Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.05.1968, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1968. 31 H-daginn, 26, maí, mun mjólkin skipta um umbúðir. Frá og með þeim degi mun hún seld í umbúðum, er minna eiga á H- umferð. Á hyrnurnar verður letrað á hláum feldi: „Brosið svo- lítið í hægri umferðinni. Við erum öll byrjendurSatt er það. Aliir verðum við byrjendur og verðum að taka mis- gjörðum náungans í umferðinni með jafnaðargeði, a.m.k. fyrst í stað. - H-UMFERÐ j skrá sig hjá lögreglunni og í( | Reykjavík hjá Umferðarnefnd Framh. af bls. 32 1 Reykjavíkur. er í giidi. Verða þeir gangandi Tvo síðustu dagana fyrir breyt fciliki til leiðbe'ningar og aðstoð- inguna þ.e. 24. og 25. maí og dag- ar í umiferðinni, auk þess sem inn eftir h nn 27. maí verða all- þeir verða lifandi áminning um ir nemendur í skólum lanidsins breytinguna, þar eð þeir verðá boðaðir til umferðarfræðslu í auðkenndir sérstaklega. Þeir fá j skólunum ein.u .sinni til þrisvar, að launum happdrættismiða fyr- og fá þeir þá leiðbeiningar og til- ir hverjar 2 klukku-stundir sem sögn í hægri umferð. f>á verður þeir standa vörð. Skulu þeir láta og sömu daga skólaútvárp með - DE GAULLE Framh. af bls. 1 bætta menntunaraðstöðu og ný- tízkulegri kennsluaðferðir. Upplýsingamálaráðh. frönsku stjórnarinnar, George Gorse, sagði, að loknum fundi stjórn- arinnar í dag, að stjórnin væri reiðubúin að gera ráðstafanir til að laga háskóianám eftir nútíma kröfum, en lagði áherzlu á, að halda yrði uppi lögum og reglu og sakaði æsingamenn um að hafa espað stúHentana. Óeirðirnar hófust á föstudag- inn, þegar háskólanum í Nant- erre og Sorbonne-háskóla í Par- ís hafði verið lokað vegna mót- ^ mælaaðgerða stúdenta. Á mánu- , dagínn náðu óeirðirnar hámarki j og voru óeirðirnar í gærkvöldi og nótt smáræði miðað við þær. Mótmælaaðgerðirnar í gær hóf- ust með mikilli kröfugöngu, sem landssamband franskra stúdenta efndi til og tóku þátt í henni 10—20.000 manns. Gengið var frá suðurhluta borgarinnar yfir Signu frá vinstri bakkanum, um Champs Elysse og aftur yfir á vinstri bakkann. Stúdentar sungu alþjóðasöng verkalýðsins, hrópuðu slagorð eins og „Stúdentar eiga Sor- bonne“, veifuðu rauðum fánum og hrópuðu til áhorfenda og skoruðu á þá að taka þátt í göngunni. Gangan olli algeru umferðaröngþveyti. Talið er, að 60 göngumenn og áhorfendur hafi verið fluttir ó sjúkrahús eftir óeirðirnar. Rúð- ur í verzlunum á vinstri bakk- anum voru brotnar og víða rifu stúdentar upp götusteina og hentu þeim í lögregluna, sem beitti kylfum. Lögreglan segist hafa handtekið 69 stúdenta og seinna sleppt 52 úr haldi. Þegar leið á nóttina leituðu margir óeirðaseggir hæiis í kaffi húsum í Montparnassi-hverfi og henti lögreglan táragassprengj- um inn í kaffihúsin til að svæla þá út. Sjónarvottar segja, að þegar stúdentarnir flúðu út úr kaffihúsunum hafi þeir verið slegnir niður. Um þrjú leytið færðist ró yfir Montparnasse, en lögreglan var vel á verði í alla nótt. Seinna sagði Alain Peyrefitte. innanríkisráðherra á þingi, að kennsla yrði hafin að nýju við Sorbonne-háskóla og háskólann í Nanterre á morgun, ef háskóla yfirvold samþykktu það. Yfirlýs- ing de Gaulles forseta í dag varð itl þess að draga úr æsingu stú- denta. Þeir höfðu hótað að „frelsa“ Sorbonne-háskóla í kvöld úr klóm yfirvaldanna, en yfirlýsing forsetans varð til þess að þeir ákváðu að reyna að sjá til þess að efna aðeins til frið- samlegra mótmælaaðgerða. Sorbonne helgur staður Morgunblaðið hafði í gær tal af einum hinna íslenzku náms- manna við Sorbonne í París, Frið rik Pál Jónsson og ynnti hann eftir skoðun hans á óeirðum stú denta þar í borg. Hann sagði að deilan ætti sér langan aðdraganda. „Kennslufyr irkomulag háskólans er náttúr- lega úr sér gengið og er þar gamla sagan. Hafa bæði kenn- arar og stúdentar farið fram á, að það verði endurskoðað, m.a. vegna þess, að sú menntun, sem stúdentar fá í mörgum deildum háskólans er ekki nákvæmlega í samræmi við þær kröfur, sem þjóðfélagið krefst, þegar þeir hafa lokið sínu háskólanámi. Er þetta í stórum dráttum aðalor- sökin. Síðan koma atburðir undanfar inna daga og þá fyrst og fremst að lögreglan skyldi hafa farið inn í Sorbonne, en það hefur hún, að því er ég held, aldrei gert fyrr. Sorbonne er helgur staður og þessi atburður olli því náttúrlega, að stúdentar tóku höndum saman um að mótmæla varðstöðu lögreglunnar við há- skólann. Honum var lokað. Og eins og stendur fer fram mót- mælaganga og er ekki vitað, hvernig hún fer, hvort þarna haldist friður eða ekki. í gær gengu um eitthvað á milli 20 og 30 þúsund manns um borg- ina í mótmælaskyni í sex klukku stundir. — Tókuð þið íslendingarnir þátt í þessum óeirðum? — Ég held, að það hafi nú ver ið eitthvað lítið, enda erum við ósköp fláir- Sjálfur hef ég lítið skipt mér af þessu, ekki nema reynt að fylgjast með atburðun- um. líku sniði og var í vetuir. „Ungfrú H“ nefni'st sjálfvirkur símsvaTÍ 83600, sem svara mun fróðleiksfúsum símnotendum og fræðir þá um H-umíerð. Verður símsvarinn tekinn í notkun um næstu helgi. Einnigxmumi hefj- ast 11. maí fimm minútna fræðslulþættir í útvarpi og sjón- varpi um hægri umferð. Verður þar fjallað um ýmsar öryggisráð stafanir og breytinguna í heild. Þá hafa verið gefnir út upp- lýs’xbgamiðar af þremur gerðum fyrir útlendinga, sem koma hin-g að á tímabi'linu frá 10. tiil 26. maí, og komia hingað eftir H-dag og búsettir eru í landinu. Er þar vakin athygli á umferðarbreyt- ngunni. Á blaðamannafundinum í gær skýrði Benedikt Gunnarsson frá kostnaðinum við breytinguna. Upph.aflega^ var gert ráð fyrir því, að breytingin myndi kosta 49.400.000 krónur, en uipphæðin hefur síðan orðið fyriir hækkun vegna gengisbreytingar eða um 1.800.000 krónur. Framkvæmda- nefndin fékk síðan hækkun á áætluninni um 8 til 10 milljónir vegna þess, að í upphaflegu áeetl uninni var ekki gert ráð fyrir fé til upplýsinga og fræðslustairf- semi. Að síðustu hækkaði upp- hæðin uim ca. 5.1 miiljón vegna dóms í máli nefndarinn.ar gegn sérleyfishöfum, þannig að endan leg kostnaðaráætlun er frá 64.3 milljónum til 66.3 miilljóna kr. vegna hinnar breytilegu upphæð ar til upplýsingastarfsemi. Umsamin gjöld nefndarinnar í dag eru til gatna- og vegabreyt- imgia 13.4 miilljónir, en áætlað og óafgreitt í þeim lið er um 400 þúsund krónur. Stærsti útgjalda- liðurinn er vegna breytimga á bitfreiðum 27.5 milljónir og er það þegar umsamið, en eftir er að afgreiða, og er því talan áætl- uð um 5.7 milljónir króna. Ann- ar kostnaður, s.s. við skrifstofu- ■hald og upplýsingastarfsemi og afgreiddur err nemur 13.1 milljón, en eftir er að semja um áætlaða uipphæð, er nemur 5.5 miíliLjónium. HeLldarkostnaaðráætlun nú nem- ur því um 65.6 miiljónum króna. Benedikt kvað þessa tölu mjög nærri lagi, enda ekki nema rúm- ur hálfur mánuður til H-dagis og eru linarnar þvi að skýrast. - FORKOSNINGAR Framh. af bls. 1 i Carthy segist einnig vera sig- urstranglegasti frambjóðandinn. Ég vil ekki koma fram með neinar spár, eins og sakir standa, því að eini mátinn, sem ég get vænzt árangurs, er að ná til fólks ins sjálfs í kosningabaráttunni. Hann sagði, að úrslit forkosn- inganna í Indiana og District of Columbia gæfu til kynna mik- inn stuðning við framboð sitt. Stúðningsmenn McCarthys og Branigins sögðu hins vegar, að Kennedy hefði ekki unnið sig- ur. Sagði McCarthy, að hann myndi hafa fengið mörg atkvæði Branigins, ef hann og Kennedy hefðu verið einir í kjöri. Kvaðst hann myndu vinna sigur í Ne- braska og myndi sér gefst kost- ur þar á þeirri beinu viðureign við Kennedy, sem hann hefði ekki átt kost á í Indiana. Nixon, sem er á kosningaferða- lagi í Nebraska, lét hafa eftir sér, að hann teldi, a'ð McCarthy yrði áfram öflugur frambjóðandi, vegna mikils stuðnings áhuga- samra sjálfboðaliða, en Mc Carthy myndi ekki ná kjöri sem frambjóðandi. — Hann mun ekki skorta hug á því, en hann mun ekki hafa yfir að ráða nægilegu fé eða skipulagningu, sagði Nix- on. — Öflugasta skipulagningin verður að baki Humphreys, en Bobby hefur peningana. Nixon spáði því einnig, að Kennedy myndi sigra á meðal demókrata í Nebraska í næstu viku, en að Humphrey myndi veröa næstur vegna „write in“ atkvæða. Hér fara á eftir atkvæðatölur frá Indiana, eftir að 99% atkv. voru talin: Branigin 234.312 atkv. eða 31% Kennedy 320.485 atkv. eða 42% McCarthy 209.165 atkv. eða 27% 1 forkosningu republikana fékk Nixon 499.773 atkv. Kommúnistar bjóða fram — i forsetakosningum í Bandaríkjunum New York, 8. maí AP. Kommúnistaflokkur Bandaríkj anna tilkynnti í gær, að hann muni bjóða fram í kosningum til forseta og varaforseta landsins, sem fram eiga að fara í nóv- ember nk. Verður það í fyrsta sinn frá því 1940, að kommún- istaflokkurinn tekur þátt í for- setakosningum. Sagði Harry Win ston, formaður flokksins, að fram bjóðendur flokksins myndu verða valdir á sérstöku flokks- þingi. Winston skýrði frá því, að flokkurinn myndi reyna að hafa menn í kjöri hvarvetna sem kjörmenn, þar sem það væri unnt, en leitast annars staðar við að fá „write in“ atkvæði. Árið 1940 hlaut Earl Browd- er, þáverandi ritari flokksins, 48.579 atkvæði sem forsetaefni en þá tók flokkurinn þátt í kosn- ingunum í 32 ríkjum. Flest at- kvæði fékk kommúnistaflokkur L. Foster hlaut 102.991 atkvæði Bandaríkjanna 1932, er William af 39.751.438 greiddum atkvæð- um. Sumarbúðir ÆSK sturfræhtur við Vestmunnsvutn — SUMARBÚðlR ÆSK við Vest- mannsvatn í Aðaldal verða starf ræktar í sumar. Er þegar búið að reisa annan skála og í sum- ar verður tekin í notkun nýr skáli með 13 3ja manna her-- bergjum, og bætir það mjög alla aðstöðu til föndurs og innileikja. Starfsemin hefst 14. júní, og stenifur fram yfir miðjan sept- ember. Tekið verður á móti börn um á aldrinum 8-14 ára í þrem- BRIDGE Eins og áður hefur verið skýrt frá fer Olympíukeppni í bridge fram í Deauville í Frakklandi á tímabilinu 5.—21. júní n.k. Reiknað er með mikilli þátttöku í keppni þessari og hafa mörg lönd þegar tilkynnt hvernig'sveit ir þeirra verða skipaðar. ís- lenzka sveitin er þannig skipuð: Ásmundur Pálsson, Hjalti Elías- son, Eggert Benónýsson, Stefán án J. Guðjohnsen, Símon Símon- arsson og Þorgeir Sigurðsson. Fyrirliði verður Þórður H. Jónsson. Danska sveitin verður þannig skipuð: Sören Chistensen, Erk Fabrin, Steffen Steen Möller, Arne Pedersen, Kaj Tarp og Uffe Vesterdal. Holland: Slavenburg, Kreyns, Rebattu, Van Heusden og Kokk- es. Bandaríkin: Jordan, Robiin- son, Roth, Root, Kaplan og Kay. írland: E. O’Riordan, R. F. Barry, G. .F. Read, Dr. M. Shrage, E. MacNeill og D. Deery. Tvær íslenzkar sveitir keppa á Norðurlandamótinu í bridge, sem fram fer í Gautaborg 19 - 25. maí n.k. Sveitirnar eru þann- ig skipaðar: Jón Arason, Sigurð- ur Helgason, Benedikt Jóhanns- son, Jóhann Jónsson, ólafur H. Ólafsson, Jón Ásbjörnsson, Karl Sigurhjartarson, Óli Guðmunds- son og Páll Bergsson. Farar- stjóri verður Friðrik Karlsson, forseti Bridgesambands Islands. Vegna Olympíukeppninnar verður ekki háð Evrópukeppni í ár, en næsta Evrópukeppni fer fram í Osló 1969. Sama er að segja um Heims- meistarakeppnina, hún fer næst fram 1969 í S.-Ameríku. ur mismunandi aldurshópum — 8-10 ára, 10-12 ára og 12-14 ára. Dvalartíminn er 16 dagar fyrir hvern hóp. í sumar verður hafizt handa um gróðursetningu trjáplantna í landi sumarbúðanna og munu börnin vinna við það ásamt fleiri útistörfum. Umsóknum er veitt móttaka hjá öllum prestum Hóla- stiftis, og þurfa þær að hafa borizt fyrir 19. maí til séra Sig- urðar Guðmundssonar, prófasts á Grenjaðarstað. Árekstur á Akureyri Akureyri, 8. maí. ÁREKSTUR varð á mótum Hjalteyrargötu og Gránufélags- götu kl. 23.45 í gærkvöldi. Ann- ar bíllinn valt og ökumaður, sem var einn í bílnum hlaut höfuð- högg. Hann var fluttur í sjúkra- hús til rannsóknar en síðan heim og mun lítið meiddur. Tveir far- þegar voru í hinum bílnum auk ökumanns, en þar sakaði engan. Hér var um tvo Volkswagenbíla að ræða og skemmdust báðir mikið. — Sv. P. Reyndist ekki vera morðingi Atlanta, Georgia, 8. maí. NTB. Lögreglan í Atlanta í Georgiu- ríki hefur vísað á bug flugu- fregnum um, að miðaldra maður, sem fannst myrtur í bifreið í Atlanta, kunni að hafa verið morðingi Martin Luther Kings. J.W.Hagin, sem vinnur að rann sókn morðmálsins, sagði að þótt ekki hefði tekizt. að bera kennsl á hinn myrta, sýndu fingraför að hér væri ekki um að ræða Jam- es Aarl Ray, sem lýst hefur ver- ið eftir vegna morðsins á dr. King. Maðurinn fannst í farangurs- geymslu bifreiðarinnar og hafði auðsjáanlega verið látinn í margar vikur. Líkið fannst ínótt og hefur lögreglan í Atlanta ver ið önnum kafin við rannsókn málsins. Fingraför hins látna voru þegar í stað send alríkis- lögreglunni, FBI. Reykjavíkurdeild RKI efnir til bílahappadrættis REYKJAVÍKURDEILD Rauða Kross Islands efnir um þessar mundir til happdrættis til ágóða fyrir fjölbreytt starf sitt hér í höfuðborginni. Er vinningurinn Mercedes Benz 220, ný gerð, að verðmæti um 430 þúsund krónur. Vinningurinn er skattfrjáls. Reykjavíkurdeild R.K.Í. vænt- ir þess að borgarbúar taki þess- ari fjáröflun félagsins vel, og styrki þannig starf deildarinn- ar í borginni, enda er hér um göfugt málefni að ræða. .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.