Morgunblaðið - 09.05.1968, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 09.05.1968, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 196«. 11 átekta og sjá, hver framvind- an yrði. Seint í marz var samt í skyndi boðað til fundar æðstu manna aðildarríkja Varsjár- bandalagsins í Dresden í A.- Þýzkalandi og hófst hún 22. inarz, sama dag og Novotny lét af embætti, sem forseti Tékkóslóvakíu. Talið er, að það hafi ekki verið eingöngu Sovétríkin, sem fyrir þessum fundi stóðu heldur ekki síður Austur-Þýzkaland og Pólland Á ráðstefnunni var þróunin í Tékkóslóvakíu helzta málið á dagskrá, en jafnframt mun þár hafa verið rætt um sam- Þjóðverjum og er kunnurmað ur í Sovétríkjunum. Það sem virðist þó hafa skipt mestu máli, var, að Tékkóslóvakía lýsti yfir sam- stöðu við Varsjárbandalagið. Nú er það ljóst, sem er mjög athyglisvert, að Sovétríkin eru ekki ein að verki, eins og átti sér stað fyrir 12 árum gagnvart Ungverjalandi og Póllandi, og að nýjum aðferð- um .er beitt gegn sjálfstæðis- viðleitninni gagnvart Sovét- ríkjunum. í samskiptum sín- um við Tékkóslóvakíu leitast Sovétríkin við að beita heild- aráhrifum Varsjárbandalags- Borgarar í Tékkóslóvakíu ræða um síðustu stjórnmálaatburði sín á milli úti á götu. Frjálsar umræður af þessu tagi voru þar fulikomlega óþekktar þar til fyrir skemmstu. heldni kommúnistaríkjanna í Austur-Evrópu, sem nú sýnir á sér síaukin merki upplausn ar. Talsverð leynd hvíldi yf- ir ráðstefnunni. Það var hins vegar ekki vafamál, að þar gerði Dub- cek ráðamönnum“hinna komm únistaríkjanna grein fyrir stefnu sinni og þróún mála í Tékkóslóvakíu. Á honum hafa staðið mörg spjót og hann örugglega orðið að svara mörg um áleitnum spurningum um, hvað eiginlega væri að gerast í landi hans, hvort stefna hans myndi ekki leiða til upp- lausnar og honum bent á hinn mikla mun á stefnu hans og stefnu annarra leiðtoga inn- an Varsjárbandalagsins. Alls kyns orðrómur var á sveimi um þessar mundir, og meiri spenna ríkjandi, en menn á Vesturlöndum gerðu sér þá grein fyrir. Tékkóslóvakar er lendis voru aðvaraðir af vin- um og vandamönnum að koma ekki heim. Sovézkar hersveit- ir héldu heræfingar í grennd við tékkóslóvsku landamærin og sögur um, að austur-Þýzk ir skriðdrekar kynnu að halda inn í Tékkóslóvakíu og ef til vill ná til Prag á ein- um sólahring, gengu manna á milli. Tékkóslóvakía áfram í Var- sjárbandalaginu. Ekkert er vitað með vissu, hvort það hafi raunverulega komið til átaka að beita her- afli gegn Tékkóslóvakíu og steypa nýju stjórninni af stóli. Víst er hins vegar, að Dubeck mun hafa lagt sig allan fram um að róa leiðtoga hinna ríkj a Varsjárbandalagsins og þá fyrst og fremst Sovétríkjanna Hann mun hafa lýst yfir því, að engin hætta væri á því, að land hans segði sig úr Varsjárbandalaginu og að kommúnistaflokkurinn í Tékk óslóvakíu hefði öll tök á þró- uninni þar. Hún myndi halda áfram innan marka kommú- nismans. Það mun hafa átt mikinn þátt í því að róa sovésku leiðtogana, að einmitt um þetta leyti stóð kjör nýs forseta Tékkóslóvakíu fyrir dyrum og að kommúnistafl. hafði valið Ludwig Svoboda fyrir frambjóðanda sinn og þar með fullvíst, að hann yrði kjör- inn. Svoboda hefur áður ver- ið sæmdur virðingarheitinu „hetja Sovétríkjanna." ELann er 73 ára að aldri og barðist með Rússum bæði í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni gegn ins og ef tékkóslóvsk stjórn- arvöld sýna mótþróa, þá mæta þau ekki andspyrnu Sovét- ríkjanna einna heldur alls Varsjárbandalagsins, en nær fullvíst má telja, að sum þeirr ekki hvað sízt Austur-Þýzka- land, hafa hvatt til þess að til annarra og harðari við- bragða yrði. gripið gagnvart Tékkóslóvakíu en raun hefur orðið á til þessa. Efnahagslega sjálfstæðari en áður. í skiptum fyrir að lýsa yfir eindreginni samstöðu að svo ur bezt í opinberum hag- skýrslum landsins, sem leiða í ljós, að bensín handa niu af hverjum tíu bílum í Tékk- óslóvakíu er komið frá Sov- étríkjunum, tvö af hverju þremut brauðum eru bökuð úr sovézku korni og að allar járnbræðslur landsins myndu stöðvast tafarlaust, ef tekið yrði fyrir útflutning á járn- grýti frá Sovétríkjunum þang að. Það sem helzt virðist vaka fyrir Sovétríkjunum nú í sam- skiptum þeirra við Tékkó- slóvakíu, er að hafa áhrif á utanríkisstefnu landsins miklu fremur en þróunina innan- lands og koma í veg fyrir að hin nána samstaða, sem verið hefur með Sovétríkj- unum, Póllandi Austur-Þýzka landi og Tékkóslóvakíu, þar til Novotny lét af völdum þar, háldizt svo sem frekast er unnt. Sameiginlegur andstæð- ingur þeirra allra á einkum að vera Vestur-Þýzkaland og áróðurinn gegn því hefur ver ið sérstaklega hatrammur að undanförnu og því haldið fram að vesturþýzka stjórnin reyni nú sem ákafast að grafa und- an samheldni sósíalistísku rík anna. Háttsettir stjórnmála- menn í Tékkóslóvakiu hafa samt hvað eftir annað að und- anförnu lýst því yfir, að land- inu beri að taka upp óháðari stefnu í utanrí'kismálum en áður, en þrátt fyrir slík um- mæli ber að taka þessu með varúð. Tékkóslóvakía er, eins og sakir standa, svo óskap- lega háð Sovétríkjunum efna- hagslega, eins og greint var frá hér að framan, að þess er vart að vænta að róttækar þreytingar verði á utanríkis- stefnu landsins. Líklega er þó, að samskipti þess við Vesturlönd eigi eftir að auk- ast og batna verulega. Sovézku valdhafarnir hafa að líkindum ekki heldur vilj- að ganga of harkalega til istísku ríkin eigi sem minnst að skipta sér hvert af öðru. Sovétríkin hafa alls ekki viljað gera neitt það á fund- inum í Dresden, sem kynni að gera sambúðina við Rúmen íu enn erfiðari en hún er fyrir. Það vakti líka athygli að Rúmenia var eina aðildar- ríki Varsjárbandalagsins, sem ekki sendi fulltrúa á ráðstefn una í Dresden og var það túlkað sem skýr vísbending tll hinna kommúnistaríkjanna að það væri skoðun rúmensku valdhafanna, að þau ættu ekk ert að vera að skipta sér að því, sem ætti sér stað í Tékkó- slóvakíu. Aðvörun Brezhnevs til endur- bótasinna. Það er athyglisvert, hversu langur tími leið, unz Leonid Breznev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins lét í ljós opinberlega skoðanir sínar á rás atburðanna áð undan- förnu í AusturEvrópu. Föstu daginn 29. marz sl. hélt hann ræðu á fundi stjórnar kommúnistaflokksins í Mosk vu um ólguna að undanförnu í Austur-Evrópu. Þar stað- festi hann hina ósveigjanlegu og rétttrúnaðarkenndu stefnu sovézka kommúnistaflokksins með því að halda fast við „járnharðan aga“ innanflokk sins, réðist harkalega á ókyrrðina á meðal sovézkra menntamanna og hélt fast við „baráttuna gegn heimsvalda- stefnunni". Hann gaf sam- tímis í skyn, að takmörkum afskiptaleysis væri mjög þröngar skorður settar. Koma yrði í veg fyrir, að sams kon ar breytingar næðu að skjóta upp kollinum og þróast, eins og orðið hefði í sumum öðr- um ríkjum Austur-Evrópu. Slíkar breytingar mættu ekki veikja „hugsjónalega einingu verkalýðsins í löndum sósíal- isrnans" og verða „klækja- brögðum heimsvaldastefnunn Mörg þúsund stúdentar tóku þátt í kröfugöngu fyrir forsetakosningarnar, þar sem þeir kröfð- ust þess, að Cestmir Cisar yrði kjörinn forseti. Cisar var á sínum tíma uppeldismálaráðherra, en var sendur í útlegð af Novotny til Rúmeníu, þar sem hann var um skeið sendiherra. Cisar er í hóp hinna frjálslyndu forystumanna Tékkóslóvakíu nú og Dubcek bar þau rök fram gegn tilmælum háskólastúdentanna, að Cisars byðu nú mikilvæg verkefni, þannig að flokkurinn mætti ekki missa af starfskröfum hans í önnur verkefni. Cisar nýtur hvað mestra vinsælda allra tékkóslóvskra forystumanna á meðal stúdenta og annars æskufólks. stöddu við Sovétríkin er hins vegar talið, að Dubeck hafi fengið miklu áorkað um já- kvfða afstöðu Sovétríkjanna gagnvart ýmsum þeim efna- hagslegum breytingum, sem nú standa fyrir dyrum í Tékkóslóvakíu og þar sem miðað verður að því, að land- ið verði efnahagslega sjálf- stæðara en áður og að efna- hagsþróunin miðist miklu meir við Tékkóslóvakíu sjálfa en við landið sem hluta af Com- econ, efnahagsbandalagi komm únistaríkjanna. Tékkóslóva— kía er nú efnahagslega mjög háð Sovétríkjunum. Það kem- verks gagnvart Tékkóslóva- kíu af ótta við, að það kynni að hafa neikvæð áhrif fyrir Sovétríkin annars staðar í A-Evrópu. Þar sem pólska og austurþýzka stjórnin hafa lýst yfir van- þóknun sinni beinlínis jafnt sem áhyggjum fyrir atburð- unum í Tékkóslóvakiu, þá hefur rúmenska stjórnin ver- ið miklu jákvæðari í afstöðu sinni og hvatt en ekki latt þá þróun, sem þar hefur átt sér stað. Stefna Rúmeníu í utanríkismálum nú, er sú, að halda uppi mjög sjálfstæðri utanríkisstefnu og að sósíal- ar“ að gagni. Ásamt með skírskotun til „umfangsmik- illar efnahasskreppu hins ’kapltalistiska þjóðfélags“, sem nú væri í uppsiglingu, skoraði Brézhnev á sína eig- in flokksmenn að standa fast ar íaman. Hugsjónalegri sambúð hafn- Skýrzla Brezhnevs um fund ríkja Varsjárbandalags ins í Sofiu og fundinn í Dres den birtist ekki í flokksblað- inu Prawda. Það sem birtist af framamgreindri ræðu hans í flokksblaðinu, hefur þó að geyma ýmsar ábendingar, sem virðist vera ætlað að ná til Tékkóskóvakíu en einnig til kommúnistaflokks Sovétríkj- anna. Aðalritarinn lýsti því sem röngu að álíta að krafa Lenins um „jarnharðan flokks aga“ hafi aðeins átt að gilda yfir tímabil beinna byltingar aðgerða en síðan dragi úr nauðsyn hennar á tímum efna hagslegra og lýðræðirlegra endurbóta, sem síðar komu til. Á þennan hátt vísaði Brezhnef á bug fyrirfram þeirri gagnrýni á hugmynda- kreddum og stalinisma, sem tilhneigingin til endurbóta, enda þótt hún sé klædd bún- ingi kommúnisma, notar sér sem hugmyndafræðilega rétt- lætingu. Að áliti Brezhnes eiga allar endurbætur og öll viðleitni til nýtízkulegri stjórnarhátta sín óyfirstígan- legu takmörk, þar sem þau fara að verða forystuhlut- verki flokksins í pólitísku, þjóðfélagslegu og efnahags- legu tilliti hættuleg og veikja það og flokkinn sjálfan. Meiri ábyrgð og sjálfsræði fyrir embættismenn, sagði Brezh- nev, þýddi á engan hátt hið sama og að flokkurinn drægi úr eftirliti með starfs. þeirra Brezhnev var að sjálfsögðu nógu varkár til þess, að ekki yrði unnt að bera honum á brýn að vera að skipta sér af einkamálefnum annarra kommúnistaflokka, hvað þá heldur að hann hefði refsiað- gerðir í hótunum. Það var samt ómisskiljanveg aðvörun til allra þeirra, sem kunna að vera fylgjandi of umfangs- miklu „sósíalistísku lýðræði" og skoðanafrelsi í ríkjum Austur-Evrópu, hve fast og fræðilega Brezhnev hélt við þá hugmynd, að kommúnista- flokkurinn og kommúnistisk ar fræðisetningar ættu að ganga framar öllu öðru. Á- bending Brezhnevs var ekki síður greinileg um, að hug- sjónabaráttan við „heims- valdastefnuna“ færi harðn- andi, en heimsvaldastefnan reyndi að beita fyrir sig „þjóð ernissinnuðum og endurskoð unarsinnuðum öflum.“ Ábending til sovézkra mennta manna. Allt frá hinum álræmdu ár- ásum Krúséffs gegn abstrakt málaralistinni, hefur aldrei verið tekið harðar til orða gegn sovézkum listamönnum og menntamönnum eins og í þessari ræðu Brezhnevs. sem skortir aðeins hið litríka orð- skrúð fyrirrennara hans. Brezhnev vill greinilega taka fastara í taumana gagnvart menntamönnum í Sovétrkjun um til þess að koma í veg fyrir, að sjálfstæðisviðleitnin breiðist frekar út og um leið að gefa öðrum flokksforingj- um fordæmi. Hann minnist m. a. á „siðferðilega veikgeðja og stjórnmálalega vanþrosk- að fólk“, sem af hégómagirni og í því skyni að vekja at- hygli á sjálfu sér hefði flækzt í net borgaralegrar hugmyndafræði og njósnastarf semi erlendra aðila. Slíkir lið hlaupar gætu ekki reiknað með því að komast hjá refs- ingu. Brezhnev gagnrýndi að þegar hefði verið skrafað of mikið um slíka „hugmynda- fræðilega blindingja“, en það kom samt ekki í veg fyrir það, að Stalinverðlaunahaf- inn Miehalkow fordæmdi harðlega í ræðu, sem hann hélt, allan stuðning, sem kunn ir rithöfundar hefðu sýnt „af brotamönnunum „Ginzberg og Galansko og hvatti til þess að gripið yrði til svipu flokks eftirlitsins með bókmenntum og listum. Brezhnev kallaði það hið raunverulega verk- efni sovézkra menntamanna að ala fólk upp í „ósættan- leika gagnvart framandi hug myndafræði". Sú játning Brezhnevs var hins vegarný Framhall á bls. 30.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.