Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1968. ðiillliilliiiiiiii ÍMÍÍÍiMlilliiii x*x*«v»v.y .■•■.*. v.’.vfl*i^*;*x,x’x,x,x,x'x*x'x,,x,x,x*x*xv.v. Vorvindar frelsisins - Nýtt stidrnarform? Viðbrðgöin í Austur-Evrópu FYKIR hálfu ári hefði vart nokkrum dottið í hug, hvað ætti eftir að gerast á.næstunni í Tékkóslóvakíu, einu af virkjum stalinismans í Austur-Evrópu. I dag, 9. maí, sem er þjóðhátíðardagur Tékkóslóvakíu, getur fólkið í landinu látið í ljós gagnrýni á hvaðeina í land- inu án ótta við refsiaðgerðir stjórnarvaldanna. Þessi frelsisþróun hefur átt sér stað á aðeins fáum mánuðum nú í vor og er slík, að augu alheims beinast nú að því, sem þar er að gerast. Hér á eftir verður að nokkru lýst þeim breytingum, sem þessi þróun hefur þegar haft í landinu. Ennfremur verður gerð grein fyrir því, hvernig hinir nýju forystumenn tékkóslóvska komm- únistaflokksins hafa hugsað sér stjórnarfar í landinu í framtíðinni. Samtímis þróuninni í Tékkóslóvakíu hefur athygli fólks ekki síður beinzt að viðbrögðunum gagnvart henni í ríkjum Austur-Evrópu. Er og var hætta á því, að atburðir sams konar og þeir, sem gerðust í Ung- verjalandi fyrir 12 árum, endurtaki sig í Tékkóslóvakíu? Óttast valdhafarnir í hinum kommúnistaríkjunum, að frelsishreyfingin í Tékkóslóvakíu kunni að breiðast út til landa þeirra og hvernig eiga þeir þá að bregðast við? Um þetta er einnig að nokkru fjallað í þessari grein, sem er önnur í greinaflokki um Tékkóslóvakíu, er birtist um þessar mundir í Morgunblaðinu. Við samningu þessarar greinar hefur fyrst og fremst verið stuðzt við svissneska blaðið „Neue Zúrcher Zeitung“. Endalok Novotnys Föstudaginn 22. marz s. L tilkynnti Antonin Novotny, að hann myndi segja af sér sem forseti Tékkóslóvakíu. Afsögn sína byggði Novotny á heilsufarsástæðum, en víst er, að það var ekki orsökin. Hann hafði orðið að láta und an þeim kröfum, sem sífellt urðu háværari, að hann yrði sviptur öllum pólitískum á- hrifum og virðingarheitum. Er miðstjórn kommúnistaflokksins hafði staðfest afsögn hans, var þætti hans að svo komnu endanlega lokið í stjórnmál- um Tékkóslóvakíu. Það var raunar ljóst þegar í janúar, sl., að stjórnmálaferill hans myndi senn á enda, er hann var sviptur stöðu aðalritara kommúnistaflokksins og Du- bcek kjörinn í það embætti í hans stað. Barátta Novotnys í því skyni að reyna að festa sig að nýju í valdasessi hafði reynzt árangurslaus. Eins og svo margir á undan honum hafði Novotny mátt reyna,a ð þar sem kommúnistisk stjórn er við völd, hefur flokksstjóm in ein raunverulega völdin / í sinni hendi. Enginn þjóð- höfðingi eða forsætisráðherra' getur snúizt gegn flokksleið- toga, semi hefur æðstu stjórn flokksins á sínu bandi., Og Dubcek hafði þegar í stað, eftir að hann hafði verið til- nefndur flokksleiðtogi í jan- úar, komið sér upp traustum meirihluta innan forsætis nefndar flokksstjórnarinnar, með því að skipa fjóra nýja menn í hana, sem voru ein- dregnir stuðningsmenn hans. Vorvindar frelsisins Á þessu vori hafa átt sér stað þeir einstöku atburðir í Tékkóslóvakíu, að jafnt leið- togar kommúnistafl. sem háttsettir embættismenn hafa ekki hikað við að tjá í frjáls- mannl. viðtölum, sem bl<fó- kann að fara svo síðar, að hún setji á það hömlur að nýju með svipuðum hætti og og áður var. Eitt atriði á öðru sviði er mjög athyglisvert og skiptir miklu máli. Stjórnarvöldin hafa gefið út fyrirmæli um, að allir lögregluþjónar í Prag og öðrum borgum skuli bera einkennisnúmer, sem ekki hr' t ' ® in hafa átt við þá, sínar sér- stöku persónulegu skoðanir gagnvart mönnum og málefn- um og hinn almenni borgari, sem gengur um götur borg- arinnar, hefur verið óhrædd- ur við að ganga fram fyrir kvikmyndatökuvélar tékkó- slóvska sjónvarpsins og tjá viðhorf sitt gagnvart því, sem verið hefur að gerast á stjóm málasviðinu og yfirleitt varð- andi allt það, sem hann hefur viljað láta í ljós álit sitt á. Þá hafa blöðin í landinu ekki látið sinn hlut eftir liggja Nú eru þau ekki lengur yfir- full af marklausu hjali um Vietnam, „samstöðu“ kommú- nistaflokka né heldur, að sig- ur marx-leninismans sé „óhjá- ÖIMIMUR GREIIM kvæmilegur" í heiminum. Þau taka til meðferðar vandamál, sem eru raunveruleg og þjóð- in stendur frammi fyrir og sem stjómarvöldin verða að láta til sín taka. Segja má að blöðin njóti nú hins ný fengna frelsis í upplýsingavímu. Samkeppni þeirra minnir næstum því á samkeppni blaða í kapital- istískum löndum og náði há- marki daginn, er Novotny sagði af sér forsetaembætt- inu, en þá gáfu blöðin út aukaútgáfur og það hvað eft- ir annað, þar sem allra nýj- ustu fréttir birtust. Það hef- ur vakið athygli, hversu fljótt blöðin hafa hrist af sérhlekki ríkisvaldsins, þar sem þeim var skipað á einn bekk, og áttað sig á kröfum hins frjálsa framtaks. Menn velta hins- vegar fyrir sér, hversu lengi þetta „prentfrelsi" muni hald ast. Greinilegt er, að enn er haft visst eftirlit með því og að nýja flokksforustan notar sér þetta frelsi, af því að hún hefur hag af því. Það Prófessor Goldstiicker, forseti tékkóslóvska rithöfundasam- bandsins. þekktist áður. Þetta er gert í því skyni, að borgararnir geti borið kennsl á lögreglu- þjóna aftur og ef nauðsyn krefur, kært þá fyrir brot í starfi. Þetta er einn þáttur þeirrar frelsisþróunar, sem nú á sér stað og á að forða borg- urum frá valdníðslu af hálfu lögreglunnar. Að sjálfsögðu vantar mikið á það frelsi, sem á Vestur- löndum er talin óhjákvæmileg forsenda lýðræðislegs þjóðfé- lags. En í samanburði við það ófrelsi, sem ríkti í Tékkó- slóvakíu fyrir aðeins fáeip- um mánuðum, hefur verið stig ið geysistórt skref í átt til slíks frelsis. Verður þetta skref stigið aftur á bak? Tékk óslóvakar eru nógu skynsamir til þess að njóta þessara vor- vinda frelsisins, svo lengi sem þeir blása, og að leggja alla umhyggju sína við þá vaxt- arsprota, sem þeir hafa kall- að fram. í viðtali við vesturþýzka tímaritið „Der 'Spiegel“ fyrir nokkrum vikum sagði prófess or Goldstúcker, vararektor Karlsháskólans í Prag og einn helzti leiðtogi og talsmaður hinna frjálslyndari afla í Tékkóslóvakíu, er hann var spurður að því, hVort hann teldi, að það sem áunnizt hefði í frelsisátt, kynni að glatazt að nýju: — Hvorki sagan né mannlífið veitir fullkomna tryggingu fyrir neinu. Hvort tveggja skapar aðeins mögu- leika. Möguleika ber hins veg ar að notfæra sér, og mögu- leiki okkar felst í því, að þessi hreyfing geti að vísu í versta falli orðið fyrir áföll um en aldrei farið út um þúf- ur úr þessu. Það verður ekki unnt að þurka hana burt úr sögunni framar. Þessi ummæli eru þeim mun athyglisverðari, að auk þess, sem sagt var um Goldstúck- er hér að framan, þá er hann forseti rithöfundasambands Tékkóslóvakíu og í hópi helztu hugmyndafræðinga hinnar nýju flokksforystu kommú- nistflokksins. í Slanskyrétt- arhöldunum 1952—‘53 var han dæmdur í æfilangt fangelsi. Markmið hinna „frjálslyndu“ Á fundi með fréttamönnum fyrir nokkru útskýrði Gold- stucker stefnumörk nýju flokk forystunnar almennt varðandi stjórnarfyrirkomulag lands- ins. Hann hélt fast við það, að tími væri enn ekki kom- inn til, að leyfðar yrðufrjáls- ar kosningar í vestrænum skiln ingi, þar sem kommúnista- flokkurinn yrði áfram að hafa völdin í sínum höndum. Óhjá- kvæmilegt væri hins vegar að skapa innan þeirra tak- marka stjórnarfyrirkomulag, sem útilokaði framvegis hvers konar valdmisnotkun og það, að völdin söfnuðust í eins manns hendur. Hann lagði á- herzlu á, að flokksforustan yrði að beita ýtrustu vark- árni, eins og sakir stæðu, og að á engan hátt mætti rasa um ráð fram svo að sams kon- ar atburðir og þeir, sem gerð- ust í Ungverjalandi 1956, end urtækju sig í Tékkóslóvakíu. Goldstucker sagði enn frem ur, að í nafni byltingarinnar myndu völdin verða áfram í höndum kommúnistaflokksins. Svo lengi sem öllum markmið um byltingarinnar hefði ekki verið náð, yrði flokkurinn að halda völdunum til þess að tryggja, að haldið yrði áfram að vinna að markmiðum bylt- ingarinnar. Mikilvægasta pól- Skipan flokksins verði lýð- ræðisleg, þannig að engin mis- notkun valds geti átt sér stað í skjóli hans. Þjóðþing lands- ins taki að nýju við hlut- verki löggjafans og eftirlit með framkvæmdarvaldinu í landinu. Ríkisstjórnin taki sjálfstætt við meðferð fram- kvæmdarvaldsins og beri ekki ábyrgð gagnvart neinum nema þjóðþinginu. Þá verði hugsan lega komið á fót stjórnlaga- dómstóli. Flokkar, sem ekki eru kommúnistiskir, fái meiri áhrif en áður, án þess þó að þeir verði fullkomlega jafn rétt háir og kommúnistaflokkur- inn. Skoðania og tjáningafrelsi verði engin takmörk sett. Þá verði valdinu skipt jafntmilli leiðtoga flokksins, forseta lýð veldisins, forseta þjóðþings- ins, forsætisráðherra og dóms valdsins. Við kosningar í framtíðinni verða bornir fram einingar- listar, þar sem að minnsta kosti helmingi fleiri frambjóð- endur verða á, en kjósa á. Sérhver flokkur, sérhver hreyf ing og aðrir þjóðfélagsaðilar velja sér sína eigin fram- bjóðendur á þennan einingar- lista. Kjósendur verða síðan að strika yfir að minnsta kosti helming þeirra nafna, sem á listanum standa. Hvernig kommúnistaflokkurinn hyggst tryggja það, að ekki verði haggað við valdi hans í slík- um kosningum, skýrði Gold- stucker ekki. Viðbrögð í Austur-Evrópu Samtímis því sem fylgst hef ur verið af athygli með þró- uninni í Tékkóslóvakíu að undanförnu, hefur athyglin ekki siður beinzt að því, hver viðbrögð Sovétríkjanna og annarra kommúnistaríkja A,- Evrópu myndu verða gagn- vart henni. Víst er, að þró- Tveir stalinistar. Novotny fyrrum forseti Tékkóslóvakíu og Ulbricht leiðtogi austur-þýz kra kommúnista. Valdhafarnir í Austur-Þýzkalandi hafa gagnrýnt þróunina í Tékkóslóvakiu í frelsisátt hvað harkalegast og sá orðrómur var á kreiki, að þeir væru reiðubúnir til þess að senda skriðdreka inn í Tékkó sióvakíu til þess að koma Novotny aftur til valda. itíska vandamálið nú væri fólgið í því, að koma á fót kerfi, þar sem virkt eftirlit væri haft með valdinu, í þjóð- félagi, þár sem einn flokkur færi einsamall með forystuna. Hvort þetta væri yfirleitt unnt og á hvern hátt, væri að svo stöddu óvitað, en sú tilraun, sem nú færi fram í Tékkó- slóvakíu, gengi einmitt í þessa átt. Goldstucker telur eftirfar- andi ráðstafanir nauðsynlegar unin í Tékkóslóvakíu hefur valdið valdamönnum í Sov- étríkjunum miklum áhyggjum svo og í ýmsum öðrum Austur Evrópuríkjum, einkumAustur Þýzkalandi og Póllandi. Á- stæðan er fyrst og fremst sú, að þessir aðilar óttast, að frelsisþróunin í Tékkóslóva- kíu muni breiðast út til landa þeirra og koma þar af stað sams konar hreyfingu. Við- brögð þeirra hafa hins vegar einkum mótazt af því að bíða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.