Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.05.1968, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. MAÍ 1966. 7 óacfíii að lífiS væri dásamlegt, ef við aðeins lærðum að líta frekar til binna björtu hliða þess, en hinna dekkri, brosa við náunganum og þá er ekki endilega átt við, að við séum öll byrjendur í hægri umferð, heldur miklu fremur hitt, að temja okkar skap þannig, að við getum alltaf að öllu brosað. Það myndi svo sannarlega geta skapað frið á jörð, og að hverju fremur leitum við góðir hálsar, þegar til alvör- unnar kemur En það er nú eitthvað annað en að friður riki í heiminum í dag, og raunar má segja, að alltaf hafi þeir verið að berjast einhversstað- ar síðan aldamótum sleppti. Og það fór hrollur um mig.sagði storkur, bara við tilhugsunina eina saman. Síðan brá ég mér á svif- flugi niður í miðborg, þar sem lög- regluþjónar stóðu á hverju götu- horni til að forða okkur frá vinstri villu, og umferðarverðir böðuðu út handleggjunum í sífellu, og á Aust urvelli, fyrir framan gluggana hjá P og Ó, hittum við mann, sem var sólbrúnn og sællegur, sjálfsagt ný- kominn úr Afríkusól. Storkurinn: Skelfing ert þú blakkur á húðina, manni minn? Maðurinn hjá P og Ó: Og þá ekki síður hið innra. Ég er nýkom- inn sunnan frá Gíneuflóa, og þar er útiitið svart, svo að ekki sé meira sagt. Það er ekki annað sýnna, en verið sé að kála einustu viðskiptavinum okkar á skreið, þarrna í Biafra. Ýmist er, að þeir eru skotnir af herraþjóðinni í Ni- geríu eða hreinlega sveltir til bana, vegna þess að þeim eru allar bjarg ir bannaðar, hafa hvorki höfn né flugvöll. Það hefur komið í ljós, að þarna er okkar meginmarkaður fyrir skreiðina, sem hér bíður undir skemmdum útflutnings. Mín tillaga er sú, að íslenzka ríkisstjórnin við- urkenni í .hvelli ríkisstjórnina í Bi afra, og auk þess legg ég til, að heill skipsframur af skreið verði sendur þeim í Biafra, með ein- hverjum ráðum, og þeim hreinlega gefinn sá farmur, til að þakka göm ul og góð viðskipti, og hverjum ætti svo sem að standa nær en okk- ur að gefa þeim eitthvað, ef það mætti verða til að sefa sárasta hungur þeirra? Sá sem varðveitir boðorðið, varð- veitir líf sitt, en sá deyr, sem ekki hefur gát á vegum sínum. Orsk. 19.161. í dag er föstudagur 31. maí og er það 152. dagur ársins 1968. Eftir lifa 214 dagar. Árdegisháflæði kl. 8.43 Upplýslngar um læknaþjðnustu ■ oorginnl eru gefnar i síma 18888, simsvara Lækrrafélags Reykjavík- «r. Slysavarðstofan i Heilsuverndar- stöðinnl. Opin allan sólarhringinn — aðeins móttaka slasaðra — sfmi: 2-12-30. Læknavarðstofan. Opin frá kl. 5 siðdegis til 8 að morgni. Auk þessa "Ila helgidaga. — Simi 2-12-30. Neyðarvaktin tSharar aðeins ð rrrkum dögum frá kl. 8 til kl. 5, *ími 1-15-10 og laugard. kl. 8—1. Ráðleggingastöð Þjóðkirkjunnar am hjúskaparmál er að Lindar- götu 9, 2. hæð. Viðtalstími læknis miðvd. 4—5, viðtalstími prests, þriðjud. og föstud. 5—6. Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykjavík vikuna 25. maí - 1. júní er i Lyfjabúðinni Iðunni og Garðsapóteki. Svei mér þá, ef ég er þér ekki alveg sammála, manni minn. Þetta <sr fallega hugsað hjá þér. Ættum -við ekki líka að senda þeim ein- hverja söngvara héðan frá hinu Brosandi landi? Þeir gætu skemmt þeim meðan þeir ætu skreiðina með því að syngja ljóðið hans Dav íðs um Afríku-Kobba, eins og t.d. þetta: „Með svertingjum þessum eitt sumar ég bjó. í sígrænum skógum er hamingja nóg Suðræna nóttin er svalandi og hljóð, en svertingjastelpan villt og góð og gefur I auðmýkt brjóst sín blökk, og blóðið er heitt — af ást og þökk Hjá blámönnum skóganna er boð- orðið eitt: að brenna af hatri og elska heitt, að faðma sinn vin, drekka fjand- mannsins blóð. — Hún íylgir þeim lögum, hin svarta þjóð. Og sízt er hún verri en hið hvít- brjósta kyn, sem kyssir sinn fjandmann, en drepur sinn vin.“ Næturlæknir í Hafnarfirði aðfaranótt 1. júní er Eiríkuir Bjömsson, sími 50235. Næturlæknir í Keflavík 24.5 Arnbjörn Ólafsson 25.5 og 26.5 Guðjón Klemenzson 27.5 og 28.5 Kjartan Ólafsson 29.5 og 30.5 Arnbjörn Ólafsson 31.5 Guðjón Klemenzson Keflavikurapótek er opið virka daga kl. 9—19, laugardaga kl. 9—2 og sunnudaga frá kl. 1—3. Framvegis verður tekið á móti þeim, sem gefa vilja blóð i Blóð- bankann, sem hér segir: mánud., þriðjud., fimmtud. og föstud. frá kl. 9—11 f.h. og 2—4 e.h. Miðviku- daga frá kl. 2—8 e.h. og laugardaga frá kl. 9—11 f.h. Sérítök athygli skal vakin á miðvikudögum vegna kvöldtímans. Bilanasimi Rafmagnsveitu Rvík- ur á skrifstofutima er 18-222. Næt- ur- og helgidagavarzla, 18-230. A.A.-samtökin Fundir eru sem hér segir: í fé- tagsheimilinu Tjarnargötu 3c: Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21. Langholtsdeild, i Safnaðarheimili Langholtskirkju, laugardaga kl. 14. Orð lífsins svarar í síma 10-000. Spakmæli dagsins Sé maður sjálfur einhvers nýtur, skiptir ekki miklu máli um ættina. — E. Bögh. FRÉTTIR Stýrimannafélag fslands. Orlofsheimili Stýrimannafélags fs lands í Laugardal verður opnað 1. júní. Væntanlegir dvalargestir eru beðnir að hafa samband við Hörð Þórhallsson hafnsögumann í síma 12823 sem allra fyrst. Hvíldarvika Mæðrastyrksnefndar að Hlaðgerðarkoti í Mosfellls- sveit, verður að þessu sinni síðustu vikuna í júní. Nánari upplýsingar í sima 14349 milli 2-4 daglega nema laugard. Frá Mæðrastyrksnefnd Konur, sem óska eítir að fá sumardvöl fyrir sig og böm sín í sumar að heimili Mærðastyrks- nefndar Hlaðgerðarkoti í Mosfells- sveit, tali við skrifstofuna sem fyrst, sem opin er alla virka daga nema láugard. frá kl. 2-4, s. 14349 só NjCST bezti Svo sem kunnugt er, hefur fólksstraumurinn til Reykjavíkur og til annars þéttbýlis, valdið því, að heilar kirkjusóknir hafa lagzt í eyði. Því var það, að séra Jónmundur Halldórsson, sem var prestur i Stað í Grunnavík vestur, sagði einhvem tíma: ,,Mig dreymdi í nótt, að ég væri dau'ður og kominn í himnaríki, en ekki var margt af mínu sóknarfólki þar.“ „Nú, hvernig stóð á því?“ spurði einhver. „Það var allt komið til Reykjavíkur,“ svaraði prestur. „Suður um höfin að sólgyltri strönd“ Vinna óskast Stúlka vön vélritun óskar eftir vinniu. Mætti vera úti á landi. Uppl. í síma 22150. Til leigu Góð 3ja herb. íbúð í Vest- uribænum frá 1. júlí. Tdl'b. sendist Mbl. fyrir 10. júní, merkt „8740“. Rýmingarsala Amerísk drengjaföt, amerískir telpnakjólar og telpnablússur. Rýmingarsalan, Sólvallagötu 74. Hangið kjöt beint úr reyk. Opið frá 1—7 í dag og alla laugar- daga. Sláturhús Hafnar- f jarðar. Guðmundur Magn- ússon. Sími 50791 og 50199. Vil kaupa notaðan miðstöðvarketil ásamt kynditæki. Ketillinn þarf að vera 8—10 ferm. og í góðu lagi. Uppl. í síma 50323. Til sölu nýjar glussaslöngur í JCB, amerísk toppgrind, lyftinga tæki, boxbolti, fallegir telpnakjólar, pils, blússur. Símj 19842. Gæzlusystur munið aðalfundinn í kvöld. Stjórnin. Húsráðendur Lakka eða olíuber úti- hurðir. Einnig trésimíði og ýmsar viðgerðir. S. 37281. Keflavík — Suðurnes Nýkomin einlit og mislit fín og gróf riffluð flauel. Sumarkjólaefni, nýjar gerð ir. Röndótt og rúðótt tery- lene efni. Hrannarbúðin. Rýmingarsala Barnahúfur kr. 25. Dömusvuntur kr. 35. Brjósthöld kr. 25. Rýmingarsalan, Sólvallagötu 74. Skoda 201 st. Til sölu Skoda 201 st., árg. 1960, nýskoðaður og á nýj- um dekkjum. Uppl. í síma 52140. Atvinna óskast Fullorðin kona óskar eftir að taka að sér mötuneyti eða hliðstætt, nú þegar. Upplýsingar í síma 19026. 16 ára stúlka með gagnfræðapróf vantar góða vinnu fram í ágúst. Upplýsingar í síma 37970. Keflavík — Suðurnes Barnakerrur, fjölbreytt úr- val, AEG frystikistur. Stapafell, sími 1730. Geymið auglýsinguna Tek að mér ýmiss konar vinnu úti og inni í ákvæð- isvinnu. Uppl. í síma 84221 eftir kl. 8 e. h. íbúð óskast Þriggja herb. íbúð óskast strax til leigu. Uppl. 1 síma 37281 eftir kl. 2 í dag og á morgum. Bændur 15 ára drengur óskar að fá vinnu í sveit. Vanur öllum sveitastörfum. Uppl. í síma 92-1987, fyrir hádegi og eftir kl. 4. Óska eftir að kaupa blæjur á Willys jeppa. Upplýsingar í síma 50766. Vön matreiðslukona óskast á veitingahiis úti á landi. Upplýsingar gefnar í síma 19200. Vörubíll ti] sölu árg. 1966 sturtulaus, yfirbygging getur fylgt ef óskað er. Einnig koma til greina skipti á fólksbíl. Upplýsingar í síma 1186 Akranesi eftir kL 7 á kvöldin. EINAIMGRDIMARGLER BOUSSOIS INSULATING GLASS Mikil verðlœkkun ef samið er strax Stuttur afgreiðslutími. 10 ÁRA ÁBYRGÐ. Leitið tilboða. Fyrirliggjandi RÚÐUGLER 4-5-6 mm. Einkaumboð: HANNES ÞORSTEINSSON, heildverzlun, Sími 2-44-55.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.