Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1908. 17 ÞÓKHALLUR ÁSGEIRSSON: EFTA-aðild og islenzk- ur iðnaður Erindi flutt á „Iðnþróunarráð- stefnu Sjálfstæðismanna4 >4 >RÓUN alþjóðaviðskipta og efn- hagsmála hefur verið mjög ör síðan heimsstyrjöldinni seinni lauk og sérstaklega síðustu 10 árin, þegar Efnahagsbandalagið og EFTA hafa á áberandi hátt mótað þróunina. Þessi bandalög hafa verið lyftistöng fyrir efna- hagslíf aðildarríkjanna og jafn- framt valdið þeim ríkjum, sem fyrir utan standa, nokkrum erf- iðleikum. Öllum ber saman um þýðingu þessara bandalaga fyrir aðildarríkin — og víst er það, að þessari þróun verður ekki snúið við, heldur mun hún halda áfram innan bandalaganna og svo kemur að því einhvern tíma, að bandalögin renna saman, þótt það geti dregizt í áratug eða lengur. En innan bandalaganna halda áhrif efnahagssamstarfs- ins áfram að aukast, og nú eru ný áform á prjónunum um enn nánari samstarf Norðurlandanna eins og fram kom á ráðherra- fundi Norðurlanda í Kaupmanna höfn í síðustu viku. Er þar af hálfu Dana og með stuðningi Svía stefnt að tollabandalagi Norðurlanda og svo nánu sam- starfi í efnahagsmálum, landbún aði og sjávarútvegi, að því svip- ar til þess, sem nú er verið að koma á innan Efnahagsbanda- lagsins. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, verðum við að viðurkenna þessar staðreynd- ir og haga okkar stefnu í við- skiptamálum og efnahagsmálum samkvæmt því. Við getum ekki látið eins og ekkert hafi skeð og þróun þessi sé okkur óvið- komandi. Slíkur staðnaður hugs- unarháttur í sífellt breytilegum viðskiptaheimi getur valdið því, að við dögum uppi eins og nátt- tröll. Við fylgjumst ekki með heldur drögumst aftur úr meir og meir, ef við reynum ekki að gera okkur grein fyrir hvert stefnir í þessum málum. Eftir allt of mikla deyfð og áhuga- leysi bendir margt til að nú sé að vakna skilningur manna á þessum málum og eru bæði árs- fundir Félags ísl. iðnrekenda í síðustu viku, sem fjalla umEFTA og iðnaðinn, og þessi ráðstefna sjálfstæðismanna gleðilegur vott ur þess, að svo sé. Aðild fslands að EFTA er bú- in að vera all lengi á döfinni. Eru nú nákvæmlega 3 ár liðin síðan ríkisstjórnin lýsti því yf- ir, að athugaðir yrðu möguleik- ar á inngöngu íslands í EFTA. En ýmsar ástæður eru fyrir því, að því máli hefur lítið miðað á- leiðis þar til nú í ár. Hirði ég ekki um að gera hér nánari grein fyrir þeim, en vil sérstaklega benda á, að nú hefur skapazt þannig ástand innanlands, að á- framhaldandi aðgerðarleysi má teljast mjög varhugavert og að- sfcæður erlendis til samninga einnig teljast hagstæðar. Á ég hér einkum við eftirfarandi: I. Sjávarútvegurinn — og þai með þjóðfélagið í heild — hefur orðið fyrir miklum áföllum, sem eykur skilning á því að styðja þurfi útflutning okkar m.a. með því að fá tolla fellda niður í EFTA-löndunum á freðfiskflök- um, síldarlýsi, fiskimjöli, hval- afurðum og fiskniðursuðu. Á með an allt lék í lyndi var áhugi fiskframleiðenda og útflytjenda fyrir EFTA- aðild lítill og mun kannske misskilningur sumra þeirra um atvinnurekstrarrétt- indi útlendinga og áhrif á Aust- ur-Evrópu viðskiptin hafa ráðið einhverju um það. Með samþykki stjórnar Landssambands íslenzk útvegsmanna síðastliðið haust var því þó slegið föstu, að útvegs- menn telja EFTA-aðild mikið hagsmunamál fyrir íslénzkan sjáv arútveg. 2. Gengisfellingin í nóvember ‘67 bætti verulega samkeppnis- aðstöðu íslenzks iðnaðar, en rétt gengisskráning er óhjákvæmi- leg forsenda þess að taka þátt í fríverzlunarbandalagi. 3. Stöðnun í atvinnulífinu og óvissar framtíðarhorfur kalla á ráðstafanir, sem gætu blásið nýju lífi í atvinnurekstúrinn. 4. Fyrirsjáanlegt er, að ekkert verður úr inngöngu EFTA-land a í Efnahagsbandalagið á næstu árum eða áratug og skapar það íslandi hagstæða aðstöðu til að semja nú um aðild að EFTA. Með hliðsjón að þessum stað- reyndum er nú unnið að því að undirbúa, að ísland geti hafið samninga um inngöngu í EFTA. Hefur Gylfi Þ. Gíslason, við- skiptamálaráðherra, lýst því yfir í blaðaviðtali, að stefnt sé að því að Ijúka þessu undirbúnings starfi á þessu ári. Sem kunnugt er, er hann formaður nefndar, sem allir stjórnmálaflokkarnir hafa skipað fulltrúa í, til að at- áhuga um EFTA-aðild íslands Auk viðskiptamálaráðherra eru í nefndinni Magnús Jónsson fjár- málaráðherra, Helgi Bergs, Lúð- vík Jósepsson og Pétur Bene- diktsson. Er þess vænzt, að um þetta mál geti myndast samstaða allra stjórnmálaflokkanna a.m.k. um það, að sækja beri um að- ild á grundvelli ákveðinna skil- yrða, sem semja þyrfti um við EFTA. Er ekki ástæða til að ætla anriað en, að EFTA-löndin myndu taka umsókn íslands vin- samlega og samningar gætu tek- izt á nokkrum mánuðum, ef áhugi og vilji er fyrir hendi. En áður en samningar hefjast mun Al- þingi að sjálfsögðu ræða þetta mál og endanlegur aðildarsamn- ingur þarf að samþykkjast áf Alþingi. Fríverzlunarbandalag Evrópu, EFTA, er nú rúmlega 8 ára. Var stofnsamningur þess undirritaður í Stokkhólmi af sjö löndum, Austurríki, Bretlandi, Danmörku Portúgal, Noregi, Sviss og Sví- þjóð í janúar 1960 En á árinu 1961 bættist Finnland í hópinn sem aukaaðili, en það form var talið heppilegra en venjuleg að- ild vegna náinna tengsla Finn- lands við Sovétríkin. EFTA var í fyrstu ekki spáð langra líf- daga, enda ósk flestra þeirra landa, sem að bandalaginu stóðu, að þau gætu fljótlega fengið inn göngu í Efnahagsbandalagið. Reyndin hefur orðið nokkur önn ur. Tvívegis á 5 árum hafa Bret- ar fengið hryggbrot hjá Frökk- um og hafa hin Efnahagsbanda- lögin fimm ekki getað ráðið nokkru þar um. Mörg ár munu líða, áður en Bretar komast inn í Efnahagsbandalagið og er því spáð, að EFTA komi til með að starfa áfram í 10—20 ár. En jafnframt verður að gera ráð fyrir því, að Vestur-Evrópa verði síðar meir einn sameiginlegur íarkaður og hljótum við að þurfa að búa okkur undir það m. a. með því að semja nú um aðild að EFTA. Kjarninn í EFTA-samstarfinu er fríverzlun milli aðildarríkj- anna einkum með iðnaðarvörur. Með fríverzlun er átt við, að felldir séu niður á vissu tímabili allir verndartollar, þ.e.a.s. tollar á vörum, sem viðkomandi land framleiðir — og öll innflutnings höft afnumin á þeim vörum, sem EFTA nær til. Landbúnaðarafurðir og nokkr ar sjávarafurðir eru undanskild ar fríverzlun samkvæmt EFTA- samningum. Undir landbúnaðar- afurðir falla ekki aðeins kjöt- og mjólkurvörur heldur líka grænmeti, ávextir, kaffi, te, syk- ur, jurtaolíur og. létt vín. Enn- fremur smjörlíki, ávaxtamauk og brauð og kökur. Á sama hátt nær EFTA ekki til ísfisks, né saltaðs, reykts eða þurrkaðs fisks en sérstök fiskimálanefnd er starfandi á vegum EFTA til að athuga m.a., hvort samkomulag geti náðst um að fella niður einhverjar fiskafurðir af undan- þágulistanum. Þórhallur Ásgeirsson Frá sjónarmiði íslenzks iðnað- ar er afnám verndartolla lang veigamesta atriðið í sambandi við EFTA-aðild. Upphaflega var sam ið um, að EFTA-löndin lækkuðu smám saman verndartollana á 10 árum, en Portúgal fékk heim- ild til að lækka tollana um 50% fyrstu 10 árin en afnema þá al- veg á næstu 10 árum, þ.e.a.s. fyrir 1980. Á ráðherrafundi EF- TA í Lissabon 1963 var ákveðið að flýta tollalækkunum þannig, að verndartollar yrðu að fullu afnumdir 1. janúar 1967. Þessu takmarki var náð nema hvað Noregur og Finnland fengu nokkru lengri frest fyrir ákveðn ar vörutegundir og tími Portú- gals var áfram óbreyttur. Höfuð- takmiarki EFTA hefur þanntg þeg ar verið náð og árangurinn hef- ur reynst meiri og betri en bjartsýnustu menn áttu von á. Þannig hafa viðskiptin á milli EFTA-landanna aukizt um 12% frá 1959 til 1967 og viðskiptin milli hinna norrænu EFTA-landa hafa aukizt um 201% á sama tíma. Hafa Norðurlöndin eflaust haft meiri hag af samstarfinu en flest hinna landanna. f EFTA-9amningnum eru eng- in ákvæði um lengd tollalækk- unarinartímans fyrir ný aðild- arríki. Verður því eitt helzta samningsatriðið við EFTA á hve mörgum árum afnema skuli ís- lenzka verndartolla. Gera allir sér grein fyrir því, að margar iðngreinar þurfa langan aðlög- unartíma, en þetta mál hefur ekki verið athugað nægilega vel ennþá til þess að hægt sé að setja fram tillögu um ákveðinn árafjölda. Mismunandi hugmynd ir hafa komið fram um lengd aðlögunartímans og hefur verið minnzt á allt frá 10 árum og upp í 20 ár. Um þetta og önnur atriði verður að sjálfsögðu haft samráð við fulltrúa iðnaðarins, áður en gengið er frá nokkrum tillöigum. Eitt er víst, að iðnaðurinn þarf ekki að óttast neina skyndi breytingu á aðstöðu sinni, þótt gengið yrði í EBTTA, því að hrá- efnistollar eru ennþá allveru- legir og yrðu þeir lækkaðir um leið og tollar á fullunnum vör- um, svo að tollverndin ætti ekki að minnka fyrstu árin. En þessi ár mætti nota vel til að endur- bæta rekstur eldri fyrirtækja og afskrifa það fj ármagn, sem bund ið hefur verið í fyrirtækjum, sem kannske þurfa að fara inn á nýja braut. En vegna upp- byggingar nýrra fyrirtækja og þeirra, sem nú eru starfandi, er nauðsynlegt, að tekin sé fljót- lega ákvörðun í þessum málum, svo að hægt sé að taka tillit til hennar við undirbúning að framtíðaráformum um iðnaðarþró un. Áframhaldandi óvissa í tolla- og viðskiptamálum er mjög ó- æskileg fyrir alla aðila og dreg- ur úr áhuga manna fyrir að leita að nýjum verkefnum. Eflaust er oft lagt meir upp úr tollvernd og þýðingu hennar fyrir iðnaðinn heldur en ástæðá er til. Iðnrekandinn lítur aðeins á sitt eigið fyrirtæki og reiknar út, hvaða áhrif það hefur á verð- lag innfluttrar vöru, sem hann keppir við, ef tollar eru afnumd- ir á henni. En hann gerir sér þá oft ekki grein fyrir þeim á- hrifum, sem það hefur á rekst- ur fyrirtækisins og kostnað við framleiðslu þess, að við EFTA- aðild verða tollar smám saman almennt lækkaðir báeði á hrá- efni, vélum, byggingarefni og flestu því, sem til rekstursins þarf. Þarna er um að ræða bæði bein og óbein áhrif á rekstur, sem mönnum hættir til að gera of lítið úr. Þá held ég að það sé alltof útbreiddur misskilningur, að ís- lenzkur iðnaður geti ekki þrif- izt án tollverndar. Sum beztu iðnfyrirtækin njófca engrar toll- verndar. Svo er mikill hluti iðn- aðarins þjónustuiðnaður, semfer sívaxandi með bættum lífskjör- um og þarfnast eðlilega engrar tollverndar. Þá er það fiskiðn- aðurinn, sem þarf beint og ó- beint að taka á sig byrði vegna hárra tolla og myndi hann bæta aðstöðu sína við lækkun tolla hér almennt og í EFTA-lönd- unum á framleiðslu hans. Loks er svo margskonar iðnaður hér, sem nýtur náttúrulegrar vernd- ar og ætti að geta keppt við innflutning, þegar fríverzlun er komin á eftir einn til tvo ára- tugi. Þær iðngreinar, sem EFTA nær til og einkum njóta toll- verndar eru framleiðsla á vefn- aðarvöru, skóm, málhingu, sápu- og þvottefni, húsgögnum, sæl- gæti og kexi. Eru vandamál þess ara greina mjög mismunandi. f sumum greinum er um að ræða alltof mörg Smáfyrirtæki til þess að hægt sé að koma við nægi- legri hagræðingu og þess er full þörf, að unnið sé að því að koma á nánari samvinnu á milli þeirra um framleiðslu, sérhæfingu, inn- kaup og dreifingu eða algjörum samruna þeirra. Má segja, að þörfin sé mikil, hvort sem geng- ið er í EFTA eða ekki. Vefnaðarvöruiðnaðurinn hér og í flestum iðnaðarlöndum á við sérstakt vandamál að etja, sem er innflutningur á ódýrum vör- um frá lágtekjulöndum Asíu og undirboðssala („dumping") af hálfu ríkisverzlunarlanda Aust- ur-Evrópu. Samkeppnin frá þess um löndum hefur haft meiri á- hrif á vefnaðarvöruiðnað EFTA landanna, heldur en samkeppn- in innbyrðis milli framleiðenda í EFTA-löndum. Ef verndartoll- ar á vefnaðarvörum verða lækk- aðir, verður ekki komizt hjá því að beita þeim gagpaðgerðum, sem heimilaðar eru bæði í GATT og EFTA, þegar um er að ræða ósanngjarna samkeppni og áég þar við undirboðstolla og inn- flutningstakmarmanir. Um sælgætisframleiðslur hafa gilt sérstakar undanþágur í 2 EFTA-löndum, Austurríki og Sviss. Hafa þessi lönd fengið heimild til að viðhalda tplli á sælgæti, sem nemur 40% af upp- runalegum tolli, en ég þori ekk- ert að segja um það, hvort þetta gæti skapað fordæmi fyrir okk- ur. Hinsvegar er augljóst, að af innfluttu sælgæti þyrfti að greiða sambærileg framleiðslugjöld og af innlendu sælgæti, þótt inn- flutningstollur félli niður. Þær iðngreinar sem ég hefi lauslega minnzt á, þurfa án efa á ýmiskonar aðstoð og fyrir- greiðslu að halda til að auðvelda þeim aðlögunina að nýjum mark- aðsaðstæðum. Um þetta vandamál hefur Arne Haar, skrifstofustjóri í iðnaðar- málaráðuneytinu norska, skrifað ágæta skýrslu, sem birtist í mán aðarritinu „Islenzkur iðnaður“, janúar-febrúar 1968. Haar bend- ir á, að aðlögunarvandamálin séu fyrir hendi þótt ekkert yrði úr tollalækkun og segir svo: „Ef íslenzkur iðnaður á að vera lífvænlegur til frambúðar, verður hann ótvírætt að laga sig að þeim miklu breytingum, sem eiga sér stað í iðnaði vestrænna landa.“ Hann bendir og á, að flest norsk fyrirtæki séu lítil og mið- að við fjölda hafi um 80% af norskum iðnaðar- og handverks- fyrirtækjum færri en 20 starfs- menn. Stærð norskra fyrirtækja hefur ekki útilokað þátttöku norsks iðnaðar í fríverzlun EFTA-landanna, en í því sam- bandi skiptir stjórn fyrirtækj- anna meginmáli. „Sá þáttur, sem ræður úrslitum í iðnþróuninni, er framlag einstaklingsins", skrif ar Haar og ennfremur skrifar hann: „norsk iðnaðarmálastefna hneigist nú frekar inn á þá braut að leggja meira upp úr dugmiklum stjórnendum iðnfyrir tækja en þeim gæðum, sem við höfum fengið frá náttúrunnar hendi.“ Ég mun ekki rekja nánar skýrslu Haars, en læt nægja að rifja upp eftirfarandi tillögur, sem hann gerði: a. Stofnun aðlögunar- eða þró unarsjóðs fyrir' iðnaðinn, að nokkru leyti eftir fyrir- mynd hins norska „Aðlög- unarsjóðs fyrir heimaiðnað- inn.“ b. Aukning á rekstrarhag fræðilegri og tæknilegri leið beiningaþjónustu fyrir iðn- aðar- og handverksfyrir- tæki. ■> c. Einföldun á tilhögun toll- endurgreiðslu við útflutn- ing. d. Sérstakar ráðstafanir í lána málum með tilliti til þess að hefja nýjan útflutning.“ Þessar tillögur verða áreiðan- lega teknar til gaumgæfilegrar athugunar við frekari undirbún ing að EFTA-aðild. Eins og ég sagði áðan, er sam- kvæmt EFTA-samningnum að- eins skylt að fella niður vernd- ártolla, og eru fjáröflunartollar því undanþegnir. Ef farið væri nákvæmlega eftir þessum ákvæð um og eingöngu felldir niður verndartollar munu ekki ná til meira en um 20% af heildarinn- flutningnum. En það ætti að vera öllum ljóst, að ekki er hægt að takmarka tollalækkunina að eins við verndartolla né binda hana eingöngu við EFTA-lönd- in. f fyrsta lagi eru tollar á iðn- aðarvörum yfirleitt það háir, að tollalækkunum gagnvart EFTA innflutningi eingöngu þýddi sama og að stöðvaður væri inn- flutningur á þessum vörum frá öðrum löndum. Er því óhjákvæmi legt að lækka einnig tollana gagnvart löndum, sem ekki eru í EFTA, þótt ekki þyrfti að fella þá alveg niður. Það er eðli- legt og í samræmi við EFTA-i samstarfið, að einhver mismunur sé á verndartollum eftir því, hvort varan er flutt inn frá EFTA-landi eða landi utan EFTA. Slík mismunun þarf þó ekki að gilda um fjáröflunar- tolla, og er ástæða til að minna á það, að engin tollamismunun þyrfti að koma fram gagnvart Sovétríkjunum, því að vörur, sem þaðan eru keyptar, falla ekki undir verndartolla. Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.