Morgunblaðið - 23.06.1968, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. JÚNÍ l%fi
r'
16
WSWKfM
UZtutAs&LP.
Hvers vegna skrifa menn?
— VILTU hafa mig afsak-
aðan? Nú er komið að hinum
friðhelga vinnutíma mínum.
— Hvað segirðu? Á þessum
yndislega morgni? Hvað ligg
ur þér á? Sólin hvílist enn
á bak við linditrén, loftið er
svalt, leifar mánans eru ekki
horfnar milli litlu, hvítu skýj
anna, það glitrar á þorpið
niðri á sléttunni. Njóttu nú
þess að halda áfram að lifa
' í heimi hugmyndanna.
— Þú hefur kannski rétt
fyrir þér, en regla er regla,
og þetta er nú siður, sem ég
hef tekið upp af frjálsum
vilja. Nulla dies sine linea.
„Séní eða ekki séní“, sagði
Stendahl.
— Reglur eru settar til að
verða bnotnar ekki sízt af
þeim sem setja þær ... Ég
skal viðurkenna, gamli vinur,
að ég á erfitt með að skilja
þessa löngun til að raða orð-
um saman í setningar á hverj
um degi. En ef þú þarfnast
þessa, til að geta lifað, þá...
— Ég þarfnast þess svo
sannarlega til að geta lifað.
Án efa, en varla liggur
þér svo mikið á, að enginn
dagur megi falla úr. Það er
skiljanlegt, að Balzac, sem
forlagið hundelti með ógnun-
um og jafnvel stefnum, af því
að hann hafði fengið gréitt
fyrir skáldsöguna fyrir fram,
skyldi hlekkjast þessu þræla-
lífi. Þú þarft ekki að reyna
að safna nægilegu fé til að
komast til Úkraínu að hitta
Madame Hanska. Taktu þér
nú frí og reyndu svolítið að-
gerðarleysi til tilbreytingar.
— Trúirðu því í raun og
veru, að fjárskortur hafi ver-
ið eina ástæðan fyir inn-
blæstri og afköstum Balzacs?
Auðvitað beið hann óþreyju-
fullur eftir greiðslunni fyrir
Illusions Perdues. En það var
ekki vegna þessara tuttugu
þúsund franka sem Illusions
Perdues urðu til í huga hans.
Reyndu að gera þér hærri og
virðulegri hugmyndir um
þennan merka rithöfund. Bal
zac gekk með heila veröld
persóna og viðfangsefna í
höfðinu. Hann hetfði ekki frem
ur geta stöðvað þessi af-
kvæmi sín en kona hætt við
að ala barn í miðri fæðingu.
Þú virðist ekki hafa minnstu
hugmynd u m þær ástæður
sem knýja menn til að skrifa.
—"“Jæja. Þú skalt þá ráða
bót á þessari fáfræði minni.
Hvers vegna skrifa menn?
— Umfram allt vegna þess
að þeir hafa eitthvað að segja
og geta ekki komið því frá
sér á neinn annan hátt. Ég
skal útskýra þetta nánar. Til
eru menn sem nota athafnir
sem tjáningarmeðal. Eru þeir
ástfangnir? Þeir fara á fjör-
urnar við konuna sem þeir
elska, vinna hylli hennar og
taka hana. Eru þeir metnað-
arfullir? Þeir leggja út á
braut stjórnmála eða við-
skipta. Þeir verða ráðherrar,
bankastjórar, hershöfðingjar
eða keisarar. Sem sagt, þeir
gera það, sem þú varst að
reyna að telja mig á fyrir
nokkrum mínútum, þeir njóta
raunverulega lífsins. Aðrir
staðnæmast vegna einhverrar
hindrunar á þessari braut,
— verða fyrir barðinu á ó-
réttlæti eða óheppni. Af mis-
munandi ástæðum eru þeir
þess ekki megnugir að ná
þessu takmarki í hinum á-
þreifanlega heimi. Þessir
menn veita sjálfum sér í verk
um sínum það, sem heimurinn
synjar þeim um. í stað þess
að leita hamingju, skapa þeir
hana.
— Flótti frá raunveruleik-
anum vegna óánægju? Ég hef
nú heyrt þennan söng áður.
Mér þykir þessi röksemda-
færsla ekki traust. Þú varst
að tala um Balzac. Er hægt
að halda því fram, að hann
hafi þurft að skapa konur til
að elska? Hann hafði lifandi
konur, og þær ekki af lakara
taginu, til dæmis hina dásam-
legu Madame de Berny.
— Persónuleiki og hæfileik
ar mótast allt frá fyrstu ungl
ingsárunum, næstum frá
Balzac var óánægður og ó-
hamingjusamur. Lestu Louis
bernsku. Það var þá, sem
Lambert aftur eða upphaf
Lys dans la vallé eða Illus
ions Perdues. Ef maður hef-
ur næmt yera, má greina í
þeim bergmál gamallar óá-
nægju.
— Ég skal fallaft á það,
að þetta geti átt við um
bernskuna og unglingsárin.
En síðar? Ef rithöfundurinn
hefur hæfileika, verður hann
dáður, eða að minnsta kosti
þekktur. Það færir honum
auðlegð, virðingar og allar
heimsins lystsemdir. Samt
heldur hann áfram að skrifa,
með meiri ákafa en nokkru
sinni fyrr. Kenning þín stenzt
ekki.
—f Ég hef aldrei haldið því
fram að ást og metnaðargirnd
væru einu orkugjafar at-
hafnasemi hugans. Það eru
margir aðrir. Það gætir tals-
verðs misræmis í orsakasam-
hengi lífsins. Og yfirborðs-
frami hefur ekki alltaf þau
áhrif á menn, sem helzt mætti
ætla. Lítum á Stendhal. Dag-
bækur hans sýna, að hann
stundaði óvægna sjálfskönn-
un allt lífið, hann var gagn-
rýninn túlkandi jafnvel hinna
dljósustu kennda ... Eða
Merimée? Þótt honum virtist
á yfirborðinu heppnast flest,
sem hann tók sér fyrir hend-
ur, hann sat í öldungaráð-
inu, naut hylli keisaradrottn-
ingarinnar, — þá gat ekkert
læknað hann af þeirri feimni,
sem vafalaust stafaði af sjúk
legri tilfinninganæmi.
— Ég get líka fallizt á það,
að til séu viðkvæmar sálir.
En hver fjárinn er að öllum
hinum? Við þekkjum báðir
rithöfunda, sem eru hæstá-
nægðir með sjálfa sig, verk
sín og líf sitt. Hvers vegna
skrifa þeir?
— Þessu mætti svara: „Ein
mitt til að halda áfram að
njóta þeirra forréttinda, sem
þeim eru svo kær“. En í raun
og veru er þetta ekki svo ein
falt. I fyrsta lagi er ásóknin.
Útgefendur og tímarit biðja
þá um skáldsögur, blöð um
greinar, vinir um formála.
Þeir veigra sér við að neita.
Eins konar eirðarleysi knýr
þá áfram. En svo er önnur
og betri ástæða. Þú virðist
gleyma því, að það er hin
bezta skemmtun að skrifa.
— Ekki fyrir mig. Smábréf
liggur stundum á mér eins
og mara.
— Vegna þess að það er
ekki þitt fag að skrifa. Fyrir
þann, sem hefur tilfinningu
fyrir stíl, verður val orðanna,
heppnuð líking eða vel skrif-
uð sögulok hrein nautn. Að
fullmelta hráa hugmynd, að
segja skýrum .orðum það sem
áður var óljóst, — það er
eins ánægjulegt og að raða
blómum saman í vönd eða
gera höggmynd. Myndlistar-
menn vilja mála og vinna til
dauðadags. Sumir hinna
gömlu hafa sézt með pensla
bundna við lamaða úlnliði.
Hvers vegna ættu rithöfund-
ar ekki að hafa ánægju af
að skrifa?
— Myndlistarmaðurinn finn
ur sér alltaf fyrirmynd, jafn-
vel þegar hann er orðinn
gamall. Náttúran er óþrjót-
andi viðfangsefni. Hins vegar
kemur sá dagur, er rithöfund
urinn hefur sagt allt sem
hann hefur að segja.
— Rithöfundar geta líka
fengið innblástur af náttúr-
unni.
— Það er hugsanlegt, en
þú sagðir mér sjálfur, að þeir
fyndu aðallega í sjálfum sér
þær tilfinningar sem eru efni
viður skáldverka. Gengur
þessi uppspretta ekki ein-
hvern tíma til þurrðar ef
hún byggist einkum á minn-
ingum frá unglingsárunum?
— Hjá sumum mönnum
þornar þessi uppspretta
aldrei. Hjá öðrum tekur ný
uppspretta við um það bil
sem maðurinn verður full-
þroska. Þannig var til dæmis
um Victor Hugo. Allt fram
að Contemplations var hann
alveg upptekinn af sjálfum
sér, ástum sínum og óham-
ingju. En með Vesalingunum
er óánægja hans komin upp
á svið þjóðfélagsins. Þegar
hann er orðinn ríkur, þjáist
hann vegna eymdar hinna
fátælku.
— Áður en þessu lýkur,
langar mig að hafa yfir fyrir
þig tilvitnun fr Balzac:
„Fjórir menn hafa lifað óvið
jafnanlegu lífi: Napoleon,
Cuvier, O'Connel, — og ég
vil vera sá fjórði. Sá fyrsti
lifði lífi Evrópu og bólusetti
sig með herjum !Annar gift-
ist hnettinum! Sá þriðji í-
klæddist þjóðum Ég mun hafa
fætt af mér heilt þjóðfélag í
höfðinu! Ég vil heldur lifa
þannig en að segja á hverju
kvöldi: ,Spaði, grand, hjarta",
eða reyna að finna út, hvers
vegna frú X gerði þetta eða
hitt. „Þetta, herra minn, er
ástæðan fyrir því að menn
skrifa.
Moskvitch M-408 verð kr. 162.483.oo
Moskvitch station M-426 verð kr. 174.100.oo
Ryðvörn er innilalin i verðinu
Hagstæðir greiðslnskilmólar
Bifreiðar og landhúnaðarvélar
Suðurlandsbraut 14 sími 38600
Caz-69 M landbúnaðarbifreiðin
Verð kr. 179.880.oo