Morgunblaðið - 09.05.1968, Page 22

Morgunblaðið - 09.05.1968, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAI Sigurður Stefánsson á Brúnastöðum Minning Á FYRSTU fjórum áratugum þe&sarar aldar, bjuggu að Brenniborg á Neðribyggð í Skagafirði hjónin Stefán Stef- ánsson og Margrét Sigurðardótt- ir. Stefán er fæddur 11. marz 1873 að Skíðastöðum í Tungu- sveit, áonur Stefáns bónda þar Stefánssonar og konu hans Mar- grétar Skúladóttur í Axlarhaga. Margrét Sigurðardóttir var þingeyskrar ættar, fædd 11. apríl t Systir mín, Guðbjörg Bergþórsdóttir, andaðist að heimili sínu 8. maí. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna, Hafsteinn Bergþórsson. t Móðir okkar, Karitas Magnúsdóttir, lézt að Landakotsspítala þ. 8. þ.m. Guðmunda Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Kjartan Jónsson, Guðrún Jónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, Andrea Andrésdóttir, frá Patreksfirði, Grettisgötu 77, verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík, föstu- daginn 10. maí 1968 kl. 10.30 f.h. Böm, tengdabörn og barnabörn. 1873, dóttir Sigurðar Pálssonar á Ávegg í Kelduhverfi. Stefán lærði söðlasmíði hjá Benedikt bónda Sigurðssyni á Fjalli í Sæmundarhlíð, föður þeirra bræðra dr. Jakobs og og Halldórs bónda á Fjalli. Af því loknu fór hann austur á land og stundaði söðlasmíði um skeið á Þórshöfn, og kynntist þar konuefni sínu og giftust þau árið 1903 og fluttust síðan vestur í Skagafjörð og hófu búskap að Brenniborg árið 1904, og bjuggu þar allt til árs- ins 1940, að þau fluttu til Blöndu óss og dvöldust þar næstu árin og vann Stefán þar sem áður að söðlasmíði. Margrét kona hans lézt árið 1954. Þau hjónin eignuðust 4 börn og náðu 3 þeirra fullorðinsaldri, þau eru Hólmfríður, ógift, bú- sett á Sauðárkróki, Sigurður, sem hér verður getið og Stefán bóndi að Brennigerði í Borgar- sveit, kvæntur Herdísi Ólafsdótt- ur frá Álftagerði í Seyluhreppi. Þegar þau Stefán og Margrét keyptu Brenniborg var þar allt húsalítið og þurfti að taka til höndum til að reisa allt frá grunni. Þetta var mikið átak í þann tíð enda langur tími þar til steinsteypuöldin riði í garð. Ég man fyrst þegar ég kom að Brenniborg með Sigurði vinl mínum fyrir nærfellt 40 árum, hversu alúðleg þau hjónin Mar- grét og Stefán voru. Var þar hin snyrtilegasta umgengni, þó húsa kynni væru eins og víða um þær mundir í sveitum landsins, í torf bæjarstíl. Þetta var hið skemmti legasta fólk og heimilisbragur með ágætum, þó auðlegð væri ekki fyrir að fara í þeim ranni. Margrét var lærð ljósmóðir og mikil öðlingskona og valkvendi t Þakka af alhug Stokkseyring- um og öllum þeim, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og jarðarför mannsins míns Vigfúsar Þórðarsonar, framkv.stj. Arnfríður Jóhannesdóttir. og hjónaband þeirra Stefáns hið farsælasta. Sigurður sonur þeirra fædd- ist að Brenniborg 27. nóv. árið 1906, og ólst þar upp ásamt syst- kinum sínum. Hann kvæntist ár- ið 1935 Sigurlaugu Guðmunds- dóttur, skagfirzkri að ætt. Var til þess tekið hversu gjörvuleg og glæsileg þessi ungu hjón voru. Var Sigurlaug dóttir Guðmundar bónda Gíslasonar og konu hans, Sigríðar Gísladóttur, sem lengst bjuggu að Steinholti í Skaga- firði. Bjuggu þau Sigurlaug og Sigurður fyrst að Brenniborg, í sambýli við foreldra Sigurðar, en á vetrum fór Sigurður á ver- tíð syðra og var í Keflavík. Þetta voru erfiðleikaár í landbún aðinum og eigi sérstakt keppi- kefli fyrir ung hjón að þurfa að ráðast í byggingarframkvæmdir og ræktun á landlítill jörð eins og Brenniborg er, enda höfðu tvö nýbýli verið byggð um mið- bik nítjándu aldar, Laufás og Borgarey, í Brenniborgarlandi. Brugðu þau hjón á það ráð að bíða um sinn þar til góð jörð væri í boði. Fluttust þau nokkr- um árum seinna suður á land og starfaði Sigurður að múrvinnu hér í borginni og stundaði ýmsa aðra vinnu. Árið 1947 réðust þau í að kaupa Brúnastaði í Tungu- 'sveit, fyrst að hálfu en síðar alla jörðina. Þetta er frá fornu fari ein af kostamesta jörðum í Lýtingsstaðahreppi enda var brátt farið að hefjast handa um ræktun og byggingar. Jörðin er grasgefin og miklir möguleikar um stækkun ræktaðs lands, orðnir að veruleika, peningshús og fjós fyrir 30 gripi, hafa verið reist, allt með nýtízkubrag. Þegar komið er í hlað á Brúna stöðum er auðséð snyrtimennska á öllu, svo er umgengni öll inn- an húss sem utan. t Móðir okkar og fósturmóðir, Guðrún Sigríður Oddgeirsdóttir, verður jarðsett frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 10. þ.m. kl. 3 e.h. t Þakka auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, Edith Rasmus, Efstasundi 66. Anna Magnúsdóttir, Guðrún M. Tulinius, Jón Magnússon. Ingibergur Sveinsson börn og barnabörn. t Jarðarför Sólveigar Árnadóttur, fyrrum húsfreyju á Flóðatanga, fer fram frá Stafholti laug- ardaginn 11. maí og hefst kl. 2% siðdegis. Minningarat- höfn verður í Akraneskirkju kl. 11 fyrir hádegi sama dag. Bílferð verður frá Þórði Þ. Þórðarsyni. t Hjartans þakkir til allra er sýndu okkur samúð og vin- áttuhug við andlát og útför Hrafnhildar Jóhanncsdóttur. Sérstaklega sendum við þakkir til lækna og hjúkrun- kvenna, sem veittu henni styrk og hjálp í veikindum hennar. Börn og tengdadætur. Friður guðs fylgi ykkur. Vandamenn. En nú er skarð fyrir skildi á Brúnastöðum. Sigurður lézt í spítala hér hinn 28. apríl s.l. eftir tveggja mánaða legu. Hann hafði verið hraustur til heilsu alla ævi — kenndi sér fyrst meins í nóvember s.l. Sjúkdómur heltók hann og dugðu ei ráð færustu lækna, en marga furðaði hversu lífsþrek hans var mikið þessa mánuði. Ég held að Sigurður hafi verið bóndi af lífi og sál og alltaf þráð að komast norður í átthagana og hefja búskap á góðri jörð. Hon- um varð líka að trú sinni, og frábær dugnaður hans og hag- sýni í vinnubrögðum ruddu leið að settu marki. Hann var greind ur vel, hafði mikið yndi af söng, manna kátastur í kunningjahópi, hinn ljúfasti í öllu dagfari og farsæll í störfum. Þau hjón eign- uðust tvo sonu, Stefán, ógiftan, er nú dvelst í heimahúsum og Sigurð bónda á Brúnastöðum, kvæntan Elsu Böðvarsdóttur frá Syðra-Seli í Hrunamannahreppi og eiga þau tvö börn. Síðustu ár- in hefur Sigurður yngri staðið í framkvæmdum með föður sín- um og samvinna þeirra um rekst ur búsins verið til mikillar fyrir- myndar. Hlutur húsfreyjanna er mikill með þeirra starfi og ég votta Sigurlaugu, Stefáni föður Sigurðar, sem nú er á 96. aldurs- ári og dvalizt hefur þar undan- farin 8 ár, svo og sonum hans og venzlafólki djúpa samúð. Óskar Þórðarson. SIGURÐUR á Brúnastöðum var lifandi maður. Hann fylgdist vel með og hafði áhuga á hverju einu, sem hann taldi til heilla, og það var margt, því að hann var enginn einstrengingur, held- ur frjálshuga og greindur dreng- skaparmaður. Meðai yndisefna hans voru braglist og tónlist. Hann spila'ði á húsorgel eða harmóníum, tók líka stundum lagið eigin rómi, og ævinlega hafði hann ljóð og lausavísur á hraðbergi. Og hann lagði oftast við eyra, þegar bundið mál var annarsvegar. Munu fáir hafa verið trúrri hlustendur að ljóða- og vísnaþáttum útvarpsins á liðnum árum heldur en Sigurð- ur. Bóndi var Sigurður góður og hið mesta snyrtimenni í búskap sínum, bæði að því er snerti að- búnað við skepnur og umgengni alla um hús, hlöð og tún. Og góður var hann heim að sækja, gestrisinn og greiðasamur svo að af bar, og svo skemmtilega glettinn og kankvís að gestinum varð tíðum bros á vör eða hvell- ur hlátur. Á síðasta sumri kom ég þar á bæ, og gengum við þá saman upp í hálsinn fyrir ofan í bezta veðri. Það var góð stund, bæði frá hendi skapara Skaga- fjarðar og bóndans á Brúnastöð- um í Tungusveit. Þá sá vel út og vestur til Brenniborgar, þar sem Sigurður ólst upp, og til Álfgeirsvalla, heimkynna föð- ur míns, en þar á milli bæjanna lágu forðum leiðir góðra vina. Siguirður var vel ’kvæntur, og á Sigurlaug húsfreyja Guð- mundsdóttir með vissu sterkaö þátt í velfarnaði þeirra hjóna á Brúnastöðum, þar sem7 þau höfðu búið í meira en 20 ár. Hún lét heldur ekki sinn hlut eftir liggja, er Siguiður háði dauðastrið sitt á Landspítalan- um síðHstu vikurnar. Dvaldi hún allan tímann hér syðra og hlúði að manni sínum, ekki með hönd- unum einum heldur og engu síð- ur með hughreystandi viðmóti sínu og jafnaðargeði. Svo fór, að stríðið tapaðist lifinu, sem entist Sigurði því ekki nema 61 ár. Þar urðu ævilok fyrir aldur fram. En Sigurður Stefánsson á Brúnastöðum var lifandi maður í heimi hér, og þess er að vænta að hann sé það enn handan móðunnar miklu. Því vænti ég líka að Sigurlaug og synir þeirra hjónanna, Sigurður og Stefán, beri harm sinn vel, en þau munu finna einlæga samúð víða að. Minningin um góðan dreng, sem genginn er, gefur okkur von um að við séum á þroskabraut, þrátt fyrir allt. Baldur Pálmason. Þóra Gísladóttir M inningarorð Frú Þóra Gísladóttir, sem í dag verður til moldar borin, and aðist að Sólvangi í Hafnarfirði hinn 3. þ.m., eftir langvarandi sjúkdómslegu. Gæfuríku æfi- starfi er þar með lokið og lausn féngin frá veikindastríði síðari ára. Um slíkt er rauriverulega gott eitt að segja, en samt er það æfinlega svo, að það hefur sársauka í för með sér, að sjá góðan vin hverfa af sjónarsviði lífsins hér í heimi. Þóra var fædd 13. okt. 1879 í Arakoti á Skeiðum. Foreldrar hennar voru Þórey Magnúsdótt- ir og Gísli Erlendsson, sem um langt árabil bjuggu í Arakoti. Eignuðust þau alls 13 börn, en tvö þeirra dóu þegar við fæð- ingu, eða fæddust andvana. Þenn an stóra barnahóp reyndizt fá- tækum foreldrum að vonum of- raun að ala upp án annarra að- stoðar. Unga kynslóðin nú á tímum, sem lifað hefur í allsnægtum frá fyrstu tíð, mun tæplega fá skilið þá örðugleika, sem fátækt al- þýðufólk átti við að stríða á árunum fyrir og um aldamótin síðustu, og raunar miklu lengur i aldir aftur. En setja má sér þó fyrir sjónarmið hugarstríð þeirrar móður, sem vissi börnin sín svöng, en gat ekki úr því bætt nema að litlu leyti. Slik voru æfikjör margra horfinna kynslóða á landi hér. Af þessu leiddi, að Þóra var flutt úr foreldrahúsum rúmlega ársgömul og þá að Eyvindarholti í Grímsnesi. Þetta féll móður- inni svo þungt, að ekki þótti annað koma til mála, en að hún fengi bamið sitt til sín aftur, og var því komið í framkvæmd að ári liðnu. Dvaldizt Þóra síðan hjá foreldrum sínum til 11 ára aldurs, en fluttizt þá að Mið- býli á Skeiðum, sem nú er í eyði. Þar bjuggu þá sæmdar- hjónin Sigríður Einarsdóttir og Eiríkur Eiríksson. Þau áttu dótt- ir, Guðríði að nafni, og leit hún ævinlega á Þóru sem sína syst- ir. Gerðist mjög kært með þeim og hélzt vinátta þeirra alla tíð síðan. f Miðbýli dvaldizt Þóra, hjá þessu ágæta fólki þar til hún varð tvítug að aldri, eða um 9 ára skeið, og minntist dvalar sinnar þar æ síðan með hlýhug og þakklæti til heimilisfólksins. Frá Miðbýli fluttist hún að Nesjum í Grafning og dvaldist þar allmörg ár, eða þar til hún fór til Reykjavíkur. Var hún þar með tveimur bræðrum sínum, unz hún að ári liðnu giftist Sig- urjóni Jóhannssyni, húsgagna- og söðlasmið í Hafnarfirði. Eign- uðust þau þar einbýlishús, Kirkjuveg 18 og bjuggu þar upp frá því allan sinn búskap, að heita mátti. Var heimili þeirra jafnan rómað sakir gestrisni og myndarbrags í hvívetna. — Ég sem línur þessar rita, dvaídizt oft á þeirra ágæta heimili um lengri eða skemmri tíma, enda var Þóra náfrænka mín. Á ég margar kærar endurminningar frá dvöl minni á því heimili og Framhald á bls. 24. Ég sendi mínar innilegustu þakkir og beztu kveðjur til allra hinna mörgu, sem sýndu mér vinsemd á sjö- tugsafmæli mínu þann 30. apríl sl. Loftur Bjarnason. Þakka af heilum huga, öll- um er sýndu mér vinarhug og glöddu mig á annan hátt á 60 ára afmæli mínu, 23. apríl s.l. Jón Pálsson, Kamhsveg 17.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.