Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 32
SSKUR.
Sudurlandsbraut 14 — Sími 38550
FÖSTUDAGUR 31. MAl 1968
AUGLYSIHGAR
SÍMI 22.4.SO
Nauösynjavörur flug-
leiöis til Vopnafjarðar
VopnafirSi, 30. maí.
HÉR hofir nú til vandræða,
ef ekki verður gert eitthvað til
úrbóta hið bráðasta. Skip hefur
ekki komizt með vörur hingað
síðan 28. apríl og því eðlilegt að
skortur á nauðsynjavörum fari
að verða tilfinnanlegur, en hef-
ur þó verið lítill til þessa. Blik-
ur, sem var með 30 lestir af vör
um hingað sneri við á Eskifirði
án þess að geta skilað þeim
Næsta skipsferð úr Reykja-
vík mun vera Esja, er fer það-
an miðvikudaginn 5. júni aust
ur um land.
Vegna þessa ófremda.rástands
hefur KaupféLagið hér akveðið
að freista þess að fá Tryggva
Heligason til þes,s að koma hing
að með vönur á miorgun fré Ak
uneyri. Verða það tilfinnaniieg-
ustu nauðsynj avörur. Fjörður-
inn er nú íislauis, en hratfl er úti
fyrir fjarðarmynninu. Bátiur, er
fór út í Bjarnarey í igær varð
ekki var við nema isjaika á
stangli og Héraðsflóa sögðu béts
verjar algjörlega Lsílausan.
— Fréttaritari.
Þessi mynd var tekin í gærmorgun af hinu nýja varðskipi, Ægi, er það var á reynslusiglingu
skammt utan við Álaborg. Skipið var á siglingu í allan gærdag og var búizt við að það færi
allt upp undir strendur Svíþj óðar. Svo sem myndin ber með sér er Ægir hið glæsilegasta skip,
sem Landhelgisgæzlunni mun verða akkur í, er það hefur gæzlustörf við strendur landsins.
Frá blaðamannafundi borgarstjóra:
Aukin æskulýðsstarfsemi á
vegum borgarinnar í sumar
— i viiirtuskóltim, skólagörðum
i sumarnámskeiðum
og «
REYKJAVÍKURBORG mun
gangast fyrir mikilli æskulýðs-
starfsemi í sumar. Verður að-
staða borgarinnar til þess að
taka á móti unglingum til vinnu
aukin eins og fjárhagur leyfi/,
og stefnt er að því, að þátttaka í
námskeiðum á vegum borgarinn-
ar fyrir börn og unglinga auk-
izt að tilstuðlan borgar-
yfirvalda og munu um 5000 ungl
ingar geta fengið aðstöðu til
vinnu og annars á vegum borg-
arinnar í sumar.
Á fundi borgarstjórans í
Reykjavík, Geirs Hallgrímsson-
ar, með blaðamönnum í gær,
kom fram, að í sumar mun
Reykjavíkurborg gangast fyrir
rekstri vinnuskóla fyrir ungl-
inga, sem fæddir eru á árunum
1953 og 1954. í fyrra tóku 600
unglingar þátt í starfsemi vinnu
skólanna, en í sumar er gert
ráð fvrir, að þar geti verið allt
að 1000 unglingar. Verður skól-
inn tvískiptur, 4 stundir fyrir
hvorn hóp á dag.
Skólagarðar Reykjavíkur
verða starfræktir með svipuðu
móti og áður, þar voru á sið-
asta ári rúmlega 600 börn, en að
því er stefnt, að þar geti
verið allt að 1000 börn.
Gengizt verður fyrir sum-
arnámskeiðum fyrir börn í 4. 5.
Framhald á bls. 23
Vatn til Eyja í júlílok
Einar Eiriksson á Hvalnesi
Einar á Hvalnesi
leitar að gulli
EINAR Eiríksson á Hvalnesi sagði Einar og þeir eru byrj-
er ekki dauður úr öllum æð- aðir að bora — byrjuðu fyrir
um þótt aldurhniginn sé- Við þremur dögum. Enn eru þeir
heyrðum því fleygt í gær, að ekki komnir niður úr granít
hann væri nú að láta bora í
landi sínu eftir gulli og öðr-
um málmum og hefði hann
fengið lánaðan bor frá sænsk-
um jarðfræðingi til þessara
framkvæmda. Mbl. hafði í
gær tal af Einari á Hvalnesi
og spurði hann um þessar
framkvæmdir.
klöppinni, en undir henni
býst ég við að finna guli.
Það virðist enginn hafa trú
á því, að hér finnist gull. Ég
hef rannsakað jarðveginn hér
umhverfis alla mína æfi og
ég virðist vera eini jarðfræð-
ingurinn á landinu, sem hef-
vit á þessu. Þar sem granít
er og gabbró, þar eru málmar
Einar sagði það vera rétt. í jörðu og þessar bergtegund-
Hann hefði fengið bor að láni ir eru hér austur frá. Hér er
frá sænska rannsóknarráðinu, þvi eini möguleikinn að
en hið íslenzka hefði ekki vilj málma sé að finna á íslandi.
að lána sér slíkan bor, þótt — Ég skal segja þér góði
hann hefði beðið þess um minn. Eg get ekki dáið fyrr
mörg undanfarin ár. Einnig en ég veit, hvort þessar auð-
hefðu Svíamir veitt sér styrk lindir eru hér í jörðu, sagði
til þessara rannsókna, sem Einar, hin gamla kempa á
Einar kvað mjög dýrar. Hvalnesi um leið og við kvödd
— Þetta er demantsbor, um hann.
SAMKVÆMT upplýsingum
Magnúsar Magnússonar, bæjar-
stjóra í Vestmannaeyjum, verð-
ur byrjað að leggja vatnsveitu
í Vestmannaeyjarkaupstað þegar
eftir hvítasunnu og verið er nr
um þessar mundir að hefja fram
kvæmdir við dælustöðvarbygg-
ingu í landi. Hinn 13. júli næst
komandi er siðan væntanlegt til
landsins skip með leiðsluna, en
hún verður lögð dagana 18. til
20. júlí.
Þar með munu Vestmannaey
ingar þegar fá vatn, þótt í tak-
mörkuðu magni verði fyrst um
sinn, eða unz dælustöðin verður
starfhæf að sumri. Með þessu er
leyst margra alda vandamál
Vestmannaeyinga, sem lengstum
hafa átt í erfiðleikum vegna
skorts á fersku vatni.
Var bjarg-
að frá
drukknun
MAÐURINN, sem var bjarg-
að úr Reykjavíkurhöfn í
fyrradag rankaði fljótlega
við sér eftir að búið var að
koma honum upp á bryggju.
Maðurinn var dauðadrukk-
inn og með vínflösku innan á
sér. Eins og sagt var frá í
Mbl. í gær var manninum
bjargað af skipverja á Sæ-
finni, Ingólfi Karlssyni,
Hraunbæ 168.
Ingólfur sagði í viðtali við
Mbl. í gær, að þeir á Sæ-
finni hefðu verið að færa bát
inn eftir löndun og þá hefðu
þeir tekið eftir manninum á
floti í sjónum. Virtist hann
þá lífvana. Ingólfur stakk
sér hið snarasta í sjóinn og
bjargaði manninum. Þegar
búið var að koma manninum
upp á bryggju rankaði hann
fljótlega við sér og fór lög-
reglan með hann í Slysavarð
stofuna. Ingólfur sagði að eng
inn hefði vitað hvar eða
hvenær maðurinn féll í sjó-
inn.
Fullvíst er að snarræði Ing
ólfs bjargaði manninum frá
drukknun.
Erfiiur
íslands
rekstur Flugfélags
síðastliðið ár
— en þotan og Friendship-
vélarnar skila góðum árangri
REKSTUR Flugfélags Islands gekk erfiðlega síðastliðið ár og var
rekstrarhalli félagsins 22.8 milljónir; en þá hafði verið afskrifað af
eignum félagsins um 41. 7 milljón krónur. A hálfsársrekstri Gull-
faxa, þotu félagsins varð þó lítill sem enginn halli og sama er að
segja um rekstur Friendship-flugvélanna. Stafar tapið því af rekstri
hinna gömlu flugvéla, sem nú er sem óðast verið að taka úr um-
ferð. Flugfélagið hefur átt i nokkrum erfiðleikum með að standa
við fjárhagsskuldbindingar sínar, einkum vegna þess, að gömlu vél-
arnar hafa ekki selzt Á aðalfundi Fí í gær var einróma samþykkt
áskorun á ríkisstjórnina að leyfa rekstur Gullfaxa frá Reykjavíkur-
flugvelli.
Aðalfundur Flugfélags fslands I Hótel Sögu. Formaður félags-
var haldinn í dag í Átthagasal I stjórnar, Birgir Kjaran, setti fund
inn og skipaði Magnús Brynjólfs-
son fundarstjóra. Fundarritari
var Jakob Frímannsson.
Áður en gengið var til dag-
skrár minntist Örn O. Johnson
forstjóri, Jóhanns Gíslasonar
deildarstjóra, sem lézt 9. þ.m.
Formaður stjórnar Flugfélags
íslands, Birgir Kjaran, tók því
næst til máls. Hann gat þess að
farþegafjöldi með flugvélum fé-
lagsins árið 1967 hefði verið
182.668 og hefði aukizt um 9%.
Vöruflutningar hefðu numið
3410 lestum og hefði aukning
þeirra flutninga orðið 34% og
póstflutningar hefðu numið 614
lestum og aukizt um 23%. Heild-
Framhald á bls. 10