Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUÐAGUR 9. MAI 1968. M. Fagias: FI3MMTA I KmAN 'hans . . tfl þess að verðleggja þá. þá. En okkur kom ekki saman. Það var konunni hans að kenna og þessu uppistandi, sem hún gerði. Eruð þér þá ánægður. Þetta er svarið. Hann seildist eftir lit,a snyrtilega Týrólara- hattinum sínum, sem lá á skjala- skápnum. — Má ég þá fara? sagði hann. — Nei, það megið þér ekki. Hvenær hittuð þér svo lækninn næst? — Nú, hann fleygði mér út, var það ekki? Til hvers hefði ég þá átt að fara að hitta hann aftur? Svolitla sómatilfinningu á maður þó eftir. Og auk þess þarf ég ekki að leita viðskipta- mennina uppi. Ég hef þá fleiri en ég get annað. — En þér voruð hjá honum á spítalanum í fyrrakvöld, sagði Nemetz. — Og hvað um það. Hvað sannar það? — Það sannar, að viðskipt- um ykkar hefur ekki verið lok- ið. Lori kinkaði kolli, dauflegur á svipin. — Já, einmitt. Það er eins og borgin sé full af and- skotans lögregluþefurum. Maður á ekki einkalíf fyrir tvo aura lengur. Gott og vel! Ég skal svara yður. Þessu var þannig varið, að ég var í burtu mest- alla síðustu viku, og þegar ég kom aftur á mánudagskvöld, var húsmóðir mín með skilaboð til mín frá Halmy. Já ... hvort ég gæti hitt sig tafarlaust. Næsta dag ... þriðjudag ... var ég önnum kafinn við allt mögulegt annað og náði ekki í lækninn fyrr en um kvöldið. Þá var hann enn í sjúkrahúsinu. Ég bauðst til að fara með hann og stúlk- una hans yfir landamærin í næstu ferð. Það hefði átt að vera í kvöld. En hann sagðist ekki sleppa úr sjúkrahúsinu svo snemma, og þessvegna komum við okkur saman um einn til- tekinn dag í næstu viku. — Hvaða dag? — Sunnudaginn, þann 4. Nemetz kom þetta ekkert á óvart. Hefði læknirinn áður haft ástæðu til að flýja úr landi, hafði hann hana ekki síður nú. Áður hafði hann ætlað að flýja tilveru, sem hann hafði and- styggð á, en nú varð hann að flýja frá sjálfum dauðanum. Skuggi konunnar hans hvíldi á honum, og sá skuggi spáði engu góðu. — Hafið þér rætt þessa fyrir- ætlun ítarlega við hann? — Já, það hef ég, svaraði Lori og yppti öxlum, þó vart sýnilega. Nemetz tók samt eftir því og vissi alveg, hvað það þýddi. Lori ætlaði að framselja lækninn, gegn því að sleppa sjálf ur. Lori hélt áfram: — Á sunnu- dagskvöld áttu þau, læknirinn og stúlkan, að gefa sig fram við einn af mínum mönnum, og svo átti sá að aka þeim ásamt nokkr- um fleirum til Györ. Ég reikna með því, að þau verði komin þangað í dögun á mánudagsmorg un. Þar eiga þau að bíða heima hjá öðrum vini mínum og svo á að flytja þau um kvöldið til Hegyeshalom. Þar á ég að hitta þau. Á bóndabæ, serrt þriðji vin- ur minn á. Ef allt fer með felldu, komumst við yfir landamærin þá nótt. Ef ekki, þá verðum við að bíða yfir daginn og reyna svo aftur eftir sólarlag. — Þér kunnið svei mér að skipuleggja, Lori, sagði Nemetz, og með ósvikinni aðdáun. Náunginn hló. — Já, ætli ekki það. Við erum nú ekki að spila Lúdó. 52 — Hefur yður aldrei dottið í hug að nota hæfileika yðar á einhverju öðru sviði — sem er ekki í trássi við lögin? spurði Neroetz í gamni, þar eð hann vissi svarið fýrirfram. — Æ, verið þér ekki að koma mér til að hlæja, herra fulltrúi. Lögin? Þau eru eins og fugla- búr. Þar leyfist manni að hoppa um á nokkurra ferþumlunga- svæði, og svo er maður fóðraður á korni. Og hvern langar til að lifa á eintómu fuglafræi? — Þér eigið þá við, að við höfum enga þörf á neinum lög- um? Eittlhvert prakkarabros leið yfir andlitið á Lori. — Jú, það höfum við einmitt. Sannarlega höfum við þörf á þeim, sagði hann hlæjandi. Hvað yrði, ef engin lög væru til? Þá gæti hvaða fábjáni, sem væri tekið að sér mitt hlutverk. En það eru einmitt lögin, sem hindra þá í því. Allir bjánarn- ir, sem eru ofhræddir og of- miklir klaufar til að jafnast við mig. Guð minn góður, herra full- trúi. Ef smygl yrði löglegt, gæti ég eins vel skotið mig á staðn- um og sturidinni. Svo að þér skuluð ekki halda því fram, að ég sé ekki hlyntur lögunum. Nemetz leyfði honum að skemmta sér við sína eigin fyndni, stundarkorn, en spurði síðan: — Hvenær fóruð þér úr íbúð læknisins á laugardags- kvöldið 27. október? Lori hléypti brúnum. — Nú, erum við ekki búnir með það? Ég var búinn að segja, hvenær ég fór þaðan. Klukkan rúmlega sjö. — Það var nú ég, sem sagði það. Nú spyr ég yður. — Það var um sjö. — Og hvenær komuð þér aft- ur? Lori leit á hann með gremju- svip. — Ég var líka búinn að segja, að ég kom alls ekki aftur. Hvað er þetta eiginlega?. Eruð þér búinn að fá einhverja vit- leysisflugu í kollinn? Hvers- vegna hefði ég átt að koma aft- ur? — Vegna skartgripanna. Þér vissuð, að læknirinn þurfti að fara í sjúkrahúsið og að aðrir en frú Halmy mundu ekki vera í íbúðinni. Lori dró djúpt andann og and- varpaði af gremju. — Hvern fjandann sjálfan eruð þér að fara, fulltrúi? spurði hann í hálf um hljóðum. Ætlið þér að finna eitthvað til að hengja mig upp á? Hversvegna? Og hvað er það? Hvað viljið þér, að ég geri? Hann gerði röddina í sér hvassa og hvella. Er það fjárkúgun? Gott og vel. Nefnið þér bara verðið. Segið þér bara til. Það bíður ellefu manns eftir mér við Matreiðslukona óskast í sumar að hóteli í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í síma 10730 í dag. Skrifstofustúlka með nokkra reynslu í almennrÞ skrifstofuvinnu óskast til starfa strax. Umsókn er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist sem fyrst til afgr. Mbl. merkt: „Skrifstofustúlka — 5122‘. Maður oskast strax á sveitaheimili í Austur-Húnavatnssýslu. Þarf helzt að vera vanur skepnuhirðingu. Upplýsingar á skrifstofutíma í síma 16768 og utan skrifstofutíma í síma 42068. MISHVERF H FRAMLJÓS a 7” og 53/4” ráðlögð af bifreiðaeftirlitinu. VÖNDUÐ V.-ÞÝZK TEGUND SMYRILL, Laugavegi 170 — Sími 12260. Skólatöskur Nýkomnar skólatöskur með myndum fyrir yngstu börnin. Miklatorgi — Lækjargötu 4. landamærin og ef ég kem ekki strax, lendir þetta fólk í gildr- unni, og ég tapa offjár, segið mér því, hvað þetta kostar. Ég borga. Bara ef þér sleppið mér. Nemetz hlustaði á alla þessa þulu, og augnaráðið var hvasst og gagnrýnið. — Hvernig ætti ég að sleppa yður, Lori? sagði hann rólega. — Nema þér getið sannað, að þér hafið ekki farið aftur heim til Halmy þetta laug- ardagskvöld og að þér hafið ekki skotið frú Halmy. Meðan hann var að segja þetta horfði hann með eftirtekt á unga manninn. í fyj-stunni kom engin hreyfing á andlitið á Lori. En svo var rétt eins og þýðing þess, sem hann hafði heyrt, tæki að síast inn í meðvitund hans. Hann tók að hrista höfuðið, rétt eins og hann væri að flæma flugu frá sér. Augun urðu stór og gler kennd. — Hvað var þetta? Hvað vor- uð þér að segja? spurði hann, skrækróma. — Að frú Halmy hafi verið skotin? Hann hristi aftur höfuðið og endurtók: — Skotin. — Já, þér heyrðuð það víst, sagði Nemetz. — Hún var skot- in á laugardagskvöldið. Milli þrjú kortér í tíu og þrjú kortér í ellefu. Hvar voruð þér á þeim tíma? Litli smyglarinn opnaði munn- inn, eins og hann ætlaði, að fara að ségja eitthvað, en ekkert hljóð kom upp vlf honum. Morð- ákæra gat alltaf verið hættuleg en í þetta sinn gat hún alveg riðið honum að fullu. Hann sat stjarfur og starði á Nemetz. — Hafið þér nokkra fjarveru- sönnun, Lori? spurði Nemetz. Það var eins og rödd hans færði hann aftur til raunveru- leikans. — Nú einmitt það: Þetta er þá morð? Jæja, skítt með það, hvérj ir eru skilmálarnir? — Nei, hlustið þér nú kall minn. Ég tek ekki við mútum. Annað hvort verðið þér að með kenna eða þá koma með fjar- vistarsönnun. Skiljið þér það? Lori varð beinlínis grænn í framan. Hann gnísti tönnum og andlitið afmyndaðist í einni grettu. — Þér ættuð að sýna mér svo litla nærgætni, herra fulltrúi, sagði hann loksins. — Svo kynni að fara, að ég gæti orðið yður að gagni Rússarnir koma aftur, þvíað þeir streyma inn í landið bæði frá Rúmeníu og Tékkósló- vakíu. Það veit ég, vegna þess, að ég hef séð þá sjálfur. Þeir hafa umkringt alla flugvelli og allar stöðvar austan til í land- inu. Eftir nokkra klukkutíma 9. MAI . Hrúturinn 21. marz — 19. apríl. Varastu að sýna of mikla léttúð í samskiptum við hitt kynið Það gæti haft afdrifaríkar aifleiðingar í för með sér. Nautið 20. apríl — 20. maí. Haltu þér við staðreyndir og láttu ekki ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Hjálpaðu kunnmgja þínum áð fá ákveðnu máli framgengt- Tvíburarnir 21. maí — 20. júní. Þú skalt gera þér ljóst, hvaða kröfur þú gerir til annarra og athuga, hvort þær eru ekki ósanngjarnar á stundum. Krabbinn 21. júní — 22. júlí. Þú hefur ákveðnar skoðanir á málunum og mannlífinu yfir- leitt og skalt hvergi hopa, þótt fast verði lagt að þér. Ljónið 23. júii — 22. ágúst. Ýmiskonar flækjur og misskilningur kann að valda þér hugar- angri í dag ekkert þó sérlega alvarlegs eðíis og taktu það þvi ekki of hátíðlega. Jómfrúin 23 ágúst — 22. september. Þú fréttir af misjöfnu umtali ulhi þig eða verk þín og skalt láta það sem vind um eyru þjóta. Vertu hresss í bragði. Allt er gótt, þegar endirinn er beztur. Vogin 23. september — 22. október. Samstarfsmaður þinn hetfuir sýnt ógætni £ fjármálum og leitar hjálpar þinnar. Þó að þú treystir honum ekki fullkomlega ætt- irðu að reyna að liðsinna honum nokikuð. Drekinn 23. október — 21. nóvember. Sanmleikurinn er ekki alltaf sagna beztur. mættirðu hafa hugfast i dag. Þú skalt ekki hnýsast í anmarra málefni. Bogmaðurinn 22. nóvember — 21. desember. Þú nýtur hylli hvar sem þú sýndr þig og allir keppast um að gera þér allt til geðs. Láttu hól og fagurmæli þó eklki velkja dómgreind þína. Steingeitin 22. desember — 19. janúar. Þú hefur staðið slælega I stöðu þinni undanfarið og ættir að gera gamgSkör að því að bæta róð þitt. Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar. Þú Skalt ekki láta freistast til að leggja fé í neitt sem þú hefur ekki þekkingu á. Sinntu fjölskyldiunnu þinn meira. Fiskamir 19. febrúar — 20. marz. Þú verður var við nokkra tortryggni á loforðum þlnum og senniilega ekki að ástæðulauisu. Vertu heima í kvöld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.