Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1®68.
23
Herra ritstjóri.
I MORGUNBLAÐINU 15. maí
birti tónlistargagnrýnandi yðar
umsögn og leikdóm um óperett-
una Brosandi land, sem nú er
sýnd í Þjóðleikhúsinu. Ég 'er
mjög ósammála tónlistarsérfræð
ingi yðar varðandi veigamikil
atriði í nefndri grein um söng-
leik þennan og leyfi mér hér
með að tilfæra orðrétt eftirfar-
andi fró'ðleikskorn greinarhöf-
undar:
„Brosandi land er óperetta af
léttvægasta tagi, þessháttar verk
efni, sem eiginlega er ekki boð-
legt til sýningar í ríkisstyrktu
leikhúsi." Á öðrum stað segir
svo: „Hér virtist eiga að fylla í
eyður verðleikanna hjá verkinu
sjálfu, með íburði í leiktjöldum
og búningum." — Og enn: „List-
rænt gildi Brosandl lands, bæði
texta og tónlistar, er í algeru
lágmarki, sú tegund af rómantík,
sem hér ræður ríkjum, finnur
víðast hvar lítinn hljómgrunn
nú á tímum.“ Og enn segir hann:
„Helzta leiðin til að endurlífga
söngleik af þessu tagi, ef það er
annars ómaksins vert, mun vera
sú að endursemja hann að veru-
legu leyti ...... skafa af hon-
um mygluskánina."
Svo mörg eru þau „gullkorn"
og mikil er þolinmæ'ði blaða-
pappírsins að taka við slíkri
prentsvertu. Hvers á saklaus al-
menningur að gjalda ef hann á
að trúa slíkri fræðslu? Það sem
tónlistarsérfræðihgurinn ber hér
á borð er alrangt. Það er alls
engin hneysa að sýna þetta veÆ
í ríkisstyrktu leikhúsi, enda er
söngleikur þessi fluttur víða um
heim í slíkum leikhúsum, ég
minnist þess t.d. að hafa heyrt
hann í ríkisóperunni í Wiesbad-
en, sem ekki er talið ómerkilegt
leikhús. Allt tal greinarhöfundar
um ,,eyður verðleikanna“ hjá
verkinu og lágmark listgildis
sýnir aðeins a'ð hér hlýtur að
vera um einkamat hans sjálf?
að ræða, en að öðru leyti utan
við raunveruleikann. Dómsofð
greinarhöfundar um að róman-
tík verksins finni víðasthvar
engan hljómgrunn, er algjörlega
út í hött, hér veit hann ekkert
hvað hann er að tala um. Sem
betur fer er rómantík ekki enn
útdauð í álfu vorri, þrátt fyrir
góðan vilja ýmissa spekinga.
Auk þess væri réttara að glæða
rómantíska vitund ungs fólks
hér, en gera hana að athlægi.
Höfundur verks þess er hér
um ræ'ðir, Franz Lehar, fæddist
í Ungverjalandi árið 1870. í æð»
um hans rann ungverskt, þýzkt
og franskt blóð, hann var mjög
gáfaður maður og honum hlotn-
aðist sú gæfa að semja tónlist,
sem hrifið hefur milljónir
manna um heim allan. Lagið
„Hjarta mitt átt þú ein“ úr Bros-
andi landi, er enn í dag sungið
um alla álfuna og fjöl-
mörg önnur lög úr verkum hans
eru heimsþekkt og lifa enn góðu
lífi. í verkum Lehárs gætir ekki
neinnar háðsgagnrýni á samtím-
ann, verk hans þjóna þeim til-
gangi meðal annars að gera
mönnum stundir skemmtilegar.
Hann skóp sinn eigin tónstíl,
sem öðrum hefur ekki tekizt að
stæla. Þa'ð er algjör misskiln-
ingur að halda þvi fram, að tón-
list hans sé léttvæg, hún á sér
djúpar rætur í tónlistarmenn-
ingu Evrópu, stundum minnir
hún jafnvel á Wagner, hvað
snertir leiðsögumótiv. En fyrst
og síðast er hún ef til vill nokk-
urs konar skuggsjá þeirrar sið-
fágunar, sem eitt sinn réði ríkj-
um í Evrópu og náði að sjálf-
sögðu líka til íslands.
Brosandi land var frumflutt i
Wien árið 1023, og hét þá „Gula
kápan“ en síðar í Berlín 1920
með núverandi nafni. Það er
óþarft að rekja hér efnið, en ég
vil leyfa mér að benda á eftir-
farandi setningu úr leikskrá
Þjóðleikhússins: ,,Nafn Franz
Lehars er tengt þeim tíma og
heimi, þegar jafnvel áhyggjurn-
ar voru umvafðar þokka. Auð-
vitað ófullkomin mynd, en við
lítum samt til hennar með sökn-
uði, líkt og Stefán Zweig".
Franz Lehar var fáum árum
yngri en Jón Laxdal og nokkru
eldri en Sigfús Einarsson. Þess-
ir landar okkar skópu líka fagr-
ar tónsmíðar, er við kunnum
kannski enn betur að meta, eft-
ir því sem árin líða. Þeirra list
er líka sprottin úr rómantískum
jarðvegi. Hver myndi leyfa sér
að lýsa tónsmíðum þeirra þann-
ig að „skafa þyrfti af þeim
mygluskánina".
Þrátt fyrir marga neikvæða
leikdóma, stendur leikhús- og
tónlistarlíf á íslandi á töluvert
háu stigi mfðað við allar aðstæð-
ur. Það má að öllu finna, en
það er beinlínis skaðlegt bæði
menningarlega séð og fjárhags-
lega, að rakka niður það sem vel
er gert, eða að minnsta kosti
reynt er vel að gera. Ég vil leyfa
mér að hvetja sem flesta til að
sjá Brosandi land, og njóta hins
hrífandi söngs frábærra lista-
manna, með því þökkum við
Þjó'ðleikhúsinu fyrir að hafa
flutt verkið.
Að sjálfsögðu er ég þeirrar
skoðunar, að Þjóðleikhúsinu beri
jafnframt skylda til að
flytja okkur önnur veigameirj
verk, og vil ég í þessu sam-
bandi minna á þá ábendingu,
sem leikdómari í einu dagblað-
anna hér kom með, að rétt væri
að Þjóðleikhúsið flytti „Hollend-
inginn fljúgandi" eftir Wagner
við fyrsta tækifæri. Verk þetta,
sem er bæði stórbrotið og fag-
urt myndi án efa falla okkur ís-
lendingum vel í ge'ð. Bezt værj
að flytja það sem mest með ís-
lenzkum listamönnum.
Ingólfur Þorsteinsson.
- ÍSAL
Framh. af bls. 23
til að stofna stéttarfélag innan
fyrirtækisina í Straumsvík álykt
ar miðstjóm Alþýðusambands fs-
lands eftirfarandi:
Alþýðusamband íslands lýsir
sérstakri undrun sinni yfir því
að forráðamenn ÍSALS h.f. skuli
hafa hafið tilraun til að stofna
stéttarfélag innan fyrirtækisins
og gengið þar með algerlega í
berhögg við þær venjur og regl-
ur, sem myndast hafa á Islandi
um viðskipti launþega og at-
vinnurekenda.
Skal það tekið fram, að gefnu
tilefni, að innan Alþýðusam-
bandsins hefur aldrei verið gexð
sérstök samþýkkt um að byggja
heildarsamtökin upp á þeim
grundvelli, að verkalýðsfélag
skuli starfa í hverju einstöku
fyrirtæki, hvað þá heldur að sú
skoðun hafi nokkru sinni verið
ráðandi, að atvinnurekendur
ættu að blanda sér í innri mál-
efni verkalýðssamtakanna, held-
ur þvert á móti, að þeir eigi
ekki að gera það. Svo ráðandi
skoðun hefur þetta verið meðal
fslendinga, að í íslenzkum lögum
er ákvæði, sem leggur bann við
því, að atvinnurekendur reyni
að hafa áhrif á stjómmálaskoð-
anir starfsmanna sinna eða af»
skipti af stéttarfélagsmálum
þeirra.
Miðstjórnin lýsir yfir, að ís-
lenzk verkalýðshreyfing mun
ekki líða tilraunir atvinnurek-
enda til afskipta af stéttaréflags-
málum verkafólks af því tagi,
sem nú hefur komjð fram af
hálfu forráðamanna ÍSALs h.f.
Alþýðusambandið heitir þeim
sambandsfélögum sínum, sem
samningsaðild eiga á starfssvæði
ÍSALs, fullum stuðningi til við-
urkenningar á óskoruðum
rétti þeirra til samninga við
ÍSAL h.f. um kaup og kjör
verkafólks."
Sporimerkjum
stolið
SPARIMERKJUM að upphæð 24.
000 krónur var stolið úr skrif-
stofu Landhelgisgæzlunnar í Ána
naustum í fyrrinótt. Brauzt þjóf
urinn inn í birgðageymslu Land-
helgisgæzlunnar á neðstu hæð og
fór þaðan upp í skrifstofuna, sem
er á næstu hæð fyrir ofan.
-------------- f
- HTALIA
Framh. af bls. 1
hlutastjórnar, en þeir hafa að-
eins fáeina fulltrúa á þingi.
Hinn gamalreyndi stjórnmála-
maður Pietro Nenni, lagð-
ist gegn því að stjórn flokksins
gerði samþykktina. Hann varaði
við því að flokkurinn drægi sig
úr stjórnarstarfi og sagði að þá
gæti skapazt svipað ástand á
Ítalíu og nú er í Frakklandi.
SÍÐUSTU FRÉTTIR:
ítalsiki kommúnistaflokkur-
inn hvatti í dag til voldugra
mótmælaaðgerða í öllum
um til stuðnings frönsku þjóð
myndum til stuðnings frönsku
þjóðinni að sögn AP. Þessi
hvatning getur haft alvarleg
áhrif á stjórnmálaástandið á
Italíu, sem er ótryggt vegna
samþykktar stjórnar Nenni-
sósíalista um að slíta stjórnar
samvinnunni vegna ósigursins
í kosningunum, en kommún-
istar juku þá mjög fylgi sitt.
Óttazt er að vandræðaástand
ið í Frakklandi breiðist nú út
til ftalíu, þar sem þegar hef-
ur komið til mikilla stúdenta
óeirða. Stúdentar tilkynntu í
dag að þeir mundu leita eftir
stuðningi verkamanna við bar
áttu svipaða þeirri og háð hef
ur verið í Frakklandi.
I ---------------
— ÆskulÝðsstarfsemi
Framh: af bls. 32
og 6. bekk barnaskólanna. Á
þessum námskeiðum eru greidd
þátttökugjöld. Námskeiðin verða
auglýst á næstunni, hefst fyrra
námskeiðið í júní og stendur í
4 vikur. Námskeið þesei eru
þrenns konar, íþróttanámskeið,
en í fyrra tóku 14-1500 börn
þátt í þeim, matreiðslunám-
skeið, þar sem þátttakend-
ur voru 45 árið 1967 og sund-
námskeið fyrir 7 ára og eldri, en
á síðasta ári voru þátttakendur
í þeim 900-1000.
Þá er Reykjavikurborg aðili
að sumarbúðum fyrir börn í
sveit, en þar rúmast um 3000
börn.
Geir Hallgrímsson, borgar
stjóri, kvað framangreinda starf
semi miðast við börn og ungl-
inga yngri en 16 ára. Um vinnu-
horfur fyrir unglinga eldri en
16 ára og að 21 árs aldri, sagði
hann, að samkvæmt upplýsing-
um Ráðningarskrifstofu Reykja-
víkurborgar, hefðu 151 ungling-
ur á þessum aldri leitað til
skrifstofimnar um fyrirgreiðslu
varðandi vinnu á þessu sumri.
Hefðu 78 þegar fengið vinnu, en
73 væru enn á skrá skrifstofunn
ar. Kvað borgarstjóri líklegt, að
enn ættu unglingar eftir að leita
til skrifstofunnar, þar sem skól-
um væri ekki öllum lokið.
Myndi borgin gera það, sem
henni væri fært innan ramma
fjárhagsáætlunar til þess að út-
vega þeim vinnu, sem enn væru
atvinnulausir.
- FAKUR
Framh. af bls. 17
og er þá skemmst að minnast
ferðar Fáks á fjórðungsmótið að
Heliu í fyrra, en um hana var
sagt, að aldrei hafi fjölmennari
hópur riðið um Suðurland, nema
ef kynni að hafa verið á Sturl-
ungaöld. í vor hafa verið farnar
nokkrar hópferðir, enn fjölmenn
ari en í fyrra, og hafa þær allar
tekizt mjög vel. Þá hefur Fák-
ur sent félagsmönnum prentaða
áætlun yfir sumarferðir, allt
frá „næturferð um Mosfells-
heiði“ í 5-7 daga „sumarleyfis-
ferð“ í Borgarfjörð. f sambandi
við þessar ferðir sýndi stjórn
Fáks fréttamönnum herforingja-
ráðskort af nágrenni Reykjavík-
ur, Hengilskortið , sem félagið
hefur látið prenta á helztu reið-
leiðir og áningastaði, og geta
hestamenn fengið kortið í skrif-
stofu félagsins. Er það mjög mik
il hjálp fyrir þá sem lítt eru
vanir hestaferðum.
Fákur á í miklum erfiðleikum
með hestahald og svæði fyr-
ir hestamót og keppnir. Fyrir
14 árum var félaginu tryggð að-
staða á skeiðvellinum við Elliða-
ár samkvæmt bókun þáverandi
bæjarstjórnar Reykjavíkur, en
nú verður félagið að víkja það-
an. Er óvíst hvort unnt verð-
ur að halda fleiri keppnir þar,
því verið er að skerða landrými
félagsins. Þegar ákveðið var að
flytja félagsstarfsemina, var
Fáki úthlutað landrými ofar við
Elliðaárnar en ekkert er unnt
að gera á því svæði fyrr en ráð
stafanir hafa verið gerðar til að
draga úr flóðahættunni. í vatna
vöxtunum í vetur lá allt skeið-
vallarsvæðið nýja undir vatni.
Sveinbjörn Dagfinnsson sagð-
ist ekki sjá nein rök fyxir því að
færa félagsstarfsemina úr fyrir
þéttbýlið. Erlendis væri hestafé
lögum veitt aðstaða innan borg
armarka, og ætti þess ekki síð-
ur að vera kostur hér. Hinsveg-
ar vantaði að sjálfsögðu reið-
vegi út úr þéttbýlinu, svo hesta
menn þyrftu ekki að ríða um
helztu akvegina. Þrátt fyrir í-
trekuð tilmæli stjórnar Fáks til
yfirvalda vegamála ríkis og
borgar, eru reiðvegir í rauninni
ekki til, og skapar því árleg
fjölgun hestamanna aukna hættu
í umferðinni. Þarf þó ekki stór-
virkar framkvæmdir til að ryðja
hestamönnum braut utan þjóð-
vega. -
Tillitsleysi.
Nokkuð hefur verið ritað að
undanförnu og rætt um hesta-
menn í umferðinni, og er þá
venjulega hestamönnum gefin
sök á því sem illa fer. Benti
stjórn Fáks á fjölmörg dæmi
þess að ökumenn sýna hesta-
mönnum tillitsleysi, þótt flestir
séu þolinmóðir og viti, að þótt
hestamenn séu allir af vilja gerð
ir, eigi þeir ekki alltaf hægt um
vik. Það er talað um að allir
eigi að brosa í umferðinni, og
á þetta ekki hvað sízt við
ökumenn, sem mæta hestamönn-
um á vegum úti.
í Fák eru nú um 700 félags-
bundnir hestamenn, en auk
þeirra er mikill fjöldi manns
tengdur félaginu, unglingar, eig
inkonur og fjölskyldur félags-
manna. Hér í höfuðborginni má
gera ráð fyrir að um 1.500 hest-
ar séu á fóðrum, svo greinilegt
er að gera verður ráðstafanir til
að tryggja öllum þessum hesta-
mannafjölda aðstöðu til að
stunda hina göfugu rþrótt sína
áhættulítið.
HEIMDALLUR
HEIMDALLUR
Op/ð hús í kvöld frá klukkan 8,30 —
FÉLACSHEIMILISNEFND.