Morgunblaðið - 23.06.1968, Qupperneq 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 1%8
Forseti Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar í heimsókn
— 20 ár frá gildistöku samningsins um
alþjóðaflugþjónustu á Islandi
KOMINN er hingað til lands
Walter Binaghi, forseti ráðs Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar. Ei
hann kominn vegna tuttugu ára
afmælis gildistöku samningsins
um alþjóðaflugþjónustu á fs-
landi. Walter Binaghi er argen-
tískur að ætt og hefur starfað
SEXTUGUR:
Björn Björnsson,
ræðismnður
Björn Björnsson, ræðismaður ís-
lands í Minneapolis, er sextugur
í dag. Björn er einn hinna þekktu
Björnsson-bræðra. Dvaldist hann
hér á stríðsárunum sem blaða-
maður.
Hann er nú yfirmaður blaða-
og upplýsingadeildar Nortern
States Power Copmany. Björn á
fjölmarga vini frá dvöl sinni hér
og í sambandi við ræðismanns-
störfin, enda þekktur fyrir hjálp-
semi sína og góðvild.
Heimilisfang Björns er 4454
Edmund Boulevard, Minneapolis,
Minnesota, Bandaríkjunum.
JMwgttitfrl&frifr
um NATO
VEGNA ráðherrafundur Atlantshafsbandalagsins hér á
landi á mánudag og þriðjudag, gefur Morgunblaðið í dag
út blað, sem er sérstaklega helgað handalaginu og málefn-
um þess. Blaðið er 28 síður og er gefið út sem fylgirt Morg-
unblaðsins.
Heimsfrægir og þjóðkunnir menn rita greinar í blaðið,
sem sérstaklega eru samdar fyrir Morgunblaðið, eins og
greinarnar bera með sér.
Efnisyfirlit blaðsins er svohljóðandi:
Bls. 1 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra: Tryggir ör-
yggi — eflir frelsi.
— 1 Manlio Brosio, framkvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins: Markmið Atlantshafsbandalagsins.
— 2 Dean Rusk, utanríkisráðherra: NATO og skuldbind-
ingar Bandaríkjanna.
— 3 Lyman L. Lemnitzer, yfirhershöfðingi: Minnir á
mikilvægi íslands
— 4 Poul Hartling, utanríkisráðherra: Danmörk og
NATO.
— 4 John Lyng, utanríkisráðherra: Noregur og NATO.
— 5 Willy Brandt, utanríkisráðherra: Bandalag í þróun.
_ 6 Ólafur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokks-
ins: ísland á að óbreyttum aðstæðum að vera
^ í NATO.
— 6 Gunnar Gunnarsson, skáid: Veður öll válynd.
— 7 Emii Jónsson, utanríkisráðherra: ísland og NATO.
— 8 Snorri Hallgrímsson, prófessor: Vísindanefnd Norð-
ur-Atlantshafsbandalagsins, uppruni hennar tilgang-
ur og starfssvið.
— 12 Kristján Albertsson, rithöfundur: Hinn versti mál-
staður í sögu íslands.
— 13 Matthías Á. Mathisen, formaður þingmannasambands
NATO: Aukið samstarf tryggir betri árangur.
— 14 Guðmundur G. Hagalín, rithöfundur: Það sem ekki
má gleymast . . .
— 16 Jóhann Hjálmarsson, skáld: Hverjir vilja ófrið?
— 16 Níels P'. Sigurðsson, sendiherra: NATO í dag.
— 18 Frank B. Stone, flotaforingi: Vamarlið íslands —
hlekkur NATO.
— 19 Knútur Hallsson, formaður Samtaka um vestræna
samvinnu: Áhugamannasamtök um vestræna sam-
vinnu.
— 22 Bjöm Jóhannsson, fréttastjóri: Heimsókn í hinar
nýju stöðvar Atlantshafsbandalagsins í Belgíu.
— 25 Hilmar Björgvinsson, formaður Varðbergs: Æskan
og NATO.
Auk þess eru í blaðinu viðtöl við fólk um skoðun þess
á NATO og íslenzka vísindamenn, sem notið hafa styrkja
frá bandalaginu til vísindastarfsemi sinnar. Þá er birt skrá
yfir alla styrkþega bandalagsins hér á landi og æviágrip
allra utanrikisráðherranna, sem sækja ráðherrafund NATO
hér. Nokkrar greinar ero í blaðinu, er fjalla um sögu At-
Iantshafsbandalagsins og viðtal er við dr. Kristin Guð-
mundsson fyrrum utanríkisráðherra.
við Alþjóðaflugmálastofnunina í
20 ár, þar af í ellefu ár sem
forseti.
Binaghi mun dvelja hér í
þrjá daga og kynnast aðstöðu
flugs á íslandi, auk kynnisferða
og viðtala við ráðamenn.
Samningur sá, er hér um ræð
ir var gerður í júnimíánuði 1948.
vegna þess, að Islendingar töldu
sig ekki geta veitt tilskylda flug
stjórnarþjónustu og fjarskipta,
nema með tækni og fjárhagsað-
stoð.
Samkvæmt samningum skyldi
fsland greiða 17,5% heildar-
kostnaðar, en lækkað niður í 5%
1955, en íslandi um leið gert að
taka þátt í skiptingu kostnaðar
í hlutfalli við ferðir íslenzkra
flugvéla yfir N-Atlantshaf.
Alþjóðaflugþjónustan á íslandi
tekur til eftirfarandi stöðva og
aðila: flugumferðarstjórnarinnar
í Reykjavík, flugfjarskiptaþjón-
ustunnar í Gufunesi og á Rjúpna
hæð, flugveðurþjónustunnar á
Keflavíkurflugvelli, í Reykjavík
Við undirritun samningsins u m álþjóðaflugþjónustu á íslandi.
Talið frá v. Agnar Kofoed-Ha nsen, flugmálastjóri, Dr. Edvard
Wanner, fyrrv. stjórnarforseti
framkvæmdastjóri ICAO.
og á níu athugunarstöðvum öðr-
um og Loranstöðvarinnar í Vík
í Mýrdal. Starfsmenn hennar eru
nú 121 talsins og áætlaður rekst
urskostnaður fyrir árið 1968 er
um 78 milljónir króna sem skipt-
ist milli þeirra tuttugu ríkja sem
nú eiga aðild að samningnum.
Á þessum árum sem liðin eru
síðan alþjóðaflugþjónustan tók
til starfa hér á landi hefur rekst-
ICAO og dr. Albert Roper fyrrv
ur hennar fært ísleitlingum í
aðra hönd sem næst 500 millj-
ónir króna í erlendum gjaldeyri
og hefur oftlega komið sér vel.
Hitt er þó ekki síður um vert
að á hennar vegum hafa verið
,keypt til landsins margvísleg
tæki og búnaður og ráðizt hefur
verið í ýmsa fjárfestingu aðra.
Þá er þess ógetið ,að sæsíma-
strengurinn nýi sem nú tengir
ísland meginlöndum Evrópu og
Ameríku á tilkomu sína að
þakka alþjóðaflugþjónustunni á
Norður-Atlantshafi, sem auk
þjónustunnar hér heldur úti veð
urskipunum kunnu og annast
rekstur stöðva í Grænlandi og
Færeyjum, en fyrir afnot al-
þjóðaflugþjónustunnar á íslandi
af sæsímanum eru greiddar 15.2
milljónir króna á ári.
Walter Binaghi, forseti Alþjó ðaflugmálastofnunarinnar
Agnar Kofoed-Hansen, flugm áiastjóri.
og
Ósóttur
vinningur
AÐ KVÖLDI kirkjudags Bústaða
sóknar vardregið í skyndihapp-
drætti safnaðarins, upp kom núm
er 2970, Mallorea og Lundúna-
ferð. Enn hefur ekki verið vitj-
að um vinninginn, en upplýsing
ar gefur Helgi Eysteinsson í verzl
uninni Geysi.
S.F.R. vill styrkja og efla samtaka-
mátt ríkisstarfsmanna
Blaðinu hefur borizt eftir-
farandi athugasemd frá S.F.R.:
STJÓRN Starfsmannafélags rík-
isstofnana vill koma á framfæri
athugasemidum sínum við frétt,
sem birtist í Mor.giunblaðin/u 21.
þ.m. með stórxi fyxirsögn á bak-
síðu svohljóðandi: „S.F.R. reynir
að þröngva háskó 1 amönnium í
félagið".
Ekki skulu þó eltar ólsir við
orðbragðið, sem vart getur talizt
til sóma fyrir blað háskóla-
mennitaðara manna (hér er átt
við BHM-bréf) eða fórmann
Bandaiags háskólamanna.
Birtur var hiuiti af bréfd S.F.R.,
sem sent var tid. allra fastráð-
inna ríkísstarfsmanna á starfs.
svæði félagsins, sem ekki vocru
þegar félagsbundnir. Bréfið var
því ekki sent eingöngiu háskóla-
mönnum, eins og B.H.M. getfur
í skyn og það var ekiki sent tifl
þeirra tiltiöLulega fáiu, sem hafa
sagt sig úr S.F.R. á undantförn-
um árum.
Þessi hluti brétfsins etr frásögn
BHM kallaður ,kjarni þess“, en
hins vegar er feldtir niður síðari
hilutinn, sem óneitanlega gieir-
breytir þeinri mynd, sem reynt
er að skapa í fynrgreindri frá-
sögn, en hann er svohljóðandi:
með tilliti til fyrrgreindrar sam
þykktar að snúa sér til þeirra,
sem vitað er að starfa sem fast-
ráðnir ríkisstarfsmenn á staxfs-
svæði félagsins og tilkynna þeiim,
að áformað er að innheimta fé-
lagsgjald á þessu ári, ef viðkom-
andi ekki gerir athugasemd við
það fyrir 19. apríl n.k. til skrif-
stofu félagsins (bréfið dagsett 2.
apríl).
í trausti þess, að þú sýnir skiln
ing á máli þessu og auknum fé-
lagslegum styrk samtakanna, þá
bjóðum við þig velkominn til
starfa innan okkar vébanda....“.
Svo mörg voru þau orð. Af
þeim má ráða, að það var ekki
ærtlun stjórnar S.F.R. að neyða
einn eða neinn til inngöngu í fé-
lagið. Þeim sem fengu bréfið og
ekki höfðu í hyggju að gerast
félagar í S.F.R. var því ekki
meiri vandi á höndum en að
hringja í símanúmer félagsins,
sem var skráð á bréfið og láta
vita um þá ákvörðun sína. Mjög
fáir þeirra (að yfirgnæfandi
hluta háskólamenntaðir menn),
sem sent var bréfið, gerði það,
eða sendi bréf þar um, og var
það mál þá þar með úr sög-
unni og „þessum skuggalegu að-
ferðum“ lokið.
Hinsvegar hafa margir haft
samband við skrifstofu félagsins
og látið í ljós ánægju sína yfir
að þeim væri gert svo auðvelt
að gerast félagar í S.F.R. þar eð
þeir hefðu ekki komið því í verk
af ýmsum ástæðum.
„Stjórn S.F.R. hefur ákveðið
Varðandi þau atriði, sem
B.H.M. telur ástæðu að vekja at-
hygli á skal þetta tekið fram.
Stjórn S.F.R. er fullkunnugt
um það, að engum er lagalega
skylt að vera í félaginu, enda
enginn verið neyddur til þess.
Þess er getið í nefndri grein
B.H.M., að nokkrir háskóla-
menntaðir menn hafi gengið úr
Starfsmannafélagi ríkisstofnana
undanfarin ár. Rétt er það. En
á hitt ber einnig að líta, að marg
ir háskólamenntaðir menn hafa
gengið í S.F.R. á umræddu tíma-
bili og eru þeir jafnframt félag-
ar í B.H.M og nægir í því sam-
bandi að nefna, að 3 af 10 stjóm-
armönnum S.F.R. eru félagsmenn
BjH.M.
Þeir fjölmörgu háskólamennt-
uðu menn, sem eru félagar í
S.F.R. hafa sýnt þar loftsverðan
áhuga og unnið mikið og gott
starf í þágu félagsins og heildar-
samtakanna.
Varðandi aðstöðu félagsins og
heildarsamtakanna til að fá fram
gengt hagsmunamálum opinberra
starfsmanna, þá er engum ljósari
takmörkun núverandi samnings-
réttar en forystumönnum sam-
takanna og vilji þeirra til endur-
bóta í því efni er öllum Ijós,
sem til þekkja. Þar er ekki um
að saka forustu félagsins eða
B.S.B.R.
Reglan sem almennt hefur
Framhald á bls. 27