Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1968. 21 — Líf í tiIraunagL Framhald af bls. 12 eigin líkama, erfðum uppruna og þróun einstaklings og tegundar og stöðu okkar í náttúrunni, eða líffræði í víðustu merkingu, er sannartega ekkert einkamál menntamanna, heldur þekking sem öllum er nauðsynleg, heldur próf. Jóhann áfram. Maðurinn sjálfur er eitt af megin við- fangsefnum greinarinnar. Hún er almenningi kannske nærtæk- ari og nauðsynlegri en nokkur önnur grein raunvísinda. For- vitnileg og heillandi, sé náms- efnið skynsamlega kynnt. Börn- um og unglingum getur hún ver- ið eðlileg tengsl við aðrar grein ar raunvísinda, sem þau kynn- ast gegnum líffræðina og sjá þar og skilja mikilvægi þeirra. — Þú hefur kveðið svo fast að orði að segja „að sá maður sem ekki, kann nokkur skil á táknmáli eðlisfræðinnar, efna- fræðinnar og stærðfræðinnar sé jafn útilokaður frá alvarlegum viðræðum um heimsmyndina og það sem merkast er að gerast í veröldinni í dag, og sá maður var á miðöldum sem ekki kunni latínu og grísku.“ — Já, raunvisindin eru ekki aðeins tækni, þrátt fyrir hag- rænt ívaf eru raunvísindi snar þáttur nútíma menningar — svo mjög að skilningsleysi á grundvallaratriðum þeirra verð ur, já er reyndar þegar, til- finnanlegur menntunarskortur. Vegna hins hagræna mikilvæg- is er þróun raunvísinda geysi ör, og þarfir og kröfur samfé- lags'ins til vísinda og tæknikunn áttu einstaklinganna stöðugtvak andi. Á miklu veltur því, að þjálfun í raunvísindum og beit- ing vísindalegra aðferða sé haf- in í tæka tíð og að öllum grein- um náttúrufræða sé ætlað raun- hæft rún í námsefni allra skóla stiga. Við erum í ýmsum grein- um áratugum á eftir kröfum tímans, bæði hvað snertir náms- efni, tíma og kennsluaðferðir. Ég geri mér engar tyllivonirum að aðlögunin að breyttum að- stæðum verði hvarvetna alveg átaka- og sársaukalaus. Líffræði vísindagrein 8. og 9. tug- sins. — Ein af þessum greinum er líffræðin? — Já, og nú notum við orðið í víðtækustu merkingu um all- ar vísindarannsóknir og þekk- ingu á lífverum hvaða nafni sem þær nefnast og á eiginleikum lifandi efnis. „Full nægjandi kennsla í líffræði er sérstaklega mikilvæg á vorum timum. Segja má að efnafræðin hafi verið vísindi þriðja tugs aldarinnar og eðlisfræðin fimmta og sjötta tugsins. Ég er hins veg ar sannfærður um að líffræðin verður aðalvísindagrein áttunda og níunda tugsins“. Eitthvað á þessa leið mæltist dr. Alexand- er King árið 1962. Auðvitað er ég sammála dr. King um að líf fræðin sé visindi framtíðarinnar og það væri svo sem ekkert merkilegt við þessa setningu, ef hún kæmi frá líffræðingum.Við höfum víst öll tilhneigingu til að halda fram mikilvægi okkar greinar, en þessi skoðun var sett fram á vettvangi Efnahags- og framfarastofunarinnar (OBCD). Hún grípur ört um sig meðal þjóðhagfræðinga og ræðurnýrri og raunhæfari aðstöðu til líf- fræði víða um heim. Hverjar eru nú megin orsakir til þess- arar vakningar? Jú, fyrst og fremst hinar byltingakenndu framfarir, sem orðið hafa í líf- fræði síðustu áratugi og leitt hafa til nafngifta eins og „hin Skuldobréf Höfum kaupendur að ríkis- tryggðum og fasteignatryggð- um skuldabréfum. Væntan- legir seljendur hafi samband við okkur sem fyrst. Fyrirgreiðslu- skrifstofun Fasteigna- og verðbréfasalan Austurstræti 14, sími 16223 Heima 12469. Nýjung DU NLOP - svampkoddar Ódýrir — endingargóðir, svæfa og hvíla betur. Útsölustaðir: Verzlunin Verið, Njálsgötu 86, sími 20978, Verzlunin Katarína, Suðurveri v/Stiga- hlíð, sími 81920. AUSTURBAKRI HF. UMBOÐS- OG HEILDVERZLUN SUÐURVERÍ V/STÍGAHLlÐ • SfMi 38944 • P. 0. BOX 1282 nýja líffræði“, „sameindalíffræði o.s.frv. — og svo aukin skiln- ingur á nauðsyn náttúruverndar. Skilningur á lifandi náttúruauð, og nauðsyn þess að verndajafn vægi náttúrunnar gegn ágangi mannsins — höfuðóvini sjálfs sín. Annars er nafngiftin nýja líffræðin ó'heppileg og villandi Iþví í raun og veru er ekki um iað ræða neina nýja líffræði, heldur aðeins eðlilega og óhjá- (kvæmilega þróun einnar vís- ándagreinar. Nýja líffræðin er aðeins óhjákvæmileg afleiðing aukinnar nýtingar rannsóknar- aðferða og teiknikerfa eðlis- log efnafræði við rannsóknir á lifandi efni. Efna og' eðlisfræði eru þær visindagreinar, sem mestri nákvæmni hafa náð í mælitækni og skilgreiningu hug taka, skýrastri lýsingu á efnis- legum fyrirbærum og alhæfing- um um tengsl þeirra. Það er því eðlilegt að við leitumst við að koma athugunum okkar í tengsl við þennan hugtakaheim. Tvær undirstöðugreinir nútíma líf- fræði, lífefnafræðin og lífeðlis- fræðin eru skilgetin afkvæmi þeirrar viðleitni. Af þessum toga er sameindalíffræðin sprottin. •Orðið skýrir sig sjálft. Sam- eindalíffræðin leitast við að ráða leyndardóma hinna minnstu lifandi eininga, leitar skýringa á eiginleikum lifandi efnis á grundvelli sameinda. Landvinn ingar hennar hafa verið örir og heillandi. Lífefnafræði frum- unnar, efnaskipti og stjórn þeirra hafa hlotið ýtarlega grein ingu. Þekking okkar á uppbygg ingu eggjahvítuefna og mynd- un þeirra og hinar stórkostlegu framfarir erfðafræði síðustu ára tugi, hljótum við að þakka sam- eindalíffræðinni. — Og þarna erum við komin aftur að upphafi þessa máls, og leit Mbl. eftir skilgreiningu á uppgötvunum á sviði sameinda líffræði, tilraunum til að búa til líf, eins og sagði í fréttum sem bárust um allan heim í vet- ur.. Ýmislegt fleira hefur borið á góma í viðtalinu og vonum við að það geti orðið lesendum til glöggvunar á þessum flóknu vísindagreinum. Ekki sízt þar sem fullorðið fólk nú hefur ekki hlotið þá fræðslu og menntun í þeim, sem eftirkomendum þeirra er nauðsynlegt að þeir öðlast von andi. — E. Pá. Teppadeild: Simi 14190 Hin vinsælu lykkjuteppi sem farið hafa sigurför um landið, fyrirliggjandi í miklu úrvali. ★ ★ ★ ★ ★ ★ Nýir litir Ný munstur 100% ísl. ull Lóast ekki Ofin í 3ja metra breidd Verð pr. ferm. kr. 550.— m/sölusk. Jr Góðir greiðsluskilmálar Teppaleggjum horna á milli með stuttum fyrirvara. Hagstæðustu og beztu teppa- kaupin í dag getið þér gert hjá Teppi h/f. Gluggatjaldadeild: Sími 16180 Vorum að taka upp mikið og glæsilegt úrval af gluggatjalda- efnum m.a. hin vinsælu finnsku dralonefni, gardisette, amerísk fiberglass , og ísl. ullar- og dralonefni. Einnig nýkomið mikið úrval af rúmteppum og sængum. Austurstræti 22. H. B. Nilsen Kaupmannasamtök íslands Verzlunarm.félag Reykjavíkur halda sameiginlegan fund í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld kl. 19:00. Framreiddur verður léttur kvöldverður. Úans B. Nielsen, verzlunarráðunautur frá Oslo flytur erindi um Launa- kerfi í smásöluverzlunum (Bonuskerfi) á Norðurlöndum og svarar fyrirspumum. Fundurinn er fyrir félagsmenn Kaupmannasamtakanna og Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur. Þátttakendur láti skrifstofur samtakanna vita símleiðis um þátttöku. Kaupmannasamtök íslands, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.