Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1968.
— Hesthúsin
Framh. af bls. 11
kemba og séð hvað hestunum
virðist umgengni unglinganna
að skapi. Ef hann vissi hvað
sterk vináttubönd þarna skap-
ast. Ég vil ekki trúa því á þenn-
an mann, þótt skrif hans séu
ekki traustvekjandi, að hann í
rauninni vilji vinna að því að
þessi bönd slitni við sláturhús-
dyrnar. Vilji skapa sér æfilanga
óvild þess fólks, sem hann veg-
ur að og veita því áverka, sem
ekki grær.
Byggingarvörur
á gamla verðinu
Japanskar gæðaveggflísar og mosaik.
Sænskar vinylgólfflísar 161/— ferm.
Korkparkett og lím fyrir parkett.
Gólflisti, grár, gulur, svartur, 3 breidd.
Plastveggfóður, vestur-þýzk gæðavara,
með frauðplasti á baki, þolir þvott og
harða viðkomu. Sparar fínpússningu og
málningu. Þetta veggfóður er sjálfkjörið
til að gera eldri íbúðir sem nýjar, ef
vaneinangraðar.
Heugafelt hollenzku dýrahárs teppaflísar.
Corkoustic armstrong hvítar hljóðein-
angrunarplötur og plötulím.
Snowcem á grunna, 25 og 50 kg. pakning.
Undirlagskorkur í plötum 2.5 og 4 mm.
Gaddavírslykkjur 1W’ fyrir múrhúðun
Profil harðtex á loft og veggi 4x9 fet.
Armstrong lím fyrir tréparkett
Armstrong lím fyrir mosaik og veggflísar.
Armstrong lím fyrir veggfóður.
Plast sorptunnr með áföstu loki, óbrjótan-
legar, þola sýrur: Hentugar fyrir sumar-
bústaði, spítala, gistihús, verksmiðjur,
þrifalegar og laglegar.
BY GGINGAR VÖRUVERZLUN
Þ. Þorgnmsson & Co.
Suðurlandsbraut 6, sími 38640 (3 línur).
Hinn mæti maður Ásgeir Ein-
arsson, dýralæknir, lauk lofs-
orði á hesthúsin, bæði við mig
og aðra, er hann kom í þau.
Enda munu fá búpeningshús
hafa verið byggð á landinu
betri en þessi, eða umgengni og
umhirða verið í betra lagi.
Stefnt hefur verið að því, að
þessi hús og umgengni við þau
yrðu öðrum til fyrirmyndar.
Við Gisli og hesthúsfélagarn-
ir vorum ekki síður þakklátir
greinarhöfundi en öðrum, sem
studdu mál okkar og sýndu
skilning beiðni okkar um hest-
húslóðina. En það hrundu held-
ur perlurnar og djásnin af góð-
vild og fyrirgreiðsiu greinarhöf
undar, er hann segir nú að
hann cg þeir Framsóknarmenn í
borgarstjórn hafi alltaf verið á
móti okkur. Maður hefur kynnzt
ýmsu, en svona óheilindi eru
því sem betur fer fátíð.
Ég bið afsökunar þá, sem ég
hef sagt, að greinarhöfundur
hafi sýnt okkur hesthúseigend-
unum velvild og skilning og
lagt sitt til a'ð við fengjum já-
kvætt svar við beiðni okkar hjá
ráðarrönnum borgarinnar, Hann
segir r>ú, eins og grein hans ber,
að iiann hafi alltaf verið á
móti.
Þetta er svo sem ekki fyrsta
ástæðulausa árásin, sem gerð
hefur verið á hesthúsahverfi
okkar. Er fyrsta móðursýkis-
kastið kom um, að við menguð-
um vatnið í Elliðaánum með
veru hesta okkar þarna, snér-
um við okkur strax til rétts að-
ila, borgarlæknis, og báðum
hann um að gerð yrði rannsókn
á vatninu móts við hesthús okk-
Múrari
getur bætt við sig verkefnum úti á landi.
Tilboð sendist Mbi. merkt: „Vandvirkur — 8984“.
Verzlanir okkar verða lokaðar
laugardaginn 1. júní vegna jarðarfarar.
VOUGE, Skólavörðustíg 12,
Laugavegi 11, Háaleitisbraut 58—60,
Strandgötu 9, Hafnarfirði.
Telpnakápur
Nýjar gerðir. Verð frá kr. 855.
Mdye
U búðin
Laugavegi 31 — Sími 12815.
Nestispakkar
í ferðatagið
Látið okkur annast um ferðanestið.
Nestispakkar fyrir starfshópa og einstaklinga.
Pér veljið rcttina, við útbúum matinn.
Kjötbúrið
Háaleitisbraut 58—60, Miðbæ, sími 37140.
Orðsending til lesenda
Vegno ágreinings við Prent-
smiðju Þjóðviljans kemur
blaðið ekki út í dag. -
Blaðið kemur út nk. föstudag
og kostar þá aðeins kr. 10,oo
HAUKAR
Nýtt fréttablaö.
ar til að fá úr því skorið hvort
þessi árás hefði við rök að
styðiast.
Borgarlæknir brást vel við
beiðni okkar og lét framkvæma
athugun á vatninu og leiddi sú
athugun í ljós að engin meng-
un var í ánum frá hesthúsunum.
Var nú kyrrt um hríð. Næst bar
það við að nokkur laxaseiði
fundust dauð í lækjarlænu rétt
neðan við efribrúna á ánum. f
sambandi við dauða þeirra var
hesthúsanna getið sem hugsan-
lega orsök, en þó farið að með
nokkurri hógværð í þetta sinn.
Rannsókn kunnáttumanna
leiddi dauðaorsökina í ljós og
jafnframt að hesthúsin voru
ekki skaðvaldurinn.
Varð nú aftur hlé, þótt sögur
gengju um að róið væri bak við
tjöldin. Það kom sem sé nýr
brotlegur aðili frám á sjónar-
sviðið, sem virtist eftir þeim sög
um, sem maður komst ekki hjá
að heyra, að væri enn verri en
hesthúsin. Hver var þessi skað-
valdur? Það voru framkvæmdir
borgarinnar við Elliðaárósa.
Þessi skaðvaldur var svo ægi-
legur, að sagt var að hann mundi
ganga alveg milli bols og höf-
uðs á laxinum í Elliðaánum og
laxaræktinni. Vopnin, sem þessi
skaðvaldur beitti við laxinn, var
olía, sement og ryð og vel má
vera að þau hafi verið fleiri,
þótt þetta væri oftast nefnt í
sögunum sem um þetta gengu.
Þetta var kannað og reyndist
líka ósatt með öllu, að mér er
sagt, eins og með mengunina frá
hesthúsunum.
Hesthúsin voru í nokkru vari
meðan þessi ósköp gengu yfir,
en nú er kominn tími til nýrra
árása á þau. Tíminn er valinn
sennilega með tilliti til hinna
miklu flóða í ánum í vetur, sem
gætu hafa valdið því að meng-
un væri í vatninu, og því til-
valið að reyna að beina orsök
hennar að hesthúsunum.
Við höfum sýnt þolinmæði i
von um að þeir, sem fyrir þess-
um endurteknu árásum standa,
vitkuðust og hættu þessu, reynd
ust vera þær samfélagsverur að
skilja, að engin ein íþrótt á all-
an rétt en aðrar engan. Við höf
um ekki svarað þessum árásum
öðru cn því að láta kanna, er
þær komu fram, hvert nokkur
fótur væri fyrir því, sem á okk-
ur hefur verið borið, af réttum
aðilum og látið við það sitja, en
nú er ekki lengur hægt að kom-
ast hiá því að taka til máls.
Sjálfsagt er að laxveiðimenn,
njóti allrar eðlilegrar fyrir-
greiðslu og frelsis til að stunda
sína íbrótt í frístundum sínum
þótt í því sporti felist að deyða.
En sú móðursýki að engir aðrir
eigi tilverurétt en þeir, er ein-
um of mikið, og aðdróttanir til
að skaða aðra að ókönnuðu máli
geta ekki verið neinu góðu máli
til framdráttar og allra sízt til
hvatvislegra aðgerða, eins og
umræddur greinarhöfundur legg
ur til. Einhliða áróðurþáttur
sjónvarpsins er mál, sem verð-
ur rætt annarsstaðar.
Ég vil geta þess hér, að oft
hafa ökumenn kvartað yfir því
við mig, að laxveiðimenn, yllu
truflun á umferðinni við Elliða-
árnar menn hreinlega stönzuðu
og gláptu á þá, eða drægju
skyndilega úr hraða. Þá safnað-
ist talsvert af unglingum á
brýrnar og væru á hlaupum yfir
veginn á milli þeirra. Væri þessi
umferðarstaður nógu tafsamur
yfirferðar þótt þetta bættist
ekki við að sumrinu, er umferð
in er þarna mest. Menn þessir
hafa 'átið falla orð um það að
brýn þörf væri á því að banna
laxveiðimönnum að stunda veið-
ar þarna í sjónmáli frá brúnum.
Ætli skilningur á íþróttþeirra
og tillitssemi ráðamanna borgar
innar ráði ekki þar um sem víð-
ar, að þetta hefur enn ekki ver-
ið gert.
Svo að lokum ætli maður sjái
ekki næst kröfu um að stærsta
þorpið í sveit hér á landi „Sel-
foss“, verið rifið til að það ami
ekki laxveiðimönnum og mengi
ekki vatnið í ölfusá.
Reykjavík 27. mai 1968.
KrLstmundur J. Sigurðsson.