Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1968. 17 Kappreiðar Fáks á hvítasunnu Búixt við harðri keppni í öllum greinum Kolbrún Kristjánsdóttir á happd rættishesti Fáks. Hestamannafélagið Fákur efn ir til árlegra kappreiða sinna á skeiðvellinum við Elliðaár ann- an hvítasunnudag, og hefur þátt taka í keppninni aldrei verið meiri en nú. Alls taka 54 hestar þátt í stökk- og skeiðkeppni, en auk þess koma fram um 12 af mestu gæðingum Reykvíkinga í góðhestakeppni. Keppt verður í fjórum grein- um, 350 og 800 metra stökki, 250 metra skeiði og folahlaupi, og má búast við óvenju harðri keppni að sögn forráðamanna Fáks. Verðlaun eru góð, frá 2.000.- til 8.000.- krónur, auk verðlaunabikara. Veðbanki starf ar á mótinu að vanda, og má búast við mikilli þátttöku móts gesta í veðmálunum, ef dæma skal eftir reynslu undanfarinna ára. Á Hvítasunnumótinu verða til sölu happdrættismiðar Fáks, og er þar aðalvinningur 5 vetra brúnn gæðingur frá Indriðastöð um í Skorradal, undan Roða, sem fékk fyrstu stóðhestaverð- laun á landsmóti hestamannafé- Iaga að Hólum árið 1966. Er þetta viljugur og gangmikill reið hestur. Meðal þátttakendanna í kapp rejðunum eru margir gaml ir kunningjar, sem reynzt hafa sigursælir á fyrri mótum. Ber þar fyrst að nefna Þyt Sveins K. Sveinssonar, sem hefur unnið 800 metra stökkið að undan- förnu, hvar sem hann hefur tek ið þátt í keppni. Nú segja tals- menn Fáks, þeirra á meðal eig- andi Þyts, að keppni verði tvísýn og benda á að í lokaæfingu á þriðjudagskvöld hafi Þytur orð- ið þriðji. í skeiðkeppninni er Hrollur Sigurðar Ólafssonar þekktastur. Hann tók fyrst þátt í skeið- keppninni 1962, og sigraði þá, eins og yfirleitt síðan. Hann er nú 15 vetra og í góðri þjálfun. Samt má hann eiga von á harðri keppni frá Móra Ingólfs Guð- mundssonar frá Meðalfelli í Kjós, Goða Magnúsar Jónsson- ar, sem varð annar í fyrra, og fleiri vökrum gæðingum. Meðal þátttakenda í 350 metra stökki eru Geysir Magnús ar Guðmundssonar og Ölvaldur Sigurðar Tómassonar frá Sól- heimatungu, en þeir hlutu fyrstu og önnur verðlaun í Hvítasunnu keppninni í fyrra. Fleiri fráir stökkhestar koma þarna fram, þeirra á meðal Svalur Halldórs frá Kirkjubæ og tveir hestar Þorkels frá Laugavatni, svo bú ast má við skemmtilegri keppni. I folahlaupi er fátt um þekkta hesta, og erfitt að spá um úrslit, enda eru þessir hestar 6 vetrá og yngri. Þó má nefna Snar- faxa frá Hornafirði, eigandi Inga Valborg Einarsdóttir, Gust úr Ámessýslu, knapi Kolbrún Kristjánsdóttir, og Lýsing Ólafs Markússonar. Þátttakan skiptist þannig að 10 hestar keppa í skeiði, 15 í folahlaupi, 20 í 350 metra stökki, og 9 í 800 metrum. Fyrstu verð- laun eru í skeiði og 350 metr- um kr. 4.000,-, í folahlaupi kr. 2000,- og í 800 metrum kr. 8.000,-. Sigurvegarinn 1 800 metr unum hlýtur auk þess „Björns bikarinn“ , sem kenndur er við Björn heitinn Gunnlaugsson, landskunnan hestamann og fyrr- um stjórnanda Fáks, en sigur- vegari í góðhestakeppni hlýtur Viceroy-bikarinn, sem umboðs- maður Viceroy gefur. Ofangreindar upplýsingar gaf Bergur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Fáks, á fundi, sem stjórn hestamannafélagsins átti á miðvikudag með fréttamönnum Vakti stjórnin þar athygli frétta manna á sívaxandi félagsstarfi Fáks, mikilli fjölgun fé- lagsmanna, og sérstaklega aukn- um áhuga unglinga á hestamenn sku. Félagið rekur reiðskóla ár lega á útmánuðum, og komast færri að en vilja. Flestir nem- endur eru unglingar og eru um 75 við nám í einu. Kennari er Kolbrún Kristjánsdóttir. Sveinbjörn Dagfinnsson, for- maður Fáks, gaf þær upplýs- ingar til dæmis um fjölgun hesta í Reykjavík, að árið 1962 hefðu fóðurdagar í hesthúsum Fáks reiknast 40 þúsund, en á árinu 1967 80 þúsund. Fjölmennar hópferðir. Félagslífið er mjög fjölbreytt, og hefur Fákur efnt til funda- halda og fyrirlestra, haldið marg ar kvöldvökur með myndasýn- ingum og skemmtiatriðum, en myndasýningar frá ferðalögum á hestum eru jafnan mjög vinsæl- ar, og aðsókn mikil. Um langt árabil hefur félagið staðið fyr- ir hópferðum á sumrum, bæði stuttum ferðum um nágrenni höf uðborgarinnar eins og Heiðmerk urférð í fyrra með 200 þátttak- endum, og lengri hópreiðum eins og vel heppnaðri ferð í Þórs- mörk í fyrra. Einnig hafa verið farnar hópreiðir á héraðsmót og fjórðungsmót hestamannafélaga, Framhald á bls. 23. ÞAÐ var auðvitað rétt, sem! Valdimar Kristinsson sagði um daginn, að í tilefni þjóðhátíðar- innar 1974 þarf að vera búið að reisa nokkur nauðsynleg hús, eins og nýtt Stjórnarráðshús, Alþingishús, Bókhlöðu fyrir þjóðargersemar okkar og margt annað af stærri mannvirkjum. Þetta er svo sjálfsagt. En það væri skemmtilegt að vera búið að framkvæma nokk- ur minni atriði, einnig fyrir áð- urnefnd tímamót, sem sum kosta ekkert, en önnur sáralítið. V Með öllum þeim þægindum, sem slíkar stofnanir hafa upp á að bjóða. Ég þekki að vísu ekkj náið nema kartadeildirnar, en þær eru hinar fullkomnustu víða þar sem ég hefi komið í erlendar borgir, nóta beni, sé loftræstingin í lagi, en það er af skiljanlegum ástæðum nokk- urs virði. Að við skulum hafa komizt af, Reykvíkingar, fram að þessu, má eflaust rekja tij þess, hversu menn ferðast mik- ið bílandi, og erum því fljótir milli áfangastaða. Samkvæmt nýjustu rannsókn- um iæknavísindanna, skulu menn aka minna og ganga þeim mun meira. Þessvegna þarf að fjölga umræddum stofnunum í framtíðinni. Þar að auki verður okkur víst ekki lengur forðað frá bjórnum fyrst Pétur Sig- urðsson er kominn í land og hættur að sigla. Sjá menn því hvert stefnir í þessum málum. Sem sagt, 2—3 náðhús fyrir 1974, teiknuð af arkitektum með full réttindi. □ Þegar framkvæmdirnar við Búrfell og Straumsvík eru komn ar þetta vel á veg, verðum við að fara að huga að þeim næstu. Ég legg til, að við byrjum á því að virkja Ásbjörn Ólafsson. Þetta kostar ekkert því Ásbjörn gefur al'lt. Oft hefi ég verið að hugsa um það, af því það opinbera noti ekki mann eins og Ásbjörn, það virðist allt verða að peningum sem hann kemur nærri. T.d. fá hann til þess að leysa vandamál útgerðarinnar.. Það tæki hann dagstund. Ásbjörn hreinlega segði: Látið aðeins fagmenn reka útgerð á íslandi, menn eins og Ingvar og Tryggva. Ásbjörn virðist vera eini stór- kaupmaðurinn á íslandi, sem er aflögufær. Árlega útbýtir hann hundruðum þúsunda, stundum eru það milljónir króna ,til al- menningsheilla. Áður fyrr var Ásbjörn orðað- ur fyrir að vera einn mesti kava- leri rústikana, núna safnar hann og gefur á báða bóga. — Hvernig er með alla hina heild- salana? Það sem Ásbjörn græð- ir á okkur, gefur hann okkur til baka. Þetta er það, sem sam- vinnufélögin predika, en Ás- björn framkvæmir. Nú hljóta allLir hinir heild- salarnir að geta eitthvað, ef þeir legðu saman, og nú kemur til- laga mín: Fyrir 1974 legg ég til, að all- ir heildsalar landsins stofni sjóð og gefi þjóðinni, — ekki 10 millj. heldur 100 milljóna sjóð. Þetta fé fái svo Háskóli íslands til af- nota (þó ekki til þess að byggja annað Háskólabíó). Ég hefi ekki alveg afgreitt Ás- björn ennþá. Magnús fjármála- ráðherra ætti að ráða Ásbjörn nokkra tíma á dag, milli kl. 7— 9 f.h. — áður en hinir koma, þar sem þeir í félagi yfir tebolla, því sterkara veitir Magnús ekki, gætu rætt, hvernig draga mætti úr útgjöldum ríkisins, en þó auka frakvæmdirnar í landinu. Ef nú Magnús vildi heldur nota lögfræðing í svona rabbfundi, sem væri sorgleg útreið á góðri tillögu, mætti nota Ólaf Þor- grímsson, en það yrði ekki grat- is. Að nota ekki meira ídealista eins og Ásbjörn Ólafsson, er fyr ir neðan allar hellur. Nú skulu menn ekki halda, að ég þekki Á. Ól. því fer fjarri, hef aðeins séð hann á götu, — en einnig þar er hann stórkost- legur. 0 Þá kem ég að því, sem menn hafa verið að bíða eftir síðustu aldirnar, — að okkur takist að byggja hús, sem halda vindi og vatni. Þetta er að vísu við- kvæmt mál fyrir mig, en engu að síður nauðsynlegt, að okkur takist það fyrir 1974. Ég sé ekki að Ásbjörn reddi því máli, þó svo hann hefði umboð fyrir ein- hverju undraefni. Þetta er ekki á færi neins arki tekts eða verkfræðings, þarna þarf Rannsóknarstofnun bygg- ingariðnaðarins að koma okkur til hjálpar, þennan höfuðverk verð ur að leysa á vísindalegan hátt, með aðstoð allra þeirra sem að byggingarmálum vinna, og á þeirra kostnað. Eins og nú er pukrast hver í sínu horni, reyna nýjar aðferðir og ný efni, en ekkert kemur að gagni. Húsin leka. Og ástæðan er vankunn- átta okkar, þrátt fyrir rúmlega þúsund ára búsetu í landinu. Menn mega ekki halda, að þetta sé fyrirbæn, sem hvergi þekkist nema á íslandi, fjarri fer því að svo sé. En húsin sjálf batna að öðru leyti, a.m.k. þau, sem arkitektar teikna, en það eru aðeins 10% allra bygginga á íslandi, — en það sorglega er, að þau leka jafnt, sem hinna minni spá- manna. V Listiðnaður er ekki til á ís- landi. Við erum haus og hola á eftir hinum Norðurlandaþjóð- unum í þessum efnum. Örfáir Islendingar virðast vera þeim eiginleikum gæddir, að geta gert eitthvað í þessum efnum, sem vit er í, og þá kvenfólkið helzt. Dæmi: Gerður Helgadóttir í smíði smárra málmhluta, Ás- gerður Búadóttir í vefnaði, og svo konurnar, sem prjóna hyrn- urnar (ekki má gleyma Júlíönu Sveinsd. og hennar snilldarvefn- aði). Um húsgögnin, sem mest eru áberandi alls listiðnaðar, er ekk- ert hægt að segja nema slæmt. Mest er framleitt af rusli. Þar skeður ekkert, þrátt fyrir að við eigum nokkra hæfileikamenn, sem kunna að teikna húsgögn. Þeir eyða tímanum í að teikna plasteldhús. Tillaga mín í þessu máli er því sú, að skipuð verði nefnd, ríki og bæ að kostnaðarlausu, — þar sem kunnáttumenn, bæði framleiðenda og teiknara, leiða saman hesta sína ,og kippi þessu máli í liðinn. Þá þarf jafnframt að endurvekja Listiðnaðarfélag- ið, gefa því allar þær vítamín- sprautur ,sem tiltækar eru. Það er ekki hægt að horfa upp á þetta lengur. Við verðum að við- urkenna, að við erum skussar í þessum efnum, því næst að takast á við vandamálin. Byrja í dag, þá væri eflaust einhver von til þess að við gætum kinnroða- laust haldið hér listiðnaðarsýn- ingu 1974. 0 Það situr í mér ennþá, þó mörg ár séu liðin síðan, þegar faðir minn sendi mér bækur Þórbergs, með frásögnum séra Árna Þórarinssonar jöfnum höndum, sem þær komu út. Fátt þótti mér skemmtilegra að fá til lesturs, nema vera skyldi bók eftir Halldór Laxness. En guð hjálpi mér, — þvílíkur frágang- ur á bókum! Líklega hefur aldrei verið gefin út á íslandi jafngóð lesning í jafn lélegri út- gáfu. Reyndar voru bækurnar, sem ég fékk heftar, en pappír- inn var eins og lélegur blaða- pappír. Mér skilst að svokallað sæmilegt bókband hjá okkur, kosti meira en prentun, pappír og höfundarlaun til samans. Ver- ið getur að ég sé að vaða reyk hvað þetta snertir, en hvað sem því líður þarf bókband að batna stórlega, því það hafa ekki allir efni á því að láta binda inn bæk- ur sínar sérstaklega. Mér skilst, að mikið eigi að gefa út og semja af merkum rit- um fyrir þjóðhátíðina 1974, því væri gaman að bandið á þeim bókum lifði okkur sjálf og næstu afkomendur, þó þeim væri flýtt svolítið. í lokin langar mig til þess að biðja borgarstjórnina okkar um eina fróma ósk. Einnig það mál þarf sinn aðlögunartíma: Burtu með allar sjoppurnar, sem jafnframt hafa svokallað biðskýli. Upphaflega voru þessi skýli ætluð fólki, sem beið eft- ir strætisvögnum. Nú hafa eig- endur þeirra breytt þeim í sam- komustaði unglinga, sem stunda þar pylsuát og drekka gossull. Þau eru sóðaleg innanveggja og alveg óþörf eins og þau nú eru rekin. Öll eru þetta útgjaldalaus mál, nema náðhúsin, sem Reykjavíkurborg vérður að kosta að öllu leyti, því þau heyra ekki undir skólamál, fé- lagsheimili né íþróttahús. Eins og ykkur er eflaust farið að gruna, þá er þetta gjört um borð í Gullfossi, í svítu þeirra Hall- dórs Laxness og Ásbjarnar Ólafssonar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.