Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1958. Bandarísku læknarnir þrír, 'sem í vetur „bjuggu til líf“ í tilraunaglösum, samkvæmt frétt- um. í rauninni unnu þeir það afrek að búa til starfhæfar kjarnasýrir og eiga enn langt í land með að búa til líf. Þeir eru: 'dr. Hehran Goulian frá Chicagóháskóla, dr. Arthur Kornberg hert L. Sinsheimer frá raunvís 'indastofnun Kaliforníu. Líf í tilraunaglösum á enn langt í land Rætt um líf og llffræðikennslu við tvo íslenzka vísindamenn f vetur barust um það fréttir að þremur Bandaríkjamönnum hefði tekizt að búa til líf í til- raunaglösum. Var því mjög sleg ið upp, og stjórnmálamenn fjöl- yrtu um þennan merka áfanga. Blaðamenn Mbl. vildu gjarnan, þegar mesti nýjungauppsláttur- inn var hjá liðinn í fréttum, fá að vita hvað það er eiginlega, sem vísindamenn hafa afrekað þarna og hverju þeir eru að sækjast eftir. En almenningur á mjög erfitt með að átta sig á slíkum hlutum og gildi þeirra. Við hringdum því í Rannsókn- arstofu háskólans í lífeðlisfræði, og náðum tali af dr. Jóhanni Axelssyni prófessor og spurðum um álit hans á þessum hlutum. Svarið kom um hæl — Ég hefi ekkert vit á þessu. Þið ættuð að ná í lífefnafræðing eða sam- eindalíffræðing. Við viljum ekki una við þessa frávísun. En prófessor Jó- hann hlær bara og segir: - Þeir hafa nú verið svo iðnir við að eyða lífi í Asíu undanfarið, að ég hlýt að fagna því heilshugar, ef þeim tekst að búa til þótt ekki séu nema nokkur mólekúl af lífi í staðinn. Annars hefi ég líklega rétta manninn. Eftir há- degi kemur til mín dr. Guðmund- ur Eggertsson erfðafræðingur og sameindalíffræðingur. Hann er nýkominn frá Bandaríkjunum og er manna líklegastur til þess að geta gefið hlutlæg svör. Og eftir hádegi leggjum við leið okkar suður í Háskóla. Áður en lengra er haldið er rétt að kynna ofurlítið þennan unga vísindamann, dr. Guðmund Eggertsson. Hann er- úr Borg- arnesi, sonur Eggerts Guðmunds sonar á Bjargi. Guðmundur lauk magistersprófi í erfðafræði í Kaupmh.. Síðan vann hann í 2 ár við erfðafræðirannsókn- ir í London og varð 1965 doktor í Yale, þar sem ritgerð hans fjallaði um viðfangsefni í gerla- erfðafræði. Þá stundaði hann erfðafræðirannsóknir í tvö ár hjá nýrri rannsóknarstofnun International Laboratory of Gen etics and Biophyscs í Napóli á ftalíu. Og nú er hann aftur starf- andi í Yale í Bandaríkjunum. Er viðfangsefni hans þar rann- sóknir á proteinmyndun í geril- frumum. — Við notum gerla við þessar rannsóknir vegna þess hve þeir skipta sér fljótt, á 20 minútna fresti meðan þeir hafa næga nær ingu, svaraði hann, er við spurð um með hvers konar lífverur hann sýslaði. En þó að við not- um gerla við þessar tilraunir, gerum við ráð fyrir að niður- stöður okkar gildi líka til skiln- ings á æðri lífverum. Því í grund vallaratriðum er lífið eitt. Og þá skjótum við að þeirri spurningu, sem við vorum ein- mitt komin til að leggja fyrir dr. Guðmund. Hvernig standa málin varðandi hinar nýju upp- götvanir bandarísku vísinda- mannanna til að búa til líf og hvert er gildi uppgötvana þeirra? — Það er óralangt þangað til hægt verður að búa til lifandi frumu verði það nokkurn tíma hægt, svaraði Guðmundur að bragði. Það sem þessir menn hafa gert, er að búa til starfhæfar kjarnasýrur (DNA). Kjarnasýr- urnar, sem hér um ræðir, eru í raun og veru gen veiru nokk- urrar, sem lifir og fjölgar sér í gerlinum E-coli. En það er ein- ungis skilgreiningaratriði hvort kalla á þessar verur lífverur. Þær eru í rauninni ekki annað en fáein gen umlukt proteinum (eggjahvítuefnum). Þær vantár alla hvata og allt það flókna kerfi, sem lifandi frumur hafa og þarf til að búa til eigin kjarn- asýru og protein. Þess vegna, eru þær algerlega ófærar um að fjölga sér utan gerilfrumunar. Munurinn á þeim og gerlum er gífurlega mikill. T.d. hafa gerlar a.m.k þúsund sinnum fleiri gen en þessar litlu veirúr og þar af leiðandi þúsund sinnum fleiri teguindir proteinsameinda. — Hvað er í rauninni merki- legt við afrek fyrrnefndra vís- indamanna? Hvaða áfanga er náð? — Það er í fyrsta sinn að starfhæft DNA hefur verið búið til utan lifandi frumu. í raun og veru kom það vísindamönn- um ekki á óvart, því grundvall- ar rannsóknir á þessu sviði höfðu verið unnar áður. Dr. Korn berg, sem vann að þessum rann- sóknum, fékk Nóbelsverðlaun fyrir nokkrum árum fyrir grund vallarrannsóknir á því hvernig DNA er búið til og vísindamenn hafa átt von á þessu framhaldi. — Þetta er þá einn áfanginn. Og hvað svo? — Það*verður haldið áfram í framhaidi af þessu og ekki er ólíklegt að innan nokkurra ára geti vísindamenn búið til siíkar veirur. En þá er samt sem áður óralangt þangað til að hægt verð ur að búa til lifandi frumu og í rauninni er ekki hægt að segja að nokkur vísindamaður sé að vinna að því viðfangsefni. — En allt miðar þetta að því að geta einhverntima búið til líf, er það ekki? — Sannleikurinn er sá, að vís- indamenn eru ekki svo mjög að sækjast eftir að búa til líf. Þeir eru að sækjast eftir því að skilja hvernig lífverur eru byggðar upp og hvernig þær starfa. En það leiðir af sjálfu sér að því betur sem menn skilja gerð frumunnar og hvernig hún starfar þeim mun meir aukast líkurnar á því að 'Dr Guðmundur Eggertsson takast megi að búa hana til. Til þess vantar þó mikið enn. Við þurfum auðvitað fyrst að skilja hvernig náttúran fer að því að búa til iíf. Enn er langt þangað til að við höfum skilið í öllum smá- atriðum hvernig fruma starfar. Gerilfruman er ákaflega lítil aðeins 2—3/1000 úr millimeter að lengd. Samt sem áður hefur hún að geyma leyndarmál lífsins Ef við skildum hvernig þessi liftla fruma, gerillinn, starfar og lifir, þá værum við ekki langt frá því að skilja frumur manns- likamans. — Þitt starf er þá einn lið- urinn í þessari viðleitni? Starfið þið í hóp að viðfangsefninu í Yale? — Já, ég er einn í hópi vís- indamanna í Yale sem vinna að lausn ákveðinna viðfangsefna sameindalíffræðinnar. — Þá væri ekki hægt að stunda slíkar rannsóknir hér, eða hvað? — Jú, til þeirra þarf viss tæki en yfirleitt eru rannsóknir í líf- fræði ekki dýrar miðað við aðrar rannsóknir. Við eigum nokkra menn menntaða til starfa á þessu sviði og hér er til rannsókna- stofnun, þar sem hægt er að vinna að slíkum rannsóknum. Það væri því hfcegt að halda þess um rannsóknum áfram hér, þó afköstin yrðu ekki eins mikil. Og ekki er útilokað að hægt sé að fá fé erlendis frá til slíkra rannsókna hér. — Hefur þú sjálfur áhuga á að koma heim til starfa? — Já, ég hef mikinn hug á því, satt að segja er ég að athuga möguleikana á því. Annað hvort er að koma núna eða ekki. Auðvelt er að fá stöðu í Bandaríkjunum og þar eru auðvitað betri aðstæður og vinnuskilyrði og hærri laun. En það er nú svona með okkur flesta, að við viljum heldur vera og starfa á íslandi, þrátt fyrir allt. Dr. Guðmundur er nú farinn að verða órólegur. Klukkan er að verða þrjú og heimsóknartími á Landspítalanum að byrja. Og þar sem hann er kominn frá Ameríku til að vera nálægt konu sinni, Bergþóru Zebitz, meðan hún set- ur í heiminn frumburð þeirra hjóna, dugir ekki að sitja og spjalla um tilbúning á lífi í til- raunaglösum. Hann þýtur því af stað. Raunvísindadeild í H.f. og líf- fræffikennsla. Við þökkum prófessor Jó- hanni aðstoðina og notum tæki- færið til að skjóta inn spurn- ingu: — Þú sazt þing Lífeðlisfræð- ingasambands Norðurlanda ný- lega og fluttir þar erindi. Getur þú sagt okkur eitthvað um efni þess? — Dr. Guðmundur Guðmunds son, Bo Wahlström og ég gerð- um þar grein fyrir viðleitni qkk- ar til að greina sambandið milli raffyrirbæra og aflsvörunar í æðum með aðstoð tölvunnar. Dr. Guðmundur, sem er stærðfræð- ingur, á mestan heiðurinn af þeirri vinnu. Og við höldum áfram með það sem okkur liggur á hjarta. — Nú eru áform um að stofna raunvísindadeild við Háskóla ís lands og heyrzt hefur að líffræði kennsla hefjist næsta haust. Er það rétt? — Náttúrufræðinefnd hefur starfað á vegum Háskólans síð- astliðinn vetur til undirbúnings þessu máli. Æskið þið ábyrgra frétta þá er að snúa sér til Há- skólans eða nefndarinnar sem heildar, svarar Jóhann. — Við gerum okkur ánægð með að heyra þín persónulegu viðhorf til þessara mála al- mennt. — Þá skuluð þið fá þau, en ég undirstrika að það eru per- sónulegar skoðanir mínar, sem við ræðum. í fyrsta lagi vona ég að sjálfsögðu að hafizt verði handa um líffræðikennslu sem allra fyrst, helzt í haust. Að minni hyggju þolir það ekki frekari drátt. Líffræðideildin yrði liður í væntanlegri almennri vísinda deild, er það ekki rétt skilið? — Jú, en ef af kennslu yrði í haust, í landa og jarðfræði ásamt líffræði, þá mundi það verða verkfræðideildin sem hefði umsjón með henni, unz vísinda- deild tæki til starfa. — Ég er hrædd um að al- mennt eigi fólk erfitt með að átta sig á þáttum hinna ýmsu greina náttúruvísindanna. Okkur verður helzt hugsað til athugun- ar á náttúrunni, eins og hún birtist okkur daglega í lands- lagi, dýrum, fuglum grösum o. s.frv. — Það er ofur eðlilegt og sem betur fer eru ekki allir líffræð- ingar eins og ég og mínir sálu- félagar. Fólk hefur ánægju af fleiri hugtökum en hugtökum eðlis og efnafræði. Margir hljóta yndi og fullnægingu af að vinna með og rannsaka lífið, eins og það birtist í eðlilegu umhverfi sínu. Ég legg mikla áherzlu á það, að samstarf þessara hópa er nauðsynlegt. Enginn getur án annars verið — engin grein líf- fræði má missa sig. Mótsetningar nýrrar og klassiskrar líffræði eru ímyndaðar. Hinsvegar er nóg af mótsetningum milli einstakra líffræðinga innan allra greina líf fræðinnar. Augljóst er að náms- efni og kennsla í líffræði hlýt- ur að stóraukast og gjörbreyt- ast frá því sem nú er. Eitt af því fyrsta, sem verður að gera er að mennta fleiri kennara, sem hæfir eru til að kenna líffræði í samræmi við kröfur tímans. Það er sannfæring mín að án staðgóðrar þekkingar á undir- stöðugreinum náttúruvísinda, eðl is- og efnafræði og afkvæmum þeirra, lífefna- og lífeðlisfræði, verði enginn góður líffræðingur í dag, og þá ekki frekar góður líffræðikennari. Eðlileg og óhjá- kvæmileg undirstaða alls frekara líffræðináms er að kunna skil á þeim eiginleikum, sem eru öllu lífi sameiginlegir, áður en farið er að læra það sem skilur lífverurnar að, þ.e.a.s. hafizt handa um yfirbygginguna. Án grundvallar þekkingar á úndir- stöðuatriðum líffræðinnar, virð- ast mér sú yfirbygging reist á sandi. Þessar skoðanir móta alla afstöðu mína til líffræðimennt- unar jafnt í háskóla sem barna- skóla. — Líffræðikennsla í barna- skóla? — Já, einmitt. Líffræðikennsla og námsefnið hefur þegar verið endurskipulögð víða um heim í samræmi við breytt viðhorf. T.d. hafa Bretar gefið út nýja líf- fræði í 4 bindum, sem ætluð eru börnum og unglingum. Að mínu viti eru þau vel samin og full- nægja í meginatriðum kröfum tímans. Til þess að geta kennt líffræði eins og hún er sett fram þarna, þarf staðgóða þekkingu í lífefna- og lífeðlisfræði, frumu fræði, erfðafræði og yfirleitt öll um greinum almennrar líffræði og að auki talsverða reynslu í tilraunavinnu. Enginn skyldi þó ætla að nýjar kennslubækur í líffræði fjalli bara um sameind- ir, um lífefna- og eðlisfræði. Því fer víðsfjarri, allt er skýrt með dæmum úr plöntu- og dýrarík- inu, en reynt eftir mætti að sýna fram á sambandið við lægri hug- takaheildir og algild lögmál. Sýnikennsla og tilraunir verða að vera snar þáttur í líffræði- náminu frá upphafi, þá mun á- huga barnanna ekki skorta. En til þess að geta veitt slíka til- sögn verða kennararnir sjálfir að hafa hlotið slíka þjálfun. Og það er einmitt í þeim tilgangi að veita kennurum umrædda menntun að Háskólinn hyggst hefja kennslu í líffræði til B.A. prófs. Líffræði frá barnaskóla í há- skóla. — Markmiðið er semsagt að reyna að skipuleggja frá rótum kennslu á þessu sviði, allt frá barnaskólum upp í háskóla. Gæt irðu gefið okkur hugmynd um hvernig þetta yrði, t.d. í háskól- anum, þar sem byrjað verður? — Að minni hyggju væri æski legt, að nemendur hlytu fyrst nauðsynlega undirbúningsmennt un í efna- eðlis- og stærðfræði. Að þeim námskeiðum loknum taki við stutt námskeið í líf- efnafræði, frumu- og erfðafræði, sýkla- og veirufræði, líffæra- fræði og lífeðlisfræði. Þegar grundvöllurinn er lagður hefst svo yfirbyggingin, almenn grasa og dýrafræði. Yrði námsefni í námskeiðum og mikil áherzla lögð á námsferðir úti í náttúruna, vor og haust, og sumarnámskeið utan Reykjavíkur á sumrin. Nem endum yrði að lokum gefinn kostur á að vinna eitthvað að rannsóknum. Verði þessi áform að veruleika, vona ég að grund- völlur sé lagður að sómasam- legri menntun líffræðikennara fyrir gagnfræðaskólastigið, og þar með stigið skref til endur- bóta á líffræðikennslunni, sem ekki þolir frekari bið. Ég vil þó leggja áherzlu á, að ég tel ekki allan vanda leystan þó framhaldsskólarnir fái menntaða kennara og námsefni í líffræði, sem svari kröfum tímans. Við verðum einnig að hugsa um þá þjóðfélagsþegna, sem eingöngu ljúka skyldunámi, að þeir hafi hlotið innsýn í nútíma líffræði. — Skilningur á starfsháttum Framhald á bls. 21

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.