söngfélag Hreppamanna, söngstj. Sigurður Ágústsson Birtingaholti, Lilju- kórinn, söngstj. Ruth Little Magnússon, Samkór Vestmanna eyja, söngstj. Martin Hunger og Samkór Kópavogs, söngstj. J. Moravek. Einnig munu allir kór arnir syngja sameiginlega nokk- ur lög og er það 250 manna kór. Að loknum hljómleikunum efna kórarnir til samkvæmis í Lídó. (Frá L.B.K.) Sönglög Sveinbjörns Sveinbjörnssonar ÞAÐ er gleðiefni að geta sagt frá því, að mér tókst að vekja athygli ráðamanna á þeirri stað- reynd, að nauðsyn bæri til að gefa út lög Sveinbjörns Svein- björnssonar tónskálds. í Lands- bókasafninu liggja staflar af margs konar handrituðum nót- um, ásamt mörgum prentuðum nótum, sem eru fyrir löngu upp- seldar, þar hafa þær legið síðan árið 1930. Eins og kunnugt er gaf ekkja Sveinbj. Sveinbjörns- sonar, frú Eleanor, öll handrit síns íslenzka ríkiniu, sem sjá má á gjafabréfi, sem er til varð- veizlu í Menntamálaráðuneytinu dagsett 24. júilí 1954. Ekki er mér kunnugt um að neitt af verk um Sveinbj. Sveinbjörnssonar hafi verið gefið út, þessi 14 ár síðan gjafabréfið barst, nema þjóðsöngufinn og þessi áður nefndu sönglagahefti, sem eru nú á boðstólum hjá Menningar- sjóði, Hverfisgötu 21, Reykjavík. Sveinbj. Sveinbjörnsson starf- aði mikinn hluta ævi sinnar í Skotlandi, Danmörku og Kanada. Hann samdi sönglög við texta, er hann valdi í þeim löndum sem hann dvaldi í, og eru bæði prent aðar og óprentaðar nótur á er- lendum tungúmálum, einkum á ensku. í söngbókum tveim er nefnast „Musica Islandioa" nr. 22 og 25, má sjá snildar þýðingar Jakobs Jóh. Smára. Hann hefur vegna minnar tilhlutunar þýtt alla textana, sem eru í heftun- um, af ensku á íslenzku. Dr. Hallgrímur Helgason sá um prentunina. Ég hafði lengi barist fyrir að einsöngslög Sveinbj. Sveinbjörilssonar, þau sem eru í safninu, kæmust á prent. Von- andi er þetta aðeins upphafið. Ljóðskáldinu góða, Jakob Jóh. Smára ætti að vera falið að þýða alla erlenda textana við áður- nefnd sönglög, hvort þau verða gefin út fyrr eða síðar. Það er mikill fengur fyrir íslenzka ein- söngvara, að fá þessar tvær söng bækur með íslenzkum texta, eft ir okkar höfuðtónskáld. Eftir að ég hafði fengið leyfi réttra aðila, að fá ljósprentuð í Landsbókasafninu sönglögin, tók Jakob Smári til við þýðingarnar. Við unnum saman við að fella textana sem bezt við lögin, og fæ ég ekki séð annað, en að vel hafí tekist. Ljósprentanirnar voru síðar notaðar við prentun sönglagaheftanna sem prentuð voru í Þýzkalandi. Tillag þeirra sönglaga, eftir Sveinbjörn Svein- björnsson sem Jakob Smári hef- ur þýtt samkvæmt ósk minni eru sem hér segir. Ég elska land, Hvítt lyng, Vor, Sóleyjarsöngur, Dúfan min, Til næturgalans, Man söngur, Söngur vestanvindsins, Ljóffaljóð, Heimsigling bátanna, Kall fiskimannsins, Vetrarrósir, Grímudans, Álfarnir, Hví skyldi syrgja og Sjá ljós og lit. Þess skal getið að nokkur ai Ijóðunum eru ort af Helenu 'Sveinbjörnsson, dóttur tónskálds ins, hún býr í Calgary, Alberta, Kanada, ásamt bróður sínum, Þórði, og móður, hinni ágætu heiðurskonu, Eléánor Svein- björnsson, sem nú er á tíræðis- aldri. Reykjavík, 31. jan. 1968. Anna Þórhallsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.