Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ lfl®8. 11 Við hesthúsin. Kristmundur /. Sigurðsson: Tilefnislaus árás á hest- húsin við Elliðaár Þriðjiidaginn 21. maí s.l. birtist 1 dagblaðinu Tíminn grein eftir Krisiján Benediktsson borgar- fulltrúa Framsóknarflokksins. Vakti grein þessu undrun og reiði margra, vegna ófétislegrar afstöðu í garð hestamanna. Þe«i langbundur, á víst að vera einhvers konar óður til Ell- iðaánna, þótt annar sé tilgangur inn og skíni svo að segja í hverri línu í úlfshárin. Greinar- höfundur notar hástemt orðalag í lýsingum sínum á Elliðaánum, kallar þær perlu og djásn, sem engin borg í heiminum geti stært sig af, eða geti jafnast á við. Ekki þarf að efast um að hann sé fær um að kveða upp þennnn úrskurð, eða að hann geti stutt þessa fullyrðingu, trú anlegum rökum. En rétt siðar í greininni, virðist óðUrinn liggja til ýmsra átta, því þar er heslon og djásnir orðið að stórhættulegu beljandi fljóti sem gæta þarf sérstakrar varúðar við. Ekki þarf því lengi að leita til þess að sjá hvert stefnt er, að óðurinn til Elliðaánna, er fyrst og fremst árás á hestamennsk- una, þá göfugu íþrótt, og reyna að finna sér tilefni til nöldurs og ádeilna á ráðamenn borgar- innar, reyna að særa þá til að- gerða að órannsökuðu máli, sem þeir hlytu óvinsældir af. Ráðist er fyrst að hagsmunum þeirra, sem byggt hafa sem einstakling- ar yfir hesta sína í nágrenni borgarinnar, í trausti þess að þar sé hópurinn minnstur og garðurinn lægstur, sem á er ráð- ist. Þó er drepið á hesthúsbygg- ingar Hestamannafélagsins Fáks og sagt að þau hefðu átt að byggjast lengra utan við borg- ina, en hvað langt utan við hana er ekki sagt Ekki hefði verið afleitt, ef þau hefðu verið byggð það langt frá borginni, að hægt hefði ferið að krefjast að þau væru rifin, vegna hugsanlegrar mengunar á neyzluvatni borgar- búa. Þar sem þessu er ekki svo farið, er gætt nokkrar hófsemi í krófum gagnvart Fáki, ogmeira að segja látið í það skína að hestli úsbyggingar Fáks við Skeiðvöllinn, kunni að verða þar eitthvað ennþá. Hestamanna félagið Fákur er forustuaðili hestamanna í Reykjavík, hvort sem þeir hafa byggt hesthús á vegum félagsins eða ekki og flest allir hestamenn félagar í því. Er andvarpinu lýkur yfirhest húsum Fáks og greinarhöfund- ur færist í skrafi sínu lengra upp me‘ð „perlunni og djásninu" færist hann allur í aukana, er hann kemur að hesthúsunum, sem leyft var að byggja á vest- urbakka Elliðaánna, á smá-móa- horni, sem mun ekki hafa verið nýtt til neins frá landnámstíð og getur ekki verið neinum eðlileg um samfélagsverum til ama. Hann nefnir tölu húsanna og bætir við að þeim fjölgi stöð- ugt, þótt honum sé handhægt að fá upplýst hjá borgarverkfræð- ingi, að ekki hafi verið byggt á öllum þeim lóðum, sem látnar voru í té, er hesthúsahverfi þetta var skipulagt og bannað hefur verið að byggja meira á þessnm stað. Tilgangurinn með þessu virð- ist vera eingöngu sá, að vekja sem mesta tortryggni á staðn- um, ef með því mætti betur þjóna þeim tilgangi greinarinn- ar að valda þeim tjóni, sem að er vegið. Hann hrópar „Kórvilla meng- un stóhhættulegt fyrir perl- una og djásnið", eða hið stór- hættulega beljandi fljót Elliða- árnar Stórfelld mengun á vatninu er fullyrt án þess að sú fullyrð- ing «é studd neinum rökum. Framsetningin er á þann veg, að óbeint er látið í það skína, að hún stafi öll frá þessum hús- um, þótt hann hljóti að fylgjast það með í borgarstjórn, að eng- in mengun kom í ljós í ánum móts við hesthúsin, er við báð- um borgarlækni um rannsókn á þessu að gefnu tilefni. Er greinarhöfundur heldur lengra upp með ánum, virðist hann missa tölulegan áhuga fyr ir hesthúsunum, sem byggð hafa verið efst í Elliðaárhólmunum, en fullyrðir að þau séu öll í óleyfi. Af hverju sem það stafar, hrópar hann nú á Kópavogs- kaupstað til aðstoðar við niður- rifið. Vegna rýtingsstungunnar í bak okkar, sem byggðum hest- húsin 10, sem að er vegið, vil ég drepa á eftirfarandi: Er ég og Gísli Gíslason, verzl unarmaður, vorum að reyna að fá lóð undir hesthús, snérum við okkur til nokkurra manna í borgarstjórn og ræddum málið við þá og báðum þá um aðstoð við beiðni okkar. Þar á meðal var greinarhöf- undur. Hann tók máli mínu vel og bauðst til að styðja umsókn okkar í borgarráði og bið borg- arverkfræðing. Við sóttum um leyfi á öðrum stað en við feng- um að byggja á. Stuttu áður en leyfið var veitt, átti ég símtal við greinarhöfund. Sagði hann mér þá að úr mundi rætast fyrir okkur og við mund- um fá að byggja á umræddum stað. Fann ég ekki annað í því samtali en að hann væri sama sinnis og ég ræddi við hann áður, að hann hefði stutt beiðni okkkar og vorum við hesthús- félagarnir honum mjög þakklát- ir fyrir. Við vorum ekki alltof ánægð- ir með staðinn, en sannfærðumst fljótt um, að staðarvalið var eins og bezt var á kosið. Skammt utan við borgina, en þó útúr, en rétt við þá vegi, sem hestamenn halda sig mest á að vetrinum og minnst er af akandi umferð, og auk þess á móti afnotasvæði hestamanna í framtiðinni, eins og komið hefur fram í blöðum borgarinnar. Eftir þá reynzlu, sem fékkst við flóðin í vetur, bendir margt til, að byggja hefði átt öllhest- húsin upp með ánum að vestan verðu, þar sem gamli árfarveg- urinn, sem liggur fast neðan við hesthús Fáks, varð það vatns- mikili, að hann varð ófær með öllu og veginum, sem farinn er að húsunum skolaði burtu tví- vegis. Hefðu öll húsin verið byggð vestan megin, hefðu flóð- in ekki skapað nein vandræði fyrir hestamennina. Upplagt hefði verið að gera reiðveg með fram ánum að efstu brúnni og niður með þeim að norðanverðu. Þá hefði orðið til gott svæði fyrir roenn að stunda hestaíþrótt ina og verið alveg utan við akanöi umferð. Hesthúsin, sem byggð hafa verið á vestur- bakka Elliðaánna og greinarhöf undur er að afflytja, í von um að geta valdið þeim, sem byggðu þau, tjóni og svift þá og börn þeirra möguleika til að geta stundað þessa skemmtilegu og hollu íþrótt, eru ekki fyrir nein um. Hópurinn, sem tengdur er þessum hesthúsum, er stærri en greinarhöfundur heldur. Ég vil ekki ætla honum svo ómannleg- ar tiifinningar eða svo mikið þekkingarleysi á uppeldisatrið- um, að hann hefði farið út I þennan ófétishátt sem grein hans gefur bendingar um, ef hann hefði vitað af eða séð þann stóra hóp unglinga, sem tengdir eru hesthúseigendunum á þessum stað, og sumir hafa haf ið hestamennsku sína í réttun- um milli húsanna. Ef hann hefði séð þann huggróður góðvildar og skilnings, sem speglast í and litum þeirra við umgengni við hestana og séð þá gefa þeim og Framhald á bls. 24 GBfflSÍSVffl 22 - 24 M0280-32262 LITAVER PLASTIIMO-KORK Mjög vandaður parketgólfdúkur. Verð mjög hagstætt. 8UBSTRAL blómaáburður garðáburður Nú er tíminn til að nota SUBSTRAL. SUBSTRAL blómaáburður fyrir inniblóm. SUBSTRAL garðáburður (HAVEGÖDNING) á úti- blóm, runna, tré og grasfleti. SUBSTRAL er notað með undraverðum árangri um allan heim. Hér, þar sem sumarið er svo stutt, er fuli ástæða til að flýta fyrir þroska gróðursins með SUBSTRAL. ÍSLENZKA VERZLUNARFÉLAGIÐ H. F., SUBSTRAL fæst í öllum blómaverzlunum. Laugavegi 23, sími 19943. íbúð - Vesturbær 4ra—5 herb. íbúð í nýlegu steinhúsi á bezta stað í Vesturbænum til sölu. íbúðin er nýstandsett. Tækifærisverð. Upplýsingar gefnar á Lögfræðiskrifstofu Arnar Clausen og Guðrúnar Erlendsdóttur Barónsstíg 21. BÚSÁHÖLD LAUGAVEGI 59 SlMI 23349

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.