Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA«SKRIFSTOFA SÍMI 10-100 FIMMTUDAGUK 9. MAÍ 1968 AUGLYSINGAR SÍMI SS*4*80 Tvœr ráðstefnur um skólamál: Forsíðukápa „Hægri umferðar". Rætt um landspróf,lækkun stúdents aldurs og breytingu á skólakerfinu — á vegum liienntamálaráðuneytisins og Kennslutækni — Á NÆSTUNNI verða haldn- ar tvær ráðstefnur um skóla- mál í Reykjavík. Mennta- málaráðuneytið hefur boðað takmarkaðan hóp skóla- manna til fundar á morgun um Iandsprófið og lækkun stúdentsaldurs, og samtökin Kennslutækni halda stóran fund um skólamál Iaugardag- inn 18. maí n.k. í Lídó. Á róðstefnu þá, sem Mennta- Lokaherferð fyrir H-umferð hefst á morgun Kostnaður við breytinguna virðist œtla að standast áœtlun „H/EGRI GMFERГ nefnist bæklingur, sem byrjað er að dreifa víða um sveitir og brátt verður dreift í þéttbýliskjörnum um 10. maí. Ræklingurinn er að- alupplýsingarit Framkvæmda- nefndar hægri umferðar og er hann prentaður í 10 þúsund ein- tökum. Honum verður dreift inn á hvert einasta póstafgreiðsluhús í landinu. Dreifinguna annast um ferðaöryggisnefndir eða pósthús viðkomandi staða. í bæklingi þessum er m.a. að fmna ail'lar upplýsingar um um- Brú hverfur í ísafjarðardjúpi 1 LJÓS hefur komið, að brúna yfir Mórillu í Kaldalóni í ísa- fjarðardjúpi hefur tekið burtu einhvern tíma í vetur. Brú þessi er á leiðinni út á Snæfjalla- strönd, og hefur þar verið hin mesta ófærð í allan vetur, svo að ekki hefur verið hægt að komast þarna að fyrr en nú. Er talið sennilegast að snjóflóð hafði fall ið á brúna. Samkvæmt upplýsingum Vega- málaskrifstofunnar hefur verið mikið um minniháttar skemmdir á fjölmörgum brúm í vetur, sér- staklega á Suður- og Suðvest- urlandi'. Það hafa einkum verið flóð, sem valdið hafa þessum skemmdum. ferðarbreytinguna sjálfa, sem hverjum landsmanni er nauðsyn- legt að vita, en að auki eru í hon um ýmis heilræði til vegfarenda í hægri umferð. Margar myndir eru í bæklingnum og litprentað- ar myndir af umferðarmerkjum. Á blaðamannafunidi, sem Bene dikt Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Framkvæmdanefndarinn- ar, Hafsteinn Baldvinsson, for- stöðumaður upplýsingaskrilflstofu H-nefndar og Kári Jónasson, upplýsingafulltrúi, héldu með blaðamönnum í gær, kom fram, að frá og með deginum í dag hefjast fundahöM umhverfis allt land á vegum nefndarinnar og standa þau til 22. maí og eru þau haMin í samvinnu við umferð- aröryggisnefndir á hverjum stað. Munu erindrekar H-nefndar sækja fundina og sýna litskugga myndir af umferðarbreytingunni, varhugaverðum aðstæðum, er skapazt geta og svara jafnframt fyrirspurnum og kynna hægri umferð. Alls starfa nú um 100 öryggisnefndir á landinu og eru í nefndunum 625 manns, allt sjálfboðaliðar. Voru nefndimar stofnaðar á vegum Slysavarna- félagisins. Umferðarverðir verða starf- andi á um 20 stöðum á landinu fyrstu vikuna sem H-umferð Framh. á bl.s 31 málará'ðuneytið hefur boðað til á morgun, munu boðnir um 30 áhrifamenn í skólamál- um. Þar mun Andri Isaksson, formaður Landsprófsnefndar; flytja erindi um landsprófið, og prófessor Ármann Snævarr, há- skólarektor, flytur erindi um lækkun stúdentsaldurs. Kennslutækni eru samtök nokkurra kennara, sem hafa gengizt fyrir margvíslegri upp- lýsingastarfsemi á sviði skóla- mála undanfarin ár. Þessi samtök hyggjast efna til fundar í Lídó 18. maí n.k. og verður fundar- efni: „Hverju þarf að breyta í íslenzkum skólamálum". Frum- mælendur verða Helgi Elíasson, fræðslumálastjóri og Árni Grétar Finnsson hrl., formaður Fræðslu- ráðs Hafnarfjarðar. Til fundar- ins verða sérstaklega boðaðir þeir, sem helzt hafa látið til sín heyra um skólamál í vetur, en auk þess er gert rá'ð fyrir, að fjölmargir áhrifa- og áhugamenn um skólamál sæki fundinn. Ölvaður ökumaður Akureyri, 8. maí • ÖLVAÐUR maður var að koma heim til sín um kl. 5 í morgun og freistaðist þá til að taka bíl nágranna síns traustataki og aka honum um götur bæjarins. Ekki er víst hve löng ökuferðin varð, /en tveir kyrrstæðir bílar sködd- uðust nokkuð við hana. Lögreglu menn stöðvuðu för mannsins áð ur en frekari spjöll hlutust af tiltæki hans. — Sv. P. Myndin er tekin í Akureyrar höfn, þar sem verið var að vinna ■■ £ X I _| að viðgerð á skemdunum á Goðafossi. Breytt innferl kjnnt „„ úemd, á skipum vegna íssins — í Cófemplarahúsinu Umferðarnefnd Reykjavíkur mun í næstu viku opna upplýs- ingarmiðstöð í Góðtemplara- húsinu, þar sem umferðarmál verða kynnt frá ýmsum hliðum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Pétri Sveinbjarnarsyni. í húsinu mun verða komið upp Stapafell fast á Raufarhöfn í hálfan mánuð vegna hafíss stóru korti af Reykjavík og sýn- ir það aksturskerfi Reykjavík- urborgar og verður auðvelt að kynna sér hagkvæmustu aksturs leiðir um borgiha í H-umferð. Sýning þessi verður í deildum og sýnir ein þeirra breytingar á umferðakerfi borgarinnar vegna H-umferðar, en einnig hef ur FÍB þar sýningardeild, Um- ferðarskólinn Ungir vegfarendur svo og lögreglan. Raufarhöfn, 8. maí. , STAPAFELLIÐ, olíuskip SÍS, hef ur nú legið fast inn í höfninni á Raufarhöfn upp undir hálfan mánuð. Þó er ekki mikill ís hér við höfnina, en hafísinn hefur legið mjög þétt inn á Þistilfirð- leið. Þrátt fyrir þessa miklu töf virðast skipverjar una hag sín- um allvel. Herðubreið átti að koma vest- an að fyrir tæpri viku, en þeg- ar kom að Sléttu lokaðist leið- in og varð skipið að snúa við. Er nú u.þ.b. mánuður frá því að síðast kom hér skip með varn ing, og er orðin nokkur vöru- vöntun. Þó hefur verið hægt að fljúga hingað, reglulega, og fólk því fengið það nauðsynleg- asta. f nótt var 16 stiga frost hér á Raufarhöfn, og er ákaflega vetrarlegt um að litast. Er ó- venjulega mikili snjór hér á Sléttunni. Enginn mætti til atvinnu- leysisskráningar ATVIISrNULEYSrSSKRÁNING, sem gerð er ársfjórðungslega var gerð 2. og 3. maí og í fyrra- dag. Mætti hvorki karl né kona til skráningarinnar. Þó hafa all- margir leitað til Ráðningarskrif- stofurinar í atvinnuleit, og hefur til þessa tekizt að anna -eftir- spurn. Sumir verða þó að bíða í fáeina daga eftir vinhu. Danskt saltflufningaskip kom til Hornafjarðar með gat eftir ísinn MJÖG miklar skemmdir hafa orð ið á mörgum skipum fiestra skipafélaganna, er þau hafa ver- ið á siglingu í ísnum fyrir Norð- ur og Austurlandi, auk þess sem verulegt fjárhagslegt tjón hef- ur orðið af töfum á skipaferðum af hans völdum. Mestu skemmdirnar urðu á Goðafossi og Bakkafossi, eins og greint var frá í Mbl. í gær. Kom Goðafoss til Akureyrar og var þar unnið að bráðabirgðaviðgerð I gærdag, en stórt gat kom á kinnung skipsins. Þá skaddaðist skrúfa Bakkafoss, en viðgerð á henni fór fram í Stafanger í Nor- egi. f fyrrakvöld kom svo saltflutn ingaskipið Katarine frá Randers til Hornafjarðar, og var þá mjög mikill halli á skipinu af sjó, sem kominn var í það. Hafði skip ið fengið á sig gat í ísnum, er það var statt í isnum út af Breið- dalsvík, en það var á leið til Norðfjarðar með salt. Var Katarine að berjast við ís og leka í tvo daga áður en það náði til Hornafjarðar, en þar var unnið að því að dæla sjón- um úr skipinu í fyrrinótt og gær morgun með slökkvidælum. Gat- ið á skipinu er fyrir ofan sjó- línu og verður reynt að sjóða bót fyrir það hér. LITLAR sem engar breytingar hafa orðið á ísnum norðan- og austanlands frá því í fyrradag. Lokar hann enn innsiglingu í marga firði austanlands, og eru skip lokuð þar inni á höfnum á nokkrum stöðum. Ekki gerir veðurstofan ráð fyrir neinni breytingu á næstunnL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.