Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1908.
3
Friörik verður með þeim efstu
— sögðu rússnesku skák-
meflinarnir i gær
A HVITASUNNU hefst Fiske-
skákmótið, og hinir erlendu
gestir eru óðum að koma.
Enn eru þó ókomnir Júgó-
slavinn Ostojich, og Banda-
ríkjamennirnir Byrnes og
Addison. Við hittum í gær að
máli Uhlmann frá A-Þýzka-
landi og Rússana Taimanoff
og Vasjúkoff. Rættum við
fyrst við Uhlmann, sem er 32
ára gamall, skákm. A-Þýzka-
lands.
— iÞetta er í fyrsta skipti,
sem ég kem til íslands. Hins
vegar hef ég teflt við alla stór
meistarana, sem keppa á mót-
inu. Ég held að það sé ómögu-
legt að segja, hver vinni, en
persónulega held ég, að Frið-
rik hafi einna minnsta mögu-
leika, þar sem hann hefur að
því er mér skilst lítið teflt að
undanförnu.
Annars get ég ekki annað en
dáðst að því hvað þið eigið
marga frambærilega menn í
skák, einn stórmeistara og
einn alþjóðlegan meistara.
Taimanoff.
Uhlmann.
Við hittum síðan Rússana,
og ræddum við þá með að-
stoð túlks. Þeir hafa báðir
komið til landsins áður, Taim
anoff árið 1956 og Vasjúkoff
fyrir tveimur árum.
Taimonoff sagði, að Rússar
þekktu Friðrik vel sem skák-
mann og hann væri tvímæla-
laust einn af beztu skákmönn-
um heims. Skaut þá Vasjú-
koff inn í, að hann teldi að
hinn mikli frami Larsens
byggðist m.a. á því, að Frið-
rik hefði ekki keppt í stór-
mótum að undanförnu. Þeir
vildu ekkert segja um, hver
mundi sigra, og Taimanoff
sagði að ef hægt væri að
segja fyrir um, hver sigraði,
væri enginn tilgangur með
keppninni. Hins vegar töldu
þeir, að einn hinna 6 stór-
meistara mundu bera sigur úr
býtum.
Við spurðum að því, hvort
þeir teldu, að Friðrik ætti
minni möguleika, vegna
náms undanfarin ár.
Taimanoff: „Það er oft erf-
itt að deila hlutum. Ég t.d.
spila til skiptis á tónleikum
eða tefli. Þegar ég er að tefla,
sakna ég tónlistarinnar, en
þegar ég spila, sakna ég skák-
arinnar. Nú, ég hef undan-
farna 6 mánuði verið á hljóm-
leikaför, og því er ég á viss-
an hátt í svipaðri aðstöðu og
Friðrik“.
,,Og á hvað spilar þú?“
„Ég spila á píanó, og mín
sérgrein er að leika með konu
minni á tvö píanó. Síðast þeg-
ar ég kom hingað, lék ég einn
ig á píanó.“
Þeir sögðu síðan, að Frið-
rik hefði góða möguleika á að
ná einu af efstu sætunum, og
þeir álitu hann einn af 'þeim
þröskuldum, sem væri á vegi
fyrir þeim.
Þá spurðum við þá að því,
hvað þeir vildu segja um þá
ásökun, að rússneskir skák-
menn ynnu saman og þess
vegna m.a. væri heimsmeist-
aratitillinn í höndum Rússa,
en Bobby Fiscer hefur m.a.
haldið þessu fram.
Taimanoff sagði, að það
væri hægt að vinna saman í
fótbolta og ísknattleik, en
ekki í skák. Rússi væri heims-
Vajsúkoff.
meistari vegna þess að hann
væri sterkastur. Um Fischer
sögðu þeir, að hann væri að
vísu góður skákmaðúr og
ásamt Larsen sterkastur á
Vesturlöndum, en hann hefði
ekki sýnt, að hann væri sterk-
ari en Rússar, og ef hann vildi
tefla á meistaramóti Rússlands
yrði hann ekki meistari, en í
einu af sjö efstu sætunum.
Auk þess spilti hann fyrir sér
með dintum sínum og sér-
vizku.
Vasjúkoff: „Ég tefldi á mót-
inu í Túnis, þegar Fischer
hætti, og þar var skoðun allra,
að hann vildi ekki tefla. ÍHins
vegar vann . Larsen að allra
dómi efsta sæti með drengi-
legri baráttu, og að mínu áliti
er hann sterkari en Fischer.
Hann er líka greindari og
viðkunnanlegri maður á allan
hátt“.
Æskilegt að starfsmenn
í áliðnaði séu í sínu félagi
Yfirlýsing frá starfsfólki ISAL,
framkvæmdastjóra og ASI
Vegna skrifa er komið hafa
fram í dagblöðum að undan-
förnu viljum við koma eftirfar-
andi á framfæri:
Hugmynd um stofnun stéttar-
félags Aliðjumanna er ekki ný,
og hafa starfsmenn ISAL mikið
rætt þetta mál sín á milli. Þetta
á eklki við um það starfsfólk er
vinnur hjá verktökum, er vinna
að byggingarframkvæmdum og
uppsetningu verksmiðjunnar,
heldur einungis það starfsfólk
er kemur til með að vinna við
fyrirtækið í framtíðinni eftir að
framleiðsla hefst.
Vegna villandi blaðaskrifa
væri æskilegt að allir gerðu
eér grein fyrir að áliðnaður,
sem hér mun eiga sér stað, á
sér enga hliðstæðu hér á landi,
og teljum við æskilegt að allir
starfsmenn er vinna að þessum
iðnaði stofni með sér félag er
gæti hagsmuna þeirra.
Á fundi starfsmanna ISAL var
eamþykkt að stofna starfsmanna
félag, og ennfremur var ákweð-
ið að athuga möguleika á stofn-
un stéttarfélags er ynni að hags-
munamálum áliðjumauna og var
lcosin fimm manna nefnd til að
vinna að undirbúningi þessa
máls.
Athugasemð frá Ragnari Halld.
Vegna blaðaskrifa undanfarna
daga um afskipti mín af stofn-
un starfsmannafélags ISAL, óska
ég að eftirfarandi komi fram:
Allt frá því er ég var ráðinn
sem væntanlegur forstjóri ISAL
í ársbyrjun 1967, hefi ég dvalizt
erlendis á vegum félagsins til
þess að búa mig undir að taka
við stöðu minni hér heima. Á
þessu tímabili hefi ég heimsótt
8 álverksmiðjur í Áusturríki,
Ítalíu, Júgóslavíu, Sviss og
Þýzkalandi til að kynna mér
þau vandamál, sem við er að
etja í sambandi við starfrækslu
slíkra fyrirtækja. Hefi ég m.a.
leitast við að kynna mér rekstr-
arfyrirkomulag og tilhögun
launamála. Auk þessa hefi ég á
þessum tíma verið 6 sinnum hér
á fslandi m.a. í sambandi við
ráðningar á yfirmönnum fyrir
verksmiðjuna í Straumsvík og
þjálfun þeirra. Um 20 þessara
manna hafa dvalizt í álverk-
smiðju í Steg í Sviss undan-
farna 9 mánuði. Ég hefi oft
heimsótt þessa starfsmenn í Steg
og átt við þá viðræður um hvem
ig launamálum og starfsaðstöðu
yrði bezt háttað hjá ISAL í fram
tíðinni. Sömuleiðis hafa þessi
mál borið á góma í samtölum við
starfsmenn ISAL í Straumsvík.
Niðurstaða þessara umræðna
varð sú, að rétt væri að taka til
athugunar þá hugmynd, er fram
kom í svofelldri tillögu milli-
þinganefndar um skipulagsmál,
sem kjörin var á 25. þingi Al-
þýðusambands íslands í nóv-
ember 1956:
„Undirstaða í uppbyggingu
verkalýðssamtakanna skal
vera vinnustaðurinn. Verka
lýðssamtökin skulu, eftir þvi
sem framkvæmanlegt er, reyna
að koma á því skipulagskerfi,
að í hverri starfsgrein sé að-
eins eitt verkalýðsfélag í
hverjum bæ, eða á sama stað
og skulu allir á sama vinnu-
stað (verksmiðju, skipi, iðju-
veri o.s.frv.) vera í sama
starfsgreinarfélagi."
Var tillaga nefndarinnar sam-
þykkt með samhljóða atkvæðum.
í nefndinni áttu sæti: Edvard
Sigurðsson, Jón Sigurðsson,
Snorri Jónsson, Eggert G. Þor-
steinsson og Tryggvi Helgason.
Síðar tók sæti í nefndinni Ósk-
ar Hallgrímsson.
Af einhverjum ástæðum hefir
þessi tillaga ekki komið til fram
kvæmda ennþá.
Með þetta í huga voru gerð
drög að samþykktum hugs-
anlegs starfsgreinarfélags ál-
vinnslumanna, sem ég svo lagði
fram á fundi með starfsmönnum
ISAL á mánudaginn var.
Nái þessi hugmynd fram að
ganga, yrði það að teljást mjög
viðeigandi lausn fyrir starfs-
menn og verksmiðjufyrirtæki
sem ISAL. ISAL er ekki aðili að
samtökum vinnuveitenda, sem
gerir það að verkum, að félagið
yrði að semja við allt að 25 mis-
munandi stéttarfélög. Sjá allir,
að slíkt er afar þungt í vöfum,
svo ekki sé meira sagt.
Ég sagði því starfsmönn-
um ISAL á fundinum, að félag-
ið væri hlynnt því, að þeasi
lausn yrði athuguð og bað þá
að hugleiða hversu hagsmun-
um þeirra yrði bezt borgið í
framtíðinni, eftir að verksmiðjan
tæki til starfa.
Ég lagði sérstaka áherzlu á,
að starfsmenn yrðu sjálfir að
taka ákvörðun um, hvort úr
stofnun starfsgreinarfélags jrrði,
væri ekkert því til fyrirstöðu,
að félagið leitaði aðstoðar verka-
lýðsfélaga, sem þeir kynnu að
vera aðilar að nú.
Að lokum bað ég starfsmenn-
ina að taka ákvörðun sína inn-
an næstu vikna, því að óðum
tæki að styttast, þar til verk-
smiðjan tæki til starfa og full-
trúar þeir, er starfsgreinarfélag-
ið kysi, ef úr stofnun yrði,
þyrftu góðan tíma til þess að
kynna sér launa og kjaramál.
Ég vona, að ljóst sé af fram-
angreindu:
Að ISAL hefir að sjálfsögðu
ekki í hyggju að stofna starfs-
mannafélag. Slíkt er mál starfs-
manna einna.
Að það kom skýrt fram, að
eðlilegt væri, að starfsmannafé-
lagið leitaði til verkalýðssamtak
anna.
Að hugmyndin um starfsgrein-
arfélagið er í samræmi við sam-
þykkt A.S.f. á 26. þingi þess.
Þessi athugasemd er send dag
blöðum og útvarpi með ósk um
hirtingu.
Reykjavík 30. maí 1968,
Ragnar Halldórsson.
Fréttatilkynning frá ASÍ
Á fundi miðstjórnar Alþýðu-
sambands íslands í dag 30. maí
var eftirfarandi ályktun sam-
þykkt með atkvæðum allra við-
staddra miðstjórnarmanna:
„í tilefni af tilraunum forráða
manna íslenzka Álfélagsins h.f.
Framh. á bls. 23
STAKSTEIIVAR
Fjölbreyttari
atvinnuvegir
f „Suðurlandi", sem nýlega
kom út, er í forystugrein fjall-
að um virkjun stórfljóta og
nauðsyn fjölbreyttari atvinnu-
hátta hér á landi, þar segir m.a.:
„Það ber að halda áfram að
virkja fallvötnin. Þegar þeirri
virkjun, sem nú er unnið að við
Þjórsá, er lokið, er æskilegt að
byrja strax á nýrri virkjun í
Tungnárkrók eða annars staðar
á Vatnasvæði Þjórsár. Um leið
og haldið er áfram virkjunar-
framkvæmdum verður nýr aðili
að vera fyrir hendi sem er til-
búinn að greiða fyrir orkuna
það verð sem þarf til þess að
greiða virkjunina á hæfilegum
tíma. Þannig var fyrir því séð
með Álsamningnum að Álverk-
smiðjan greiði að fullu virkjun-
arkostnað við fyrstu stórvirkjun
í Þjórsá. Lán þau sem tekin eru
til þessarar virkjunar verða því
ekki baggi á íslenzku þjóðinni
þar sem Álverksmiðjan greiðir *
stofnkostnaðinn að fullu“.
Og síðar segir:
„f athugun er í samráði við
erlenda aðila að koma upp sjó-
efnaverksmiðju hér á landi. Ef
það gæti orðið að veruleika væri
líklegt að þessi verksmiðja gæti
veitt um 500—600 manns at-
vinnu. Slík verksmiðja mundi
þurfa mikla raforku og þannig
greiða næstu framhaldsvirkjun
í Þjórsá.
Ýmislegt fleira er til athugun-
ar í sambandi við nýjan iðnað
sem á islenzkan mælikvarða
mætti telja til stórframkvæmda.
Má þar nefna vinnslu biksteins
og útflutning á honum, ennfrem
ur vinnslu í margskonar efna-
iðnaði sem er í athugun á veg-
um ríkisstjórnarinnar.
Aldrei hefir verið unnið eins
vel að því að tryggja landsmönn
um örugga atvinnu eins og nú-
verandi ríkisstjórn gerir“.
Kaupfélögin
aðþrengd
í síðasta tölublaði „fsleudings**
á Akureyri er fjallað um erfið-
leika samvinnuhreyfingarinnar
í forystugrein og segir þar m.a.:
„Það er alkunna, að áratugum
saman hefur Framsóknarflokkur
inn hreiðrað um sig inni í hinum
mikla samvinnuhring lands-
manna. Afleiðingin hefur orðið
sú, að pólitískir hagsmunir
flokksins hafa oft ráðið jpiklu
um rekstur hringsins, en við-
skiptaleg sjónarmið hafa orðið að
víkja. Þetta hefur fremur en
ella komið að sök, vegna þess,
að Framsóknarflokkurinn hefur
ekki fylgzt með tímanum. Og á M
því óminnisástandi virðist eng-
in breyting vera sjáanleg enn
sem komið er.
Það er því hætt við, að sam-
vinnufyrirtækin sigli áfram á
ógæfuhliðina ,ef hinum pólitísku
tökum Framsóknarflokksins
verður ekki hnekkt í náinni
framtíð. Samvinnufyrirtæki
landsmanna verða að hefja sig
upp úr þeirri eymd, sem Fram-
sóknarflokkurinn hefur búið
þeim, ef það er virkilega vilji
þeirra, að standast kröfur tím-
ans. Um það er ekki ástæða til
að efast, enda væri þá illa farið,
ef þorrinn væri vilji lands-
manna til að halda samvinnu-
rekstrinum uppi, þótt svo hafi <
til tekizt, sem raun ber vitni.
Sem verzlunar- og þjónustufyrir
tæki eru samvinnufélögin ákaf-
lega mikilvæg. Það er því al-
ger nauðsyn, að þau aðlagi sig
nýjum tímum og hefji upp merk
ið á ný með því að rifta hinuni
óformlegu tengslum við Fram-
sóknarflokkinn og láti þar með
viðskiptasjónarmið ráða í rekstr
inum, en ekki framapot garnal-
dags pólitíkusa“.