Morgunblaðið - 23.06.1968, Síða 4

Morgunblaðið - 23.06.1968, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JUNT I9OT 'BtlAiSiGAM K/ Rauðarárst'ig 31 Slmi 22-0-22 iviaoimOsar [skiphoiti21 sImar 21190 eftir lokun simi 40381 siM' 1-44-44 mmm Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 11—13. Hagstætt leigugjald. Sími 14970 Eftir lokun 14970 eða 81748. Sigurður Jónsson. BÍLALEIGAINi - VAKUR - Sundlaugavegí 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. BÍLALEIGAN AKBRAIJT NÝIR VW 1300 SENDUM SÍMI 82347 HLJÓDFÆRI TIL SÖLII Notuð píanó, orgel, harmoni- um. Hohner-rafmagnspían- etta. Besson-básúna, lítið raf- magmsorgel og notaðar har- monikur. Tökum hljóðfæri í skiptum. F. Björnsson, sími 83386 kl. 14—18. FÉLAGSLÍF Litli ferðaklúbburinn er tekinn til starfa á ný. — Komið og kynnizt starfsemi klúbbsins í skrifstofunni að Fríkirkjuvegi 11 á fimmtudög um milli kl. 8 og 10. Munið eftir að næsta ferð verður helgina 29.—30. þ. m. Stjórnin Það sem tónskáldið hafði skrifað Frá stjórnanda Kammerkórs- ins hefur Velvakanda borizt eftirfarandi: Svar til Útvarpshlustanda í Velvakanda, Morgunblaðið 21. júní. Ég vil benda „Útvarpshlust- anda“ á að þegar Emil Thor- oddsen samdi lagið við ljóð Afa síns, breytti hann orðunum, „ljóshærð og litfríð" í „litfríð og ljóshærð“. Þannig er þetta ritað þegar lagið er gefið út sem einsöngslag, í Pilti og Stúlku, og einnig er þetta svo í útsetningu hans fyrir bland- aðan kór, í Ljóðum og Lögum 2. hefti bls. 41. Kórinn og stjórnandinn vissu þetta vel áður en upp- takan fór fram, og ákváðu að rétt væri að syngja það sem tónskáldið hafði skrifað, frem- ur en breyta nokkru þar um. Það er ástæða til að ætla að Emil Thoroddsen vissi hvað hann var að gera. ^ „Hef kannað hug minn vegna morðs- ins á Robert F. Kennedy“ D.E.Askey, bandarískur stú- dent á íslandi, skrifar Velvak- anda bréf, sem fer hér á eftir, lauslega þýtt: „Ég skrifa þetta bréf landi mínu til varnar og sem svar við öllum þeim spurningum, sem fyrir mig hafa verið lagð- ar hér á íslandi, ekki aðeins spurningum, sem munnlega hef ur verið beint til mín, heldur einnig spurningum, sem ég hef lesið í augum manna og í dag- blöðunum. Ég reyni að hafa bréf mitt óháð stjórnmálum en borið uppi af ættjarðarást. Per sónulega er mér þetta bréf upp gjör við eigin samvizku, sem ég fann mig knúinn til vegna djúprar sorgar, reiði ög skamm ar, sem fréttirnar um morðið á Robert F. Kennedy hafa vald- ið mér. Næniur fyrir er- lendri gagnrýni Sem ungur amerískur borg- ari erlendis læt ég mig mjög varða þá stefnu, sem land mitt tekur í heiminum nú. Ég er mjög næmur fyrir erlendri gagnrýni og andspænis henni reyni ég að gera mér fullkomna grein fyrir göllum amerísks þjóðfélags. Bandaríki Norður- Ameríku eiga í vissum skiln- ingi í harðri baráttu, berjast fyrir því nafni sem þau hafa aflað sér á liðnum öldum sem brjóstvörn persónulegs sjálf stæðis. Fyrir þessa hug- sjón hafa þúsundir Ameríku- manna látið lífið í styrjöldum allt frá 1775. Þeir hafa fallið og falla enn þann dag í dag í þeirri von að endir verði bund inn á ofbeldi og óréttlæti, í hverri mynd, verði kveðið nið- ur, hvort sem það snertir stjórnmál, trú eða kyn- þætti. Við reynum að vinna saman að heill einstaklingsins hjá einhuga þjóð. Hitt er öm- urleg kaldhæðni, að við til- raunir okkar friði til trygging- ar notum við eyðingartæki til að sigrast á því, sem frelsinu handan hafsins stendur mest ógn af, en það leiðir af sér dauða saklausra í þúsundatali. Við skulum hugsa okkur að vínveitingastofa sé full af drukknum mönnum, þrekvöxn- um, vöðvamiklum svolum. Joe hefur ráðizt að bróður sínum Paul, sem er vinur okkar, Sum- ir okkar halda að Joe gæti drepið Paul. Öðrum finnst hér aðeins vera um fjölskylduerj- ur að ræða, sem okkur komi ekki við. Hvað á að gera? Eða erum við í raun og veru að- eins drukkin? Ég verð hrein- skilnislega að játa að ég á ekki svar við þessum spurn- ingum, en það eru slíkar spurn ingar, sem ég legg stöðugt fyr- ir sjálfan mig þegar ég bý mig undir að neyta í fýrsta skipti kosningaréttar míns í væntan- legum forsetakosningum. En er þetta frelsi, sem ég nýt nú, raunverulega svo mikils virði? Er ekki þetta valfrelsi sama frelsi og það sem tryggir NRA (National Rifle Association, Landssamband skotmanna) og öðrum álíka rétt til að beita atkvæðum sínum til að hindra löggjöf um eftirlit með skot- vopnum nái fram að ganga? ^ Margar þolraunir Hefði ég fórnað atkvæðis- rétti mínum til að þyrma lífi amerísks hermanns, sem féll á orrustuvelli, er hann var að berjast fyrir þeim rétti mér til handa? Nei, því að þá myndi þessi trú og því trausti, sem hann bar til Ameríku, og fórn- aði sér fyrir, á glæ kastað. Þessi trú verður að undirgang- ast margar þolraunir í Amer- íku, ekki sízt meðal yngstu kynslóðarinnar - sem Kennedy- bræður og milljónir annarra til heyra, að sjálfum mér ekki undanskildum. Enda þótt þetta fræga frelsi í Bandaríkjunum virðist vera að verða alræmt, þá hef ég persónulega ekki misst þá trú, að þetta frelsi sé dýrmætt og þess virði að fyrir því sé barizt. Ég er sann- færður um, að innanlandsþreng ingar eru aðeins vaxtarverkir, sem ekki verður komizt hjá, en leiða til þroska og heilbrigði svo framarlega sem þjóðarlí- kaminn er ekki brytjaður sund ur að innan eða utan. Komm- únistar hafa vissulega rétt fyr ir sér, þegar þeir segja, að of- beldi, eins og beitt var í Los Angeles, muni ekki hugsanlegt í þeirra löndum. Á hinn bóg- inn er maður eins og Róbert F. Kennedy, einstaklega opin- skár í stjórnmálaumræðum og harðskeyttur í gagnrýni sinni á stjórnmálastefnu ríkisstjórn- arinnar, óhugsandi fyrir aust- an járntjald. Með hörmulegan aldurtila bróður síns fyrir aug- um, tók hann upp hugdjarfa baráttu í anda hans. Sem ung- ur Ameríkumaður hef ég til- einkað mér hugsjónir þessara manna, sem létu lífið í bar- áttu fyrir því frelsi, sem varð þeim að bana. Ég hef nú kann- að hug minn.“ Blómaunnendur BETLEHEMSTJARNA OG POTTARÓSIR: í dag viljum við benda yður á þessar potta- plöntur, sem nú eru upp á sitt bezta. GLADIÓLUR OG TÚLÍPANAR: Okkur langar sérstaklega að benda yður á túlí- pana, þeir eru sterklegir og falegir enda rækt- aðir utanhúss og kosta aðeins tíu krónur af- skornir. TRJÁPLÖNTUR OG SKRAUTMUNIR: Enn er nokkuð til af okkar fjölbreytta úrvali. Plönturnar eru með nestispoka við ræturnar og þola því flutmng. Tilvaldar fyrir sumar- bústaðafólk. SV'ALA-KASSAR OG BLÓMAKER: Norsku Eternit blómakerin, sem eru núkomin, eru tilvalin fyrir þá sem ætla að dvelja heima yfir helgina. Gjörið svo vel og lítið inn. Gróðrarstöðin við Miklatorg Símar 22822 og 19775. GROÐURHUSIÐ við Sigtún, sími 36770. Okkar mikla sala tryggir yður vandaðri vöru, meira úrval og lægra verð en aðrir geta boðið. Munið einkunnarorð vor: Úrval, gæði, þjónusta qpgno Cj Cj Siml-22900 Laugaveg 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.