Morgunblaðið - 23.06.1968, Page 15

Morgunblaðið - 23.06.1968, Page 15
MORGONBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ 19©8 15 Afrek. sern ekki devmast O J Síðustu dagana hafa látizt tveir íslendingar, sem hvor með sínum hætti reyndust afreks- menn. Annar var málarinn Nína Tryggvadóttir, sem andaðist í New York, gift þarlandsmanni en hélt ætíð tryggð við föður- land sitt. Svo sem verða vill, eru ekki allir sammála um list Nínu Tryggvadóttur. En ein- kennilegur má vera smekkur þeirra, sem ekki viðurkenna, að altaristafla hennar í Skálholts- kirkju sé frábært listaverk. Með því hefur hún tengt naifn sitt við eitt fegursta guðshús á fs- landi, reist á fornhelgum sögu- stað, og eftirlátið síðari kynslóð- um verk, sem þær munu dást að, ekki sízt vegna hins rammís- lenzka anda, er í verkinu býr og e.t.v. er enn öflugri vegna langr- ar dvalar höfundar utanlands, heimþrár hennar og næms skiln- ings á fegurstu einkennum ís- lenzkrar náttúru. Kristján Kristjánsson bíla- kóngur frá Akureyri, eins og hann var nefndur í daglegu tali, var vissulega ólíkur listakon- unni Nínu Tryggvadóttur. En hann var einnig afreksmaður á Frá nýju Sundlaugunum. REYKJAVÍKURBRÉF sinn veg. Þótt Kristján væri staddur innan um margmenni, virtist stofan stækka og hærra verða til lofts, þegar hann bar að. Þessu réði lifsþróttur hans, bjartsýni og framkvæmdaþrek. Kristján var einn hinna mörgu samtímamanna sinna, sem hófst af sjálfum sér og varð vel stæð- ur maður með því að ryðja nú- tíma samgöngum rúm hérlendis, samfara því, að hann sýndi stór- hug sinn með miklum bygginga- framkvæmdum í þeim bæjum, þar sem hann valdi sér aðsetur. Án athafna og dugnaðar því- líkra manna er hætt við, að list- tíengi fái lítt notið sín heldur koðni niður eins og um eru allt of mörg dæmi í sögu þjóðar okk- ar. Fjölsóttasta sýningin? „fslendingar og hafið“, sýning in, sem nú er haldin í Laugar- dalshöllinni í Reykjavík að frum kvæði stjórnar fulltrúaráð Sjó- mannadagsins í Reykjavík og Hafnarfirði, hefur verið fjölsótt og er sennilegast þegar orðin fjölsóttasta sýning sinnar tegund ar, sem haldin hefur verið á fs- landi og a.m.k. á hún skilið að verða það. Um þýðingu sjávarút vegs fyrir íslendinga þarf ekki að fjölyrða. Henni hefur svo oft verið lýst, að þar um verð- ur ekki bætt með fáum orðum í Reykjavíkurbréfi. Rétting ís- lenzku þjóðarinnar úr aldalöng- um kút fátæktar og umkomu- leysis er fyrst og fremst að þakka hagnýtingu gæða hafsins. Höfuðgallinn nú er sá, að við erum orðnir of háðir sjávarafla. Á þá staðreynd er minnt, ekki til þess að gera lítið úr þýðingu sjávarútvegsins, heldur vegna hins, að engum má ofbjóða, enda hefur ævaforn reynsla þjóðar- innar sannfært hana um, að svik ull er sjávarafli. Of margir gleyma því í önn dagsins, hversu við erum háðir hafinu og þeim feng, sem þangað er sóttur. Hættan á þeirri gleymsku skap- ast ekki sízt í fjölmenni, eins og hér í Reykjavík, þar sem fæstir sækja framfæri sitt beint í sjáv- arútveg, en allir eiga þó vel- gengni sína að verulegu leyti undir honum. Þess vegna er það mikið þarfaverk að efna til sýn- ingar eins og íslendingar og haf Laugardagur 22. júní ið til þess að rifja upp, hversu mörg og sterk bönd tengja þessa tvo aðila. Fróðleikur og skemmtun Sýningin sameinar það tvennt, sem saman þarf að fara, til að fullt gagn verði af. Hún er bæði fróðleg og skemmtileg. Sumir, e. t.v. flestir, fara þangað fyrst og fremst í því skyni að fá góða skemmtun eina dagstund. Slíkt næst með skjótri yfirferð, og verður þó einnig að gagni því að ætíð situr eitthvað eftir af þeim mikla fróðleik, sem þarna hefur verið saman tekinn. Hér skal engin tilraun gerð til að lýsa honum. Þár er sjón sögu ríkari. Þarna má bera saman gamla og nýja tíma, aðstæður og atvinnuhætti áður fyrr og nú, jafnt hér í Reykjavík og á ver- stö'ðvum víða um land. Sýnd eru ævaforn vinnubrögð og nýtízku vélar, innlendar og útlendar. Svo er og gerð grein fyrir helztu þjóðfélagsstofnunum, sem ýmist styðja sjávarútveginn eða styðjast við hann. Auðvitað hafa ekki allir jafnan áhuga fyrir öllu, sem þarna er að sjá, en þá er að velja og hafna, svo að hver dveljist helzt við það, sem hugur hans stendur til, enda er ólíklegt annað, svo fjölbreytt sem sýningin er, en allir finni þarna eitthvað, sem þeir hafa al- veg sérstakan áhuga á. Forustu- menn sýningarinnar eiga skilið alþjóðarþakklæti fyrir hug- kvæmni sína og dugnað. Enginn þó fremur en Pétur Sigurðsson alþingismaður, sem forustuna hefur haft, þó að lítt hefði hon- um orðið ágegnt, ef aðstoðar margra annarra hefði ekki einn- ig notið við. Amiað að koma á Þin«velli Þeir, sem komið hafa til Þing- valla i vor, hafa allir fundið þá gjörbreytingu, sem þar er á orð- in. Þeir, sem ekkert komast eða vilja komast nema akandi inni- lokaðir í bifreið, kvarta undan því að geta ekki brunað niður Almannagjá eins og hingað til, án þess að þurfa að hreyfa sig og þó lítillega og af skyndingu verða varir hamraveggjanna á báða vegu. Hinir, sem kunna bet ur að njóta mikilfenglegra staða í kyrrð og ró, telja ekki eftir sér 5-10 mínútna gang í því skyni að fagna því, að Lögbergið helga er nú ekki lengur hulið moldar- mekki né skjálfandi af sí- felldri umferð ökutækja. í stað skarkala, andstyggilegri benzín- stybbu og rykskýja er það nú fuglakliður og mannamál sem rjúfa þögnina í Almannagjá Skiljanlegt er, að sumir sakni þess að komast ekki í gjánna eða að Lögbergi en það gera þeir því aðeins að þeir átta sig ekki á hversu auðkvæmt er þangað með örstuttri göngu- ferð. Ánægjulegast er að aka að gjárbarminum, þar sem útsýnis- taflan er, og ganga þaðan sem leið liggur annað hvort niður fyrir Drekkingarhyl yfir Öxarár brúna eða yfir gjáarbarminn eystri og til Valhallar. Því fer svo fjarri, að slík gönguferð þurfi að verða ókunnugum ferða löngum til ama, eins og sumir forustumenn ferðamannamála hér á landi óttast, að má full- yrða má hitt, að menn njóti Þing vallaferðar miklu betur en ella með því að fá sér örstutta, hress- andi gönguferð. Þjóðhátíð í Laug- ardal og miðbæ Eðlilegt er, að menn velti því fyrir sér rétt eftir Þjóðhátíðina 17. júní, hvort miða eigi að því framvegis að hafa hana einung- is í Laugardal eða einungis í miðbænum eða á báðum stöðum eins og nú. Hér í blaðinu hefur því verið haldið fram að æski- legt væri að flytja hátíðina aft- ur að öllu leyti niður í miðbæ. Sú reynsla, sem fengizt hefur, virðist trauðla styðja þá skoð- un. Raunar má segja, að í mis- jöfnu veðri eins og ætíð má bú- ast við, sé áhættuminna að hafa hátíðina í miðbænum. í fyrra, 1967, hefi vafalaust tekizt bet- ur til, ef hátíðahöldin hefðu ver- ið þar sem stormurinn gnauðaði eitthvað minna en inni í Laug- ardal. En þá var veðrið svo vont, a.m.k. um miðjan daginn, að miklir erfiðleikar hlutu að verða á hátíðarhöldunum hvar sem þau hefðu verið. Að þessu sinni virtist áhorfendum, sem fylgst hafa með þessum hátíðar- höldum frá upphafi, að hátíðin inni í Laugardal tækist mun bet- ur heldur en lengst af reyndist um miðjan daginn niður í mið- bæ. Enginn efi er á því, að fleiri fá með eigin augum notið þess, sem gerist þarna innfrá, heldur en þess sem sýnt er á Austur- velli og jafnvel Arnarhóli. Hitt virðist ótvírætt, sem til mikilla bóta var, að hafa kvöldskemmt- unina og þá einkum dansinn í miðbænum. Er raunar furðulegt, að mönnum skyldi nokkru sinni koma til hugar, að unnt væri að flytja hann þaðan, en ætíð eru einhverjir, sem vilja láta breyta öllu og umturna, en sízt af öllu má of mikið mark á því fólki taka. Sízt þangað styrk að sækja Kommúnistar hampa því mjög þessa dagana, að þeir hafi feng- ið eitthvað af mönnum frá Norð- urlöndum og jafnvel alla leið sunnan úr Grikklandi til fund- arhalds hér í því skyni að mót- mæla aðild íslendinga að Atlants hafsbandalaginu. Auðvitað getur verið fróðlegt að heyra hvað aðr ir segja af sinni reynslu um samskonar viðfangsefni og við þurfum að leysa. En þegar komm únistar á fslandi halda ákaft fram formanni samtaka í Nor- egi, sem hafa það að markmiði að ná Noregi úr Atlantshafs- bandalaginu, þá hljóta íslending ar að spyrja, hvernig þeim heið- ursmanni hafi tekizt að hafa á- hrif á sína eigin landa. Undan- farna mánuði hefur verið mikið að því unnið í Noregi að koma af stað öflugri hreyfingu fyrir úrsögn Noregs úr bandalaginu. í vetur birti t.d. álitlegur hóp- ur norskra menntamanna áskor- un þessa efnis, og var þá mikið um það rætt, að efnt mundi til þjóðaratkvæðis í Noregi um á- framhaldandi aðild Noregs að bandalaginu. í fyrri viku voru síðan ítarlegar umræður í norska stórþinginu um málið, eins og þegar hefur verið frá skýrt hér á landi. Árangurinn varð sá, að einungis 6 þingmenn greiddu at- kvæði með því, að Noregur skyldi nota uppsagnarréttinn á næsta ári. Það munu vera helm- ingi færri en á sínum tíma greiddu atkvæði í Stórþinginu á móti inngöngu Noregs í banda- lagið. Árangur af hinum ákafa áróðri gegn aðild Noregs hefur þess vegna orðið þveröfugur við það, sem að var stefnt. Þess vegna er naumast við því að bú- ast að manni eða mönnum, sem hafa haft þvílík áhrif á sína eigin samlanda, verði mikið á- gegnt hér. Líklegt er, að svar flestra verði: Maður, líttu þér nær! Friðsöm mótmæli? Menn velta því þess vegna fyrir sér þessa dagana, hvort þessir útlendingar hafi verið sóttir hingað til lands í því skyni að telja íslendingum trú um það, sem þeim mistókst algjörlega að telja sínum eigin löndum trú um. Eða er tilgangurinn annar, sá að reyna að koma af stað óeirð- um, svipuðum og reyndar hafa verið annars staðar í þeirri von, að ríkisvaldið hér sé veikara en þar? Kommúnistar sverja raun- ar og sárt við leggja, að þeir ætli einungis að efna til frið- samlegra mótmæla. Upp úr slík- um fullyrðingum er sáralítið leggjandi. Hegðun þeirra og hugsunsarháttur er á sama veg og úlfsins, er sagði, að lambið réðist á sig. Það eru ýmist frið- samir borgarar eða sjálfir lög- gæzlumennirnir, sem kommún- istar saka um árásir. Ef illa fer, þá telja þeir, að hinir friðsömu kommúnisku mótmælendur hafi gert upphlaup vegna ögranna annarra og forystumennirnir hafi alls ekki við neitt ráðið. Einmitt vegna þessara alkunnu aðfara kommúnista þótti það at- hyglisvert á dögunum, þeg- ar kommúnist óeirðalið lét und- an síga úr stúdentahúsi í Stokk- hólmi, hversu það var gert á skipulegan hátt, án þess að nokk ur þeirra léti „ögra“ sér til upp- hlaups, þó að sjaldan hafi virzt meira tilefni en einmitt þá. Þetta dæmi var talið sanna, að komm- únistar hefðu fullt vald á sínu liði, þegar þeir vildu. Hin sjálf- krafa upphlaup eru einungis skipulagður liður í valdastreitu þeirra. Hitt er meira til gamans að rifja upp, að á dögunum fór einn forgöngumaður í hópi ung- komma um vinnustaði og skýrði frá því að nú væri búið að út- vega hingað tuttugu Grikki, eins og hann sagði. Þá var hann spurður hvaðan peningarnir kæmu til að kosta þessa útlend- inga hingað. „Þeir koma líka frá útlöndum," svara’ði ung-komm- inn. Gremjan í garð Gerhardsen Tvískinnungur kommúnista lýsti sér einnig ofurvel í gremju þeirra í garð Einars Gerhard- sen fyrir, að hann skyldi láta uppi skoðanir sínar á nytsemi Atlantshafsbandalagsins og segja frá því, sem í Noregi hafði gerzt, í þeim efnum sama daginn og hann kom hingað. Þjóðviljan um fannst óviðeigandi, að þessi kunnasti stjórnmálamaður Nor- egs væri spurður um þau efni, er hann kom beint frá að taka á- kvörðun um, samtímis því, sem kommúnistar fá hingað lítt- þekktan mann til að fræða ís- lendinga um þann boðskap, sem hans eigin þjóð hafði ekkert mark á tekið. Gremja kommún- ista í garð Einars Gerhardsen er því meiri sem í Noregi hefur verið þrálátlega að því unnið — og sá orðrómur hefur einnig heyrzt hér — að telja mönnum trú um, að Einar Gerhardsen hafi fyrr og síðar, verið hálf- volgur í afstöðu sinni til Atlantshafsbandalagsins. Þess vegna er fróðlegt að kynnast því, að í bók sinni um Einar Gerhardsen, segir Rolf bróðir hans hiklaust og styður það við vitnisburði fleiri kunnugra manna en sjálfs sín, að Noreg- ur hefði ekki sótt um inngöngu í Atlantshafsbandalagið, ef Ein- ar Gerhardsen hefði ekki tekið skýra stefnu og ótvíræða for- ustu í þeim efnum. Allt annað mál er, að hún hefur ætíð vilj- að skoða málið frá öllum hliðum og lagt áherzlu á, að ekki væri efnt til fjandskapar við Sovét- Rússland með Atlantshafsbanda laginu. Þess vegna sagði hann m.a. forsætisráðherra fundi í Atl antshafsbandalaginu árið 1957 m.a. þetta: „Við verðum að forðast að vekja þá skoðun, að við séum hræddir við samningaumleitanir við Austur-blokkina. Um heim allan þrá menn að kalda stríð- inu ljúki. Við verðum að hegða okkur á þá leið, að enginn vafi geti orðið um vilja okkar til að ná því marki. Við verðum ætíð að vera reiðubúnir til að endur- skoa sjónarmið okkar.“ „Þegar við horfum til baka á þróun bandalags okkar frá ár- inu 1949, höfum við ástæðu til að gleðjast yfir miklu og líta á það sem staðfestingu á því, að við höfum valið rétta stefnu. Þró unin í vopnatækni hefur hins- vegar leitt til þess, að nú erum við á vegamótum. Nú er um að gera, að við sýnum, að við kunn- um að taka rétta ákvörun um hvaða framhaldsveg við eigum að velja. — Samheldnin ein er ekki nóg. Hún verður ætíð að birtast í jákvæðri og uppbyggi- legri friðarstefnu." Þessi orð Gerhardsens lýsa rétt þeirri stefnu, sem Atlants- hafsbandalagið fylgir nú.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.